Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samfylkingarfólk endurmetur stöðuna að loknum kosningum og undirbýr næstu skref Deilt um hvort flýta beri flokksstofnun Þrátt fyrir vonbrigði með úrslit kosninganna virðast flestir innan Samfylkingarinnar vera einhuga um að vinna beri að stofnun stjómmálaflokks en ágreiningur er um hvort beri að gera það strax. Ekki eru allir á einu máli um stöðu Samfylkingarinnar, hugsanlegt stjómarsamstarf og forystu hreyfíngarinnar til framtíðar. Margrét Frímannsdóttir segir í samtali við Omar Friðriksson að taka muni að lágmarki eitt ár að koma á fót formlegum flokki. NÝKJÖRNIR þingmenn Samfylkingarinnar komu saman til síns fyrsta þingflokksfundar sl. þriðjudag. „Ég hef enga trú á að þetta muni bresta. Við erum búin að ganga í gegnum hreinsunareldinn,“ segir einn af nýkjömum þingmönnum Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir von- brigði meðal samfylkingarfólks vegna kosningaúrslitanna virðast nær allir vera þeirrar skoðunar að halda eigi áfram á sömu braut og vinna að stofnun stjómmálaflokks. Ágreiningur hefur hins vegar komið upp á yfirborðið um hvort það eigi að gerast strax í haust eða hvort lengri undirbúningstíma sé þörf. „Ég tel alveg ástæðulaust fyrir samfylkingarfólk að vera óánægt. Þótt ýtrastu draumar hafi ekki ræst um fylgi í kosningunum þá erum við engu að síður komin með 17 manna þingflokk og ekkert okkar hefur nokkurn tíma átt sæti í svo öflugri hreyfingu," segir Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokksins. „Við höfum lýst yfir að við eram reiðubúin að axla stjómarábyrgð ef eftir því yrði leitað og okkar þriðja verkefni er síðan að gera Samfylk- inguna að stjórnmálaflokki," segir hann. Sighvatur segir einnig að menn eigi að taka sér þann tíma sem þurfi við undirbúning flokks- stofnunar. „Auðvitað var þetta ósigur. Það svíður að það náðust ekki nema fimm menn í Reykjavík. I raun áttu þeir að vera sex samkvæmt venju- legum útreikningum en tæknilegar kosningavitleysur réðu því að svo varð ekki. Við höfðum alltaf sagt að allt sem væri undir 30% væri ósig- ur,“ segir viðmælandi sem vann að framboði Samfylkingarinnar í borg- inni. Kosningabarátta Samfylkingar- innar hefur verið gagnrýnd og taka sumir viðmælenda blaðsins innan hreyfingarinnar undir þá gagnrýni. Einn þeirra segir að amerísk aug- lýsingatækni hafi tekið völdin. „Þar af leiðandi var of lítið gert af því að leyfa einstökum mönnum að sýna frumkvæði. Allt var reyrt í sama farið og menn óttuðust allar ein- stakar raddir en það sem verra er; auglýsingarnar bragðust. Það hefði komið að sömu notum að brenna meginhluta peninganna sem fóra í auglýsingar," sagði hann. „Tvö eða þrjú prósentustig til eða frá skera ekkert úr um það hvort þessi atburður er merkilegur eða ómerkilegur,“ segir einn af áhrifa- mönnum kosningabandalagsins. „Það að vera með 17 manna þing- flokk, sem er 50% stærri en þing- flokkur framsóknarmanna, er stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Staðreyndin er sú að þetta fólk er komið úr fjóram áttum og það þarf meira en eina kosningabaráttu til að sannfæra kjósendur um að þetta sé samstæður hópur. Það er það verk sem bíður okkar, að sýna fram á að við getum myndað eina hreyfingu. Menn gera það ekki með því að kalla til stofnþings nýs flokks strax þar sem fer eftir hendinni hverjir mæta. Það þarf þvert á móti að undirbúa þetta vel,“ sagði þessi viðmælandi. Ekki eftir neinu