Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PÉTUR
ÞÓRARINSSON
' f J. Pétur Kristinn
I Þórarinsson,
Njálsgötu 34,
Reykjavík, fæddist
að Hrauni í Keldu-
dal við Dýrafjörð
16. nóvember 1922.
Hann lést á iíknar-
deild Landspítalans
7. maí siðastliðinn.
Faðir hans var Þór-
arinn Agúst Vagns-
son, fæddur að
Hallsteinsnesi í A-
, Barðastrandar-
sýslu, sem kvæntist
móður hans hinn
12.2. 1919, en hún var Sigríður
Guðrún Mikaelsdóttir, f. 18.9.
1893. Börn þeirra voru; Unnur,
f. 13.5. 1919; Jóhann, f. 29.9.
1920, dó ungur; Vaidimar, f.
5.9. 1921; Aðalheiður Guð-
munda, f. 29.10. 1923, d. 5.5.
1999; Elías Mikael Vagn, f. 2.5.
1926, d. 6.7. 1988; Vilborg Jór-
unn, f. 8.6. 1928, d. 16.5. 1988;
Tvíburar fæddir andvana 16.5.
1930; Krislján Rafn Vignir, f.
6.5. 1931; Ingólfur, f. 31.3.
1933.
Pétur Kristinn var að mestu
Þá er komið að hinstu kveðju, fað-
ir minn. Fáa grunaði við fæðingu
þína þá er þú varst skírður skemmri
skírn að líf þitt ætti eftir að vara þó
þetta lengi og bera gæfu til að verða
faðir okkar sex barnanna þinna og
ættfaðir okkar afkomenda. En lífs-
viljinn var sterkur hjá þér þá og oft
síðar er á reyndi við áföll og veik-
indi. Þú bjóst okkur heimili, fyrst á
Álftanesi, síðar á Kambshóli og það
var þar sem þú leiddir mig við hönd
þér og kenndir mér að þekkja
Íambagras og blágresi. Þar hélt ég
sex ára gömul að ég væri þér
ómissandi við að gefa kindunum á
garðann og þar opnuðust augu mín
fyrir fegurð náttúrunnar. Það var sú
sýn sem síðar leiddi mig inn á braut
myndlistar og það skildirðu manna
best.
Orðsins list var þér líka hugleikin.
Þú settir saman ljóð og stökur og
var ég heldur svekkt að geta ekki
ort eins og þú. Islendingasögurnar
og þjóðsögur urðu síðan vinsælt les-
efni hjá mér líkt og hjá þér og við
þig var gott að ræða um hetjur,
drauga og álfa. Þar kom ég ekki að
tómum kofunum. Stundum hélt ég
að þú vissir allt í heiminum. Heima í
Kópavogi varð ég svo unglingur og
gat ekki lengur samþykkt allar þín-
ar skoðanir eins og að Bítlamir
væru lubbar sem ekki gætu sungið.
Reyndar áttirðu eftir að viðurkenna
að sum lögin þeirra væru falleg, en
bara sum. Oft skildi ég ekki veik-
leika þinn gagnvart freistingum
Bakkusar en skil það þó að vínið
veitti þér útrás fyrir vanlíðan sem
þú kunnir ekki að veita annan far-
veg.
Ljóðin þín vom ýmist glettin eða
full af söknuði og þrá. Móður mína
elskaðir þú heitt frá því að þú kynnt-
ist henni ungri í Borgafirði. Enda
þótt sambúðin slitnaði á síðari árum
var þó vemdartilfinning þín ávallt til
'»< staðar bæði gagnvart henni og öllum
ykkar afkomendum sem nú em tutt-
ugu og tveir talsins. Þegar von var á
henni heim eftir dvöl í Hveragerði
varstu búinn að fylla ísskápinn af
mat því þú vildir ekki að hana skorti
neitt. Síðustu árin varstu laus við
Bakkus og þá erfiðleika er honum
fylgja. Þá varstu sá faðir og afi sem
við vomm öll mjög stolt af. Um-
hyggjusemi þín og skilningur þinn
gagnvart okkur gerðu okkur það vel
ljóst að við vomm afkomendur góðs
manns og alltaf hélt andlegt hjóna-
y band þitt við mömmu sínu gildi.
