Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ • • . Olvun og um- ferðarslys En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma (Grímur Thomsen.) ÞANNIG lýsir þjóðskáldið áhrifum áfengis, þegar þess er neytt í meiri mæli en hóflegt getur talist. Löngu er kunn sú stað- "?hreynd, að drykkurinn sá spillir færni manna til að beita huga og höndum með eðlilegum hætti. Þetta á ekki síst við, þegar mann- skepnan þarf að hafa stjórn á far- artækjum sínum. Þótt mörlandanum hafi þótt lúmskt gaman að þjóðsagna- kenndum hæfileikum íslenskra hesta til að ganga undir húsbænd- um sínum ölvuðum og skila þeim heim í heilu lagi, má ekki gleyma þeim mörgu, sem fallið hafa af Gíróseðlar Uggja frammi í ötlum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von baki þarfasta þjónsins eftir að hafa fengið sér í staupinu. Ymsir þeirra skiluðu sér ekki heim og biðu jafnvel fjörtjón af. Hitt mun þó hafa verið fátíðara fyrr á tím- um, að hinir drukknu yllu öðrum stórfelldu líkamstjóni með reiðlagi sínu. A þessari öld varð annað uppi á teningnum eftir að mönn- um tókst að smíða sér farartæki knúin eigin vélarafli. Nú var miklu fleiri hestum beitt fyrir vagninn en áður var gerlegt, hraðinn jókst og tjónið af slysunum margfaldað- Sumar erlendar rann- sóknir hafa leitt í ljós, segir Jón Baldursson, að áfengi kemur við sögu í liðlega helmingi alvarlegra umferðar- slysa. ist, ekki síst eftir að bifreiðin varð eign almennings og helsti farkost- ur. Árið 1966 gaf bandaríska sam- gönguráðuneytið út hina sögu- frægu „hvítu skýrslu", þar sem af- leiðingar umferðarslysa voru tí- undaðar og umferðarslysum lýst sem „hinum vanrækta sjúkdómi nútímaþjóðfélagsins". Einkum beindist athygli manna að alvarlegustu slysunum og svo- nefndum háorkuáverkum, sem einatt valda miklum vefja- -y -—NÖVENYI EREDETU--- SROSTLINNÁ SLEHAÓKA— DBOK RASTLINNÉHO PÓVODt' -------------------- Með Chantibic í ísskápnum áttþú alltafgómsætan rjóma tilbúinn við öll tœkifœri - ekkert mál. Ljúffengur rjómi við öll tœkifœri Alltaf tilbúinn í ísskápnum Lágt kólesterólinnihald Náttúrulegur jurtarjómi - ekta rjómabragð Góðurfyrir línurnar Handhægar umbúðir Gott geymsluþol Fáðu þér Chantíbic jurtarjóma í nœstu búð skemmdum með var- anlegu heilsutjóni eða dauða. Staðreyndin er sú, að slys eru ein af algengustu dánaror- sökum meðal okkar og sú langalgengasta hjá fólki frá frumbernsku fram á miðjan aldur. Flest verða banaslysin í umferðinni og af um- ferðarslysum hljótast flestir háorkuáverkar. Oft má heyra rætt um orsakir umferðar- slysa. Bent hefur verið á of hraðan akstur sem skaðvald og hugs- anlegar leiðir til að draga úr ofsahraða. Fleiri atriði hafa verið höfð til blóra en ef til vill hefur heldur lítið verið rætt um hlut áfengisneyslu í þessum efnum. Mælingar á þéttni etanóls í blóði ökumanna, sem gerðar eru að beiðni lögreglu, gefa mun hærri tölur um tíðni ölvunaraksturs hér á landi en annars staðar á Norður- löndum (1). Hvort tveggja kann að valda hér nokkru, að vandamálið sé algengara hér á landi og að öt- ullegar sé gengið fram í að ná til hinna seku. Með þéttnimælingum sem þessum telja menn sig fá all- góða samsvörum við hið „klíníska ástand“ sjúklingsins, það er að segja ölvunareinkenni, og þar með við færni til að stjórna ökutæki. Með mælingum á styrk etanóls í útöndunarlofti má komast nokkuð nærri hinu sama en þó eru ekki allir á einu máli um, hvort sú að- ferð sé nægilega nákvæm. Henni er ekki heldur hægt að beita hjá mikið slösuðum, svo dæmi sé tek- ið. Hin gullna viðmiðun til að meta áhrif áfengis er því og verður áfram blóðþéttnimælingin. Ölvíma spillir dómgreind og