að bíða Ágúst Einarsson, fyrrverandi al- þingismaður, lýsti því yfir strax eftir kosningahelgina að brýnt væri að stofna stjómmálaflokk strax í haust og kjósa þyrfti nýja foiystu. Mælti hann með að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri yrði fengin til að taka að sér forystuhlutverkið. Þessi ummæli hafa mælst mjög misjafn- lega fyrir innan Samfylk- ingarinnar og virðast flestir vera þeirrar skoð- unar að ekki sé raunhæft að stofna til flokks fyrr en í fyrsta lagi haustið 2000. Ágúst er þó engan veginn einn um þá skoðun að stofna beri flokk sem fyrst þótt fæstir vilji taka undir ummæli hans um að skipta út forystumönnum, a.m.k. um sinn. „Það er mitt mat að það eigi að vinna eins hratt að flokksstofnun og hægt er. Það er eftirspurn eftir því og við eigum að svara því. Ég sé ekki að það sé eftir neinu að bíða,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Hún segist þó ekki hafa skoð- að hvort það sé tæknilega mögulegt að stofna flokk í haust en telur það hins vegar pólitískt mögulegt. Annar þingmaður Samfylkingarinnar sagð- ist í samtali við blaðið viija flýta stofnun flokks, enda væri gott fyrir nýjan þingflokk að hafa fast land að baki í einum flokki en ekki fjóram sem að Samfylkingunni stóðu. Stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur kom saman sl. mið- vikudag og samþykkti ályktun þar sem segir að fram þurfi að fara ítar- leg umræða um stefnu og skipulag þeirra aðila er standa að Samfylk- ingunni áður en nýr flokkur verður stofnaður eða aðrir lagðir niður. „Það þarf að gæta þess að fylgt verði þeim samþykktum sem um starfsemi flokksfélaga gilda og gæta þess að óbreyttir félagsmenn fái að segja sitt áður en ákvarðanir um nýtt flokksskipulag verða tekn- ar. Þess vegna er ekki tímabært að tala um flokksstofnun samfylking- arfólks fyrr en til þess bærar stofn- anir Alþýðuflokksins hafa fjallað um máUð með eðlilegum hætti,“ segir í ályktun félagsins. Rætt um að fresta landsfundi „Ég held að það séu ekki komnir neinir brestir í samstöðuna. Það er enginn klofningur kominn fram,“ sagði samfylkingarmaður. „Menn þurfa að vera samtaka og það þýðir ekki að vera með yfirlýsingar sem ganga á skjön við meginlínumar. Það má aga betur vinnubrögðin í þessum málum,“ sagði annar samfylkingarmað- ur utan þingflokksins. „Ágúst hefur alltaf verið kappsfullur. Mér fínnst hann fullóþolinmóður,“ sagði alþýðuflokksmaður. „Það er oft svo að ef fólk tapar í kosningum þá þarf það að finna ein- hvem sökudólg en Ágúst Einarsson hefur nánast frá upphafi verið í stýrihópi flokkanna, komið að allri málefnavinnunni og hann átti stór- an þátt í því hvemig skipulag Sam- fylkingarinnar var. Auðvitað öxlum við ábyrgð á því hvernig fór. Það geram við saman," sagði Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, í samtali við blaðið. Hún segir að það séu í raun að- eins örfáir einstaklingar sem telji að hægt sé að stofna stjómmálaflokk á stuttum tíma. „En það er rangt. Viljinn til þess að breyta Samfylk- ingunni í formleg stjórnmálasamtök er fyrir hendi hjá öllum en þetta tekur að lágmarki eitt ár. Það þarf að ganga frá öllum málum á borð við eignir og skuldir flokkanna og ýmsum tæknilegum þáttum og það þarf að fara að lögum þeirra flokka sem að þessu standa. Það er því bara vitleysa að ætla þessu styttri tíma en ár,“ segir Margrét. Einn viðmælenda benti á að innan Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lags væra í dag