Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 15 FRÉTTIR Kærunefnd jafnréttismála beinir tilmælum til bæjarstjórnar Akureyrarbæjar Bættur verði launamun- ur tveggja deildarstjóra KÆRUNEFND jafnréttismála hef- ur beint því til Akureyrarbæjar að deildarstjóra leikskóladeildar bæjar- ins verði bættur munur sem var á kjörum hennar og deildarstjóra öldr- unardeildar. Deildarstjórinn hafði farið iram á að kærunefndin kannaði hvort synjun bæjaryfírvalda á því að miða launakjör sín við kjör atvinnu- málafulltrúa og til vara við kjör deildarstjóra öldrunardeildar bryti gegn jafnréttislögum. Kærandi var ráðin deildarstjóri dagvistardeildar, síðar leikskóladeild Akureyrarbæjar í mai 1991 og fast- ráðin ári síðar. I ráðningarsamningi var tilgreint að hún tæki laun sam- kvæmt kjarasamningi Fóstrufélags íslands, nú Félags ísl. leikskólakenn- ara, þar sem kærandi var félagsmað- ur. Með sérstökum samningi var hins vegar ákveðið að hún tæki laun samkvæmt launatöflu í kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar, STAK og launanefndar sveit- arfélaga. Kærandi og forsvarsmenn Fóstrufélagsins kröfðust þess ítrek- að að laun hennar yrðu endurskoðuð með tilliti til eðlis, ábyrgðar og um- fangs starfsins og þess að endurmat hafði farið fram á kjörum annarra deildarstjóra bæjarins. Kæranda var í mars 1993 boðin hækkun afturvirkt sem hún þáði en hafnað var kröfu hennar um fastan bílastyrk. Var hún samt ósátt við kjör sín og taldi starf sitt vanmetið til launa miðað við aðr- ar sambærilegar stöður hjá bænum. Laun hækkuð í kjölfar starfsmats Árið 1996 fór fram mat á launum og störfum nokkurra kvenna og karla í deildai-stjórastöðum hjá Akureyrarbæ. Starf deildarstjóra leikskóladeildar var metið til 168 stiga, starf atvinnumálafulltrúa til 170 stiga og starf deildarstjóra öldr- unardeildar sem 172 stig. I kjölfar þessarar niðurstöðu voru laun deild- arstjórans hækkuð um tvo launa- flokka í febrúar afturvirkt til októ- ber 1996. Kærandi sagði starfi sínu lausu sumarið 1997 og lét af störfum um haustið. Niðurstaða kærunefndar jafnrétt- ismála var sú að Akureyrarbær hefði fært fyrir því fullnægjandi rök að starf deildarstjóra leikskóladeild- ar og atvinnumálafulltrúa væru ekki sambærileg og jafnverðmæt í skiln- ingi jafnréttislaga. Nefndin telur hins vegar að kærandi hafi frá í maí 1992 átt rétt á sambærilegum kjör- um og deildarstjóri öldrunardeildar þar til kjörin voru samræmd. Heild- arlaun kæranda voru 84% af heild- arlaunum deildarstjóra öldrunar- deildar og verði sá munur ekki skýrður með mismunandi starfsaldri eða öðru sem varði einstaklingana sem störfunum gegndu. Nefndin beinir þeim tilmælum til Akureyrar- bæjar að kæranda verði bættur sá munur sem var á lqörum hennar og deildarstjóra öldrunardeildar frá maí 1992 og þar til kjörin voru sam- ræmd. Vtsafa f|§| Wm ff|| ff§| í húsnæði Radíóbúðarinnar toppmerki í skóm á verði frá kr : m BOUTIQUE iNN Tískufatnaður 50-90% ’ ' i t afsláttur 19 kringlunní 1HÆ0 atoQVm r opið alla daga frá 12.00 - 19.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.