Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
VIÐSKIPT!
MORGUNBLAÐIÐ
✓
Norsk Hydro hefur ekki hætt við áform um að taka þátt í að reisa og reka álver á Is-
landi, segir forstjóri álbræðsludeildar fyrirtækisins, Jon Harald Nielsen. Hann segir
í samtali við Kristján Jónsson, að nauðsynlegt sé að vanda vel undirbúninginn.
Arðsemin er
aðalforsendan
RÍR af ráðamönnum álsviðs risafyrir-
tækisins Norsk Hydro voru í kynnisferð
hér á landi í vikunni og meðal þeirra var
Jon Harald Nielsen, forstjóri Hydro
Aluminium Metal Products sem er álbræðslu-
hluti álsviðs Norsk Hydro. Nielsen tók við starfi
sínu 1. janúar sl. af Eivind Reiten og hefur ekki
komið áður til íslands. Þessi hluti álsviðs Norsk
Hydro framleiðir efni til álvinnslu og ál í eining-
um til frekari úrvinnslu eins og álverin tvö hér á
landi en aðrar deildir Norsk Hydro eru meðal
annars olíu- og gassvið, sem er mest að umfangi,
og áburðarframleiðsla.
Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Niel-
sen sem meðal annars sótti heim ráðamenn í
Fjarðarbyggð en Norsk Hydro hefur hug á að
reisa álver við Reyðarfjörð. Segir Nielsen að á
fundi norskra og íslenskra samningamanna í júní
verði fjallað um það sem kanna þurfi áður en tek-
in verði ákvörðun um frekari undirbúning er
kosti mikið fé. Mikilvægast sé að fá því slegið
fóstu hvort arðsamt verði að reka álver á staðn-
um.
-Það er þá ekki hægt að gera ráð fyrir
ákvörðun um dagsetningu framkvæmda í júní,
fýrst þarf frekari rannsóknir?
„Það er rétt. Rannsaka þarf allt sem viðkemur
umhverfinu, áhrif á loft, land og sjó, hafnarað-
stöðu og annað sem þarf fyrir álbræðsluna,
einnig verður að fara í saumana á fjárfestingar-
málunum. Loks þarf að kanna vel væntanlegan
rekstrarkostnað."
Áform ekki á hilluna
-Norsk Hydro skar í fyrra niður fjárfestingar
um marga milljarða íslenskra króna og ákvað að
fækka í starfsliði um 1.500 manns. Höfðu þessar
ráðstafanir engin áhrif á hugmyndimar um álver
fyrirtækisins hér á landi? Hér hefur verið
orðrómur um að Norsk Hydro hafi lagt þessar
hugmyndir á hilluna.
„Það er ekki rétt en þetta er framkvæmd sem
þarf að undirbúa vel og það tekur langan tíma.
Við höfum aldrei stöðvað þá vinnu. Hins vegar
vorum við með önnur áform sem við urðum að
skrínleggja eða fresta.
Ástæðan var auðvitað sú að margar fram-
leiðsluvörur Norsk Hydro eru háðar efnahags-
sveiflum og verðið á þeim breytist í samræmi við
þessar sveiflur. Verðið á þeim hrapaði í sumum
tilvikum mjög og við urðum því að grípa til ráð-
stafana til að lenda ekki í fjárhagslegum ógöng-
um. Þessar framkvæmdir hefðu sumar haft mikil
áhrif á framleiðslumáttinn á sviðum þar sem við
framleiddum þegar meira en nóg og fengum lágt
verð fyrir vöruna.
Við héldum því áfram að vinna að hugmyndum
sem við settum ofar í forgangsröðina."
- Það er ekkert til í því að Norsk Hydro hafi
viljað halda fast í öll góð spil og látið hjá líða að
hætta opinberlega við álverið á Reyðarfirði í því
skyni aðhalda keppinautum frá staðnum?
„Nei þess konar hugleiðingar ráða ekki ferð-
inni hjá okkur og myndu eiga ákaflega illa við
þær vinnuaðferðir sem Norsk Hydro temur sér.
Við notum mikinn tíma og fé í að kanna þennan
möguleika vegna þess að við höfum í einlægni
áhuga á að taka þátt í að reisa hér álver ef í Ijós
kemur að það virðist vera arðsamt og heppilegt
fyrir þennan hluta Islands. En við verðum að
vera vissir um að allar hliðar málsins, reksturinn,
fjárfestingin og aðstæður á staðnum, séu í lagi.
