Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 51 + Guðrún Ingólfs- dóttir fæddist í Æðey við Isafjarð- ardjúp 31. desem- ber 1925. Hún and- aðist 3. maí síðast- liðinn á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Jónsson, f. í Bolungarvík 11. desember 1900, d. 17. janúar 1969, og kona hans Guð- björg Torfadóttir, f. í Asparvík á Ströndum 18. maí 1900, d. 8. febrúar 1992. Hún var elst fimm barna Ingólfs og Guð- bjargar en systkini hennar eru: Torfí, f. 27. nóvember 1930; Guðmundur Helgi, f. 6. október 1933; Elísabet Jóna, f. 1. ágúst 1947, og Anna Salóme, f. 11. október 1941. Hinn 31. maí 1947 giftist Guðrún Jóni Hafliða Magnús- syni, f. 20. maí 1916, d. 7. júlí Hljóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. (E.Ben.) Ég vil með þessum ljóðlínum minnast elskulegrar systur minnar Guðrúnar Ingólfsdóttur. Guðrún var elst okkar systkinanna, var tólf ára gömul er ég fæddist. Sem títt var á þessum árum fóru unglingar snemma að heiman til að vinna fyrir sér og skildi þar leiðir okkar, í bili. Guðrún kynntist eiginmanni sínum Jóni Magnússyni (20.5. 1916 - 7.7. 1991), innan úr Isafjarðardjúpi, er hann dvaldi við sjómennsku á Isa- firði og giftu þau sig 31. maí 1947. Miklir kærleikar voru með þeim hjónum alla tíð. Fljótlega fluttust þau til Reykjavíkur en hugurinn leitaði þó jafnan upp til sveita. Þangað, sem þau yrðu sínir eigin herrar. Vorið 1951 keyptu þau jörð- ina Fomusanda í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, sem verið hafði nokkra hríð í eyði, og settust að til framtíðarbú- setu og bjuggu þar í yfír 40 ár. Guð- rúnu voru alla tíð minnisstæðar þær hlýju móttökur sem þau fengu er þau fluttu í sveitina, öllum ókunnug. Þau bæði af Vestfjörðum og höfðu valið sér búsetu fjarri ættingjum og venslafólki, í ókunnugri sveit. Þar var siður að færa nýbýlingum lamb að gjöf og eignuðust þau þannig hluta af sínum íyrsta bústofni. Hélt hún lengi þennan sið og vildi með því sýna þakklæti sitt og hlýhug. Taldi hún það skyldu þeirra, að hjálpa með þeim hætti ungu fólki við að hefja búskap, eins og þeim var gert. Á Fornusöndum fundu þau hjón náttúrubarnið í sér og lífs- fyllingu í að ganga til liðs við lífsmátt jarðar í fógru og frjósömu umhverfi. Gamla eyðibýlið varð um síðir að uppbyggðu stórbýli, þar sem þau áttu sinn unaðsreit og nutu ljúfra samverustunda. Saman unnu þau af útsjónarsemi og dugnaði við að fullgera, fegra og prýða utanhúss sem innan. Þau hjón voru sveitung- um sínum greiðvikin og var gott til þeirra að leita, ef vandkvæði ein- hvers konar steðjuðu að. Voru þá viðbrögðin skjót og örugg og ekki látið staðar numið fyrr en mál voru til jykta leidd. í fari Guðrúnar var ekkert sem heitir vol eða víl, þótt lífsbaráttan hafi verið henni óvægin á stundum. Hún var félagslynd og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Starfaði.hún lengi með kven- félagi sveitarinnar og söng og starf- aði með kirkjunni, enda trúin á Guð henni ávallt efst í hjarta. Hún var listræn, sem lýsti sér m.a. í sköpun- argleði við saumaskap, en þá iðn nam hún m.a. á skólaárum sínum í Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði. En einnig hafði hún unnið við hattasaum og annan 1991. Þeim varð ekki barna auðið en ólu drenginn Ingv- ar Sigurjónsson upp frá því hann var 11 ára og dvaldi hann á heimili Guð- rúnar þar til hún hætti að búa og Ingvar kvæntist, býr nú á Hvolsvelli. Guðrún lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi árið 