Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 58
58 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
JOHANNA UNNUR
ERLINGSON
INDRIÐADÓTTIR
+ Jóhanna Unnur
Erlingson Ind-
riðadóttir fæddist í
Reykjavík 3. októ-
ber 1978. Hún lést á
hjartadeild Land-
spitaians 28. apríl
síðastliðinn. Útför
hennar fór fram frá
Langholtskirkju 5.
maí.
Mér finnst skrítið
að tvíburasystir mín
sé dáin og það er
söknuður í hjarta
mínu, Sis. Þrátt fyrir söknuðinn í
hjarta mínu þá get ég ekki annað
en brosað þegar ég hugsa til þín
og samverustunda okkar. Sis,
hetjan mín, þú barðist vel og mik-
ið og þú vannst.
Eg er stolt að hafa átt þig að
tvíburasystur vegna gleði þinnar
og viljastyrks og ekki síst vegna
þess að með þér gaþ ég spilað
landsleik fyrir hönd íslands og
það er þér að þakka, því þú fékkst
mig til að byrja í knattspyrnu. Eg
vildi það ekki í fyrstu en þú gafst
ekki upp og fyrir það verð ég þér
ætíð þakklát. Sis manstu haustið
‘94 þegar við báðar vorum valdar
bestu leikmenn 2. fl. kv. í KR?
Mér fannst það mikill heiður því
þú varst mjög góður leikmaður og
þegar við fórum fyrir hönd 2. fl.
KR í vítaspyrnukeppni. Þú í
marki og ég tók spyrnurnar.
Þrátt fyrir að ég hafi ekki skorað
úr öllum þá varðir þú spyrnur
andstæðingsins og með samvinnu
okkar unnum við tvíburamir úr
KR.
Ef ég var þreytt þá studdir þú
mig og við stóðum ætíð saman þú
og ég. Eg furðaði mig oft á því
hvernig þú gast þetta allt, Sis, þú
varst svo ótrúlega sterk og svo
ánægð með tilveruna. Þegar ég
hugsa til baka fyllist hjarta mitt
gleði sem mun yfir-
vinna söknuðinn. Þó
svo að þú sért farin úr
lifanda lífi þá verður
þú hjá okkur og styð-
ur. Allar minningarn-
ar sem ég á um sam-
verustundir okkar
munum við rifja upp
og hlæja að og ég
hlakka til þess. Eg
veit Sis að núna líður
þér vel og það er mikil
huggun.
Með söknuði og
gleði í hjarta mínu
kveð ég þig og ég mun ætíð elska
þig og dá.
Drottinn vor, viltu styrkja
Gísla, mömmu, pabba, Regínu
systur og Nonna bróður í sorginni
og hjálpa þeim í erfiðleikunum.
Sis, það er erfitt að kveðja en það
er hlutur af þessu og ég óska þess
að ég geti kvatt þig nú svo þér líði
betur.
Ég elska þig Sis, þín tvíbura-
systir
Ólöf Sigríður.
Mín kæra systir er dáin eftir
erfiða baráttu við vondan sjúk-
dóm. Ekki get ég í fáum orðum,
svo vel sé, lýst þeim áhrifum sem
systir mín hafði á mig.
Því læt ég nokkra ljóðstafi
duga.
A meðan köld nóttin hvílir yfir
þráir garðurinn yl sólarinnar.
Fiskamir á fljótsbakkanum
þrá að komast aftur út í vatnið.
Vængbrotin dúfan þráir
að fljúga aftur milli hárra greina.
Ferðalangurinn á dimmri nóttu
þráir aftur tunglskinið.
En þúsund sinnum heitar þráði jörðin
að þú yrðir aftur á hana fædd.
(ÚrVængjaðurFaraó.)
Elsku systir, það er sárt að hafa
s G : ....
FÉLAGSLÍF
(/l
H«illvf;igrirstig 1 • simi 561 4330
Laugardaginn 15. maí og
sunnudag 16. maí
Dagsferð sunnudaginn 16.
maí.
Frá BSÍ kl. 10.30.
