Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 45

Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 45
44 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 45 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands, sem haldinn var nú í vikunni, samþykkti sameiningu tvennra félagasamtaka atvinnuveitenda, Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, sem upphaflega var Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Þessi tvenn vinnuveitendasam- tök hafa um langt árabil samið sérstaklega við Alþýðusam- band íslands og önnur samtök viðsemjenda sinna, en hafa nú ákveðið að sameinast. Það er að sjálfsögðu hagkvæmt og mikill sparnaður í því fólginn að þessi sameining skuli fara fram. Leiða má líkur að því að talsvert af því sem þessi tvenn samtök hafa verið að sýsla hafi verið tvíverknaður og sameining félaganna hlýtur því að hafa sparnað í för með sér, bæði hvað varðar vinnu og starfsfólk. Sparnaðurinn endurspeglast m.a. í því að félags- gjöld til hins sameinaða félags lækka verulega. Undirbúningur sameiningarinnar hefur staðið í um það bil tvö ár. Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, gerði grein fyrir breyttum skipulagsmálum er yrðu við sam- eininguna á aðalfundi VSI. Hann sagði að það markaði ákveð- in tímamót er svo væri komið, að samtök vinnuveitenda, VSI og VSM, sæju sér hag í því að sameinast. Þau hefðu til þessa verið tvískipt vegna pólitískrar afstöðu og vegna rekstrar- forma. Þá kvað hann það fagnaðarefni, að fjármálafyrirtækin ætluðu að gerast aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Það sýndi að breytingar væru að verða á fjármálaþjónustunni, en fram að þessu hefði þessi hluti atvinnulífsins að mestu verið rekinn af ríkinu. Það nýmæli fylgir þessum skipulagsbreytingum, að nú geta fyrirtæki gerzt aðilar að hinum nýju samtökum án þess að fela þeim umboð til að gera kjarasamninga, en fram að þessu hafa aðilar, sem gengið hafa í félög vinnuveitenda, orð- ið að afsala sér samningsréttinum til félagasamtakanna. Þetta síðasta atriði sýnir einnig að samtök vinnuveitenda eru að breytast í átt til nútímaviðhorfa og er það vel. Samein- ing þessara tvennra vinnuveitendasamtaka er skynsamleg ráðstöfun. Hún er líka til marks um, að tvískipting atvinnu- lífsins, sem varað hefur meirihluta aldarinnar, er að hverfa og það eitt út af fyrir sig getur haft meiri áhrif þegar til lengdar lætur en beinlínis blasir við nú. BREYTTIR TIMAR EINN af föstu punktunum í tilveru margra eru kvöldfrétt- ir Ríkisútvarpsins og Ríkissjónvarpsins. Raunar eru kvöldfréttir ljósvakamiðla einn af fáum föstum þáttum þjóð- félagsins í fjölmörgum vestrænum ríkjum. Það er því stærri ákvörðun en halda mætti við fyrstu sýn að breyta útsending- artíma þessara fréttatíma. Frá og með næstu mánaðamótum verður aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins útvarpað klukkan 18 og fréttatími Ríkissjón- varpsins mun hefjast klukkan 19. Forsvarsmenn RUV leggja mikla áherslu á að ástæður þess að fréttatímarnir verða færðir fram um klukkustund séu ekki fjárhagslegar heldur byggist ákvörðunin á könnun er sýni fram á breyttar lífsvenjur íslendinga. „Meirihluti þjóð- arinnar virðist hafa breytt lífsháttum sínum og það má búast við að hinir geri það einnig. Það er kannski aðallega í sveitum sem búast má við óánægju fyrst í stað en við vonum að þar muni einnig ríkja sátt fyrr en varir,“ segir Halldóra Ingva- dóttir, framkvæmdastjóri RÚV, í samtali við Morgunblaðið á fímmtudag. Hún segir ennfremur: „í könnuninni kom mér talsvert á óvart að fólk er tekið að borða kvöldmat svo snemma að það var helst eldra fólkið sem hlustaði á kvöld- fréttir yfír matnum en ekki yngra fólkið.