Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 53
Þetta lýsir hug vinar míns Björns,
honum var ekki sama um sitt fólk.
Björn bar afar hlýjan hug til
heimabyggðar sinnar, Bolungar-
víkur. Bræðurnir fimm, synir
Bjarna Eiríkssonar og Halldóru
Benediktsdóttur, báru umhyggju
hver fyrir öðrum og voru mjög
nátengdir. Eiríkur, bróðir hans,
sem býr í Reykjavík, hefur á allar
lundir sýnt honum hið sanna
bróðurþel með heimsóknum bæði
heim og á sjúkrahúsið þar til yfir
lauk.
Garðurinn við húsið okkar verð-
ur ekki sá sami eftir að umhyggju
Björns er lokið en þá er vonandi
að við sem enn erum ofan foldu
höfum lært af honum að sýna alúð
í verki, hversu smátt eða stórt
sem verkið er. Af rúmlega hálfrar
aldar kynnum mínum af Birni tel
ég að einkunnarorð hans hafi ver-
ið vandvirkni, alúð og nákvæmni.
Eg kveð góðan og tryggan vin
með þakklæti fyrir vináttuna, sem
aldrei bar skugga á.
Adda Geirsdóttir.
Sennilega er góður kennari í
raun mesti velgjörðarmaður í lífi
manns næst á eftir foreldrum og
ástvinum. Samskiptin geta staðið
árum saman, og tengslin verða
því sterkari, sem árin verða fleiri.
Stundum þarf ekki árin til. Nem-
andinn lærir af kennaranum
meira en það, sem í bókunum
stendur. Kannski er nemandinn
að læra kennarann sjálfan. í
ánægjulegum samverustundum í
skóla mótast undirstaða lífsins í
vaxandi mæli. Skólinn er um-
hverfið, sem mótar nemandann
hvað mest, nú orðið jafnvel meira
en heimilið. Þar er tekin stefnan,
sem fylgt er á lífsleiðinni. Þar er
„æfing“ fyrir lífið. Þegar litið er
yfir farinn veg síðar á ævinni
minnast menn skólaáranna gjarna
með mestri ánægju. I rituðum
endurminningum er áberandi að
minnast skólaáranna sem ánægju-
legasta hluta ævinnar. Þá er fjör-
ið í hámarki, og nemandinn kynn-
ist í hópi félaga sinna lífinu og ör-
ygginu utan heimilis undir hand-
leiðslu kennara.
A þessum tíma er tilgangurinn
menntun, undirbúningur fyrir líf-
ið sjálft. Vilhjálmur Þ. Gíslason,
skólastjóri Versló, sagði: „Mennt-
un er það, sem eftir er, þegar þið
hafið gleymt því, sem þið hafið
lært.“ Kunnátta í skóla var því
ekki endanlegur tilgangur og gott
að fá að vita það strax. Þegar út í
lífið er komið tekur alvaran við.
Þá verður hver að synda sjálfur.
Þá reynir á, hvort menntun er
fyrir hendi.
Björn Bjarnason var ekki bara
afburða kennari. Hann var í okkar
hópi, aðeins níu árum eldri en við,
félagi okkar, bar fyrir okkur föð-
urlega umhyggju, gerði skólann
að öðru heimili og námið að leik.
En Björn var meira. Hann gaf
eitthvað, sem orð ekki ráða við. A
þessum tíma átti það fyrir mér að
liggja að feta þá braut, sem Björn
mótaði og lagði öðrum fremur,
einkum í Háskóla. Að skóla lokn-
um sá ég ekki Björn í eigin per-
sónu í eina fjóra áratugi. Eitt sinn
hitti ég hann af tilviljun og fann,
hvað ég hafði alltaf saknað hans
mikið og oft hugsað til hans. Ég
hafði í mínu starfi, stundum van-
mátta í ólgusjó stærðfræðinnar,
svo oft óskað eftir því, að Björn
stæði nú við hlið mér. Mér fannst
ég vera sem lítil kæna, sem engan
vind þoldi, en stóra skútan fagnar
góðum byr í seglin og siglir þá
fulla ferð. Þetta var veður fyrir
Björn. Mig hafði svo oft langað til
að sjá, hvað Björn gæti gert í
mínum sporum. Þessi staða kom
oft upp, því Björn leysti allt. Það
hafði ég af honum lært. Þegar ég
kynntist stærðfræðiforritinu
„Mathematicu“ eftir Stephen
Wolram, sem allt getur reiknað,
og með þeirri nákvæmni, sem
hver vill, datt mér Björn í hug.