um 4.000 skráðir fé- lagsmenn. „Ef þú hefur ekki þorra þess fólks með þá mun þetta mis- takast. Menn verða einfaldlega að gefa sér tíma til að hafa samráð við þetta fólk, því það lætur ekki flytja sig hreppaflutningi," sagði hann. Halda á landsfund Alþýðubanda- lagsins í haust skv. reglum flokks- ins, en þar sem haldinn var auka- landsfundur í fyrra hefur komið til tals að fresta landsfundinum um nokkra mánuði, að sögn Margrétar. „Þá yrði búið að vinna undirbún- ingsvinnu þannig að eitthvað raun- hæft yrði lagt fyrir landsfundinn," sagði hún. „Það verður ekkert aftur snúið þótt við höfum ekki náð eins góðri kosningu og við væntum,“ segir Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar frá Siglufirði. Krist- ján gerir ekki ráð fyrir að stofnun flokks verði að veruleika fyrr en haustið 2000 en segir að það megi þó ekki dragast miklu lengur vegna sveitarstjórnarkosninganna árið 2002. „Ég tel að það sé yfirgnæfandi að menn vilja fara í að stofna flokk en hins vegar er greinilegt að menn hafa mjög mismunandi mat á því hvað það taki langan tíma,“ segir Jóhann Ársælsson, alþýðubanda- lagsmaður sem náði kjöri á þing fyrir Samfylkinguna á Vesturlandi. „Það er mín skoðun að við þurfum að byrja að vinna að málinu strax en ég ætla ekki að dæma um hvenær við verðum komin svo langt að við getum stofnað flokkinn. Það kann vel að vera að það verði ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár,“ segir hann. Stjórnarþátttaka lífsnauðsyn eða glapræði? Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsti sig reiðubúinn í vikunni að eiga aðild að myndun vinstristjómar með Framsóknarflokknum og Vinstrihreyfingunni. Ekki fer þó milli mála að skoðanir samfylking- arfólks era skiptar á því hvort heppilegt sé fyrir hreyfinguna að fara í ríkisstjórn við núverandi að- stæður. „Framboð sem fær 17 þing- menn hefur ekkert leyfi til að draga sig inn í skelina og sleikja sárin. Þingmenn geta ekkert talað svona heldur verða einfaldlega að segjast vera reiðubúnir að taka þátt í stjóm ef þeir eiga kost á því,“ sagði einn af forystumönnum Samfylkingarinnar. „Ef á að stofna stjómmálaflokk um Samfylkinguna þarf hún að komast í ríkisstjóm vegna þess að ef við verðum í stjórnarandstöðu verður stutt í að einleikararnir fái mikið rými og Samfylkingin mun ekki tala einni röddu í stjómarand- stöðu. I ríkisstjórn eru menn hins vegar neyddir til að vinna saman og þar af leiðandi er það eiginlega lífs- nauðsyn fyrir Samfylkinguna að komast í ríkisstjóm. Það er einnig rétt að taka tilboði Steingríms J. Sigfússonar, sem vill mynda vinstri- stjórn, því það mun breyta afstöðu margra innan Vinstrihreyfingarinn- ar í garð Samfylkingarinnar og sameiningar jafnaðar- manna,“ sagði einn heim- ildarmanna blaðsins. Ymsir aðrir eru þó á önd- verðri skoðun. „Ég held að það væri glapræði að fara í ríkisstjóm. Við eig- um að styrkja okkur í stjómarand- stöðu. Það er gífurleg vinna að búa til þessa hreyfingu. Um leið og Samfylkingin færi í ríkisstjóm hefði hún ekki þann tíma sem þarf til að sinna grasrótinni," sagði ein við- mælenda blaðsins. Ekki verður þess vart enn sem komið er a.m.k. að ólíkar skoðanir séu uppi meðal alþýðuflokksmanna og alþýðubandalagsmanna á því hvert beri að stefna. Ljóst er þó að dregið hefur veralega úr áhrifum alþýðubandalagsmanna í þing- flokknum. Framgangur alþýðu- flokksmanna í prófkjörum í vetur olli verulegum titringi innan Al- þýðubandalagsins