Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 35 ERLENT Yatnavext- ir í Rín MIKLIR vatnavextir ofarlega í ánni Rín urðu til þess að loka þurfti fyrir allri skipaumferð á um tvö hundruð kílómetra svæði milli Basel við landamæri Sviss og Þýskalands og borgar- innar Mannheim í Þýskalandi í gær. Flóðin voru talin stafa af miklum rigningum og bráðn- andi snjó í svissnesku Ólpunum en Rín er ávallt lokað fyrir skipaumferð þegar vatnshæð í ánni nær yfir 7,5 metra. Ekki var hins vegar gert ráð fyrir að lokunin hefði mikil áhrif á þau fyrirtæki, sem háð eru því að vörur berist eftir þessum leið- um, þar sem fimmtudagurinn var frídagur víðast hvar í Evr- ópu og viðskipti því lítil hvort eð var. Stanslaust regn hefui- einnig valdið flóði í Austurríki, þar sem stífla í Týrol gaf sig vegna flóðsins í gær og óttuðust sérfræðingar að aurskriða færi af stað. Ovænt afsögn Borrells ALGERT uppnám ríkir nú í röðum spænskra sósíalista eftir að Jose Borrell, forsætisráð- herraefni flokksins, til- kynnti um af- sögn sína í gær, en þing- kosningar eiga að fara fram á Spáni í síðasta lagi á næsta ári. Borrell kvaðst ætla að hætta formennsku til að tryggja að flokkur sinn bæri ekki skaða af ásökunum um fjármálamisferli, sem bornar hafa verið fram á hendur nokkrum af undirmönn- um hans á meðan hann var ráð- herra í síðustu ríkisstjórn sósí- alista. Kom afsögnin á slæmum tíma enda er stutt í Evrópu- þingskosningarnar og höfðu sósíalistar að undanförnu lagt allt kapp á að stilla saman strengi sína eftir erfiða tíð. Borrell var óvænt kjörinn for- sætisráðherraefni sósíalista fyr- ir tveimur árum þegar Felipe Gonzalez, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sagði af sér. Upplagið gert upptækt YFIRVÖLD í Pakistan gerðu í gær upptækt allt upplag vin- sæls dagblaðs, að sögn útgef- enda, stuttu eftir að ritstjóri blaðsins var handtekinn. Jugnu Moshin, útgefandi The Friday Times og eiginkona ritstjórans Najams Sethis, sem handtekinn var nýlega, sagði að lögreglu- menn hefðu gert allt upplag blaðsins, sem gefið er út á ensku, upptækt. Stjórnvöld full- yrtu hins vegar að ekki væri um atlögu að fjölmiðlafrelsi að ræða heldur tengdist handtaka Sethis meintum tengslum hans við indversku leyniþjónustuna. Golkar velur Habibie STJÓRNARFLOKKURINN Golkar í Indónesíu valdi í gær B.J. Habibie Indónesíuforseta sem frambjóðanda sinn í for- setakosningum, sem fram eiga að fara síðar á þessu ári. Fréttaskýrendur sögðu ákvörð- unina „pólitískt sjálfsmorð" en skoðanakannanir hafa sýnt að Habibie er afar óvinsæll meðal almennings. Patten í fram- kvæmdastj órnina JIM Wallace, Ieiðtogi frjálslyndra í Skotlandi, og Donald Dewar, leið- togi Verkamannaflokksins, skrifa undir stjórnarsáttmálann í gær. Stj órnarsáttmáli undirritaður í Skotlandi Edinborg. Reuters, AP, AFP. LEIÐTOGAR Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata í Skotlandi undirrituðu í gær stjórnar- sáttmála og hefur því samsteypu- stjórn flokkanna tveggja formlega tekið við völdum í Skotlandi, en kosið var á nýtt heimastjórnarþing í síð- ustu viku. Frjálslyndir fá tvö ráð- herrasæti en að öðru leyti er heima- stjórnin skipuð fulltrúum Verka- mannaflokksins. Donald Dewar, leiðtogi Verka- mannaflokksins, verður forsætisráð- herra í heimastjórninni skosku og Jim Wallace, leiðtogi frjálslyndra, aðstoðarforsætisráðherra en næst- um þrjú hundruð ár eru síðan Skotar höfðu síðast sitt eigið þing. Dewar var kosinn forsætisráðherra þegar á fimmtudag á þingfundi í Edinborg en Verkamannaflokknum tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í þingkosningunum, og þurfti því á stuðningi frjálslyndra að halda. Nokkur óánægja er sögð í þing- flokki frjálslyndra með þá ákvörðun Wallace að ganga til samstarfs við Verkamannaflokkinn sökum þess að í kosningabaráttunni höfðu frjáls- lyndir beitt sér mjög gegn því að skólagjöld verði tekin upp í skoskum háskólum. Slógu frjálslyndir nokkuð af kröfum sínum í stjómarsáttmál- anum og varð það til þess að þrír af sautján þingmönnum flokksins greiddu atkvæði gegn