Það var hægt að líkja þeim sam-
an. Björn virtist geta sett hvaða
vandamál sem var upp í líkingar
og reyndar leyst þær líka. Hann
lék sér að þessu og brosti því
meira, sem dæmin voru erfiðari.
Mathematica gat allar líkingar
leyst með leifturhraða, en ekkert
dæmi sett upp. Það getur bara
heili mannsins. Það gat bara
Björn. Hvað gætu Björn og
Mathematica gert saman? Það
fékk enginn að sjá.
í Versló höfðum við stundum
velt fyrir okkur nær óleysanleg-
um dæmum að okkar mati. I eitt
skipti ákváðum við að leggja
dæmið fyrir Björn og bjuggumst
við að sjá hann einu sinni standa á
gati, meistarann sjálfan. Slíkt var
dæmið. En það fór á annan veg.
Hann var að koma í tíma með
bækur í hendinni, lagði þær á
„púltið“, stóð á gólfinu og reiknaði
dæmið í huganum „í beinni út-
sendingu“. Óhikað rakti hann
dæmið brosandi lið fyrir lið og
skýrði það út fyrir okkur jafnóð-
um og skrifaði ekki staf. Það var
eins og hann hefði aldrei gert
annað. Einu sinni spurði hann aft-
ur um tölu. Hann þekkti ekki
dæmið. Maður sat undrandi. Var
þetta hægt? Þetta var líka maður,
sem hafði fengið gullverðlaun í
stærðfræði á lokaprófi sínu í
Kaupmannahöfn. Við vorum að
læra og sjá, hvað það fól í sér.
Það hefur verið mér ómetanlegt
að kynnast Bimi og hafa hann
sem kennara og í huganum sem
fyrirmynd. Þegar á reynir sé ég
svo oft Björn fyrir mér og hvernig
hann leysir upp vandamálin.
Undanfarin ár hef ég verið svo
heppinn að hitta Björn nokkrum
sinnum og hef þá átt við hann
ánægjulegt smáspjall. Ég hef
dáðst að því, hvað hann er alltaf
huggulegur maður. Dökka hárið
jafnþykkt og fallegt, en nú silfur-
grátt, jafnvel enn fallegra. Andlit,
útlit og hreyfingar eins og í
Versló fyrir réttum 50 árum, og
brosið á sínum stað. Hugurinn
jafnskarpur og greinilegt, að „Elli
kerling“ átti þarna enga mögu-
leika jafnvel næstu 50 árin. Mér
varð hugsað til fjölskyldunnar,
sem fær nú að njóta hans jafnvel
enn meir en áður. Þetta var svo
ánægjulegt. Þetta kom upp í hug-
ann fyrir örfáum dögum. Eg
hlakkaði til að að eiga með honum
góða stund síðar meir og sýna
honum „elsta dæmi veraldar". Svo
birtist andlátsfregn í blaði. Tjald
fellur og ljós slokknar, en það er
óviðunandi með lifandi fólk á
toppi tilverunnar. Þetta verður að
laga. Mig setur hljóðan, sorgin
knýr á dyr, dögg hennar fellur.
Björn Bjarnason lifir þó áfram
með nemanda sínum sem hingað
til.
Jón Brynjdlfsson.
Afi Björn var góður maður.
Hann var líka gáfaður maður. Það
var sama hvað hann var spurður
um, alltaf hafði hann svör á reið-
um höndum, hvort sem um var að
ræða stærðfræðilegar spurningar
eða stjarnfræðilegar. Þessir eig-
inleikar, góðmennskan, gáfurnar
og þolinmæðin, hafa án efa nýst
honum vel í starfi sínu sem kenn-
ari og síðar skólameistari. Hann
var farsæll í starfi og þeir fjöl-
mörgu sem kynntust honum á
þeim vettvangi bera honum ákaf-
lega vel söguna.
Við systkinin kynntumst honum
fyrst og fremst sem afa. Hann
naut þess að vera með fjölskyld-
unni og oft var glatt á hjalla þegar
við vorum öll saman. Hann hafði
gaman af að elda og var líka flink-
ur á því sviði. Okkur eru minnis-
stæð öll gamlárskvöldin sem fjöl-
skyldan átti saman í Hamrahlíð-
inni þar sem hann eldaði veislu-
mat og sá til þess að enginn færi
svangur heim.
