Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 22

Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 22
22 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Þorkell STEFNT er að því að opna nýja baðaðstöðu Bláa lónsins um miðjan næsta mánuð en í upphafi var ráðgert að opna staðinn í lok þessa mánaðar. NÝJA baðhúsið er tvær álmur sem tengjast, í álmunni þar sem fólkið stendur verður veit- ingastaður og verslun en í hinni álmunni verður sjálf baðaðstaðan, en hún verður á tveim- ur hæðum og mun rúma um 700 gesti. Unnið af fullum krafti við nýtt baðhús Opnun Bláa lónsins seinkar UNNIÐ er hörðum höndum þessa dagana við að forma sjálft lónið, en þar sem nú standa vinnuvélar og malarhaugar verður Bláa lónið. Lónið mun umlykja baðhúsið og ná upp að vegg þess sem sést hægra megin á mynd- inni, þá mun vatnið rétt fljóta yfir efri kant bekkjanna sem sjást hægra megin við skurðgröfúna, en í fjarska sjást svokallaðir kísilpottar. UM 100 manns vinna af fullum krafti við framkvæmdir á nýrri baðaðstöðu Bláa lónsins á Reykja- nesi. Upphaflega átti að opna í lok mánaðarins, en því hefur nú verið seinkað fram í miðjan júní. I raun má líkja framkvæmda- svæðinu við stórt baðkar sem búið er að taka tappann úr, því þar sem nú eru vinnuskúrar, malarhaugar, vörubílar og nýtt baðhús var áður lón í miðju hrauninu. Unnið verður á svæðinu mestallan sólarhringinn síðasta mánuðinn fyrir opnun. Geysilega mikil framkvæmd „Þetta er geysilega mikil fram- kvæmd,“ sagði Bjarni Jónsson, verkstjóri Verkafls sem sér um all- ar framkvæmdir á svæðinu. „Nú er verið að ljúka gerð innréttinga í baðhúsinu og forma sjálft lónið, búa til hella og ganga frá pottum og sætum ásamt því að klára sjálf- ar lagnimar í lóninu." Inni í einum vinnuskúmum var Skarphéðinn Guðmundsson að fá sér kaffi, en hann vinnur við að setja upp loftræstikerfíð í baðhús- inu. „Við emm að verða búnir, klár- um sennilega á morgun," sagði Skarphéðinn. Hann sagðist hafa verið að vinna við nýja baðhúsið frá því í nóvember sfðastliðnum og að vinnudagurinn hefði að meðal- tali verið um 10 til 12 tímar á dag. Þótt Skarphéðinn vinni við lónið sagðist hann ekki hafa farið í það siðan hann var gutti enda kannski óþarfi þar sem maðurinn hefúr í raun unnið í lóninu undanfarna 7 mánuði. Ekkert nema hraun þar til baðhúsið birtist Eftir að hafa klifrað upp nokkra stiga og truflað mjög svo önnum kafna menn við vinnu sína var komið upp á þak og þá fór myndin fyrst að skýrast. Uppi á þessum manngerða sjónarhóli, sem baðhúsið er, er útsýnið allt annað en á jafnsléttunni. Klara Halldórsdóttir, móttökustjóri Bláa lónsins, lýsti síðan því sem fyrir augu bar. Aðkoman að baðhúsinu er um upphitaðan göngustíg sem liggur í gegnum djúpa gjá. Hug- myndin er sú, að sögn Klöru, að gestir sjái ekkert nema hraun fyrr en baðhúsið birtist allt í einu í gegnum göngin. I baðhúsinu verður aðstaða fyrir rúmlega 700 manns, sem er mikil breyting frá gamla baðhúsinu þar sem aðeins rúmuðust um 200 tii 300 gestir í einu. I baðhúsinu, sem er 2.700 fermetrar, verða einnig veitingasalur, fundarsalur og verslun. Hið nýja Bláa lón mun síðan um- lykja mest allt baðhúsið, en hlaðn- ir verða hraunveggir í útjaðri lónsins og einnig verða hrauneyj- ar úti í lóninu. Botn lónsins verður sléttur með sjávarmöl, en með tímanum mun kisillinn setjast á botninn og mynda gott undirlag fyrir viðkvæmar iljar. Uti í lóninu, sem verður hvergi meira en 1,4 metrar á dýpt, verða einnig kís- ilpottar, gufuhellir og bekkir sem fólk getur setið á og hvílt sig. Fyr- ir framan baðhúsið verður sand- strönd og að sögn Klöru mun svæðið verða sannkallaður suðu- pottur á sólríkum sumardögum því skjól er fyrir flestum aðalvind- áttum. Frekar Bláa lónið en Benidorm í gær fyrir hádegi