Skilningur okkar er sá eftir að hafa rætt við fólk
á staðnum að þar séu menn mjög jákvæðir, vilji
skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og verk-
smiðja af þessu tagi henti vel til þess.“
Stjórnvöld geta rætt við aðra
-Margir íslendingar minnast þess að áform
þriggja erlendra stórfyrirtækja um álver á Keil-
isnesi voru rædd árum saman en ekkert varð úr
framkvæmdum. Hver yrðu viðbrögð ykkar ef ís-
lensk stjómvöld misstu þolinmæðina og segðust
ætla að ræða við aðra aðila um álver við Reyðar-
fjörð?
„Við getum ekki hindrað íslensk stjómvöld í að
ræða við aðra. Ef þau telja að aðrir geti verið
heppilegri til að reisa álver, geti verið sneggri í
snúningum en við, hafa þau fullt frelsi til þess.
Við verðum að vinna samkvæmt þeim aðferðum
og tímaáætlunum sem okkur finnst réttar þegar
um gríðarstórt fyrirtæki eins og álbræðslu er að
ræða.“
-Hefur Norsk Hydro velt fyrir sér að kaupa
Norðurál?
„Það höfum við aldrei kannað og ég hef heldur
ekld heyrt að verið sé til sölu! Það er ekkert hæft
í þessu og ég veit of lítið um Norðurál til að ég
vilji tjá mig nokkuð um þennan möguleika ef ver-
ið væri til sölu.“
-Þið viljið helst að íslendingar eigi álbræðsl-
una á móti ykkur að meirihluta. Hafíð þið ein-
hverja erlenda samstarfsaðila í huga ef innlend
eignaraðild verður ekki nógu öfíug og kemur til
greina að þið fjárfestið í orkuvemm sem þarf að
aðreisa vegna álversins?
„Nei, við höfum ekki velt fyrir okkur öðrum
samstarfsaðilum. Við göngum sem fyrr út frá því
að um samstarf milli Norsk Hydro og íslenskra
aðila verði að ræða og höfum gert ráð fyrir að
það myndu finnast slíkir fjárfestar hér. En þessa
vinnu þurfum við nú að hefja og þegar við erum
búnir að fá meira af staðreyndum á borðið, fleiri
tölur og rammaáætlanir um framkvæmdina,
verðum við að fá úr því skorið hvort áhuginn er
nógu mikill hjá þessum aðilum.
Orkuverin og álverið höfum við litið á sem tvö
aðskilin mál og höfum aðeins tekið þátt í að ræða
um álbræðsluna hingað til, ekki átt beinan hlut
að hugmyndunum um orkuvinnsluna. Við höfum
því ekki rætt þessi mál og það er ólíklegt að til
þess komi.“
Blanda sér ekki
í stjórnmáladeilur
-Efvið víkjum að umhverfísmálunum þá hafa
veríð harðar deilur um virkjanamál hér á íslandi
síðustu árín og þá ekki síst vegna áætlana sem
Morgunblaöiö/Kristinn
Jon Harald Nielsen, forsíjóri álbræðsludeildar
Hydro Aluminium Products: Ef við ættum að
taka afstöðu til alls sem sagt er áður en við tök-
um ákvörðun gætum við ekki rekið neina teg-
und atvinnustarfsemi.
tengjast álverínu fyrirhugaða á Austuríandi. Hef-
ur þetta áhrif á ykkar fyrirætlanir?
„Hlutverk okkar er að kanna hvort hægt sé að
reisa álver sem verði með tímanum arðsamt fyr-
irtæki. Arðsemin er aðalforsendan og það er ekk-
ert vit í að byggja verksmiðjuna nema hún gefi
arð, hvorki vit í því fyrir okkur né héraðið. Þegar
við metum arðsemina verðum við að hafa í huga
öll skilyrði sem okkur verða sett hvort sem þá er
átt við sérstakar aðstæður á staðnum eða almenn
skilyrði.
Okkur hefur skilist að mjög margir á Austur-
landi vilji að álver rísi þar til að auka fjölbreytni
atvinnuveganna og um leið yrði til grundvöllur
fyrir þjónustu í tengslum við álverið og aðra upp-
byggingu. Við viljum ekki blanda okkur í stjóm-
máladeilur hér, þær eru mál íslendinga sjálfra.
Við getum aðeins tekið afstöðu til þeirra ákvarð-
ana sem teknar eru hér í þessum málum og get-
um ekki reist álver og önnur fyrirtæki nema
stuðningur sé á staðnum við framkvæmdina og
fólk sé jákvætt í garð hennar."