“ Þótt margir munu vafalítið eiga erfitt með að venjast þess- ari breytingu til að byrja með er varla ástæða til að ætla ann- að en að hinn nýi útsendingartími fréttanna muni smám sam- an festa sig í sessi. Þær breytingar sem vísað er til eru stað- reynd. Þjóðfélagsstarfsemin er komin í gang mun fyrr á dag- inn, fólk vaknar fyrr og er komið til starfa fyrr en áður. Að þessu leyti eru þjóðfélagshættir hér að verða líkari því, sem lengi hefur tíðkazt í nálægum löndum. Að sama skapi hefur aukin framleiðni gert að verkum að vinnudagur er yfírleitt styttri en hann var. Fólk afkastar meiru á styttri tíma. Þetta er þróun sem sjá má alls staðar á Vesturlöndum og helst hún í hendur við kröfu almennings um aukinn frítíma og fleiri stundir með fjölskyldunni. Lífsgæði eru í auknum mæli ekki mæld í tekjum einvörðungu heldur þeim tíma sem hægt er að verja í áhugamál og íjölskylduna. Hinir breyttu tímar RÚV eru því fyrst og fremst tákn um breytta tíma í þjóðfélaginu. Kaupfélag í kröppum dansi Kaupfélag Þingeyinga á í miklum rekstrarerfið- leikum um þessar mund- ir og hafa Landsbanki Islands hf. og Kaupfélag Eyfirðinga lagt sín lóð á vogarskálarnar í tilraun til að bjarga KÞ frá gjaldþroti. Hallur Þorsteinsson kynnti sér málefni kaupfélagsins og ræddi m.a. við Hall- dóru Jónsdóttur, for- mann stjórnar KÞ. ÞAÐ vakti talsverða athygli á dögunum þegar tilkynnt var að Kaupfélag Eyfirð- inga, KEA, og Kaupfélag Þingeyinga, KÞ, hefðu gengið til samstarfs um stofnun einkahlutafélagsins Matbæjar ehf. um rekstur matvöruverslana KÞ á Húsavik og í Reykjahlíð við Mývatn, en rekstur Matbæjar verður í hönd- um KEA. í gegnum árin hafa KÞ og KEA átt með sér margvíslegt sam- starf og hafa félögin til dæmis um árabil rekið sameiginlegt innkaupa- fyrirtæki, Samland á Akureyri, sem annast hefur innkaup íyrir matvöru- verslanir beggja félaganna. Þegar til- kynnt var um stofnun Matbæjar var því lýst yfír af hálfu KEA að búið væri að taka stefnuna að sameiningu félaganna og betra væri að flýta þeirri vinnu frekar en hitt. Síðastliðinn mánudag var svo kunngert að KEA og KÞ hefðu geng- ið til samstarfs um stofnun einka- hlutafélaganna Kjötiðjunnar ehf. og MSKÞ ehf., og hefur fyrmefnda fé- lagið yfirtekið eignir og skuldbinding- ar KÞ á sviði slátrunar og kjötvinnslu en það síðamefnda hefur yfirtekið eignir og skuldbindingar KÞ á sviði mjólkurvinnslu. Fram kom að stofn- un þessara tveggja einkahlutafélaga væri liður í sameiningarferli ofan- greindra rekstrareininga hjá kaupfé- lögunum tveimur, og af hálfu KÞ væri stofnun fyrirtækjanna tveggja jafn- framt liður í að verja stöðu KÞ, en KEA og Landsbanki Islands hf. hefðu gengið til liðs við KÞ til að verja eignir og rekstur félagsins. KEA er meirihlutaeigandi í MSKÞ ehf. en KÞ og Landsbankinn eiga hins vegar meirihluta í Kjötiðjunni ehf. Samþykkt aðalfundar KÞ og fé- lagsfundar í mjólkursamlagi KÞ þarf fyrir stofnun einkahlutafélaganna og hefur verið boðað til fundanna næst- komandi þriðjudag, en þar verður lögð fram tillaga um heildarendur- skipulagningu á starfsemi félagsins. 