1947. Einnig lærði hún fatasaum og vann við það með búinu, svo kenndi hún sauma í sveitunum í kring um árabil. Guðrún gegndi mörgum trúaðarstörfum í sveit sinni, var í sóknamefnd, barna- verndarnefnd og sat í stjórn Kvenfélagsins Eyglóar, var í húsbyggingarnefnd félagsheim- ilisins Heimalands. Utför Guðrúnar fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. saumaskap á ísafirði í upphafi vinnuferils síns. Margir eru púðarn- ir, dúkamir og myndimar sem hún hefur saumað og gefið samferða- fólki sínu á tækifærisstundum ásamt aðstoð við saumaskap á fatn- aði og öðru við hin fjölbreytilegustu tilefni. Hver skilur lögmál lífsins eða veit hvers er af okkur ætlast? Að sætt- ast við skóla lífsins þegar hann reynist harður og óvæginn er oft þrautin þjmgsta. Við þyrftum einskis að spyrja ef við vissum til hvers þetta er allt eins og það er, en áfram höldum við í leit að þroska og skilningi. Öll vitum við hið innra með okkur að dauði er jafn sjálf- sagður og fæðing. Að brottför okkar af þessu tilverusviði er jafn eðlileg og koman. Að þetta er hinn eðlilegi gangur lífsins og að hverfa úr jarð- neskri tilvist er ef til vill eitt af því fáa sem við göngum að vísu. Samt er það svo að þegar kemur að kveðjustundinni myndast tómarúm í sálinni. Það er þá ávallt huggun að eiga og geta geymt hjá sér minning- ar frá liðnum samvemstundum, stundum sem geymast, en aldrei gleymast. I veikindum móður okkar vetur- inn 1949-1950 dvöldumst við yngri systur Guðrúnar hjá henni á heimili þeirra Jóns í Reykjavík, meðan móðir okkar lá þar á sjúkrahúsi. Gekk ég þann vetur í skóla í Reykjavík og annaðist Guðrún um okkur eins og sín eigin börn. Aftur nutum við systur samverustunda í upphafí búskapar þeima að Fomusöndum er ég fór, þá ný- fermd, til þeirra og dvaldi hjá þeim þar í rúmt ár. Fyrstu árin eftir fermingu eru oft mikil mótunarár unglinga og naut ég þar leiðsagnar hennar. Fundum okkar Guðrúnar bar svo aftur saman vorið 1955 skömmu eftir að ég hafði eignast mitt fyrsta barn. A þessum árum bjó fólk ekki við þær samgöngur sem nú þekkjast og tók langan tíma að ferðast austan undan Eyjafjöll- um vestur í Hnífsdal. Af sjálfu leiðir að ungu hjónin á Fornusöndum voru bundin sínu starfi og uppbygg- ingu á jörð sinni. Skylduræknin við búskapinn meinaði langar fjarvistir vegna skemmtiferða. Kærleikar voru með okkur Guðrúnu og skrif- uðumst við reglulega á þar til nú- tímasímasamband komst á og tók það þá við. Réttum tuttugu árum eftir dvöl mína hjá þeim að Fornusöndum varð heimili þeirra Guðrúnar og Jóns dvalarstaður barna okkar hjóna er þau voru við nám í Skógaskóla, árin 1972-1979 og oftar er þau voru við nám á Suð- urlandi, fjarri heimaslóðum. Rifjuð- ust þá oft upp fyrri samverustundir okkar Guðrúnar og vissi ég, af eigin reynslu, að þau voru í traustum höndum hjá systur minni. Umburð- arlyndi og skilningur hennar í garð þeirra var mikill og búa þau enn að því. Þar skapaðist gagnkvæmt traust og vinátta. Þótt Guðrún gæti virst alvörugefin við fyrstu kynni þá fann unga fólkið brátt, að til þessar- ar konu gat það leitað með vanda- mál sín og átt hana að trúnaðarvini. Þannig fórst einnig mörgum ung- lingnum sem hjá þeim höfðu sumar- dvöl og héldu þau sambandi við Guðrúnu og Jón alla tíð. „Nú er stillt og rótt, ein stjarna skín, sú stjarna leiðir hug minn til þín.