-Hér er deilt um umhverfísmat og fleira í
þessu sambandi. Norsk Hydro veltir vafalaust
mikið fyrir sér ímynd sinni eins og önnur alþjóð-
leg stórfyrirtæki. Óttist þið áhrifín af því að um-
hverfísverndarsinnar gagnrýni ykkur á alþjóða-
vettvangi fyrir að taka þátt í að spilla stærstu ör-
æfum íEvrópu?
„Okkar viðfangsefni er álbræðslan og okkur
skilst að það sé tiltölulega mildll stuðningur við
það hér að hún rísi.
Við viljum ekki skipta okkur af stjómmáladeil-
um, hvorki í héraðinu né á landsvísu. Það er ljóst
að þegar fitjað er upp á einhverju nýju, hvort
sem það er atvinnugrein eða eitthvað annað,
hljóta skoðanir ávallt að vera skiptar um hvað sé
rétt og hvað rangt en við tökum ekki þátt í þess-
um deilum.
Ef við ættum að taka afstöðu til alls sem sagt
er áður en við tökum ákvörðun gætum við ekki
rekið neina tegund atvinnustarfsemi. Við verðum
því að láta duga að taka afstöðu til þeirra ákvarð-
ana sem teknar era hér en Norsk Hydro hefur
mikinn áhuga á umhverfismálunum og vill sýna
fyllstu ábyrgð, jafnt þegar kemur að fram-
kvæmdinni og rekstrinum á fyrirtækinu. Við höf-
um lagt mikla áherslu á það.
En hvað snertir einstaka þrýstihópa og hags-
munaöfl munu þau að sjálfsögðu segja að fyrir-
tæki eins og Norsk Hydro taki ekki nægilegt til-
lit,“ segir Jon Harald Nielsen.
Nýr framkvæmdastjóri, Bernhard A. Petersen, ráðinn til Vöku-Helgafells
Aukin umsvif fyrirhuguð
BERNHARD A. Petersen hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri út-
gáfu- og miðlunarfyrirtækisins
Vöku-Helgafells hf. Ólafur Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri Vöku-
Helgafells, mun verða starfandi
stjórnarformaður þess og einbeita
sér að útfærslu þeirrar stefnu sem
mörkuð hefur verið um aukin um-
svif Vöku-Helgafells.
Ólafur Ragnarsson stofnaði
Vöku-Helgafell fyrir tæpum 20 ár-
um og hefur stýrt daglegum rekstri
fyrirtækisins æ síðan. Nýlega festi
fyrirtækið kaup á bókaforlaginu
Lögbergi og tímarita- og bókaút-
gáfunni Iceland Review. Starfs-
menn em nú um 150 talsins og
áætluð velta þessa árs er um 700
milljónir króna.
Að sögn Ólafs er markmiðið að
tvöfalda þá veltu og jafnframt um-
svif fyrirtækisins á næstu misser-
um. „Fyrirhugað er að auka umsvif
fyrirtækisins vemlega á næstu
misserum, jafnt með auknum verk-
efnum í hefðbundnum rekstrar-
þáttum sem nýjum viðsfangsefnum
á sviði efnismiðlunar. Við ætlum
okkur bæði að fara inn á nýjar
brautir og að byggja á þeim grunni
sem við höfum lagt áherslu á síð-
ustu árin. Við ætlum að halda
áfram að festa kaup á fyrirtækjum.
Eins munum við þróa víðtækara
samstarf við fyrirtæki bæði innan-
lands og utan.“
Nýverið keypti Fjárfestingar-
banki atvinnulífsins helming hluta-
fjár í Vöku-Helgafelli og mun FBA
síðan miðla því hlutafé til fleiri aðila
á síðari stigum en fyrirhugað er að
skrá Vöku-Helgafell á Verðbréfa-
þingi Islands.
Bernhard A. Petersen er fæddur
17. júlí 1964. Hann lauk námi í við-
skiptafræði frá Háskóla Islands
árið 1990. Hann starfaði sem fjár-
málastjóri hjá Bernhard Petersen
hf. frá 1986 til síðla árs 1988. Árið
1990 hóf Bernhard störf hjá Fé-
lagsstofnun stúdenta, fyrst sem
fjármálastjóri en síðan sem fram-
kvæmdastjóri frá árinu 1993.
Hann mun taka við starfi fram-
kvæmdastjóra Vöku-Helgafells
síðla sumars.