70 milljóna króna gjaldfailnar kröfur Mörgum kom stofnun einkahlutafé- laganna um afurðageira KÞ og KEA á óvart þar sem undanfamar vikur hafa átt sér stað formlegar viðræður um samstarf eða sameiningu Sölufé- lags Austur-Húnvetninga og kaupfé- laganna tveggja á þessu sviði. Hefur ráðgjafarfyrirtækið Pricewaterhou- seCoopers unnið að því upp á síðkast- ið að gera úttekt á eignum og fram- tíðarvirði félaganna í tengslum við þá sameiningu sem stefnt hefur verið að. Endanlegrar niðurstöðu í málinu er að vænta síðar í þessum mánuði, en gert hafði verið ráð fyrir að í kjölfar úttektarinnar og síðan sameiningar um afurðaþáttinn tækju ný einka- hlutafélög í eigu áðurnefndra þriggja félaga og jafnvel fleiri til starfa í sum- ar eða haust. SKRIFSTOFUR KÞ hafa verið Iokaðar undanfarna daga á meðan unnið er að uppgjöri fyrir félagið og endurskipulagningu. Ástæða þess að KÞ og KEA biðu ekki endanlegu niðurstöðunnar og ákváðu að sameina afurðaþættina með fulltingi Landsbankans er sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins sú að í ljós kom að staða KÞ var mun verri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Þannig stæði félagið t.d. frammi fyrir um 70 milljóna króna gjaldföllnum kröfum frá mörgum að- ilum og getur það ekki staðið í skilum með þær greiðslur sem inna þarf af hendi innan mjög skamms tíma. Markmiðið með stofnun einkahluta- félaganna nú í vikunni var því að verja þær eignir KÞ sem eru í rekstri, en ef félögin hefðu ekki verið stofnuð og kröfuhafar gengið að fé- laginu hefðu þessi verðmæti væntan- lega orðið að engu. Það hefði svo keðjuverkandi áhrif og þá ekki ein- göngu á Húsavík og í Þingeyjarsýsl- um. Einnig hefði það skaðað KEA þar sem um stórt markaðssvæði þess er að ræða og yfirvofandi fólksflótti í kjölfar gjaldþrots KÞ kæmi þannig niður á KEA. Undanfarna daga hafa menn því reynt að hafa hraðann á við að koma áðurnefndum rekstrareiningum KÞ í skjól í hlutafélögunum, en ef endir- inn verður sá að ekki ----------— tekst að bjarga KÞ frá Ekki S< vindan verður og þá kannski átt möguleika á að tryggja hagsmuni sína með því að bíða eftir að stoðum væri skotið undir rekstur KÞ. Inneignir félagsmanna eiga að vera tryggðar að fullu í kjölfar atburða síðustu daga hafa Kaupfélagi Þingeyinga borist fjölmargar fyrirspurnir um stöðu innlánsdeildar kaupfélagsins, en hún er eðli sínu samkvæmt varasjóður og bankareikningur mjög margra viðskiptamanna kaupfélagsins. Það er mat stjórnar kaupfélagsins að inneignir félagsmanna í innláns- deildinni séu að fullu tryggðar, en annars vegar er um að ræða trygg- ingasjóð innlánsdeilda og hins vegar hefur kaupfélagið sett bankatrygg- ingu fyrir innlánsdeildinni, þannig að þeir sem þarna eigi hagsmuna að gæta ættu ekki að eiga neitt á hættu. Skrifstofur kaupfélagsins hafa ver- ið lokaðar frá því síðastliðinn þriðju- dag á meðan unnið er að uppgjöri og endurskipulagningu, og því hafa kúa- bændur ekki fengið greitt fyrir inn- legg sitt í síðasta mánuði, tæplega 20 milljónir króna. Innistæður á við- -------- skiptareikningi eru ekki sauka- tryggðar með sama hætti gjaldþroti standa þarna engu að síður eftir félög í fullum rekstri, og það yrði þá væntanlega ákvörðun bústjóra hvern- ig farið yrði með þau. Þá vakir það samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ekki síst fyrir mönnum með þessum aðgerðum að gera kröfuhöfunum Ijóst hver staðan raunverulega er. Það sé þá þeirra að