stjórnarsam- starfi með Verkamannaflokknum. Jafnframt gagnrýndi Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðar- flokksins (SNP), Wallace harðlega og sagði hann algerlega hafa gefið upp á bátinn stefnumál frjálslyndra. Þessu neitaði Wallace hins vegar og sagði að í anda „þeirra nýju stjórn- mála“ sem nú væru komin til að vera í Skotlandi „hefði orðið að taka mið af öllum sjónarmiðum" í málinu. Auk þess sem Dewar var kosinn forsætisráðherra á fimmtudag vai- Sir David Steel kjörinn forseti þings- ins nýja. Steel var leiðtogi frjáls- lyndra í Bretlandi á níunda áratugn- um, forveri Paddys Ashdowns í því embætti. BREZKA ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að tilnefna Chris Patt- en, fyrrverandi ríkisstjóra Hong Kong, í embætti annars tveggja full- trúa Bretlands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), að því er brezkir fjölmiðlar greindu frá í vikunni. Patten, sem er í brezka Ihalds- flokknum en er yfirlýstur fylgismað- ur náins Evrópusamstarfs Bret- lands, er að sögn Financial Times ætlað að taka við af Sir Leon Britt- an, núverandi varaforseta fram- kvæmdastjórnarinnar. Talsmenn brezka forsætisráðuneytisins vildu ekki staðfesta fréttina að svo stöddu. Prodi vill „hreint borð“ Vitað er að Romano Prodi, sem út- nefndur hefur verið næsti forseti framkvæmdastjórnarinnar, kysi gjaman að sjá Patten í „sínu liði“, sem taka mun við af þeirri fram- kvæmdastjórn sem Jacques Santer fer fyrir og sagði af sér í marz sl. Hverjir munu skipast í hina 20 manna framkvæmdastjórn með Prodi þarf að vera komið á hreint í sumar, en fram í júlí gegnir Patten því viðkvæma hlutverki í friðarferl- inu á Norður-írlandi að semja um framtíðarfyrirkomulag lögreglumála þar. Harare. AFP. TVEIR naktir þjófar, sem málað höfðu á sér andlitið og sett trjá- greinar í hár sitt, birtust skyndi- lega á golfvelli í Afrfkuríkinu Zimbabwe og tóku að dansa stríðs- • dans í kringum tvær óttaslegnar konur áður en þeir hurfu á brott með töskur kvennanna, að sögn dagblaðs í Zimbabwe í vikunni. The Herald greindi frá því að þjófamir, sem ekki vom vopnaðir öðru en adamsklæðunum, hefðu skilið konurnar tvær eftir í nokkru Prodi hefur látið þá ósk í ljósi, að fá að byrja sitt skipunartímabil með „hreint borð“, þ.e. að nýir menn verði skipaðir í hvert rúm. Það á því eftir að koma í ljós hvort Neil Kinnock, fyri-verandi leiðtogi brezka Verkamannaflokksins sem verið hef- ur hinn fulltrúi Bretlands í fram- kvæmdastjóm Santers, fái að halda stól sínum eins og hann hefur sjálfur vonazt til að geta. Langt er síðan vangaveltur komu fyrst upp um útnefningu Pattens, en William Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, lagði til að Alastair Goodlad, fyrrverandi agameistari þingflokks íhaldsmanna, yrði arftaki Sir Leons í Brussel. Hefð hefur skapazt um að sitjandi ríkisstjórn út- nefni í framkvæmdastjórnina sinn hvorn fulltrúann úr liði stjórnarinnar og stjómarandstöðunnar, og væri það brot á venju ef gengið væri framhjá óskum flokkforystu stjórn- arandstöðuflokksins um hver þessi fulltrúi ætti að vera. uppnámi, ekki aðeins hafði blygð- unarkennd þeirra verið gerð um- talsverð skráveifa heldur glötuðu þær einnig nokkrum fjármunum og farsímum sfnum i bi'ræfnu ráninu. Peggy Taylor sagði í samtali við The Herald að hún gæti sem betur fer hlegið að atburðinum núna en tók fram að henni hefði alls ekki staðið á sama á meðan á ráninu stóð. Gat hún þess að langur tími myndi líða þar til hún hætti sér aftur út á golfvöllinn. Bíræfnir þjófar á adamsklæ ðunum Hjá okkur fást amerískar raímagnsheilsudýnur með fullkomnu pokafjaðrakerfi og hágæða bólstrun. Einnig heilsurúm ffá Belgíu og Hollandi með sterkum rafstýrðum rúmbotnum sem laga sig að líkamanum. Úrval af amerískum dýnum og evrópskum latex, spring og heilsudýnum. Með fjarstýringu getur þú stillt rúmin eins og þú vilt. Verið velkomin tíl okkar og prófið þessi ffábaeru rúm Opið laugardag og / sunnudag ffá kl. 10-16 i Grensásvegi 3 Sími: 568 1144 i VV]—»itehi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.