Afi var ákaflega rólegur maður
og mikill dundari sem hafði mörg
áhugamál. Hann sat oft við bók-
band eða ættfræðigrúsk og ef
veður var gott fór hann gjarnan
út í garð þar sem hann hlúði að
gróðrinum af mikilli natni. Hann
var líka mikill safnari og sankaði
að sér ýmsu dóti. Við gerðum oft
góðlátlegt grín að þessu og í því
sambandi er okkur minnisstæð
sagan af því þegar taka átti til í
bílskúrnum og pabbi bar dót út í
kerru, en afi bar það jafnharðan
inn aftur. En svona var afi, hann
vildi helst aldrei henda neinu og
sá not í hverjum hlut.
Við kveðjum afa Björn með
söknuði. Minningin um góðan
mann lifir.
Adda María og Björn Ingi.
Fregnin um andlát Bjöms
Bjamasonar, fyrrverandi rektors
Menntaskólans við Sund, vakti
sorg en jafnframt hlýjar minningar
í hugum fyrrverandi samstarfs-
manna hans og nemenda.
Björn Bjarnason varð rektor á
öðra starfsári Menntaskólans við
Tjörnina en það hét skólinn meðan
hann var í Miðbæjarskólanum.
Hann var rektor skólans frá 1970
til 1987 er hann lét af störfum.
Björn mótaði því öðmm fremur
skólann á upphafsárum hans.
Bjöm var viðmótsgóður og hlý-
legur stjómandi. Hann vann að
málum skólans af einlægni með
velferð nemenda og starfsmanna
að leiðarljósi. Skapgerð Bjöms og
persónutöfrar leiddu fram það
besta hjá samverkafólki hans og til
varð jákvætt andrúmsloft og góður
starfsandi í skólanum. Mikill metn-
aður var í skólastarfinu og fundu
nemendur það mjög greinilega að
hinn nýi skóli skyldi svo sannar-
lega veita nemendum góða mennt-
un. Fljótt skapaðist sérstakur
skólaandi og félagslíf nemenda
varð með miklum blóma. Bjöm
skildi vel mikilvægi þess í nýjum
skóla að nemendumir mótuðu fé-
lagslíf og skólamenningu sem væri
þeirra. Það styrkti skólann og
markaði honum sérstöðu.
Margir þeirra kennara sem
Björn réð til skólans starfa þar
enn. Þeir og aðrir sem unnu með
Bimi í rektorstíð hans eiga góðar
minningar um það samstarf. Þeir
em þakklátir fyrir kynni sín af
góðum manni og þroskuðum
stjómanda.
Svipaðar tilfinningar em nú í
bijóstum fyrrverandi nemenda
skólans. En Björn átti góð sam-
skipti við nemendur bæði sem
kennari og rektor. Sjálfur var ég
nemandi á öðra ári í Menntaskól-
anum við Tjömina þegar Bjöm tók
við rektorsstarfinu af Einari
Magnússyni, rektor MR. Ég minn-
ist þess að okkur nemendum
fannst Björn glæsilegur maður og
þótti mikið til hans koma. Hann
var jafnan brosandi hvort sem
hann var að greina okkur frá
breytingum á stundaskrá eða finna
að hegðun okkar á göngum skól-
ans. Framkoma hans var fóðurleg
og umhyggja hans fyrir okkur aug-
Ijós, enda naut hann virðingar okk-
ar og væntumþykju.
Erlu Geirsdóttur, eftirlifandi
ekkju Bjöms, og fjölskyldu færi ég
samúðarkveðjur mínar og starfs-
manna skólans með óskum um vel-
farnað og huggun.
Eiríkur G. Guðmundsson,
rektor Menntaskólans
við Sund.
Genginn er góður maður, Bjöm
Bjarnason stærðfræðingur. Björn
kenndi um árabil í Menntaskólan-
um í Reykjavík og miðlaði fjölda
ungmenna af næmum skilningi sín-
um og einlægum áhuga á kennslu-
gi-ein sinni, stærðfræðinni.
Árin 1961-1963 kenndi hann Z-
bekknum í MR sem var blandaður
bekkur pilta og stúlkna. Stúlkurn-
ar vom þar í miklum meirihluta en
þó ekki svo að þær næðu að fylla
heilan bekk. Árangur þessa bekkj-
ar var svipaður og gekk og gerðist
í þá daga. Hans verður þó lengst
minnst fyrir það hve margir félag-
anna, flest stúlkur, luku fram-
haldsnámi í stærðfræði og gerðu
stærðfræðikennslu að ævistarfi
sínu.