Þú vannst þar til þú varst lagður
inn seint í apríl. Þér fannst þú hálf-
slæmur af gigtinni og við vissum að
ef þú sagðist vera slappur þá varstu
örugglega veikur. Enda reyndist
svo. Utbreitt krabbamein tók líf þitt
á örfáum dögum. Lokabarátta þín
var virðuleg, friðsæl og í fullri sátt
^við það sem koma skyldi. Þú varst
alinn upp á Mýrum í
Dýrafirði af fóður-
bróður sfnum, Gísla
Vigni Vagnssyni, og
konu hans, Guðrúnu
Sigríði Jónsdóttur.
Pétur Kristinn
kvæntist 8. júní 1946
Halldóru Jónsdóttur,
f. 26. júní 1925 á
Draghálsi í Hval-
fjarðarstrandar-
hreppi. Þau skildu.
Börn þeirra eru: 1)
Jón, f. 7.9. 1946, eðl-
isfræðingur, kvænt-
ur Önnu Stefánsdótt-
ur, f. 8.8. 1947, hjúkrunarfor-
stjóra. Þeirra börn eru: Hall-
dóra, f. 25.8. 1970, gift Einari
Jónssyni, f. 2.1. 1970. Þeirra
börn eru; a) Ásgrímur Ari, f.
11.8. 1996, Jón Arnar, f. 5.3.
1998. b) Dofri, f. 15.5. 1972, í
sambúð með Kristrúnu Sigurð-
ardóttur, f. 8.8. 1968. Þeirra
barn er; Anna, f. 16.4. 1999. c)
Dagbjört, f. 9.9. 1977. 2) Gísli
Þór, f. 6.11. 1947, bifreiðasmið-
ur, kvæntur Þorbjörgu Garðars-
dóttur, f. 5.4. 1950, þroskaþjálfa.
Þeirra börn eru; a) Pétur Fann-
stoltur yfir lífsstarfi þínu og afkom-
endum. Síðustu andvörpin vora frið-
sæl og bjart yfir svip þínum er þú
kvaddir við fuglasönginn og morg-
unsólina í Kópavoginum sem var þér
svo kær. Þitt líf var ríkt af ást og þú
varst maður sem ávallt gerðir þitt
besta. Við þökkum þér líf okkar og
uppvöxt. Þú varst mikill faðir, afi og
langafi.
Hvíl þú í sátt og friði.
Þuríður Una Pétursdóttir.
Ég man óljóst eftir komu Péturs
Þórarinssonar, frænda míns, að
Gljúfurá, en þangað kom hann með
ömmu okkar, Þuríði Gísladóttur.
Hann var einu og hálfu ári eldri en
ég, stærri, kjarkmeiri og lífsreynd-
ari enda kominn frá dálitlum
byggðakjarna, Hrauni í Keldudal.
Næstu árin tókum við út þroska
okkar saman, lærðum vinnubrögð
sem þá tíðkuðust í landbúnaði,
numdum áralagið og annað sem
laut að notkun báta, var t.d. treyst
til að fara á bát yfir Borgarfjörð
frá Gljúfurá yfir að Ósi þegar við
vorum níu og tíu ára gamlir. Af
störfum okkar á þessum árum eru
mér minnisstæðastar hjáseturnar í
Selurðum á Gljúfurárdal. Mann-
heimar voru horfnir, hér voru hul-
ins- og vættaheimar. Frá hól í of-
anverðum Selurðum var auðvelt að
fylgjast með ferðum kvíaánna. Þar
byggðum við lítið skýli milli stórra
steina til að hafa afdrep í rigning-
um.
I góðviðri unnum við með grjót-
kasti frækilegra sigra á óvígum her
hellublaða, en væri rigning leituðum
við skjóls í skýlinu og rifjuðum upp
sögur eða ræddum ljóðagerð. Sögur
sem við kunnum gengu brátt til
þurrðar, þá hófust frásagnir af æv-
intýmm Mumma glopinbelgs, þau
bára af öðmm ævintýram og tóku
engan enda.
Hálfri öld síðar gerði ég vett-
vangskönnum á þessum stað. Skýlið
okkar stóð eins og við höfðum skilið
við það eftir síðustu hjásetu, þakið
orðið mosavaxið en það var alveg
óskemmt, fallegur vitnisburður um
verklagni Péturs sem svo vel kom
fram í störfum hans síðar á ævinni.