“ (Ól. Jóh. Sig.) Minnisstætt er mér fyrsta ár þeirra á Fornusöndum er ég dvaldi hjá þeim og kemur oft upp í hugann er ég ber saman aðstæður dagsins í dag við það sem áður var. Þar byrj- uðu þau með tvær hendur tómar, fjarri sínum nánustu. Gamla íbúðar- húsið, sem staðið hafði nokkur ár í eyði, eitt herbergi og eldhús, var lagfært og vistlega búið. Daglega var farið með mjólkina á Rauð, sem þá var eina samgöngutækið á bæn- um, stíginn meðfram skurðbökkun- um í veg fýrir mjólkurbílinn. Oft varð það mitt hlutskipti. Kynntist ég þama vel einurð og vilja þeirra til að byggja upp þá jörð sem þau höfðu eignast. Allt sem þau tóku sér fyrir hendur var vel undirbúið eins og aðstaðan á hverjum tíma leyfði, og ekki flanað að neinu. Þar sat í fyrirrúmi samheldni þeirra, fyrir- hyggja og þrautseigja, en ekki síst snilli þeirra sem skynja og skilja þarfir búsmala síns og umgangast hann af natni og tillitssemi hins trausta hirðis. Enda voru afurðir af búi þeirra ávallt gæðamiklar. Eftir að Guðrún brá búi, nokkmm árum eftir fráfall eiginmannsins, leitaði hugur hennar oft austur að Fornusöndum, til áranna sem þau, hún og Jón, áttu saman við sameig- inlegt lífsstarf sitt. Þangað leitaði hún huggunar. Gleði og sorgir, ávinningar og erfiðleikar fylgja hverju lífshlaupi. Guðrún var alltaf róleg í skapi en þó langt því frá að vera skaplaus, og öllum erfiðleikum sem hún mætti á lífsleiðinni tók hún af sinni eðlislægu hógværð, og ávallt treysti hún Guði. Hún vissi að Guð gefur og Guð tekur. Eins og títt var um fólk sem fluttist búferl- um um langan veg um miðbik aldar- innar urðu samvemstundir með nánustu ættingjum oft til muna færri en vilji stóð til. Guðránu voru átthagarnir ávallt hugleiknir sem og ættingjarnir, sem hún hefði kos- ið að eiga fleiri ánægjustundir með, en þar skildi vík milli vina. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku að sér fóstursoninn Ingvar Sigurjónsson árið 1975, þá 11 ára gamlan, og var hann þeim styrk stoð seinustu ár búskapar þeirra. Nú þegar árssprotar trjánna teygja sig upp í birtuna og ylinn og fuglamir, nýkomnir að hafi, syngja dýrðaróð til ljóss og lífs hvai’flar hugurinn ósjálfrátt austur að Fornusöndum. Þar átti Guðrán mörg spor um tún og móa, að vor- lagi að huga að vaknandi lífi, að sumri að fylgjast með túnum spretta og ungviðinu vaxa og þroskast og að haustlagi að huga að uppskeru og undirbúningi fyrir vet- urinn. Allt var það henni yndi. Drottinn láttu dreifða byggð dalina áfram geyma, svo að eigi íslensk dyggð einhvers staðar heima. (GJ) í Heilagri ritningu segir: „Sá sem sáir með blessunum mun og með blessunum uppskera." Það fyrirheit fylgi þér elskuleg systir. Systir mín og mágkona, við hjón- in kveðjum þig og þökkum þér fyrir allt það sem þú varst okkur og börnum okkar, þökkum þér fallegu minningarnar sem þú lætur okkur eftir. Við vitum að núna ert þú ör- ugg í faðmi ljóssins. Jóna og Ólafur, Rauðamýri. Okkur langar að minnast móður- systur okkar, hennar Gunnu á Söndum eins og hún var ávallt köll- uð af okkur systkinunum. Gunna frænka ólst upp í litla húsinu henn- ar ömmu í Hnífsdal eins og móðir okkar. Ung að árum fluttist hún suður með manni sínum, Jóni Haf- liða Magnússyni, hófu þau búskap í Reykjavík en ekki leið á löngu þar til þau festu kaup á jörð á Suður- landi, að Fornu-Söndum undir Eyjafjöllum. Þar byggðu þau saman það fyi-irmyndarbú sem Fornu- Sandar voru, allt þar til Nonni lést árið 1991. Þau voru mjög stolt af búi sínu enda engin ástæða til annars og alltaf var gott að sækja Gunnu og Nonna heim. Við vorum 3 systk- inin frá Rauðamýri við ísafjarðar- djúp sem áttum því láni