Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 66
* 66 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samfylkingin vann MERKILEGT er það hversu menn leggja mat á kosninga- úrslit, burtséð frá mælikvörðum. Engu er líkara en verið sé að lesa í iður búpenings og gauða síðan eftir því hversu stendur eða hvernig lafir sálartötr- ið hjá þeim sem dæmir og útleggur. Tilefni þess að ég lyfti fíngri til að lykla inn greinarkom í Moggann er það að mér blöskrar hvemig jafnvel ótrúlegustu menn hafa sameinast um að túlka niðurstöður kosning- anna sem tap fyrir Samfylkinguna. Nú get ég alveg eins leyft mér að halda því fram að Samfylkingin hafi unnið. í framhjáhlaupi langar mig til að minnast þess hvemig Davíð Odds- son forsætisráðherra hefur haft allt á homum sér gagnvart Samfylking- unni bæði fyrir og einnig eftir kosningar. Nú hélt stjórn hans velli og Sjálfstæðis- flokkurinn bætti við sig fylgi, þannig að hann hafði ástæðu til að gleðjast. Maður velti fyrir sér hvernig þessi maður tæki raunveru- legu tapi, fyrst hann á svona erfitt með að taka sigrunum nú. Eða kynni skýringin að vera sú að Samfylkingin sé Sjálfstæðisflokknum ögn skeinuhættari en talsmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa viljað Margir mælikvarðar Nú er það svo að hægt er að nota ýmsa mælikvarða til að mæla ár- angur nýs stjórnmálafls eins og Samfylkingar. Má ég nefna nokkra: 1) Skoðanakannanir 2) útkomu flokka þeirra sem eiga hlutdeild í Kosningaúrslit Mér er með öllu óskilj- anlegt, segír Óskar Guðmundsson, hvað mönnum gengur til þegar þeir reyna að gera lítið úr árangri Samfylkingarinnar hér 1 Reykjavík. Samfylkingu í síðustu kosningum 3) sama og 2 og bæta við útkomu Vinstri hreyfingar - græns fram- boðs sem á rætur í sömu flokkum og samtökum. 4) Miða við aðstæður í viðkomandi kjördæmi, t.d. hversu sterkir mótherjarnir voru og eru. 5) Stærð þingflokka fyrir og eftir kosningar 6) Allar þær breytur sem hér hafa verið nefndar. ■■ Óskar Guðmundsson vera láta? ISLEJVSKT MAL Próf. Þorkell Jóhannesson sendir mér hið vinsamlegasta bréf sem ég birti með þökkum og örlitlum útúrdúrum í horn- klofum frá sjálfum mér: „Kæri Gísli: Eg óska þér innilega til ham- ingju með 1000. þáttinn um ís- lenskt mál í Morgunblaðinu 10. apríl síðastliðinn. Eg er einn af þeim fjölmörgu, sem oft lesa þessa þætti þína, og ég gleðst jafnframt yfir elju þinni í garð málræktar. Mér sýnist þú einmitt vera þess sívitandi, að í garðrækt er aldrei neinn enda- punktur, heldur einungis kommur, hálfkommur og strik. Ég vona, að þú eigir enn eftir margar stundir í garðinum í tómi og þér til fullnægju, en okkur hinum til fræðslu og ánægju. í Morgunblaðinu daginn eftir (11.4.) var haft viðtal við þig (bls. 26). Þar leggur þú áherslu á, að málið hljóti að breytast eins og allt annað. Breytingarn- ar megi þó ekki vera svo örar, að málið detti í tvennt: fornís- lenska og nýíslenska. Fyrir fjöldamörgum árum vann ég að rannsóknum við einn besta háskóla í Bandaríkjunum, Háskólann í Iowa City í Iowa. Ég komst þar í lausleg kynni við kínverska konu hámenntaða, sem sótti námskeið í „old Icelandic" og þótti mér allnokk- uð til koma. Við nánari skoðun á námsefninu, fannst mér þó sem námskeiðið hefði allt eins getað heitið námskeið í „icelandic", enda þótt elstu textarnir væru raunar frá 14. eða jafnvel 13. öld. Beint á móti viðtalinu við þig, á sömu opnu í Morgunblað- inu (bls. 27), er svo vikið að ágæti annarrar konu: dr. Guð- rúnar Þórhallsdóttur, dósents í íslenskri málfræði í Háskóla Is- lands. Um hana segir orðrétt: „Hún stundaði framhaldsnám við Cornell-háskóla í Bandaríkj- unum og kenndi þar fornís- lensku samhliða námi.