Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 m 'mu 1 ..........111 MINNINGAR + Þorsteinn Erl- ings Ásgríms- son fæddist að Ási í Vatnsdal 23. sept- ember 1936. Hann Iést á Landspítalan- um 8. mai' síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólöf Krist- björg Sigurbjörns- dóttir, f. 13.1. 1910, d. 31.3. 1946 og Ás- grímur Kristinsson, f. 29.12. 1911, d. 20.8. 1988, búendur á Ásbrekku í Vatns- dal. Systkini Þor- steins eru: Guðmundur Ólafs, f. 26.12. 1934; Sigurlaug Ingi- björg, f. 23.3._ 1938; Lilja Huld, f. 9.6. 1939; Ólafur Sigurbjörn, f. 10.12. 1945; Guðrún Ása, f. 13.10. 1948 og Ólöf Hulda, f. 12.3. 1951. Sljúpbróðir er Snorri Rögnvaldsson, f. 4.7. 1942, sonur síð- ari konu Ásgríms, Guðnýjar Guðmunds- dóttur, f. 17.12. 1918, d. 31.5. 1984. Hinn 3. nóvember 1959 kvæntist Þor- steinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi- björgu Sigurðardótt- ur, f. 16.2. 1934, að Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. For- eldrar Ingibjargar voru Anna Sveins- dóttir, f. 23.12. 1904, d. 8.3. 1977 og Sigurður Konráðs- son, f. 2.2. 1902, d. 25.9. 1986, en þau fluttu að Varmalandi í Sæ- mundarhlið 1935 og bjuggu þar til dauðadags. Þorsteinn og Ingibjörg hófu búskap í félagi við foreldra henn- ar 1958 og bjuggu að Varma- landi til vorsins 1998, að þau fluttust til Sauðárkróks. Börn þeirra eru: Ásgrímur Guðni, f. 8.3. 1958 og Olöf, f. 8.4. 1959. Synir Ásgríms eru: Steinar Mar, f. 28.12. 1983, móðir: Sigríður Steinbjörnsdóttir, f. 25.12. 1960 og Þorsteinn Kristófer, f. 24.10. 1985, móðir: sambýliskona Ás- gríms, Anne Melén, f. 27.12. 1955. Þorsteinn tók virkan þátt í félagsmálum í Skagafirði, sat m.a. í sveitarsljórn Staðar- hrepps í 20 ár, þar af sem odd- viti í 12 ár. Sem slíkur tók hann þátt í stofnun Héraðsnefndar Skagafjarðar og var formaður hennar 1990 til 1994. Hann var formaður stjórnar Hólalax hf. frá 1983 til dauðadags. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Skag- firðinga um árabil og gegndi auk þess ýmsum fleirum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Utför Þorsteins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður að Reynistað. ÞORSTEINN ERLINGS ÁSGRÍMSSON Með nokkrum orðum viljum við kveðja elskulegan móðurbróður okkar, Þorstein eða Dodda eins og við kölluðum hann ávallt, sem látinn er eftir hetjulega baráttu við erfið- an sjúkdóm. Þrátt fyrir að ljóst væri að hverju stefndi er áfallið alltaf mikið þegar kallið kemur, það er eitthvað svo endanlegt. Á stund- um sem þessum streyma fram minningar frá liðnum árum og af mörgu er að taka. Við systkinin nut- um öll þeirra forréttinda í æsku okkar, að dvelja að sumarlagi á Vannalandi hjá Dodda og Ebbu. Mikið hlakkaði okkur nú til á vorin að leggja af stað úr Reykjavík norð- ur í Skagafjörðinn. Þar var alltaf líf og fjör og óteljandi verkefni að glíma við. Dvöl okkar á Varmalandi varð okkur systkinunum ómetan- legt veganesti út í lífið. Við borgar- bömin fengum að kynnast lífsbar- áttunni í sínum margslungnu mynd- um og við lærðum að meta samveru manns, dýrs og náttúru. Doddi var glaðvær og hnittinn maður, og oft var stutt í stríðnina. Hann var gæddur ríkri frásagnargáfu og hag- mæltur vel, enda hafði hann ávallt á takteinum gamansögu eða stöku. Hann var einstaklega vinmargur og vildi hvers manns götu greiða. Leið- togahæfileiki var honum í blóð bor- inn, enda oft valinn til forystustarfa. Með söknuð í hjarta kveðjum