Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 HVAÐ KOSTAR DELLAN? Stangveiði Stangveiðimenn eru nú að búa sig undir vertíðina og reyndar hafa margir þeirra notað veturinn til að hnýta flugur, enda fluguhnýtingar mikilvægur þáttur í lífí margra þeirra. Sveinn Guðjónsson kynnti sér kostnaðinn sem stangveiðin hefur í för með sér og er þar miðað við að viðkomandi stundi delluna af ástríðu og spari ekkert til, án þess þó að bruðla um of. MEÐ auknum frístundum í nútíma samfélagi hafa opnast ýmsir möguleikar td að sinna hugðarefnum sínum og áhugamálum. Ahugamálin geta verið eins misjöfn og mennirnir eru margir og hægt er að stunda áhugaverða tómstundaiðju sem kost- ar viðkomandi ekki nokkurn skapað- an hlut, nema tímann sem í hana fer. Önnur áhugamál eru umfangsmeiri og geta kostað talsverð fjárútlát ef menn viija stunda þau af reisn og al- úð. Stangveiði er eitt þeirra og við- komandi iðkandi þarf að koma sér upp sérstökum útbúnaði til að geta stundað sportið sér til gagns og ánægju. Fjölmargar verslanir bjóða upp á vörur fyrir stangveiðimenn og í þessari umfjöllun er ein þeirra valin af handahófí, en viðbúið er að svipuð kjör séu í boði í öðrum verslunum, sem hafa sérhæft sig í vörum fyrir stangveiðisportið. Stangveiðin er skemmtilegt sport sem hefur á sér margar hliðar. Á vetuma rifja stangveiðimenn upp veiðisögur í góðra vina hópi, undir- búa sig fyrir næstu vertíð og huga að nauðsynlegri endurnýjun á veiðar- færum og öðrum útbúnaði. Veiða- færaverslanir bjóða stundum upp á sérstök tilboð yfir veturinn, einkum fyrir jólin, en að sögn Arnar Hjálm- arssonar, verslunarstjóra í einni veiðafæraversluninni á höfuðborgar- svæðinu, er verðið þó tiltölulega stöðugt allt árið um kring. Örn fór með okkur um verslunina og valdi þann útbúnað sem hann taldi nauð- synlegan til að stunda veiðimennsk- una með reisn. Veiðarfæri og vöðlur „Við byrjum á að fá okkur 13 feta maðkastöng frá Daiwa, sem kostar 15.900 krónur. Með henni tökum við Ambassadeur maðkahjól á 10.700 krónur,“ sagði verslunarstjórinn og fer að sýna mér stengurnar. „Pá verðum við að eiga vandaða flugu- stöng og hér er ein 9,5 feta frá Sage, lína 8, á 24.900 krónur með hjóli frá Lamson, sem kostar 18.400 krónur. Síðan verðum við að vera með kast- stöng, sem einnig er notuð sem spúnastöng, og hér er ein 9 feta, Ugly Stick/Shakespeare á 8.840 með hjóli frá Shimano á 6.990 krónur. Með þessar þrjár stengur ættum við að vera ágætlega græjaðir þótt auð- vitað sé hægt að fá sér bæði ódýrari og dýrari stengur. En þessar steng- ur eru þær sem ég hef verið að seija mest af að undanförnu." Við snúum okkur því næst að vöðl- unum, því án þeirra fer enginn í veiðiferð. Þar kennir ýmissa grasa, bæði hefðbundin klofstígvél og aðrar nýstárlegri vöðlur og Örn velur vöðl- ur frá Orvis úr „microfiber" útöndun- arefni. „Þetta eru flottustu vöðlurnar og verða sjálfsagt ofan á í framtíð- inni,“ segir hann. „Þessar kosta 29.900 krónur og með þeim verðum við að fá okkur vaðskó, einnig frá Or- vis og tökum hér „Battenkill“ með nöglum á 15.870 krónur. Það er hægt að fá ódýrari skó naglalausa, en nagl- arnir geta verið mjög gagnlegir og koma í veg fyrir að menn renni til á hálum árbotninum. En ef menn vilja STANGVEIÐIN er skemmtilegt tómstundagaman, sem hefur í för með sér holla úti- veru, en einnig nokkurn kostnað. VEIÐIHUFA 2.400 VEIÐIGLERAUGU 2.800 VEIÐIJAKKI OG VESTI 28.800 MARGIR nota veturinn til að hnýta flugur. heldur hefðbundnar vöðlur þá má benda á þessar neoprene-vöðlur á 20 þúsund krónur." Fatnaður Þá er það veiðivestið og sérstakur jakki yfir og Öm velur vesti frá Sageá 9.800 krónur og veiðijakka á tæpar 19 þúsund. Þetta er auðvitað hægt að fá í ýmsum gerðum með mismunandi verði og eins nærfótin undir, en hér er bent á nærbuxur frá Ullfrotte á 3.950 krónur og nærskyrtu á 4.950 krónur. Grifflur eru á verðbilinu 450 til 3.500 krónur. Veiðihatturinn, eða húfan, er þýðingarmikill hluti af „múnderingunni“ enda fylgir ákveðin hjátrú oft höfuðfatinu, það er að menn telja sig veiða betur ef þeir eru með þennan hattinn en ekki hinn. Höfuðföt eru þama í miklu úrvali og við veljum húfu á 2.400 krónur. Flugur og fylgihlutir í bakherbergi verslunarinnar var afgreiðslumaðurinn, Tómas Skúlason, að hnýta flugur og það leiðir um- ræðuna að agninu, það er flug- um, spúnum og möðkum. I veiðiferðum verða menn að vera vel birgir af slíku og kennir þar ýmissa grasa. Frances-flugan er alltaf vinsæl enda var Tómas að hnýta eina slíka. Fleiri tegund- ir mætti nefna og sæmilegt flugubox með öllu kostar um 15 þúsund krónur og spúna- box er hægt að fá á 4.000 til 5.000 krónur. Hins vegar er verðið á möðkum afar mis- munandi frá ári til árs og fer eftir framboði og eft- irspum. Þeir kosta þó sjaldnast minna en 20 krónur stykkið, fara upp í 80 til 100 krónur stykkið í langvarandi þurrkum, og lágmark að fara með 100 maðka í túr. Að sögn Amar selur verslunin þó maðk- HAFUR 4.000 KASTSTÖNG M/HJÓLI 15.800 MICROFIBER VÖÐLUR 29.900 FLUGUSTÖNG M/HJÓLI 43.300 VÖÐLUSKÓR 15.870 15.800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.