Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framsóknarflokkurinn og formaður hans vilja að upplýst verði hverjir stóðu að áróðursbæklingi Innihélt „óhróður, ósannindi og dylgjur44 LÖGMAÐUR Framsóknarflokks- ins óskaði eftir því í gær með form- legum hætti, fyrir hönd flokksins og formanns hans, Halldórs As- grímssonar, að íslandspóstur hf. upplýsti hvaða einstaklingur kom fyrir kosningar með bækling til dreifíngar hjá fyrirtækinu og í um- boði hvers, þar sem vegið var að Halldóri og fleiri aðilum. Lögmað- ur flokksins, Jón Sveinsson hæsta- Tal með samning við Kanada TAL hefur gert samning um notkun GSM-síma í Kanada og var opnað fyrir notkun þeirra í gær. Tal er fyrsta ís- lenska farsímafyrirtækið sem býður upp á notkun GSM- síma í Kanada. Samningurinn er gerður milli Tals og Microcell Connexions Inc. Það býður þjónustu í öllum helstu borgum Kanada, t.d. Calgary, Montreal, Winnipeg, Toronto og Vancouver. Með þessum samningi gefst viðskiptavinum Tals kostur á að vera í sambandi frá Kanada og verður hægt að hringja beint í þá í Tal GSM- númerið. Tal hefur nú gert samninga sem veita fyrirtæk- inu aðgang að 49 farsímakerf- um í 34 löndum. réttarlögmaður, óskar eftir skrif- legu svari Islandspósts hið fyrsta, en fyrirtækið hafði ekki svarað munnlegri beiðni lögmannsins um að fá þessar upplýsingar. Bæklingurinn er fjórblöðungur sem dreift var að hluta til fyrir ný- liðnar alþingiskosningar fyrir milli- göngu Islandspósts hf. og tilraun mun hafa verið gerð til að dreifa í mjög stóru upplagi. Jón segir að í bæklingnum sé vegið að Halldóri Ásgrímssyni persónulega með afar ósmekklegum hætti, dylgjum og órökstuddum og ósönnum fullyrð- ingum. Bæklingur ekki auðkenndur „Jafnframt er sérstaklega veist að Framsóknarflokknum og Finni Ingólfssyni, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, ríkisstjóminni í heild svo og öðrum nafngreindum einstak- lingum. I fjórblöðungnum kemur ekki fram hver útgefandi hans er. Ekki kemur heldur fram hver ábyrgðarmaður hans er né hvar hann var útbúinn eða prentaður. Hann er með öðrum orðum ekki auðkenndur á neinn hátt,“ segir Jón. Hann segir jafnframt að sam- kvæmt munnlegum heimildum hafí einstaklingur komið með bækling- inn í verulegu upplagi til Islands- pósts hf. stuttu fyrir alþingiskosn- ingar og óskað eftir dreifingu hans. Hafi viðkomandi einstaklingur greitt dreifingarkostnaðinn sem hafi numið nokkur hundruð þúsund krónum. Nokkurt magn eintaka mun síðan hafa farið í dreifingu. Við nánari skoðun mun Islands- póstur síðan hafa tekið ákvörðun um að stöðva dreifingu bæklings- ins, bæði vegna efnis hans og þeirr- ar staðreyndar að hann var án ábyrgðarmanns og með öllu nafn- laus. í framhaldi af því muni sá sem upphaflega kom með bæklinginn hafa fengið það sem ekki fór í dreif- ingu til baka, ásamt endurgreiðslu á áður greiddu póstburðargjaldi. Jón óskar eftir því að upplýst verði hvenær komið var með bæk- linginn til dreifingar og með hvaða hætti var staðið að dreifingu hans af hálfu íslandspósts. Jafnframt óskast upplýst hvaða einstaklingur kom með bæklinginn til dreifingar og í umboði hvers. Nafnleynd ekki eðlileg „Þar sem hér eru á ferðinni mjög ósmekklegar dylgjur og fullyrðing- ar getur hvorki talist eðlilegt né sanngjarnt að einstaklingar eða að- ilar geti í skjóli hugsanlegrar við- skipta- eða póstleyndar dreift nafn- laust og fyrir milligöngu Islands- pósts hf. hvers konar óhróðri, ósannindum og órökstuddum dylgj- um um menn og málefni. Þegar slíkt á sér stað hlýtur að vega þyngra réttur þess sem fyrir dylgj- um og óhróðri verður um að fá upp- gefið, án mikillar fyrirhafnar, kostnaðarsamra rannsókna eða dómsúrræða, eða hvors tveggja, hver stendur að slíkri dreifingu," segir Jón. Hann segir þrjár til fjórar kenn- ingar á lofti um hver eða hverjir stóðu að gerð bæklingsins og til- rauninni til að dreifa honum í stóru upplagi, en þær séu ekki þess eðlis að hægt sé að tjá sig um þær að svo stöddu. I W .