við þig, elsku frændi, og þökkum þér 'fyrir allt sem þú gafst okkur. Við gerum ljóðlínur Ásgríms afa að okk- ar kveðjuorðum. Ævin liðin, furðufljótt feigðar sniðinn hjópur. Autt er sviðið, allt er hljótt aðeins friður djópur. Gripa mein hið græna tré grefst hinn beini viður, brákast grein þó blaðrík sé, brotnar seinast niður. Elsku Ebba, Lóa og Ágúst, Grímsi og Anne, Steinar og Þor- steinn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi góður guð vera með ykkur. Þröstur, Kolbrún og Iris. Þegar ég sest niður til að minnast vinar míns Þorsteins Ásgrímssonar frá Varmalandi, þá hvarflar hugur- inn til löngu liðins tíma. Ekki vegna þess að ég eigi endurminningar tengdar Þorsteini frá unglingsárum mínum, heldur vegna þess, að þá var enn að finna í sveitum landsins, þá íslensku menningu sem þar hafði yarðveist og þróast allt frá land- 'námsöld. Menningu sem ekki bara ól af sér góðbændur og sveitarhöfð- ingja, heldur einnig forustumenn sem nutu hylli almennings og urðu leiðtogar fólksinsí byggðinni. Þorsteinn Ásgrímsson var einmitt einn slíkur. Hann virtist næstum sjálfkjörinn til forustu, _bæði í málefnum sveitarfélagsins, í samtökum sveitarfélaga og hinum ýmsu félögum, sem hann starfaði í. Hann var lengi oddviti hrepps- nefndar Staðarhrepps, í Héraðsráði Skagfirðinga og oddviti Héraðs- nefndar Skagfirðinga um árabil. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga um árabil, enda ein- lægur samvinnumaður. Þá lét hann sig varða fiskirækt og fiskeldi og starfaði mikið fyrir fiskeldisfyrir- tækið Hólalax og var stjórnarfor- maður þess. Þorsteinn var einn af upphafsmönnum um ritun Byggða- sögu Skagfirðinga, sem nú er í vinnslu og formaður ritnefndar meðan heilsa hans leyfði. Þá var hann formaður stjómar Menningar- seturs Skagfirðinga í Varmahlíð auk fjölmargra annarra starfa fyrir samfélagið. Sá er þetta ritar kynntist Þor- steini fyrst að marki eftir að hafa ráðist sem framkvæmdastjóri Hér- aðsnefndar Skagfirðinga, en Þor- steinn var þá oddviti hennar. I odd- vitastarfi fyrir samtökum allra sveitarféiaga í Skagafirði naut Þor- steinn sín vel. Víðsýni hans og fé- lagshyggja átti stóran þátt í þeirri velgengni sem héraðsnefndin naut og leiddi til þess að þessi sveitarfé- lög sameinuðust að lokum í sveitar- félagið Skagafjörð. Þorsteinn gerði sér öðrum fremur ljósan vanda litlu sveitarfélaganna og var því samein- ing sveitarfélaganna honum mjög að skapi og vantaði ekki annað en að Akrahreppur fylgdi með í hið nýja stóra sveitarfélag. Þorsteinn var félagi í Lionsklúbbi Sauðár- króks og féll starfið þar vel að lífs- skoðun hans, þ.e. að þjóna. I starfi Lionsklúbbsins minnist ég margra góðra stunda með Þorsteini, bæði á fundum, árshátíðum og öðm starfi. Þorsteinn átti létt með að kasta fram vísum, oft óundirbúnum mælt- um fram á stundinni. í slíkum leik var hann jafningi frænda síns Hjálmars Jónssonar alþm., enda eru þeir báðir afkomendur Bólu- Hjálmars og hafa væntanlega feng- ið skáldagáfuna að erfðum frá hon- um. Eftirlifandi kona Þorsteins er Ingibjörg Sigurðardóttir. Þau hjón- in kynntust er Ingibjörg var kenn- ari í Húnavatnssýslu, heimabyggð Þorsteins. Þau tóku við föðurleifð Ingibjargar að Varmalandi í Sæ- mundarhlíð og þar bjuggu þau glæsilegu búi. Þau byggðu upp góð- an húsakost, keyptu nýtísku vélar og tæki og ræktuðu landið í sam- ræmi við stækkun bústofnsins. Þeg- ar Þorsteinn sá hvert stefndi með heilsu sína, seldu þau hjónin jörðina með öllum bústofni og fluttu til Sauðárkróks. Nú þegar leiðir skilja viljum við hjónin þakka samfylgdina og vináttu alla. Ingibjörg og fjöl- skylda hafa mikið misst. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Magnús H. Sigurjónsson. Árið 1934 hófu ung og efnalítil hjón búskap á smábýlinu Kötlustöð- um í Vatnsdal. Er það gott dæmi um þá þröngu kosti er frumbýlingar urðu að sætta sig við þegar og á meðan þröngbýlt var í sveitum landsins og jarðir nýttar af miklum mannafla og erjaðar af fólki með handverkfærum einum tækja. Þessi ungu hjón voru þau Ásgrímur Kristinsson er síðar varð lands- kunnur hagyrðingur kenndur við Ásbrekku í Vatnsdal og kona hans Ólöf Sigurbjörnsdóttir. I báðum hjónunum var bændablóð: Ásgrím- ur að móðurkyni af Skeggstaðaætt í Húnaþingi en að föðurkyni frá Bólu-Hjálmari og Suður-Borgfirð- ingum en lengra aftur austur í Ár- nesþing. Ólöf var aftur á móti af Dalamönnum komin í marga ættliði en kom sem kaupakona að Ási í Vatnsdal til Guðmundar Ólafssonar, bónda og alþingismanns, er var ömmubróðir Ásgríms og hafði alið hann upp ásamt konu sinni Sigur- laugu Guðmundsdóttur, afkomanda hinna kunnu Ásverja í Vatnsdal. Á Kötlustöðum eignuðust þau Ás- grímur og Ólöf fyrsta bam sitt, son- inn Guðmund, árið 1934, en tveim árum síðar fæddist þeim annar son- ur, Þorsteinn Erlings, sem kvaddur er frá Sauðárkrókskirkju í dag. Er Þorsteinn fæddist höfðu for- eldrar hans, þá um vorið, hafið bú- skap á nýbýli er þau kölluðu Ás- brekku og var það reist á einum fimmta hluta Áss og þau Áshjón gefið fóstursyni sínum landið án ræktunar eða bygginga. Þetta var í lok tímabils er mikil kreppa ríkti í landinu og mátti kalla að efnahags- legt harðæri væri hjá bændastétt landsins. Vekur það í raun og veru furðu að eignalausum hjónum skyldi takast að reisa þarna búskap allt frá grunni og gera að snotru býli er í dag er setið af sonarsyni þeirra hjóna. Þekki ég undirritaður sögu þessa býlis og þessarar fjöl- skyldu nokkuð vel sem næsti ná- granni og sáttur er ég við að hafa tekið þar fyrsta plógfarið að nýju túni. Búskapurinn á nýbýlinu gekk furðu vel hjá hinum ungu hjónum og seint á árinu 1945 höfðu þeim fæðst fjögur böm, en með vordög- um árið 1946 dró fyrir sólu í lífi fjöl- skyldunnar er húsmóðirin dmkkn- aði í Vatnsdalsá í miklum vorleys- ingum. Var það ólýsanleg reynsla eiginmannsins og bamanna. En ekki Iokuðust öll sund. Með aðstoð góðs fólks tókst Ásgrími að halda heimili sínu saman og ekki liðu mörg ár þar til hann tók sér aðra eiginkonu er komið hafði til hans sem ráðskona. Varð hún stjúpmóðir bamanna fjögurra og fæddi manni sínum og þeim tvær hálfsystur. Reyndist hún starfi sínu vaxin í móðurhlutverki hins stóra barna- hóps. Verður saga þessarar fjöl- skyldu ekki rakin frekar en hér er orðað og gert til þess að sýna bak- grunninn að lífi Þorsteins Ásgríms- sonar og æskuár hans. Hann gekk í barnaskóla í Vatnsdalnum. Ekki afl- aði hann sér frekari skólagöngu en varð fljótlega eftirtektarverður unglingur sökum sinnu og vaskleika við öll störf er til féllu. Ekki var full- ur starfsvettvangur fyrir hann heima á Ásbrekku og varð hann eft- irsóttur til vinnu á ýmsum bæjum í sveitinni. Örlagavaldur í lífi Þorsteins varð ung skagfirsk bóndadóttir, Ingi- björg Sigurðardóttir frá Varma- landi í Sæmundarhlíð, er réðst barnakennari í Vatnsdalnum og felldu þau hugi saman. Þarf ekki að orðlengja það að Ingibjörg hreif