voru nokkrar rútur fyrir framan gamla baðhús- ið, enda er staðurinn orðinn einn mesti ferðamannastaður landsins, en um 170.000 manns heimsóttu staðinn á síðasta ári. Á bekk fyrir framan lónið lá Friðrik Stefánsson makindalega og sleikti sólina, en Friðrik er einn af svokölluðum fastagestum lónsins. „Ég vil frekar vera hér en á Benidorm, þetta er eins og að vera á baðströndinni nema hér er vatn- ið heitt,“ sagði Friðrik. „Staðurinn er algjör perla, maður kemst í ákveðna snertingu við náttúruna því hér er ekki steyptur botn held- ur leðja og steinar." Klara sagði að flestir ferða- mannanna væru frá Norðurlönd- unum og meginlandi Evrópu. Hún sagði að þótt aðsóknin hefði verið mikil á síðasta ári væri búist við enn meiri aukningu á næstu árum í kjölfar hinnar nýju aðstöðu. Á næstu árum er gert ráð fyrir því að reisa hótel við nýja baðhúsið, en áður en ráðist verður í þær framkvæmdir verður tappinn sett- ur í „baðkarið", þ.e. lónið fyllt af vatni. Elsta starfandi félag á fsafírði 108 ára Jón Páll Halldórsson gerður að heiðursfélaga urkenningunni úr hendi Gísla Jóns Hjalta- sonar, formanns félagsins. fsafírði-Jón Páll Hall- dórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri á ísafirði, var gerður að heiðursfélaga Styrktar- sjóðs verzlunarmanna í Isafjarðarbæ á aðalfundi hans sl. mánudag. Sjóðurinn er elsta formlega félag á ísafirði sem enn starfar, verður 109 ára næsta vetur, en nafii hans og tilgangur hafa tekið breytingum i samræmi við þarfir nýrra tíma. Hann var stofnaður 29. nóvember árið 1890, en þá komu saman 29 verslunarmenn á Isafirði og samþykktu ,Jög styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Isa- fjarðarkaupstað og -sýslu“. Meðal fimdarmanna voru flestir forystu- menn í ísfirsku viðskiptalífi á þeim tíma. Ami Jónsson, verslunarstjóri hjá Ásgeirsverslun, mun hafa verið helsti hvatamaður að stofnun sjóðsins og hann var fyrsti formaður hans. Ástæður þess að Jón Páll er gerð- ur að heiðursfélaga sjóðsins eru þær helstar, að í raun á hann heiðurinn af því að félagið heldur enn lífi og veitir styrki enn í dag. Hann sat í stjóm sjóðsins sem gjaldkeri á sjöunda ára- tug þessarar aldar, en þá lá starf- semi sjóðsins að mestu niðri, höfuð- stóllinn var rýr og meðstjórnendur hans týndu tölunni. Þá tók Jón Páll það upp hjá sér að kaupa vísitölu- tryggð skuldabréf ríkissjóðs og síðar hlutabréf í Eimskipafélagi Islands og náði þar með að tryggja vöxt og viðgang sjóðsins, þannig að nú stendur höfuðstóll hans í um fimm milljónum króna. Eins og kunnugt er hafa flestir aðrir sjóðir frá þessum ámm orðið verðbólgunni að bráð. Að fmmkvæði Jóns Páls var félagið endurmannað og því skipuð ný stjóm fyrir fáeinum ámm. Á aðalfundinum á mánudag var einnig veittur styrkur úr sjóði félags- ins. Styrkinn hlaut Bjöm Garðarsson til rannsókna á áhrifum þeirra breyfi inga, sem tölvur og veraldarvefurinn (Netið) geta haft til góðs eða ills á verslun á Vestfjörðum. Stjóm þessa foma félags skipa Gísli Jón Hjaltason formaður, Dýrfinna Torfadóttir ritari og Guð- mundur Kjartansson gjaldkeri. V i - RwjU jk' M IA .jB Mh 1 Léku körfubolta í sólarhring Hrunamannahreppi - Um 30 nemendur í 10. bekk Flúða- skóla léku körfubolta í 24 tíma um síðustu helgi. Þau voru að safna peningum fyrir skóla- ferðalag. Mörg fyrirtæki og einstaklingar hétu á þau og söfnuðu þessir ungu og efni- legu íþróttamenn um 70 þús- und krónum. Nemendur í 10. bekk Flúða- skóla eru 36, þau eru úr Hruna- manna- og Gnúpverjahreppum og af Skeiðum. Þau ætla að fara síðar í mánuðinum í þriggja daga ferðalag og kynna sér hina stórbrotnu náttúrufegurð sem Skaftafellssýslurnar bjóða uppá. Einnig verður farið upp á Vatnajökul og í siglingu út á sjó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.