meta hvort það þjóni hags- munum þeirra að ganga að KÞ núna og reka þar með félagið í þrot, en þá væru sennilega litlar líkur á að þeir fengju kröfur sínar nokkurn tíma greiddar. Hins vegar gætu kröfuhaf- arnir staldrað við og séð hver fram- laust að horfa þarna upp á margar fjöl- skyldur missa atvinnuna og innistæður á innláns- reikningi og því óvíst hvort bændur fá greitt fyrir inn- leggið fari allt á versta veg. Reksturinn í jafnvægi 1996 Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaupfélag landsins, stofnað árið 1882, og hefur samvinnuhreyfingin á ís- landi miðað aldur sinn við stofnun þess. í dag skiptist rekstur KÞ í fimm svið, en það eru verslunarsvið, fram- leiðslusvið, þjónustusvið, slátrun og mjólkurvinnsla. Kaupfélagið á stóran hlut í trjáiðnaðarfyrirtækinu Aldin hf., og einnig á það stóran hlut í Kjöt- umboðinu hf. og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf., sem rekið var með miklu tapi fyrstu sex mánuði yfir- standandi rekstrarárs. Höfuðstöðvar Kaupfélags Þingey- inga eru á Húsavík en félagssvæði KÞ eru allar byggðir Þingeyjarsýslu þar sem félagsdeildir eru. Eins og önnur kaupfélög átti KÞ í erfiðleikum í lok síðasta áratugar og fram á þenn- an, en svo virtist sem tekist hefði að rétta reksturinn af og árið 1996 var reksturinn í jafnvægi. Árið 1997 voru rekstartekjur félagsins rúmlega 2.200 milljónir og var þá veltuaukning I öll- um rekstrarþáttum nema í sláturhúsi, en rúmlega 24,2 milljóna króna tap varð þá af hefðbundinni starfsemi og að meðtalinni hlutdeild í afkomu dótt- uifélaga og hlutdeildarfélaga var tap- ið 29,9 milljónir 1997. Afkoma KÞ á síðasta ári liggur ekki fyrir þar sem enn hefur ekki ver- ið gengið frá rekstrarreikningi og efnahagsreikningi félagsins. Á deild- arfundum sem haldnir hafa verið var greint frá því að tapið á síðasta ári væri um 45 milljónir króna, en ekki þykir ólíklegt að það sé mun meira, eða jafnvel á annað hundrað milljónir króna. Þykjast margir hafa séð hvert stefndi hjá kaupfélaginu og undrast að ekki hafi fyrr verið gripið til að- gerða, og hafa heimildarmenn Morg- unblaðsins sumir hverjir viljað líkja þróun síðustu missera við það sem gerðist hjá Sambandinu á sínum tíma áður en það leið undir lok. Þorgeir Hlöðversson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Þingeyinga segir það lykilatriði að viðhalda því at- vinnustigi og þeirri uppbyggingu at- vinnulífs sem Kaupfélag Þingeyinga stóð fyrir í sýslunni. Mikið tap var á reksti KÞ á liðnu ári sem að einhverju leyti má rekja til fyrirtækisins Aldin hf. sem KÞ á um 30% hlut í. „Þetta íyrirtæki fór af stað fyrir um þremur árum með góðu markmiði, en ýmislegt þróaðist á ann- an veg en gert var ráð fyrir,“ sagði Þorgeir, en áður en fyrirtækinu var ýtt úr vör lá fyrir skýrsla þar sem fram kom að um áhugavert og arð- bært fyrirtæki væri að ræða. „Það er unnið hörðum höndum að því að bjarga fyrirtækinu og finna því end- umýjaðan rekstrargrunn," sagði Þor- geir. Hann hefur verið kaupfélagsstjóri KÞ undanfarin fimm ár, en hann hef- ur starfað hjá KÞ frá því 1987 og veitti hann sláturhúsi og kjötiðju kaupfélagsins forstöðu áðui- en hann tók við starfi kaupfélagsstjóra. Forfeður Þorgeirs vora meðal þeirra frumkvöðla sem komu Kaupfélagi Þingeyinga á legg á sínum tíma og fylgdu því úr hlaði, og faðir hans var félagskjörinn endurskoðandi KÞ í fjörutíu ár. Tilfinningalega erfið staða