að fagna á unglingsárum að fá að kynnast þeim nánar og dvöldum við allt frá eitt og upp í þrjú ár að Fornu-Sönd- um og stunduðum nám við Skóga- skóla. Það var engin miskunn og all- ir tóku til hendinni sem dvöldust hjá Gunnu frænku, enda voru þau mjög öguð og skipulögð við búskap sinn og margt var hægt að læra af þeim hjónum af verklagni og hagsýni sem þau bjuggu að. Þau voru hamingju- söm á jörðinni sinni og báru gagn- kvæma virðingu hvort fyrir öðru. Gengu þau bæði jafnt til allra bú- starfa og unnu vel saman. Gunna varð fyrir því slysi að missa vinstri höndina við bústörf, hún lét samt ekki deigan síga, hafði þó stundum áhyggjur af honum Nonna sínum, hvað mikið hvíldi á honum. Þeim varð ekki barna auðið en Ingvar kom til þeirra sem unglingspiltur og mynduðust órjúfanleg tengsl á milli þeirra. Alltaf var gott að koma til þeirra eftir að við uxum úr grasi og tóku þau á móti okkur systkinunum, mökum og börnum með opnum faðmi hvenær sem var. Enda vorum við ekki lengi að fara í stígvélin og hlaupa útí fjós eða hlöðu með krakkana og ferð fram á fjöru var engu lík. Þremur árum eftir að Nonni dó varð Gunna að bregða búi enda mikið álag fyrir hana og Ingv- ar að halda stóru búi gangandi. Gunna seldi jörðina og fluttist á Hvolsvöll þar sem hún bjó síðan. Eftir að heilsu hennar hrakaði dvaldi hún á sjúkrahúsi Selfoss. Við þökkum Gunnu fyrir þann kærleik og umhyggju sem hún sýndi okkur systkinunum á Rauðamýri og mun- um við ávallt minnast hennar með söknuði. Ingólfur, Trausti og Auður. Mig langar að senda hér nokkur kveðjuorð um nágrannakonu okkar Guðrúnu á Fomusöndum. Nú ertu búin að fá hvíldina Gunna mín. Það er gott til þess að hugsa að þú sért komin til hans Nonna þíns, sem þú elskaðir svo mikið. Og ekki óttaðist þú dauðann, því trá þín var mikil. Þú sagðir eitt sinn við mig þegar við áttum langt spjall saman á Kirkjuhvoli að ef við hefðum Guð með okkur þá þyrftum við ekkert að óttast, enda hefur kjarkur þinn ætíð hrifið mig. Ekki var lífið alltaf auðvelt hjá ykkur Nonna en samheldni og dugnaður er það sem einkenndi líf ykkar. Ekki þurfti að biðja okkur krakk- ana tvisvar ef sendast þurfti fram að Söndum, þá vorum við fljót að segja já því þangað var gaman að fara. Þegar ég trítlaði til Gunnu vissi ég alltaf að ég fengi eitthvað gott, brjóstsykur, rúsínur, súkkulaði, það var alveg sérstakt bragð af namminu sem hún Gunna gaukaði að manni í gamla daga. Gunna saumaði mikið á okkur systkinin eins og fleiri börn í sveit- inni, hún var mjög góð saumakona. Ég minnist þess hve stolt hún var þegar flíkurnar voru tilbúnar og pössuðu svo vel. Þá dáðist hún að því hvað ég var fín og mér fannst ég vera prinsessa. Þótt Gunna og Nonni eignuðust ekki erfingja þá áttu þau mörg börn. Þau fylgdust alltaf vel með okkur krökkunum í Nýjabæ og tóku þátt í gleði okkar og sorg. Mörg systkinabörn þeirra voru lengri eða skemmri tíma hjá þeim á Söndum og voru þeim mjög kær. Ég man hvað Gunna var stolt og glöð þegar hún sýndi mér jóla- kortin eftir jólin með fullt af mynd- um af litlum frændsystkinum. Fleiri börn nutu góðs af uppvexti á Sönd- um, þó lengst var Ingvar Sigurjóns- son. Það gaf þeim hjónum mikið að GUÐRUN INGÓLFSDÓTTIR fá að hafa Ingvar í öll þessi ár og var hann þeim mikil hjálparhella þegar veikindi og erfiðleikar steðj- uðu að. Fyrir hönd okkar systkin- anna í Nýjabæ vil ég þakka Gunnu allt og kveð hana og hlakka til að' hitta hana hjá Guði. Valdís Leifsdóttir frá Nýjabæ. Það var snemma