Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 57
MINNINGAR
I
í
|
i
9
I
I
:;íi
;Ԥ
við ráðum svo litlu og þannig færði
forsjónin mér ljúfan yfirmann og
vinnufélaga er mál réðust þannig
nokkrum árum seinna að ég tók að
mér framkvæmdastjóm fískeldis-
íyrirtækisins Hólalax hf. Hans var
frumkvæðið en nafn Þorsteins As-
grímssonar er órjúfanlega tengt
stofnun og sögu þess fyrirtækis frá
upphafi, lengst af sem stjómarfor-
maður allt til dauðadags.
Það var ekki bjart yfir fiskeldinu
í lok níunda áratugarins en ekkert
var fjær Þorsteini en að gefast upp
fyrr en fullreynt væri. Ég hygg að
fáir frumkvöðlar í greininni geti
verið sáttari við verk sín en hann
þegar bjarmar af nýrri öld. Margs
er að minnast, veiðiferða og funda
með viðskiptavinum og hluthöfum
íyrirtækisins en Þorsteinn var ein-
hver sá næmasti og gleggsti heili
sem ég hef kynnst. Hann þurfti ekki
að heyra neitt nema einu sinni.
Stundum flaut kímin staka af
munni, fullkomin í formi og hugsun,
í tilefni góðs tækifæris enda hann af
skáldum kominn. Nú er strengur
hörpunnar slitinn allt of fljótt. Ailtaf
mátti treysta meðfæddri dómgreind
hanns og þess vegna kæmi mér það
ekki á óvart þó hann verði skipaður
til þess af Almættinu að taka á móti
okkur hinum með góð ráð og leið-
beiningar á ljóssins vegi þegar
klukkan glymur hverjum og einum.
Ég færi eftirlifandi eiginkonu hans
og bömum og fjölskyldum þeiira
samúðarkveðjur frá stjórn og
starfsmönnum Hólalax hf. Missir
okkar er mikill en mestur þó þeirra
en minningin um góðan dreng og
óeigingjamt dagsverk mun lifa.
Pétur Brynjólfsson.
Nú heilsar sumarið með geislum
sólar en skugga ber á bjarta daga
því að Doddi móðurbróðir minn er
látinn aðeins 62ja ára að aldri. Hann
hafði háð harðvítugt stríð við
krabbamein um hálfs annars árs
skeið en lotið í lægra haldi. Kona
hans Ebba vék ekki frá honum dag
og nótt og stóð sem klettur við hlið
hans þar til yfir lauk. Böm þeirra,
Lóa og Grímsi og fjölskylda, sinntu
honum af mikilli ástúð og stóð öll
fjölskyldan sterk saman í þessu erf-
iða veikindastríði. Doddi sýndi mik-
ið æðraleysi í veikindunum og sagði
alltaf að sér liði vel og hélt sinni
reisn til hinsta dags. Það var hans
háttur og þannig hafði hann lifað líf-
inu.
Heimskt er heimaalið bam og
með árunum hefur mér lærst sann-
leiksgildi þessa máltækis og gert
mér ljóst dýrmæti uppeldisins í
æsku og miidlvægi þess að njóta
samvista og reynslu eldri kynslóða.
Ég dvaldist fimm sumur í Skaga-
firði hjá Dodda og Ebbu frá sjö ára
aldri og Varmaland var mér sem
annað heimili. Þar bjuggu einnig
foreldrar Ebbu, Anna og Sigurður,
sem mér þótti afar vænt um og kall-
aði ömmu og afa og jólakveðjumar
frá þeim voru þannig undirritaðar
af mikilli hlýju: Afi og amma á
Landi, og oft var peningaseðli
stungið með í umslagið til að gleðja
litla stúlku.
Á Varmalandi var gott að vera og
gestkvæmt með afbrigðum. Systk-
inabörn Dodda og Ebbu hafa flest
verið þar í sveit og alltaf var líf og
fjör á bænum og málin rædd af
kappi. Lóa frænka var mín besta
vinkona og Grímsi fékk okkur
krakkana alltaf til að veltast um af
hlátri. í minningunni man ég eftir
að sitja og hlusta með andakt á það
sem fullorðna fólkið ræddi á síð-
kvöldum í eldhúsinu og var kveð-
skapurinn sjaldan fjarri enda orðið í
hávegum haft í þegar malbikinu
sleppir.