Tilfinningalega er sú staða sem KÞ er komið í mjög erfitt mál fyrir Hús- víkinga og Þingeyinga og mörgum er það jafnvel enn erfiðara að horfast í augu við að það er KEA sem kemur til hjálpar og gleypir kannski á end- anum þetta elsta kaupfélag landsins. Eitt er víst að þeir sem halda um stjórnartaumana í KEA hafa lýst því yfir opinberlega að þeir teldu að sam- eina ætti félögin. Þannig sagði Jóhannes Geir Sigur- geirsson, stjórnarformaður KEA, í samtali við Morgunblaðið í júní 1997 að skynsamlegasta leiðin í samvinnu kaupfélaganna á Akureyri og Húsa- vík væri að stíga skrefið til fulls og sameina kaupfélögin, en hann sagðist þó efast um að menn hefðu kjark til að stíga svo stórt skref. Eiríkur S. Jó- hannsson, kaupfélagsstjóri KEA, lýsti því svo yfir í viðtali við Morgun- blaðið í fyrrasumar að hann teldi eina vitið að sameina kaupfélögin á Norð- urlandi í eitt, og einnig sagði hann að vel mætti athuga hvort kaupfélög á Austur- og Vesturlandi ættu ekki einnig að taka þátt í slíkri samein- ingu. Halldóra Jónsdóttir, stjómarfor- maður KÞ, sagði í samtali við Morg- unblaðið að vissulega væri það áleitin spuming í hugum margra þessa dag- ana hvort nú væri svo komið að KEA væri að yfirtaka gamla KÞ. Hún sagðist hins vegar vera þess fullviss að það væri alls ekki ætlun KEA, en stærðarmunurinn væri auðvitað mik- ill og það væri það sem menn væru fyrst og fremst að horfa á. Aðkoma KEA að málinu væri hins vegar og ef litið er á hlutfall fimmtán fjöl- skyldna á Húsavík miðað við þéttbýl- isstað eins og Reykjavík þá er það ekki flókinn hlutfallsreikningur að sjá hvað þetta þýðir. Það að vera byggðafestufélag eins og kaupfélögin eru getur því orðið nokkuð dýr- keypt," sagði Halldóra. Mikill tími farið í að kanna hagræðingu í matvöruverslun Dreifbýlisverslunin hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og ekki getað mætt samkeppninni við lág- vöruverslanir í þéttbýli, m.a. vegna flutningskostnaðarins út á land. Hvað íbúa í Þingeyjarsýslu og á Húsavík varðar hefur svo bætt vegasamband við Akureyri gert fólki kleift að sækja sér ódýrari aðföng þangað með auð- veldari hætti en áður. Halldóra segir að hjá KÞ hafi verið reynt að bregð- ast við þessu, t.d. með því að loka tveimur útibúum KÞ sem rekin hafa verið í nærsveitum, en einmitt í ljósi þessa hafi mikill tími farið í að skoða hagræðingu í matvöruverslun hjá fé- laginu. „Það er svo eitt sem maður rekur sig á að viljinn einn er ekki nóg, því kerfið er þyngra en svo að hlut- imir gerast að minnsta kosti ekki í gær eins og þeir þyrftu stundum að gera,“ segir hún. Sjá ekki fyrir endann á lífróðrinum Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson HALLDÓRA Jónsdóttir, stjórnarformaður Kaupfélags Þingeyinga, fyrir framan aðalstöðvar kaupfélagsins á Húsavík. vegna augljósra sameiginlegra hagsmuna kaupfélaganna tveggja. „Þó að Vaðlaheiðin sé á milli þá eru þetta nágrannafélög í sams konar rekstri og með mikið sam- starf. Erfiðleikar inni við Eyja- . fjörð og á Akureyri geta þannig JÍaupfélaC/ SÞmqet/Ínqa haft áhrif í Þingeyjarsýslu og öf- /7 / JJJ ugt, og það er ekki síst mat þeirra sem að þessu máli koma að tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins. Þó að ég geti auðvitað ekki svarað fyrir Kaupfélag Eyfirðinga þá kemur þetta ajveg skýrt fram í okkar sam- starfi. í ljósi stærðarmunarins þögg- um við hins vegar sjálfsagt ekki niður í þeim röddum