á 6. áratugnum að ung hjón fluttu úr Reykjavík austur fyrir fjall og festu sér jörðina Fornu-Sanda í V-Eyjafjallasveit til að hefja þar búskap og gerðust um leið nágrannar okkar, sem höfðum flutt frá Vestmannaeyjum nokkrum árum fyrr. Þegar þau Jón Magnús- son og Guðrún Ingólfsdóttir settust að í Sandhólmanum eins og það heitir fluttu þau með sér nýjan blæ og áttu eftir að taka þátt í að við- halda góðu mannlífi í litlu sveita- samfélagi þar sem hver einstakling- ur verður dýrmætari en í fjölmenn- inu. Þótt smátt væri byrjað var stöðugt haldið á brattann í upp- byggingu húsa, ræktunar, bústofns og tækja, sem skilaði góðum ár- angri með árunum. Jón lést fyrir nokkrum árum og í dag er Guðrán kvödd frá Stóradalskirkju. Aðkomumenn höfðu á orði að fyrst voraði á íslandi í Eyjafjalla- sveit og fegurðin nyti sín hvað best úr Sandhólmanum þaðan sem við blasa hásett klettaþil og grænar hlíðar. Guðrán tók fljótlega að sér fata- saum fyrir sveitunga sína og kynnti sig vel með fallegu handbragði og mikilli greiðasemi. Hún bauð einnig ungum húsmæðram til sín í sauma- nám og kunnu þær vel að meta slíkt tækifæri til að stunda verknám heima í sveitinni og geta þvínæst saumað flíkur á börnin sín og sjálfar sig, sem kom sér sérstaklega vel á þessum áram. Guðrán hafði ánægju af félagsstörfum og var félagi í kvenfélaginu Eygló og var ávallt til taks við að standa í fremstu víglínu þegar eitthvað stóð til og hver man ekki eftir henni á fullu við af- greiðslu í veitingaaðstöðu félags- heimilisins að Heimalandi? Þegar komið var að Söndum bauðst ekki aðeins kaffi og meðlæti, því gjarnan fylgdu með í spjalli yfir veitingunum fallegar sögur af dýr- um, en þau hjónin lögðu sig eftir því að hlusta á raddir dýranna og að sinna þörfum þeirra eins og við átti hverju sinni. Tíkin Snotra, fyrsti hundurinn í búskap þeirra, reyndist vel með á nótunum í músíkinni þeg- ar Elddansinn eftir Katsjaturian hljómaði um bæinn og vildi fá að hlusta á hann til enda. Já, þau vora miklir vinir dýranna hjónin á Sönd- um, sem vora jafnframt þeirra börn. Guðrún gekk í öll störf í bú- skapnum af dugnaði og útsjónar- semi og drifkraftur hennar leyndi sér ekki. Það hefur verið mikið áfall fyrir þau, þegar hún missti aðra höndina í vinnuvélaslysi við bústörf- in. En með einbeitni og þjálfun tókst henni að ná ótrúlegri leikni með gervihendi og lét hún sig ekki muna um að fást við fínustu hann- yrðir svo að undrum sætti. Hún þurfti reyndar að breyta um stíl í veigamiklum atriðum með þræðina, en leysti það allt fagmannlega eins og hennar var von og vísa. Það hefur verið blandið eftirsjá að , yfirgefa kæran stað og ævistarfið og kveðja Eyjafjöllin, sem verið höfðu heimkynni hennai’ í nærfellt 50 ár. En þannig er lífið, fullt af breyting- um og nýjum þáttum, sem við þurf- um að semja okkur að og reyna að sættast við. Guðrún átti fallegt heimili á dvalarheimilinu Kirkju- hvoli á Hvolsvell síðustu æviárin en þegar við hjónin heimsóttum hana þar í júlí sl. gerðum við okkur ekki grein fyrir að það væri kveðjustund á þessu tilverastigi. En enginn okk- ar veit hvenær „Gullvagninn“ ekur í hlaðið og okkar bíður far þangað sem hlaðvarpinn er stór og víðáttan næg fyrir alla og kannski berst að vitum gestanna sætur töðuilmur ut- an frá enginu í hægum sunnanblæ. Við þökkum Guðránu á Söndum fyrir samfylgdina og vottum systk- inum hennar og öðram ættingjum samúð okkar hjóna. Jóhann og Júlía.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.