hreyfinga- stjórn hjá fleirum en ökumönnum. Margur góðglaður vegfarandi hef- ur rambað fótgang- andi út á akbraut á versta tíma og orðið fyrir aðvífandi bifreið. Einnig hefur athygli manna beinst í vax- andi mæli að ávana- og fíkniefnum öðrum en áfengi. Rannsóknir á hlutdeild þeirra í or- sökum slysa eru þó skemmra á veg komn- ar en rannsóknir á þætti áfengisins. Reynslan hefur sýnt, að opinberar töl- ur, sem byggðar eru á lögregluskýrslum, nægja ekki alltaf til að lýsa umfangi þess vanda, sem umferðarslys eru. Stundum hefur fólk eitthvað að fela fyrir yfirvald- inu og á það sannarlega einnig við um áfengisneyslu í tengslum við umferðarslys. Oft komast læknar að raun um, að áfengisnotkun hafi átt þátt í slysi en vegna trúnaðar- skyldu við sjúklinginn tilkynna þeir það ekki til lögreglu. í öðrum löndum, til dæmis í Bandaríkjun- um, láta læknar einatt mæla et- anól í blóði slasaðra í læknisfræði- legum tilgangi, svo sem til að meta áhrif alkóhólsins á meðvit- und. Slíkt hefur stundum verið gert hér á landi en ekki verið föst venja. Niðurstöður slíkra blóð- þéttnimælinga mun ekki vera hægt að nota í lagalegum tilgangi þar eð meðhöndlun sýnanna upp- fyllir ekki kröfur dómsvaldsins um varðveislu. Erlendis hafa mæling- ar sem þessar hins vegar verið notaðar til að gera samantektar- rannsóknir, sem sumar hverjar hafa leitt í ljós, að áfengi kemur við sögu í liðlega helmingi alvar- legra umferðarslysa (2), fleiri en hægt er að færa sönnur á út frá venjubundnum lögreglurannsókn- um. Sambærilegar athuganir hafa ekki farið fram hér á landi en væru vissulega þarfar til að varpa ljósi á raunverulegt umfang vand- ans. Reynsla lækna hér á landi af meðferð slasaðra bendir til þess, að áfengisneysla tengist oft um- ferðarslysum (eins og raunar öðr- um tegundum slysa). Læknafélag Islands hefur nú sýnt frumkvæði í umræðu um þetta mál og er það vel. Ef til vill má deila um ágæti einstakra ráðstafana, svo sem að lækka enn frekar þá lágmarks- þéttni etanóls, sem leyfilegt er að hafa í blóði við stjórn ökutækja. I Bandaríkjunum dró um fjórðung úr tíðni banaslysa þar sem áfengi kom við sögu á tímabilinu 1983- 1993 (3). Þakka menn það ýmsu, þar á meðal þyngingu refsinga vegna ölvunaraksturs, breyttu viðhorfi lögreglu og dómstóla og síðast en ekki síst baráttu sam- taka almennings gegn vandanum. Hér á landi virðist einmitt þetta vænlegast til árangurs, að sækja fram á sem flestum vígstöðvum og virkja bæði yfirvöld, heilbrigð- isstarfsfólk og almenning. Mikil- vægt er að við séum einnig tilbúin að meta árangurinn með vísinda- legum hætti eins og þarf raunar að gera við slysavarnir af öllu tagi. Heimildir 1. Rannsóknastofa í lyfjafræði: Ars- skýrsla 1996. Reykjavík: Háskóli ís- lands. 2. Rivara FP, Grossman DC, Cumm- ings P. Injury Prevention. N Engi J Med 1997; 337: 543-8. 3. Traffic Safety Facts 1995: a comp- ilation of motor vehicle crash data from the Fatai Accident Reporting Sy- stem and the General Estimates Sy- stem. Washington, DC: National Hig- hway Traffic Safety Administration, 1996. Tilvitnun frá Rivara FP (2). Höfundur er yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur. Jón Baldursson HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ VerðJrd kr. 2.700 ú mann í 2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur d veitingahúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 www.eyjar.is/skjaldbreid Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 13.00. Á dagskrá er m.a. seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Útvarpað verður á Nær FM 104,5 Fundurinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.