Hjá foreldrum mínum á Gljúfurá
var enn sá siður að vera með kvöld-
vökur á vetrarkvöldum meðan þorri
heimilisfólksins fékkst við tóvinnu.
Las faðir minn eða kvað rímur,
einkum ef annar kvæðamaður var
viðstaddur. Þannig þroskaðist
„brageyra" og tilfinning fyrir brag-
arháttum. Pétur fór snemma að
fást við vísnagerð og náði með tím-
anum mikilli leikni í þeirri íþrótt.
Það er arfur sem hann hefur deilt
með bræðrum sínum. Hér er eitt
dæmi um kveðskap Péturs „í flug-
vél“.
ar, f. 11.12. 1979. b). Anna Guð-
laug, f. 2.2. 1984. 3) Ari Vagn,
f. 6.9. 1953, verktaki, kvæntur
Marie Mercier. Þeirra börn
eru; a) Kári Hrafn, f. 27.2.
1981. b) Jennifer Elín, f. 15.12.
1982. 4) Þuríður Una, f. 9.1.
1957, myndmenntakennari.
Hún var gift Dusan Ilic, f. 28.6.
1955. Þeirra barn er; Olivera
Ilic, f. 26.2. 1980. 5) Steinunn,
f. 24.5. 1952, starfsmaður á
Ieikskóla. Hún er gift Jóni
Gauta Árnasyni, f. 21.12. 1960,
sjómanni. Hennar barn er; Haf-
steinn Davíðsson, f. 21.2. 1982.
Börn Jóns Gauta og Steinunnar
eru; Óðinn Þór, f. 16.2. 1988,
Ægir Már, f. 15.7. 1996. 6) Ást-
hildur, f. 29.5. 1967, Iæknarit-
ari. Hún var gift Gunnari Rík-
harði Kristinssyni, f. 15.2.
1966. Þeirra börn eru; Róbert
Már, f. 15.9. 1990, Kristinn
Aron, f. 9.12. 1992.
Pétur Kristinn lauk prófi sem
vélstjóri og hefur starfað sem
vélstjóri á fiskiskipum. Var
bóndi að Kambshóli í Svínadal
1950-1964. Starfaði við gervi-
limasmíðar hjá Arnóri Hall-
dórssyni. Pétur öðlaðist meist-
araréttindi í söðlasmiði og
starfaði við þá iðn í 20 ár til
dauðadags.
Pétur var jarðsunginn frá
Kópavogskirlqu föstudaginn 14.
maí.
Vitnar dátt um mannsins mátt
margur þáttur gerður.
Fljúgirðu hátt um heiðið blátt
hugurinn sáttur verður.
Kynni mín af Pétri frænda mínum
urðu mér til aukins þroska, fýrir þau
vil ég þakka, en kærastar eru mér
minningamar frá hulinsheimum
Gljúfm-árdals. Fyrir hönd okkar
systkina frá Mýmm votta ég fjöl-
skyldu Péturs innilega samúð.
Einar Gíslason.
Hann afi minn var alveg eins og
afar eiga að vera. Þegar ég var lítil
hnáta tók hann mig í fangið og
sagði skrítnar sögur og fór með
skemmtilegar vísur. Það voru eng-
in takmörk fyrir þeim kynstrum af
vísum sem hann kunni eftir sig og
aðra, og einu sinni orti hann eina
vísu bara handa mér. Það fer held-
ur ekkert á milli mála að hjá hon-
um lærðum við bróðir minn að
yrkja. Mér þótti því engin kveðja
henta betur en ofurlítil frumsamin
vísa:
Rís í austri röðull fagur
rennur hratt um himinhvel
Líkur er vor lífsins dagur
liðinn áður njótum vel.
Önnur er þó öllu betri
undurfögur sunna skær,
yfir mrnum afa, Pétri,
eilíf lýsi hrein og tær.
Elsku afi, dreymi þig vel.
Dagbjört.
Skammt er skúra milli
skarðast frændgarður, bróðir.
Skáld hafa skerta hylli,
skundar þú feðra slóðir.
Allvel í ljóðum lýstir,
lífsglaður stundum varstu.
Raungóður hugsjón hýstir
hagleik og tryggð barstu.
Vandratað virðist stundum
vegir og brautir hálar.
Andann oftlega fundum
aðgát í návist sálar.