sem tala um yfírtöku og einhverja valdabaráttu, en ég lít hins vegar ekki svo á. Við eigum að skoða sóknarfærin í þessu og við eig- um að horfa til framtíðar fyrir þetta landsvæði í heild, atvinnuuppbygg- ingu og annað. Það má kannski segja að kaupfélögin geti ekki og eigi ekki að halda uppi byggðastefnu, þau gera það auðvitað ekki ein, en þetta eru byggðafestufélög í eðli sínu og við lát- um okkur annt um samfélagið," sagði Halldóra. Orsakirnar fjölþættur rekstur og breytt rekstrarumhverfi Halldóra segir að sú saga sé kunnari en frá þurfi að segja að kaupfélögin hafi í gegnum tíðina verið mikilvæg stoð í atvinnuupp- byggingu hvert á sínu svæði og tekið þátt í mjög fjölþættum rekstri. Þau hafi að þessu marki verið ákveðinn burðarás hvert í sínu samfélagi, og hvað þetta varðar sé KÞ engin und- antekning. „Svona fjölþættur rekstur krefst þess auðvitað að menn hafi mjög breiða yfirsýn yfir málin, en eftir því sem þau eru fjölþættari þá er það kannski erfiðara. Það er líka ljóst að það eru mörg nýsköpunarverkefni af hinum besta toga sem ganga misvel STOFNA& US2 upp og það þarf ekki að tíunda það hvernig gengið hefur í fiskeldi, loð- dýrarækt og mörgu fleiru. Ef við erum að velta fyrir okkur af hverju staða Kaupfélags Þingey- inga er í dag eins og hún er, þá er orsakanna kannski einmitt að leita í þessum fjölþætta rekstri, og einnig í allri þeirri öru þróun sem orðið hef- ur síðastliðin ár í viðskiptaumhverfi hér á landi og alþjóðatengingu. Þetta hefur haft þvílíkar breytingar í för með sér að kannski getum við sagt að við hér hjá Kaupfélagi Þing- eyinga höfum ekki náð að fylgja þessari þróun eftir að fullu. Við höf- um vissulega komið víða við og í ný- sköpun hefur verið leitað til okkar af mönnum sem hafa talið sig vera með góð málefni og við höfum reynt eftir fremsta megni að taka þátt en kannski orðið það um megn,“ sagði Hall- dóra. Meðal nýsköpunarverk- efna sem Halldóra nefnir í þessu sambandi er fyrir- tækið Stöplafiskur í Reykjahverfi sem á sínum tíma var stofnað til að þróa vinnslu á loðnu, en eftir að það komst í erfið- leika og einn stærsti hluthafinn ákvað að draga sig í hlé ákvað KÞ að koma inn í fjárhagslega endurskipulagn- ingu á fyrirtækinu og fékk síðan Sam- herja á Akureyri til samstarfs. Hjá Stöplafiski var þurrkuð loðna og hún flutt þannig fullunnin á Japansmark- að en dæmið gekk ekki upp og starf- semi Stöplafísks var hætt. Ein gjaldfallin staða er óskaplega fljót að setja af stað ákveðinn hrunadans Rekstur Aldins hf. hefur íþyngt rekstri KÞ Það nýsköpunarverkefni sem Halldóra segir að menn hafi vissu- lega bundið hvað mestar vonir við er trjáiðnaðarfyrirtækið Aldin hf. sem flytur inn trjáboli frá Norður- Ameríku. Trjábolimir eru sagaðir niður í borðvið hjá Aldin og jarð- hiti notaður við þurrkun viðarins, en meginhluti framleiðslunnar hefur verið seldur til Evrópulanda. Kaupfé- lag Þingeyinga er stærsti hluthafinn í Aldin, en aðrir stórir hluthafar eru Nýsköpunarsjóður og Kaupfélag Ey- firðinga. Rekstur Aldins gekk illa á síðasta ári og segir Halldóra það vega þungt í því hve erfið staða KÞ er í dag. „Við höfum trúað á þetta fyrirtæki og rekstraráætlanir og fjölþættar aðrar áætlanir hafa stutt okkur í þeirri trú, en það er einfaldlega alltof oft eðli nýsköpunar að ganga ekki vel og rekstur Aldins hefur ekki gengið vel. Að vísu hef ég ekki séð endanleg- an ársreikning Aldins, en það