Ólafur segir að það sé orðið
tímabært að fá framkvæmdastjóra
yfir daglegan rekstur Vöku-Helga-
fells vegna þeirra miklu breytinga
sem nú eiga sér stað hjá fyrirtæk-
inu. „Eg sé að það em skemmtileg-
ir tímar framundan og hlakka til
samstarfs við Bemhard og að
vinna áfram með því dugmikla fólki
sem nú starfar hjá Vöku-Helga-
felli.“
STUTTFRÉTTIR
Pharmaco
kaupir
í Baugi
•Pharmaco lyfjafyrirtækið hefur selt
hlut aö nafnverði 2.050.000 krónur í
Opnum kerfum hf., og voru það við-
skipti fyrir um
205 milljónir
króna. Við
þetta minnkar
hlutur þess í
Opnum kerfum
úr 11,4% í
6,5%.
Jafnframt
hefur
Pharmaco
keypt hlut í
Baugi að nafn-
verði 15 milljón-
ir króna sem er
að markaösvirði
um 150 milljón-
ir, sem jafngildir 1,5% af hlutafé í
Baugi.
„Ástæðan fýrir að við keyptum í
Baugi er að okkur líst vel á fyrirtækið.
Að sumu leyti finnst okkur að Baugur
sé í viöskiptum sem séu nær okkar
eigin starfsemi en Opin kerfi hf. eru.
Við erum sjálfir í töluverðum viðskipt-
um við Baug og teljum það vera fýsi-
legan kost til framtíðar. Opin kerfi eru
það auðvitaö líka og hafa verið mjög
góöur fjárfestingarkostur fyrir okkur,
en við erum aðeins að stokka upp í
okkar málum og finnst þetta skyldara
okkar daglegu starfsemi," segir Sindri
Sindrason, framkvæmdastjóri Pharm-
aco, í samtali við Morgunblaöið.
Aðspurður sagði Sindri að Kaupt-
hing Luxembourg S.A. hefði séö um
framkvæmd viöskiptanna fyrir
Pharmaco, og væri honum ókunnugt
um á þessari stundu hverjir voru raun-
verulegir kaupendur og seljendur.
Sindri sagði að gengi bréfanna hefði
veriö svipað og á markaöi í gær, en
viðskipti voru með hlutabréf í Baugi
hf. á gengi um 10, og í Opnum kerf-
um hf. á genginu rúmlega 100.
Viðskipti voru með hlutabréf í
Pharmaco hf. á verðbréfaþingi íslands
í gær fyrir 7,67 milljónir króna. Loka-
gengi Pharmaco var 14,0 og hafði
hækkað úr 13,7 daginn áður eða um
2,2%.
Microsoft og
Sony í samstarf
• Mlcrosoft Corp. og Sony Muslc
Entertainment deild Sony Corp. hafa
ákveðið að taka upp samvinnu um
kynningu á
hugbúnaðar-,
tónlistar- og
myndbandavarningi á netinu.
Samstarfið á að gera hvoru fyrir-
tæki um sig mögulegt að kynna deild-
ir beggja fyrirtækjanna á netinu og
standa fyrir hljóðrænum og myndræn-
um uppákomum á vefnum, að því er
segir f tilkynningu frá fyrirtækjunum.
Sony Music hyggst bjóða tónlistar-
efni úr viöamiklu safni sínu á netinu,
þegar Microsoft hefur dreifingu á
Wlndows Medla Technologles 4.9
margmiölunarhugbúnaöi f sumar.
7.000 sagt upp
starfi hjá Boeing
• Boeing-flugvélaframleiöandinn í
Bandaríkjunum ætlar að segja upp
7.000 stafsmönnum vegna þess
að ekkert varð ■■■||
úr sölu herflug- 1
véla til Grikk- **
lands.
Um þriöjungi 20.000 starfs-
manna Boeing flugvélaverksmiöj-
unnar í St. Louis veröur sagt upð
störfum fyrir mitt næsta ár vegna
þess að gríski flugherinn ákvað að
kaupa ekki F-15 orrustuþotur fyrir-
tækisins.
Grikkir ákváðu í síðasta mánuði
aö kaupa vélar frá Lockheed Mart-
in, einum helzta keppinauti Boeing.
Boeing varð fyrir öðru áfalli þegar
tilkynnt var að ísraeiski flugherinn
hefði lagt til að að ísraelska stjórn-
in semdi við Lockheed Martin um
kaup á orrustuþotum fyrir 2,5 millj-
arða dollara.