*»■ 1 I ^ | 1 I 'ÆJ* 1 Morgunblaðið/Ómar Bág staða Kaupfélags Þingeyinga kynnt á fundi í Ýdölum Ekkí greitt fyrir mjólkurinn- legg og mikil óvissa ríkjandi BÆNDUR í Þingeyjarsýslu eru slegnir eftir fund í Ydölum í Aðaldal í fyrrakvöld þar sem farið var yfir stöðu Kaupfélags Þingeyinga, KÞ, en á fundinn mættu m.a. Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, og Sigurður Sigurgeirs- son, útibússtjóri Landsbanka íslands á Akur- eyri. Fram kom á fundinum að ekki yrði greitt fyrir innlagða mjólk í aprílmánuði og það sem af er maí, en um er að ræða nær 20 milljónir króna sem skiptast á um 90 heimili mjólkurframleið- enda í sýslunni. Kristín Linda Jónsdóttir, bóndi í Miðhvammi í Aðaldal, sagði að mikils ótta gætti meðal bænda í sýslunni, enda væri óvissan mikil, eng- inn vissi hvemig mál myndu þróast. „Menn ótt- ast að þessi bága staða KÞ muni draga dilk á eftir sér og ljóst að margir bændur eiga í veru- legum erfiðleikum. Það á við um yngri bændur sem hafa verið að fjárfesta og mega því alls ekki við því að missa þessar tekjur, við það bætist í mörgum tilvikum að inneign þeirra í kaupfélag- inu er frosin og menn eiga ekki fyrir áburði og þá er þetta líka verulegt áfall fyrir bændur á minni búum, sem margir sjá ekki hvernig þeir geta unnið sig út úr þessari stöðu. Menn ræða það hér í fullri alvöru að þetta verði til þess að einhverjir gefist upp,“ sagði Kristín Linda. Skrýtið ástand í sveitinni Að sögn Lindu höfðu flestir bændur verið að safna fyrir áburðarkaupum í vetur og hefðu margir átti inni verulega fjárhæðir eða í kring- um eina milljón. Þeir peningar væru frystir inni í kaupfélaginu og staðan sú að bændur þyrftu að kaupa áburð af KEA, en hefðu fæstir til þess fé. „Það er svolítið skrýtið ástandið í sveitinni," sagði Kristín Linda í gær, „bændur geta varla einbeitt sér að hefðbundnum vorverkum, þetta er slíkt áfall, og vitanlega vilja menn bera sam- an bækur sínar, þannig að það er mikið um ferðalög milli bæja.“ Kristín Linda sagði lausa- fjárstöðu margra bænda afar bága, þess væru dæmi að menn hefðu allt sitt í kaupfélaginu og tækju þar út vörur í reikning. Búið væri að loka fyrir allt slíkt og því margir í vandræðum. A fundinum var rætt um nýlegt lögfræðiálit sem fyrir liggur en bændur telja að það stað- festi eignarrétt þeirra sem leggja inn í mjólkur- samlagið. „Það er því umhugsunarvert ef við eigum að sætta okkur við að þessari eign okkar verði ráðstafað án þess að við höfum nokkuð um það að segja,“ sagði Kristín Linda. ■ Kaupfélag/44 Enginn vandi LÍTILL stúfur lagði af stað í leið- angur. Með kröftugu handtaki, ákveðnum svip og eindregnu totti á snuddunni komst hann að því að það væri sko enginn vandi að klifra upp í tré - ég kemst miklu hærra ef ég bara vil! Trén við Laugaveginn eru Iíka skemmti- legri en búðargluggarnir. -----♦♦♦----- Klemmdist milli krana og vinnupalls KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir vinnuslys við borholu á Nesjavöllum síðdegis í gær. Hann hlaut brjóst- áverka en er ekki talinn alvarlega slasaður. Verið var að hífa vinnupalla upp á bíl með krana er slysið varð og er talið að eitthvað hafi farið úrskeiðis við hífinguna með þeim afleiðingum að maðurinn klemmdist á milli kran- ans og pallsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.