Fyrsta ferðin I sígildri fjallasyrpu
Útivistar. Vegna þungatakmark-
ana á vegum fellur niður ganga á
Þríhyrning. Þess í stað verður
gengið á Skálafell sunnan Hellis-
heiðar. Fararstjóri Margrét
Björnsdóttir. Verð 1500/1700
Næstu dagsferðir
Mánudaginn 24. maí, annan í
hvítasunnu. Mosfellsheiði —
Lyklafell.
Föstudaginn 28. maí kvöldganga
Grindaskörð — Langahlíð —
Vatnsskarð.
Sunnudaginn 30. mai Bakaleiðin
2. áfangi, Brúarhlöð — Flúðir
Spennandi ferðir um hvíta-
sunnuna 21.—24. maí.
Hvítasunnuferð: Eiríksjökull,
Langjökull, Strútur og Ok.
Spennandi hvítasunnuferð. Fjall-
göngur bæði léttar og erfiðar,
skoðunarferðir og léttar göngur.
Ferð fyrir alla. Fararstjóri Kristján
Helgason
Hvítasunnuferð í Bésa. Göng-
uferðir, varðeldur og góð
stemmning. Tilvalin fjölskyldu-
ferð.
Jeppaferð ■ Bása um hvíta-
sunnu. Tilvalin æfing fyrir sum-
arið. Boðið er upp á námskeið í
vatnaakstri, göngu- ferðir o.fl.
Sumar með Útivist.
Á dagskrá sumarsins er fjöldi
ferða. Upplýsingar og þátttökutil-
kynningar á skrifstofu Útivistar. Á
meðal ferða má nefna: Fimm-
vörðuháls, Laugavegurinn, Horn-
strandir, Sveinstindur — Eldgjá,
skíðaferð yfir Vatnajökul, jeppa-
ferðir o.fl. Fáið ferðaáætlun á
skrifstofu Útivistar. Afgreiðslutími
á skrifstofu er á milli kl. 10.00 og
17.00 út maí en 9.00—17.00 júni—
september.
Ferðir eru kynntar á heima-
síðu: centrum.is/utivist.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÓRKINNI6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferð 16. maí
kl. 10.30
Selvogsgata. Lokaáfangi sem
enginn ætti að missa af. Um 6
klst. ganga. Brottför frá BSÍ,
austanmegin, Mörkinni 6 og
stansað v. kirkjug. Hafnarfirði.
Verð 1.700 kr.
Hálendið heillar. Vegna mik-
illar aðsóknar verður auka-
ferð 17.—24. ágúst. Ferða-
kynning (myndasýning) á
þriðjudkv. 18. maí kl. 20.30 í
FÍ-salnum, Mörkinni 6.
Dalvegi 24,
5æSS5öES Kópavogi.
Almenn samkoma kl. 14.00.
Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dilbert á Netinu
ALLTAf= mbl.is
GiTTH\SA£> IMÝT~i
MINNINGAR
þig ekki hjá okkur, en gott er að
tuðran sé komin aftur í gagnið.
Hvíl í friði.
Þinn bróðir,
Jón.
Elsku hjartans Jóhanna mín. Það
er erfitt að hugsa til þess að þú sért
farin. Ég á bágt með að trúa því, ég
vil helst ekki trúa því. Mér finnst
eins og þú sért á ferðalagi og komir
aftur seinna. Þú þarft bara smá
hvfld til að safna orku og byggja þig
upp síðan kemurðu aftur - ég trúi
því. Ég er sannfærð um það, elsku
Jóhanna mín, að á þessu ferðalagi
líður þér vel. Þar áttu eftir að geta
gert allt sem þig langar til og hefur
dreymt um. Þetta er draumaferða-
lag líkt og Nangijala. Þú varst ein-
stök manneskja og vinkona, Jó-
hanna mín. Ég hef aldrei og mun lík-
lega aldrei kynnast neinni líkri þér.
Ég gleymi því aldrei þegar við
kynntumst. Það var er ég byrjaði í
handbolta; ég kunni ekki neitt, varla
að kasta á markið, var algjör klunni.
Einn daginn komst þú til mín eftir
æfingu og ákvaðst að kenna mér
smá grunnæfingar; kasta, grípa og
stökkva upp. Mér gekk erfiðlega
fyrst í stað, en þú hélst áfram þang-
að til ég var búin að ná að kenna
mér. Þú sagðir við mig: „Komdu
bara klukkutíma fyrir næstu æfingu
og þú getur æft þig meira og orðið
betri.“ Þetta var einkennandi fyrir
þig; þú vildir ávallt hjálpa öllum og
gerðir allt sem þú varst beðin um
með bros á vör.