Sú, sem þessar línur ritar, sat í
umræddum Z-bekk, stundaði síðar
nám í stærðfræði við Háskóla Is-
lands hjá Bimi og naut að lokum
handleiðslu hans í kennsluæfingum
veturinn 1969-1970. Áhrif Bjöms
vom því sterk og þeirra gætir enn.
Ekki verður því haldið fram að
nemandinn hafi skilið hvaðeina
sem fram var sett. Hitt var drýgra
að það geymdist í minni hvað Bimi
þótti fallegt eða skemmtilegt í
heimi stærðfræðinnar og í fyllingu
tímans laukst það upp, oft löngu
seinna.
Á sjöunda áratugnum urðu mikl-
ar hræringar í stærðfræðikennslu
um heiminn. Kennslan var talin
stöðnuð og nýjar leiðir vom reynd-
ar. Vísindamenn í fremstu röð vom
fengnir til að rita skólabækur fyrir
böm og unglinga og námsefnið
breyttist á mjög skömmum tíma.
Bjöm og félagi hans og kollegi,
Guðmundur Amlaugsson, fylgdust
vel með því sem gerðist og kynntu
nemendum sínum. Áhugi á stærð-
fræði og raunvísindum meðal
skólanema var trúlega meiri þá en
nú. Ekki leikur vafi á því að sá
áhugi var að miklu leyti að þakka
þeim félögum Birni og Guðmundi,
sem miðluðu fræðunum af djúpri
þekkingu og næmu auga fyrir feg-
urð sem fólst í einfaldleika og
snjöllum lausnum.
Þessa dagana era að líta dagsins
ljós nýjar aðalnámskrár fyrir
gmnnskóla og framhaldsskóla. Að
vinnu námskránna í stærðfræði
hafa staðir þrír hópar, forvinnu-
hópur og vinnuhópur fyrir hvort
skólastig. Allir stærðfræðingamir
úr Z-bekknum góða hafa tekið þátt
í þessari vinnu, auk margra ann-
arra nemenda Bjöms og dóttur
hans, Helgu. Áhrifa Björns á
stærðfræðikennslu mun því gæta
um ókomna tíð þar sem meginsjón-
armið hópanna allra hafa verið í
anda kennslu hans. Rík áhersla er
lögð á að leitast við að efla jákvæð
viðhorf nemenda og almennings til
stærðfræði, varpa ljósi á þátt -
stærðfræði í almennri menntun,
tengja sögu hennar við menningar-
söguna og að tjá sig um stærð-
fræðileg efni á eðlilegu íslensku
máli. Glíma við gátur og þrautir er
hafin til vegs og virðingar en
mörgum em í minni áhugaverð
dæmi sem Björn samdi fyrir lands-
prófin á sínum tíma.
Að leiðarlokum skulu Birni
færðar þakkir fyrir ómetanlega
handleiðslu og gott veganesti.
Konu hans, börnum og aðstand-
endum öllum votta ég innilega
samúð á kveðjustund.
Kristín Bjarnadóttir.
HAPPDRÆTTI
das
-þarsein
vinninganurfáíSt
V i n xi i ii g a skrá
1. útdráttur 14. maí 1999.
Bifreiðavinningur
Kr. 1.000.000 Kr. 2.000.000 (tvöfaldur)
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (
1 40334 40806 64291 66487 |
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2603 6213 22613 23767 50767 66501
3838 18749 23220 33383 59770 77278
Húsbúi
Kr. 10.000
aðarv
Kr.
i n n i
20.000
n g u r
731 8901 21112 36855 50718 70091
1212 8911 21804 39331 51164 71248
1981 9340 21957 39357 51676 72524
2446 9369 23642 39399 52116 72798
2794 9371 24305 40436 52752 73138
3688 9654 25253 40911 54116 73158
3994 10472 25761 41181 57766 74032
4454 11022 28148 43268 58200 74874
4473 11537 28175 44814 58398 75192
4554 13283 29043 45434 60268 75824
4637 13665 30472 45777 63671 76023
5258 13798 32519 47920 63848 76581
5522 14564 33499 48085 64309 77723
5910 15061 34351 49086 64933 78376
6191 17267 34588 49445 66042 78922
6203 19716 35629 49858 68298
7166 20268 36736 50518 68533
Nœsti útdráttur fcr fram 17. mai 1999
Heimasíða á lnterneti: www.itn.is/das