“ Nú er mér spurn var kennsla dr. Guðrúnar í forníslensku ein- ungis vegna þess, að hún var að kenna forna texta íslenska líkt og mér sýndist að kennt væri á námskeiði kínversku konunnar í Iowa City forðum - eða var dr. Guðrún að kenna íslensku svo forna, að hún sé í sundur við og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1005. þáttur önnur en íslenska nú? Þetta veldur mér nokkrum heilabrot- um og því sendi ég þér þetta skeyti inn í garðinn til þín! [Umsjónarmaður svarar svo, að tungan sé ekki önnur, heldur öðruvísi. En hann langar til að vísa þessari þungu spurningu vinsamlegast til dr. Guðrúnar sjálfrar.] Svo að öðrum heilabrotum. í skóla endur fyrir löngu voru okkur fengnar lesbækur með völdum lesköflum eftir íslenska höfunda eða lesköflum á erlend- um málum. Mér kom því í opna skjöldu að sjá í sjónvarpi aug- lýsingar frá velþekktu útgáfu- fyrirtæki þar, sem lesbók er auglýst til þess að vera lesin upphátt fyrir aðra (í baði, krana eða hlaupum), sem ekki mega vera að því að lesa sjálfir. Mér sýndist svo spaugstofumenn setja þessar auglýsingar milli tannanna og fá það út, að les- bækur væru ætlaðar til lestrar fyrir ólæsa - og ég lái þeim ekki! - Mig langar til þess að heyra hjá þér, hvort þessi merk- ingarbreyting telst „eðlileg“? Svo að lokum: Ætli Lesbók Morgunblaðsins, fyrsta fylgi- blað Morgunblaðsins, hafi ekki verið hugsuð til birtingar „valdra leskafla“, sem ekki rúm- uðust eða áttu við í aðalblaðinu? Með bestu kveðjum." [Umsjónarmaður svarar fyrri spurningu þessa kafla neitandi, en hinni síðari hiklaust játandi.] Og nú langar mig til að segja of- urlitla sögu. Sigurður Líndal Pálsson hefur maður heitið, af- burða enskukennari við M.A. Hann hóf háskólanám í tungu- málum við Hafnarháskóla. Þar var kennd íslenska sú sem frændur vorir kölluðu „oldnor- disk“. Þetta tungumál reyndist sumum Dönum þungt viður- eignar. Nú er það dag einn að dönsk stúlka kemur til Sigurðar og biður hann að aðstoða sig við að þýða á dönsku mjög erfiðan kafla úr oldnordisk. Sigurður tók því fúslega og þýddi textann reiprennandi. Stúlkan horfði á hann miklum aðdáunar- og spurnaraugum, en Sigurður lætur lítið yfir, sér sé þetta mjög auðvelt, enda sé þetta móðurmál sitt. Þá segir stúlkan, og undrast nú fyrst að marki: „Ah, gud, er de sá oldnordisk?!" ★ Og þá er mál að sjá og heyra hvað höfuðskáldið sagði um „Oldnordisk": „Sigurður magister Guðmund- dsson kendi okkur Tomma og Sigga Olafs að lesa „Oldnordisk" samkvæmt Ludvig nokkrum Wimmer til gagnfræðaprófs. Sigurður var slíkur hjartans maður að hann var gráti nær ef lærisveinn hans strauk austurá Kolviðarhól sér til skemtunar að kvöldlagi og sat þar kanski veð- urteptur í öskubyl næturlángt að spila uppá penínga við bflstjór- ann, í stað þess að lesa Wimmer. Sigurður Guðmundsson var þesskonar íslenskukennari, að þó hann væri