Þú varst ótrúleg; ég man þegar
við vorum að safna peningum fyrir
handboltann. Þú varst alltaf mætt
fyrst, t.d. þegar við áttum að safna
dósum. Þú varst svo dugleg og þú
safnaðir svo mörgum, að það var
fyrir allt liðið. Það var svo gaman að
fylgjast með þér, alltaf svo mikið líf
og fjör í kringum þig. Þú varst mjög
ákveðin og metnaðargjöm. Það var
alveg einstakt að spila með þér
handbolta; þú hvattir mig og allt lið-
ið óspart áfram, við gátum heyrt í
þér allan leikinn, þú gafst ekki upp
þótt við værum að tapa. Þetta
keppnisskap hefur einkennt þig allt
þitt líf. Þú vissir alltaf hvað þú vildir
og gekk vel með það sem þú tókst
þér fyrir hendur. íþróttir voru líf
þitt og yndi. Þú hættir í handboltan-
um og valdir fótboltann. Þar stóðstu
þig ekki síður vel. Ég var alltaf svo
stolt af að eiga þig fyrir vinkonu og
kom oft til að horfa á ykkur systurn-
ar í fótboltanum. Ég, þú og Olöf tví-
burasystir þín vorum mjög sam-
rýmdar. Þú og Olöf vomð alltaf góð-
ar fyrirmyndir. Ég leit og geri enn
svo upp til ykkar.
A unglingsárum okkar kynntist
þú yndislegum strák, honum Gísla.
Þið vorað sem eitt; svo ástfangin að
það geislaði af ykkur. Þú ert heppin,
Jóhanna mín, að hafa eignast svona
góðan kærasta. Hann hefur hjálpað
þér í gegnum allt, stutt þig í veikind-
um þínum sem þú hefur þurft að
berjast við síðastliðin ár. Hann hefiir
verið þér ómissandi augasteinn. Ég
er þakklát honum.
Það er erfitt að kveðja þig, ég veit
varla hvað ég á að segja. Ég vil
þakka þér fyrir allt. Ég veit stund-
um ekki hvar ég væri hefði ég ekki
haft þig. Þú varst mér svo góð. Þótt
að þú værir orðin mjög slöpp þá
varstu alltaf reiðubúin að hjálpa öll-
um „Hvað þetta er ekkert mál,“
sagðir þú. Ég er hreykin af þér hvað
þú stóðst þig vel í veikindum þínum,
barðist fram á síðasta dag. Þetta
ætla ég að hafa sem veganesti út í
hinn harða heim. Ég ætla að hugsa
til þín og reyna að taka þig til fyrir-
myndar. Mér þótti svo vænt um þig
og tómleikatilfinning fyllir hjarta
mitt nú.
Ég sakna þín. Láttu þér líða vel á
þínu ferðalagi, hugsaðu vel um hana
Mist litlu. Ég vil þakka guði fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og fengið
að njóta þess að vera með þér þessi
átta ár.
Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu
þína; Margréti, Indriða, Regínu,
Nonna, Ólöfu og Gísla. Guð blessi
þig og varðveiti þig, elsku Jóhanna
mín.
Þín æskuvinkona
Sigríður Birna.
Elsku Jóhanna frænka.
Mig langar til að skrifa fáein
kveðjuorð til þín sem ert farin frá
okkur. Það var kominn tími á að
skipta góðum leikmanni út, leik-
manni sem hafði barist hetjulega
en þurfti að fara að fá hvíldina
sína.
Þú varst óumræðilega stór, svo
stór að oft sá ég ekki sjúkdóminn
sem þú gekkst með. Við áttum
erfitt með að skilja ákveðni þína
og þann þrótt sem einkenndi þig
og allt þitt líf, einnig þegar á leið
og þú varst orðin veikari. Þú
breiddir yfir veikindin með þeirri
einurð, sem fylgir þeim sem ætlar
sér að vinna. Þú varst alltaf svo
tapsár, þú vildir sigra en enginn
gerði sér grein fyrir að líf þitt
myndi slokkna áður en sá sigur
yrði í höfn.