og nú blasir við, eftir að ljóst varð að alþýðubanda- lagsmaðurinn Árni Þór Sigurðsson, sem skipaði 7. sæti í Reykjavík, náði ekki kosningu, að hið gamalgróna Alþýðubandalagsfélag í Reykjavík á engan þingmann á Alþingi í fyrsta skipti í sögu flokksins. Heimildar- menn vildu þó ekki leggja mat á hvort þetta gæti á einhvern hátt torveldað sameiningarvinnuna og valdið brestum í samstarfinu. Reiði í garð Steingríms Af samtölum við samfylkingar- fólk má draga þá ályktun að mjög ósennilegt sé að reynt verði að laða Vinstrihreyfinguna til samstarfs í bráð a.m.k. Forsvarsmenn Vinstri- grænna verði þá að eiga framkvæð- ið að því. „Það er óskapleg reiði í garð Steingríms meðal þeirra al- þýðubandalagsmanna sem eftir sátu,“ sagði alþýðubandalagsmaður í Samfylkingunni. „Mönnum finnst hann hafa svikist undan merkjum. Menn fara ekki að flykkjast til hans þótt hann hafi náð árangri í kosn- ingunum," bætti hann við. „Ég held að það verði kjósendur sem brúa á milli Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna en ekki þing- menn eða aðrir forystumenn,“ sagði annar viðmælandi. „Ég á ekki von á að það verði brúað yfir til Vinstri- grænna. Tónninn í þeim er sá að þeir vilji starfa sem sjálfstæður lítill flokkur," sagði sá þriðji. „Mér finnst sárgrætilega lítill munur á málefn- um Samfylkingar og Vinstri- grænna. Ég held að hann sé meira persónulegur. Ég harma það að þessir menn skyldu þurfa að fara aðra leið í framboðsmálunum," sagði einn af landsbyggðarmönnum Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún geymd en ekki gleymd Nokkuð ólíkar skoðanir eru á því hvort leitað verði til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að koma inn í landsmálapólitíkina og taka að sér forystu Samfylkingarinnar eins og oft hefur borið á góma og Ágúst Einarsson mælir með. Einn af áhrifamönnum Samfylkingarinnar segir að Ingibjörg Sólrún sé geymd en ekki gleymd. „Það veit enginn hvemig hlutirnir verða eftir nokkra mánuði og það er gott að vita af henni en það hafa engar ákvarðanir verið teknar um að hún taki við á þessari stundu,“ sagði þessi viðmæl- andi. Ekki fer þó milli mála að Ingi- björg Sólrún er um þessar mundir umdeild innan Samfylkingarinnar. „Hún verður ekkert spurð. Hún er ein af höfuðástæðum þess hversu Samfylkingunni gekk illa,“ sagði einn viðmælenda blaðsins og benti m.a. á deilu borgarinnar við kenn- ara í því sambandi. Telja mætti víst að drjúgur hluti um 1.000 grunn- skólakennara Reykjavíkur hafi ver- ið Samfylkingarsinnar en telja mætti á fingram annarrar handar þá sem væra það í dag. Þeir sem rætt var við innan Sam- fylkingarinnar vora fæstir þeirrar skoðunar að kenna ætti Margréti Frímannsdóttur um hvemig fór í kosningunum og segja að henni sé vel treyst til að fara með forystuna fyrir Samfylkingunni á næstu mánuðum. „Mar- grét er sennilega eim kosturinn í stöðunni, hún bjargaði því sem hægt var að bjarga og hún náði skásta árangri allra sam- fylkingarmanna í sínu kjördæmi,“ sagði einn viðmælenda. Aðspurð segist Mai’grét reikna með að leiða Samfylkinguna eitt- hvað áfram, „eða þar til við myndum kjósa okkur formlega forystu á stofnfundi", segir hún. Hún segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hún muni gefa kost á sér til for- mennsku í væntanlegum stjórn- málaflokki. „Vitleysa að ætla þessu styttri tíma en ár“ Það verður ekki aftur snúið þrátt fyrir úrslitin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.