hinn unga Vatnsdæling með sér heim að Varmalandi og tóku þau fljótlega þar við búi og forræði stað- arins, en Þorsteinn var þar með orðjnn skagfirskur bóndi. Ég er þessar línur rita fylgdist vel með hag þeirra Varmalands- hjóna en rek ekki sögu þeirra í ein- stökum atriðum. Farsæld ríkti í búi þeirra vegna samheldni og um- hyggju um búpening og öll störf. Þorsteinn reyndist „læknir, smiður og kennari" þannig að meðferð vél- knúinna tækja lék í höndum hans og varð búskapurinn allur mótaður af hagleik og snyrtimennsku. En verkhringur Þorsteins færðist fljót- lega yfir á svið félagsmála fýrir sveit og sýslu og varð umsýsla hans fjölþætt. Hann varð oddviti í Stað- arheppi, formaður héraðsnefndar, í stjóm kaupfélags, stjórnarformað- ur Hólalax og fleira sem ekki verð- ur hér tilgreint. Vekur það furðu að óskólagengnum manni væru falin slík ábyrgðarstörf fyrir samfélagið og er varla nokkur önnur skýring á en meðfæddir hæfileikar og óvenju- leg farsælni í skóla hins daglega lífs. Er slíkum einstaklingum gefið mik- ið veganesti. Á sl. ári brugðu þau Varmalands- hjón búi og seldu jörð, tæki og bú- pening í hendur ungra hjóna er þeim voru geðfelld, en fluttu sjálf til Sauðárkróks. Voru það farsæl bú- skaprriok eins og komið var. Þor- steinn hafði þá tekið þann harð- skeytta sjúkdóm er nú hefir bundð enda á starfsdaga hans og líf. Naut hann lítillega dvalarinnar og starfa á hinu nýja heimili á Sauðárkróki því fljótlega krafðist sjúkdómurinn fjarveru og dvalar á sjúkrahúsum, nú síðustu mánuðina í Reykjavík. Hann naut þess þó að dvelja að nokkru á heimili sonar síns og tengdadóttur þar sem hann var um- vafinn ástúð og umhyggju eiginkon- unnar, bama þeirra og annarra nánustu ættingja og aðstandenda. Auðnaðist honum á skírdag að fagna fermingu sonarsonar og al- nafna þar heima og var það honum mikil gleði. Vissulega er skarð fyrir skildi er fólki er kippt burtu frá fullum starfsdegi er ætla mætti að það ætti svo mörgu ólokið. Svo er nú um Þorstein frá Varmalandi. Vinir hans og samferðamenn hafa misst mikið en eiginkonan, böm og barnabörn þó mest. Gleðjast ber þó yfir því að hann er leystur frá kvöl sjúkdóms, sem þrátt fyrir mikla kunnáttu lækna varð ekki frá honum vikið. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa átt Þorstein að samferðamanni og vini allt frá barnæsku hans. Það var gaman að fylgjast með atorku hans og hæfileikum allt frá frumbemsku. Gaman að vera gestur þeirra Varmalandshjóna eða fá þau í heim- sókn. Viðræður við Þorstein urðu oft ljóðrænar því ekki hafði arfurinn frá föðumum með öllu sneitt hjá honum þótt lítið væri haldið á lofti, en ljúft var honum að fjalla um and- ans svið er skilyrði voru til. Þorsteinn Ásgrímsson hefir nú verið kallaður á önnur óþekkt svið. Hans verður gott að minnast. Fyrir hönd okkar hjóna og bama okkar votta ég eiginkonu hans og öllum nánustu einlægan samhug og bið þeim blessunar um ókomin ár. Grímur Gislason. Látinn er Þorsteinn Ásgrímsson frá Varmalandi í Sæmundarhlíð eft- ir þunga sjúkdómsraun síðastliðið ár. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast hans með fáeinum orðum, sem góðs granna úr Staðarhreppi og ekki síður sem forystumanns í framvarðasveit ýmissa félagssam- taka í Skagafirði til langs tíma. Það er ekki síst litlum samfélög- um og félagseiningum mikilvægt að hæft og framfarasinnað fólk veljist til forystu. Iðulega er það þó svo í sveitum landsins að þeir sem kjörn- ir eru til þess að fara með samfé- lagsleg mál hafa minna um það að segja hvort þeir kjósa slíkt sjálfir. Fólk er einfaldlega valið til hvers kyns trúnaðarstarfa af samferða- mönnum sínum. Slíkur maður var Þorsteinn. Þegar hann hóf búskap í Skagafirði var það snemma ljóst að hér fór maður sem laðaði til sam- starfs á ýmsum sviðum og bar það fas að sveitungar hans treystu hon- um til margháttaðra starfa fyir hrepp sinn og sýslu. Það var greini- legt að hann var ekki einungis hæf- ur heldur hafði hann og til að bera framsýni, dugnað og áhuga ásamt því að meta mikils gömul gildi og menningu þjóðar sinnar. Hvort sem um var að ræða oddvitastarf fyiir Staðarhrepp eða sem formaður Héraðsnefndar eða hvað annað sem honum var falið þá tókst hann á við öll störf af heilindum, hógværð en þó festu með það að leiðarljósi að skila þannig af sér að til heilla og framfara horfði. Sama máli gilti um hans daglegu bústörf á Varmalandi. Þorsteinn stóð heldur ekki einn. Hann átti hana Ingibjörgu að, ein- staka dugnaðar- og sómakonu. Saman stóðu þau ævinlega jafnt í amstri dagsins sem í lífsins leik. Ég minnist heimsókna og erinda í Varmaland og síðar á heimili þeirra á Sauðárkróki. Greiðasemi þeirra hjóna var viðbrugðið og gestrisni í fyrirrúmi. Þorsteinn var höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagn- aðar, frásagnarhæfileikar einstakir og meðferð íslenskrar tungu aðdá- unarverð, ljóða- og sagnabrunnur ótæmandi. Ekki síst fann ég svo glöggt fyrir fáum árum sem arftaki oddvitaemb- ættis úr hans höndum að þar átti ég hauk í horni. Ævinlega, hvenær sem ég þurfti á leiðsögn og heilla- ráðum að halda þá var hann boðinn og búinn að aðstoða í hvívetna. Við sem eftir stöndum minnumst liðinna stunda, sannarlega ríkari. Ég veit ég tala hér fyrir munn sveit- unga minna og nágranna úr Staðar- hreppi. Við Sigurður kveðjum Þorstein með virðingu og þakklátum hug og sendum Ingibjörgu og börnum þeirra, Olöfu og Ásgrími, og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning mæts sam- ferðamanns. Megi hann hvíla í friði. Ingibjörg Hafstað. Enn standa Skagfirðingar frammi fyrir lögmáli alls þess er lif- ir. Burt er kallaður öðlingur er ávann sér virðingu samferðamanna langt umfram það sem venjulegt má teljast. Fallinn er í valinn sá er oft- ast var settur til forystu þá tryggja þurfti góðum málum brautargengi. Skipti þá engu hvort vinna þurfti að nýsköpun í atvinnumálum, al- mannaheill á opinberum vettvangi, ræktun lands og lýðs eða taka á móti þjóðhöfðingum, öll treystum við Þorsteini og völdum hann um- fram aðra hæfa. Ekkert var honum samt fjarlæg- ara en að olnboga sig áfram í gegn- um lífið og tilveruna. Það var fyrst og fremst tiltrú samferðamanna sem gerði hann jafn ógleymanlegan og raun ber vitni. Nú grúfir skuggi sorgar yfir tilveru fjölskyldu hans og vina. Nær einn og hálfur áratugur er liðinn síðan þáverandi sýslumaður Húnvetninga, Jón Isberg, hringdi í mig, undirritaðan, þá búsettan á Blönduósi, og sagðist vilja skipa mig sem matsmann við endurskoð- un á arðskrá Veiðifélags Miðfirð- inga. Það er óhætt að segja að mér brá og baðst undan þessu verki en sýslumaður sótti því fastar og sagð- ist geta lofað mér góðum samstarfs- manni sem allir treystu. Þannig kynntumst við Þorsteinn, vorum bókstaflega dæmdir tii að vinna saman eins og við sögðum stundum í gamni okkar í milli. Svona er lífið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.