Sigur lífsins felst í því að gefa
sig dauðanum á vald. Allt lífið er-
um við að missa. Draumana okkar,
áætlanir, heilsuna, vonina, hvert
annað. Alltaf þurfum við að láta af
hendi eitthvað sem er okkur dýr-
mætt. Nú þurfum við að sjá á eftir
þér, elsku frænka, og það verður
ekki auðvelt. Það reyndist okkur
erfitt að horfa upp á þig í veikind-
um þínum og vera ekki fær um að
breyta gangi mála. Oft vorum við
kvíðin en aldrei datt okkur í hug
að svona stutt væri í endalokin.
Þín von gæddi okkur lífi og þinn
kjarkur efldi okkar von.
Lífið heldur áfram en það verður
ekki líf án þín, því í hjarta hverrar
manneskju sem var svo lánsöm að
hafa þekkt þig, býr nú örlítill geisli.
Ljósið og minning þín, elsku Jó-
hanna, sem barðist hetjulega við
illvígan sjúkdóm og sigraði á þann
hátt eina sem lífið bauð.
Dauðinn eru dyr sem enginn
ætti að hræðast að ganga í gegn-
um. Hann kom sem líkn ungri
stúlku. Nú hvflir þú í friði, elsku
frænka. Guð gefi að það sé spilað-
ur fótbolti á himnum. Þú ert nefni-
lega búin að bíða svo lengi eftir að
vera skipt inná og fá að halda
leiknum áfram. I þetta sinn verður
sigurinn þinn.
Ég bið góðan Guð að styrkja
unnusta þinn, foreldra, systkini og
fjölskyldu alla. Við munum alltaf
minnast þín.
Jóhanna Kristín Jónsdóttir.
Það var harmafregn sem okkur
vinunum barst þegar okkur var
tilkynnt um lát Jóhönnu. þó svo að
hún hafi átt við erfið veikindi að
striða síðustu ár þá bjuggumst við
ekki við að svo fljótt mundi hún
fara frá okkur.
Það var í Menntaskólanum í
Hamrahlíð sem við kynntumst
henni, þegar hún og vinur okkar
Gísli byrjuðu saman. Þá fór hún að
koma með Gísla þegar við vinirnir
hittumst og var mjög ánægjulegt
að hafa þau á þeim stundum.
Það var dýrmæt lífsreynsla að
kynnast Jóhönnu, hún var full af
lífsgleði og aldrei hitti maður á
hana í slæmu skapi, hún tók veik-
indum sínum með einstöku æðru-
leysi. Minningin um hana mun lifa
meðal okkar.
Gísla og fjölskyldum þeirra
beggja vottum við samúð okkar í
sorg þeirra.
Arnar þór Jensson og
Björn G. Stefánsson.
Þegar ég frétti andlát Jóhönnu
Indriðadóttur brá mér, þótt mér
hefði kannski ekki átt að bregða
eftir þá baráttu sem Jóhanna hefur
háð. Enn samt spyr maður um
sanngirni. Af hveju fékk Jóhanna
ekki tíma fyrir líffæraflutning, sem
hefði getað gefið henni nýtt tæki-
færi, en það átti Jóhanna svo sann-
arlega skilið að fá eftir hina hetju-
legu barráttu undanfarin ár.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að kynnast Jóhönnu þegar ég
starfaði í kvennanefnd KSI og Jó-
hanna var valin markmaður í 16 og
20 ára landslið. Fljótlega vakti Jó-
hanna athygli mína fyrir léttleika,
dugnað og ósérhlífni. Þrátt fyrir að
MORGUNBLAÐIÐ
vekindi Jóhönnu væru byrjuð á
þessum tíma sýndi Jóhanna meiri
dugnað og áhuga en flestir aðrir
leikmenn sýndu. Mér er minnis-
stætt þegar 16 ára landsliðið var í
Noregi. Norðmenn buðu til fjall-
göngu fyrir leikmenn og farastjóra,
kom ekki annað til greina hjá Jó-
hönnu en að fara í þessa fjallgöngu
þrátt fyrir að sumir aðrir leikmenn
treystu sér ekki að taka þátt í
henni. Lýsir þetta vel þeim dugnaði
sem Jóhanna sýndi ætíð.