er eng- in launung á því að þetta hefur íþyngt rekstri kaupfélagsins á síðustu tím- um. Það hefur ekki verið tekin nein endanleg ákvörðun um það hvort rekstri Aldins verður hald- ið áfram, en fyrirtækið hef- ur verið í miklum viðskipt- um við kaupfélagið og safn- að þar skuldum. Þetta er auðvitað einn liður í því að það verður að taka á málum kaupfélagsins og endurskoða rekstur þess og það erum við að gera þessa dagana. Mér er ósköp sárt um það sem þarna getur gerst og gerist ef til vill, en það er ekki sársauka- laust fyrir neinn að horfa þarna upp á margar fjölskyldur missa atvinn- una. Þetta er auðvitað ekkert eins- dæmi hér á landi, en því miður al- gengara í dreifbýlinu en í þéttbýlinu, Halldóra segir að KÞ sé þessa dag- ana í hörkuvamaraðgerðum og auð- vitað sé fyrst og fremst verið að verja hagsmuni félagsmanna kaupfélags- ins, starfsmanna, viðskiptamanna og þessa umhverfis sem kaupfélagið er í. Aðspurð segir hún að ef ekki hefði verið gripið í taumana með þeim hætti sem gert hefur verið telji hún að möguleikinn á gjaldþroti hafi ekki verið fjarri. „Við sjáum ekkert fyrir endann á lífróðrinum, en ég hef von um land- töku. Við höfum skyldum að gegna við þetta samfélag og baráttan felst í að uppfylla þær skyldur og standa við eftir föngum. En þetta er varnarbar- átta og við njótum þaraa liðsinnis Kaupfélags Eyfirðinga og Lands- bankans og ég er ekkert viss um að við hefðum átt nokkra von í barátt- unni öðruvísi en með aðkomu þeirra. Ég er ekkert að segja að á þessum tímapunkti sjái maður fyrir alla enda. Það þýðir ekkert annað en að vera raunsær, en við höfum góða von um það. Því er ekkert að leyna að við ákváðum að grípa í taumana þegar rekstrarniðurstaðan var að verða ljósari og menn ákváðu að leita full- tingis og bíða ekkert með það. Við áttum frumkvæði að því að fá Lands- bankann að þessari vinnu með okkur og svo kom KEA að málinu í fram- haldi af því og þá auðvitað vegna þess að við höfðum verið í miklum viðræðum við þá. Atvinnulífið þekkir það auðvitað að ein gjaldfallin staða er óskaplega fljót að setja af stað ákveðinn hrunadans. Við höfum sannarlega verið spurð að því hvers vegna þetta gerist svona hratt og af hverju menn hafi ekkert fengið að vita. Við fórum í gegnum deildarfundi og kynntum þar þá af- komu sem þá var ljós í verslun og af- urðum, en þá var til dæmis ekki búið að fara í gegnum stöðu Aldins. Menn spyrja af hverju ekki var sagt frá þessu á deildarfundunum þar sem það hljóti að hafa verið vitað um þetta. Auðvitað var þetta í skoðun, en það er hins vegar afskaplega erfitt að fara að birta á ákveðnum tímapunkti ein- hverja viðkvæma mynd, því við- skiptaumhverfið hlífir ekkert í þess- um efnum og þar með væri ákveðið ferli farið af stað. Það sem við kynnt- um á deildarfundum var tap upp á 45-6 milljónir og það er að stórum hluta í verslun, eða um helmingurinn. Síðan höfum við rekið loðdýrafóður- stöð sem var lögð niður um síðustu áramót, og er það einn þátturinn sem við höfum stutt við í atvinnuuppbygg- ingu, en á þessu svæði hér er loðdýra-, ræktin nánast niðurlögð. Þessi rekst- ur hafði verið okkur mjög þungur nánast alla tíð og það má endalaust deila um það hvort stöðin var lögð niður of seint. Það hefði vissulega þurft að vera fyrr, en það er einfald- lega svo margt sem menn sjá betur í baksýnisspeglinum," sagði Halldóra Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.