Doddi frændi var einstaklega
vandaður maður, léttur og kátur í
lund og stríðnislegt brosið var
aldrei langt undan. Osjaldan manaði
hann okkur krakkana í kapphlaup
upp að gömlu fjárhúsum og við
máttum hafa okkur öll við að halda í
við hann og tókst sjaldnast. Það var
helst að Lóa frænka hefði roð við
honum. I fjósinu hafði Ebba völdin
og á meðan kýmar voru mjólkaðar
nutum við börnin fróðleiks hennar
og lærðum þar ófá ljóðin. Á morgn-
ana fór hún yfir nýtt kvæði með
okkur sem við þuldum yfir í hugan-
um á daginn og kunnum að kvöldi.
Þegar til Reykjavíkur var komið að
hausti vom Skólaljóðin leikur einn
því að ekkert bam fór frá Varma-
landi án mikils fróðleiks í fartesk-
inu.
Doddi var góður hagyrðingur og
þegar merkisviðburðir vom í fjöl-
skyldunni orti hann iðulega ljóð.
Mér er minnisstætt þegar Óli
frændi, bróðir Dodda, varð fertugur
og Doddi kom í bæinn í veisluna
sem haldin var heima hjá mér og
mömmu. Þá dró hann úr pússi sínu
nokkur blöð og hafði yfir langa
drápu sem hann hafði samið um lífs-
hlaup Óla við mikinn fögnuð við-
staddra. Kímnin var þar í hávegum
höfð eins og svo oft áður enda
Doddi alltaf hrókur alls fagnaðar
þar sem hann kom.
Samferðamenn frænda míns urðu
þess fljótt áskynja hverja mann-
kosti hann hafði að geyma og hann
naut mikils trausts innan sveitar og
utan og vom falin margvísleg trún-
aðarstörf í héraðinu. I mínum huga
var Doddi hin sanna föðurímynd
sem mér þótti einstaklega vænt um
og veitti mér þann styrk sem ég
þarfnaðist svo mjög sem bam, sem
fór að heiman í fyrsta sinn. Fyrir
það verð ég ævinlega þakklát.
Frændi minn var skírður eftir
skáldinu Þorsteini Erlingssyni og
hafði Ólöf amma mín ráðið nafngift-
inni en Ijóð hans voru henni einkar
kær. Mig langar að vitna í eitt ljóða
skáldsins og gera orð hans að mín-
um:
Ég man það sem barn, að ég margsinnis lá
og mændi út í þegjandi geiminn,
og enn get ég verið að spyija og spá,
hvar sporin mín liggi um heiminn.
En hvar sem þau verða, mun hugurinn minn
við hlið þína margsinnis standa,
og vel getur verið í síðasta sinn
ég so&i við faðm þinn í anda.
Ég votta Ebbu, Lóu, Anne og
Grímsa og afadrengjunum Dodda
og Steina og öðmm aðstandendum
mína dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Þorsteins Erlings Ás-
grímssonar.
Dóra Ósk Halldórsdóttir.
Ævi hðin furðu fljótt,
feigðar sniðinn hjúpur.
Autt er sviðið, orðið hljótt
allt er Mður djúpur.
(ÁK)
Frændi minn, Þorsteinn Ás-
grímsson á Varmalandi, hefur lokið
ævidegi sínum. Hann fékk ekki að
njóta ævikvölds í þessum heimi.
Ástvinir hans og samferðamenn sjá
á eftir honum með söknuði. Dagur-
inn hans var starfsdagur, miklar
annir við fundi, margháttuð félags-
störf og ferðalög, sem allt bættist
við bústörfin heima á Varmalandi.
Það er fagurt á Varmalandi. Þau
hjónin, Þorsteinn og Ingibjörg, al-
úðleg og góð heim að sækja. Bú-
skapur þeirra var snyrtilegur, af-
urðir búsins góðar og snyrti-
mennskan hvarvetna sýnileg. I þvi
sem öðm voru þau hjónin samhent.
Þegar þau svo brugðu búi eftir að
heilsu Þorsteins tók að hraka vildu
þau fyrir sitt leyti tryggja sveit
sinni dugandi bændur að Varma-
landi og seldu jörðina ungum efnis-
hjónum. I eðli Þorsteins var sterkur
vilji til þess að leysa hvers manns
vanda. Mörgu fékk hann líka áork-
að. Hann kaus sér félagsstörfin og
lagði sífellt af mörkum til þess að
efla hag héraðsins og samfélags
síns. Vafalaust hlóðust á hann fleiri
verkefni en honum þótti hæfilegt en
öll vom störfin unnin af vandvirkni
og samviskusemi. Lagði hann
stundum nótt við dag á annasömum
tímum til þess að Ijúka verkunum.