Skáld hafði skýrast orðið
skarplegt þótt geð brynni
Stóllinn við stofuborðið
stendur auður að sinni.
Fækkar nú fundum okkar
farkostur leitar strandar.
Styttist bið, lýsast lokkar
lífinu feigðin grandar.
Kreppast um falinn, fmgur,
fagmaður góður talinn.
Agætur Islendingur
óblauður féll í valinn.
Hjartans þakkir fyrir samverana.
Ingólfur Þórarinsson.
ESTER
SIG URÐARDÓTTIR
+ Ester Sigurðar-
dóttir fæddist
15. september 1912.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 7. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Ólöf
Ásgrímsdóttir, f.
22.9. 1876, d. 16.3.
1941, og Sigurður
Sigurðsson, f. 10.7.
1869, d. 12.8. 1949.
Systkini Esterar
voru Guðrún Sig-
urðardóttir, _ d. 8.
mars 1988; Ásgrím-
ur, d. 5.4. 1988; Pétur, d. 26.6.
1984, og Hrefna, f. 1916, lifir
systkini sín, hún býr í Vest-
mannaeyjum.
Ester giftist 25. apríl 1942
Steingrími Magnússyni í Hlíð, f.
3. október 1918, d. 7. júní 1987.
Foreldrar hans vöru Magnús
Ólafsson, f. 4.9. 1865, d. 18.1.
1922, og Guðrún Jóna Stefáns-
dóttir, f. 11.5. 1882, d. 30.3.
1947. Fósturforeldrar Stein-
gríms voru Sigfús Ólafsson, f.
24.8. 1882, d. 3.11. 1980, og Sól-
veig Jóhannsdóttir, f. 29.1.
1880, d. 9.4. 1948.
Ester og Steingrím-
ur bjuggu öll sín
hjúskaparár á
Siglufirði og eign-
uðust fjögur börn.
1) Sigfús, f. 15.9.
1942, maki Sædís
Eiríksdóttir. Börn
þeirra eru: Stein-
grímur, f. 24.10.
1966, Ester, f. 23.3.
1969, Eiríkur, f.
29.9. 1973. 2) Ólöf,
f. 10.10. 1945, maki
Jónas Jónsson.
Þeirra börn eru:
Viðar, f. 24.5. 1973, og Kári, f.
28.8. 1979. Börn Jónasar eru
Gunnar Stefán, Jón Ingvar og
Ingibjörg. 3) Sólveig, f. 17.8.
1948, maki Jón Bjargmundsson.
Börn þeirra eru: Bjargmundur,
f. 28.6. 1970, d. 1.4. 1972, Rakel
Björg, f. 29.10. 1972, Bjarg-
mundur, f. 1.8. 1974, og Stein-
grímur Már, f. 4.5. 1979. 4) Sig-
urður, f. 20.10. 1951, maki Sól-
veig Þorkelsdóttir.
Utför Esterar verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín, ég vil minn-
ast þín með þessum erindum:
Krjúpum hþoð við hvflu þína
klökk við heyrum dauðans óm,
vekur rödd hans söknuð sáran
sviður undan slíkum róm.
Þegar byrstur kallar: komdu,
kveðja verða böm og mann.
Þarf að hlýða miklum mætti
miskunn enga sýnir hann.
Þér við viljum þakkir færa
þegar leiðir okkar skilja nú,
fyrir milda móðurblíðu
mesta sem að veittir þú.
Fyrir störf þín, stríð og þrautir
er stormar lífsins sóttu að,
fyrir allt sem gafstu að gæðum,
geymt og munað verður það.
Þegar þú ert horfin héðan,
hugir margir fylgja þér.
A þína ljúfú elsku og önnun
aldrei nokkum skugga ber.
Burt frá lífsins böh og sorgum
borin ertu á æðri strönd.
Þar sem ríkir ást og eining
og eilíf fógur þroska lönd.
(Höf.óþ.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Sólveig.
Nú eram við að kveðja tengda-
móður mína Ester Sigurðardóttur
frá Siglufirði. Þrátt fyrir háan aldur
kom brottfór hennar okkur öllum á
óvart, hún hafði gengist undir að-
gerð á Sjúkrahúsi Akureyrar og allt
lofaði góðu. Þá var eins og æðri
máttarvöld gripu í taumana og lífið
fjaraði út. Á sama árstíma og á
sama sjúkrahúsi lést eiginmaður
hennar árið 1987.