Fyrir nokkram árum kynntist
Jóhanna miklum sómapilti, Gísla
Einarssyni. Athygli vakti hvað þau
áttu vel saman og hvað mkil hlýja
einkenndi þeirra samband. Gísli
veitti Jóhönnu einstaka hlýju og
væntumþykju í veikindum hennar.
Fjölskyldu, ættingjum og vinum
Jóhönnu sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Atli Þórsson.
Einhverra hluta vegna þá býst
maður við eilífu lífi og að ekkert
komi fyrir mann eða ástvini sína,
það eru bara hinir sem verða fyrir
áföllum á lífsleiðinni. En þannig
virkar lífið ekki og að komast að því
á svo sáran hátt er hræðilegt. Þú
varst svo sterk alltaf og lést aldrei
neitt á sjá og aldrei heyrði maður
þig kvarta. Hvar þú fékkst allan
þennan styrk veit ég ekki. Svo ertu
tekin frá okkur á svo skyndilegan
hátt.
Ég man þegar Gísli talaði fyrst
um þig. Ég hafði ekki hugmynd um
hver þú varst. Þegar ég svo fór í
MH líka þá kynntumst við allvel.
Það var aldrei talið að við myndum
nokkum tíma geta verið vinkonur,
svo ólíkar voram við. En við sönnuð-
um að það var rangt. í fjögur ár
fékk ég að njóta svo margs sem þú
gafst af þér, en gaf svo lítið til baka.
Þú varst alltaf betri en ég, hjálpaðir
mér í skólanum, ráðlagðir mér svo
margt, reyndir að draga mig inn í
þinn heim fótboltans, sem reyndar
tókst mjög takmarkað en við fund-
um svo heilmargt sameiginlegt. Ég
minnist þess þegar við sátum uppi í
rúmi heima hjá þér og horfðum á
U2 á tónleikum aftur og aftur og
aftur. Það var svo gaman. Okkur
langaði báðar að fara einhvemtíma
á tónleika með þeim. Það var líka
svo margt annað sem þú ætlaðir að
gera, þú varst búin að plana fram-
tíðina og þar var fótboltinn auðvitað
til staðar. Þig dreymdi um þá stund
sem þú gætir farið að æfa aftur.
Keppnisskapið var svo ráðandi hjá
þér. Ég hélt aldrei að þetta myndi
enda svona, þú áttir að fara í aðgerð
og koma svo til baka hraust og heil-
brigð eins og ekkert hefði í skorist,
en raunveraleikinn er sá að enginn
áttaði sig á því hvemig raunveru-
lega var ástatt fyrir þér, þar á með-
al ég sjálf því þú barst þig alltaf svo
vel. En þegar ég hugsa til baka þá
sé ég þig alltaf fyrir mér brosandi
og hlæjandi, við eigum ekkert nema
góðar minningar saman. En of fáar.
Það var svo margt sem við ætluðum
að gera en náðum aldrei. Ég sé svo
eftir að hafa ekki gefið þér meiri
tíma, að hafa ekki farið oftar til þín,
það þarf ég að eiga við sjálfa mig
núna. Það eina sem ég get sagt er
fyrirgefðu. Þú verður alltaf í hjarta
mínu og ég mun ávallt minnast allra
góðu stundanna sem við áttum sam-
an. Nú þegar baráttu þinni er lokið
veit ég að þér líður betur en ég mun
samt aldrei verða sátt við að þú haf-
ir verið tekin frá okkur. Það var
sagt við mig um daginn að þau sem
skína skærasta Ijósinu, dofna fyrst
og deyja og mér finnst það svo við-
eigandi því allir gátu séð hvað þú
ljómaðir þrátt fyrir veikindin. Elsku
Jóa, ég vona að þú hvflir í friði en
þér mun ég aldrei gleyma. Takk fyr-
ir allt það sem þú hefur gefið mér.
Elsku Gísli, ég samhryggist þér
og vona að Guð fylgi þér í sorg
þinni. Fjölskyldu Jóhönnu sendi ég
einnig samúðarkveðjur því ykkar
missir er mikill.
Sigrún.
• Fleiri minningargreinar um
Jóhönnu Unni Erlingson
Indriðadóttur bíða birtingar og
munu birtast i blaðinu næstu daga.