Þorsteinn átti létt með að laða fólk
til samstarfs þar sem léttleiki hans
og notaleg kímnin gátu gert félags-
störfin skemmtilegri og auðveldað
lausn og úrlausn mála. Hins vegar
var svo áhugi hans á íslenskum
fræðum, kveðskap og Ijóðum, sög-
um og sögnum. Hefði hann gefið sér
tíma til þá lægi efalaust eftir hann
dýrmætt framlag á sviði Ijóða og
sagna. Slíkra stunda minnist ég
með miklu þakklæti hvort sem var á
fundum, á heimilum okkar eða á
kaupfélagsplaninu. Mannlífið er
straumur samskipta og ólíkt er það
það nú skemmtilegra þegar góður
vilji og manngæska er auðsær af
fasi og framgöngu. Þannig var Þor-
steinn og minningin um góðan
dreng göfgar og gleður. Ævi er lið-
in, sviðið er autt, en djúpur friður
allt um kring.
Guð blessi eiginkonuna, Ingi-
björgu, bömin, Ólöfu og Ásgrím, og
fjölskyldur þeirra og ástvini alla.
Hjálmar Jónsson.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
úttararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
+
Móðurbróðir minn,
ÓLAFUR ÞÓRÐARSON
frá Eilífsdal,
lést á dvalarheimilinu Ási fimmtudaginn 13. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Bjarnason.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LÁRUS GARÐAR LONG,
Túngötu 17,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn
13. maí. Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Hermannsdóttir.
GUÐBJÖRG SVANDÍS
JÓHANNESDÓTTIR
+ Guðbjörg Svan-
dís var fædd í
Vatnsdal í Patreks-
firði hinn 29. júní
1922. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 24. apríl síð-
astliðinn. Útför
Guðbjargar Svan-
dísar fór fram frá
Eyrarbakkakirkju
7. maí.
Þú Guð sem stýrir stjama
her
ogstjómarveröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Elsku amma, mig langar að skrifa
nokkur orð til að þakka þér, allt já
allt frá því ég man fyrst eftir mér,
alltaf varstu þú til staðar tilbúin að
þjálpa og gera allt íyrir mig til að
mér liði sem best. Þú kenndir mér
margt og þá fyrst og fremst að vera
sáttur við hlutina eins og þeir era,
og það ætla ég líka að reyna að gera.
Þú hefur alla tíð hugsað fyrst og
fremst um aðra, ég man vel eftir því
á Patreksfirði, þá hugsaðir þú líka
um langafa og langömmu ásamt því
að vera í fullri vinnu með og verða
að ganga langa leið til vinnu og frá,
svo oft var vinnudagurinn langur
hjá þér, amma mín.
Ég spurði þig einu
sinni hvort ég gæti
gert eitthvað fyrir þig
og þá svaraðir þú: Var
ég að kvarta? En þú
kvartaðir aldrei, þú
gerðir aldrei neinar
kröfur fyrir þig. Þú
varst alltaf mikið góð
við öll börn og gafst
þér tíma fyrir þau.
Hildur Rós fékk líka að
njóta gæða þinna þvi
alltaf varstu tilbúin að
lesa fyrir hana.
Elsku amma, það
væri svo mikið og margt sem ég
gæti skrifað en þú veist það allt.
Þú veist líka hvernig mér líður
núna og að ég á alltaf eftir að
sakna þín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku amma mín, Guð blessi
minningu þína og hafðu hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Þinn
Ingi.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. f mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN JÚLÍUS GUÐMUNDSSON,
frá Brekku í Dýrafirði,
skipasmíðameistari,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi miðvikudaginn 12. maí.
Auður Júlfusdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON,
Skipholti,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. maí.
Jarðsett verður frá Hruna í dag, laugardaginn
15. maí, kl. 14.00.
Kristrún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, afabörn og langafabarn.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför, sem fram fór 11. maí í kyrrþey að ósk hins látna,
PÁLS ÁRNASONAR,
Sóltúni 6,
Keflavfk.
Guð blessi ykkur.
Dóróthea Friðriksdóttir,
Edith María Meadows, Dóróthea Jónsdóttir,
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn hins látna.
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/