Á sínum yngri árum starfaði Est-
er við ýmis störf, þ.á m. þjónustu-
störf. Eg sé hana í anda líða um sal-
inn á Hótel Hvanneyri háa, gi'anna,
hressa, og dugnaðurinn það mikill
að gustaði af.
I byrjun okkar kynna fann ég
fljótlega að þar var ákveðin persóna
sem stóð fast á sínu og hafði hrein-
lega efni á því í umræðum okkar um
pólitík og önnur bæjarmál á Siglu-
firði. Varð ég yfirleitt að viðurkenna
vanþekkingu mína og gefa eftir, þar
var heimavöllurinn sterkur.
Ester var alla tíð með stálminni
og alltaf með allt á hreinu, hún
skrifaði allt og skráði og á heimili
hennar var allt fullt af minnismiðum
um allt sem tengdist hennar fjöl-
skyldu.
Tengdamóðir mín var mikil trú-
manneskja og vildi halda alla hátíð-
isdaga heilaga og líkaði illa að menn
væru að sækja vinnu á þessum dög-
um. Hún var alla tíð heilsuhraust,
teinrétt og glæsileg kona og erfitt
að gera sér grein fyrir hennar háa
aldri, hún var orðin 86 ára og með á
öllum hlutum og alveg sjálfbjarga.
Þetta er eflaust það sem flestir
myndu vilja óska sér, en ekki er öll-
um gefið.
Þú varst ekkert á leiðinni í þitt
stærsta ferðalag. Er við ræddum
saman síðast varst þú með hugann
við að koma suður í þessum mánuði,
þar sem þú ætlaðir að hitta þann
hluta fjölskyldu þinnar sem býr hér.
Fjölskyldan var þér allt og þér þótti
vænt um okkur öll.
Þín verður sárt saknað af stórri
fjölskyldu sem þú kenndir að halda
vel saman. Guð blessi þig og geymi
elsku Ester mín.
Jónas Jónsson.
Elsku amma og langamma. And-
lát þitt bar óvænt að og við söknum
þín mikið. Þótt þú værir orðin 86
ára varstu enn heilsuhraust, minnið
óbrigðult og enn fórstu allra þinna
ferða og þurftir ekki aðstoð við
heimilishaldið. Það er sárt að fá
ekki að kyssa þig og knúsa einu
sinni enn og skrítið verður að heim-
sækja Siglufjörð í framtíðinni.
Margs er að minnast og erfitt að
koma því öllu í orð. Og auðvitað get-
um við ekki annað en verið þakklát
fyrir þau mörgu góðu ár sem við
höfum átt saman. Það var ómetan-
legt lán fyrir okkur systkinin að al-
ast upp á Siglufirði í nálægð við afa
okkar og ömmu og því munum við
búa að alla ævi. Það var alltaf gam-
an að koma til þeirra, afi gerði at í
mér og lék við mig, á meðan amma
bar fram ósköpin öll af nýbökuðum
kökum.
Afi lést 7. júní 1987 og það var
mjög erfitt fyrir ömmu. Hann hafði
verið stoð hennar og stytta í lífinu. í
nokkur ár eftir andlát hans bjó
amma áfram í íbúðinni sem þau
höfðu gert svo fallega, en fluttist
síðan í litla íbúð á Dvalarheimilinu
Skálarhlíð á Siglufirði.
Ömmu þótti fjarskalega vænt um
langömmubörnin sín og fylgdist af-
ar vel með uppvexti þeirra og lífi og
störfum barnabarnanna. Þegar við
Jón komum á Siglufjörð með börnin
okkar þrjú var fastur siður að fara
hvern einasta dag til ömmu, drekka
þar appelsín og borða pönnukökur
sem alltaf var nóg til af. Yndislegt
var að sjá hversu gaman henni
fannst að hitta bömin. Hún gat
spjallað endalaust við þau og á með-
an við vorum hjá henni áttu þau hug
hennar allan. Síðastliðið sumar fór
Dagrún Ósk á hverjum degi sem
dvalist var á Sigló til hennar að
spila Lönguvitleysu, sem langamma
kenndi henni og spilaði við hana af
stakri þolinmæði, þótt Dagrún væri
aðeins fjögurra ára.