ófríður maður, þá var hann uppljómaður og í raun- inni forkláraður, einsog sagt er á biflíumáli, af djúpum og inni- legum skilníngi sínum á þeim forntextum sem að vísu verða fundnir í Wimmer; og þessari hrifníngu miðlaði hann okkur strákum svo við höfðum aldrei lifað aðra eins dýrð og læra Wimmer. Sjaldan hefur nokkur bók, sem í grundvallaratriðum er eins innilega illmúruð í garð ís- lendínga og kenslubók Wimmers í Oldnordisk, verið lesin af jafn- mikilli aðdáun af sönnum íslend- íngum einsog okkur Tomma og Sigga undir handleiðslu Sigurðar meistara Guðmundssonar. Grundvallartilgángur þessa óskammfeilna rits var að sanna að íslenska hefði ekki verið til í fomöld, allrasíst á bókum, held- ur aðeins Oldnordisk sem átti að hafa verið einhverskonar sam- eiginlegt túngumál á dönsku eyunum, Noregi og slíkum pláss- um, minnir mig. Sömuleiðis gat Wimmer og hans menn í Dan- mörku sannað að nútímaíslenska væri nokkurskonar málíska handa aplafylum. En þrátt fyrir þessa óprútnu kenníngu kann ég enn einhverstaðar oní mér ýmsa af þeim fornu textum, bundnum og óbundnum, sem ég lærði af bókinni." (Halldór Laxness: Sjömeistara- sagan 1978.) ★ Aslákur austan kvað: Eiríkur höndlari á Akri giftist Eiríku mannkostalakri, og eirík var sambúðin, og eirík var krambúðin eins og eyríki í óreiðu stakri. Rjátl við mælikvarðana Það gengur hins vegar ekki eins og alltof margir hafa leyft sér, að nota einhvem ofannefndra mæli- kvarða og nota hann einungis á Samfylkinguna. Þannig fer til að mynda fyrir þeim sem nota mæli- kvarðann skoðanakannanir, að þeir segja einatt Samfylkinguna hafa tapað - miðað við skoðanakannanir. Hins vegar dettur sömu mönnum auðvitað ekki í hug að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað - miðað við skoðanakannanir, þótt þær hafi allar mælt þann flokk mun fylgismeiri en niðurstöður kosning- anna leiddu í ljós. Þingflokkar bættu við sig manni Menn hafa lokið upp einum rómi um glæsilegan árangur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Og ekki vil ég gera lítið úr góðri út- komu þeirra gömlu félaga minna. Ég furða mig hins vegar á „samdóma áliti“ um glæsilegan sigur, minnugur þess að viðlíka árangur Þjóðvaka í síðustu kosningum var sagður af- hroð, tap og endalok. Nú er það svo að stærð þingflokka segir einnig nokkra sögu. Fyrir kosn- ingamar var þingflokkur jafnaðar- manna með 15 þingmenn, nú er hann með 17 þingmenn. Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs var auðvitað til orðinn (því hafa allir gleymt í fjölmiðlunum) og hann skipuðu sex menn: Steingrímur Joð, Ogmundur, Guðrún Helgadóttir, Kristín Astgeirsdóttir, Hjörleifur Guttormsson og Kristín Halldórs- dóttir gekk einnig til liðs við þing- flokk þeirra undir lokin. Á þessum mælikvarða er ávinningur vinstri grænna í mesta lagi svipaður og Samfylkingar, þ.e. þingflokkm- þeirra stóð í stað meðan þingflokkur Samfylkingar stækkaði um einn til tvo. Það gerði reyndar líka þing- flokkur Sjálfstæðisflokks, - sem allir eru sammála um að hafi unnið sigur í kosningunum, - hann vann einn mann. Reykjavík leiðir Samfylkinguna Sleggjudómar og meinfysi hafa sérlega bitnað á umfjöllun um úrslit- in í Reykjavíkurkjördæmi, þar sem hver etur upp eftir öðrum að sláandi hafi verið léleg útkoma Samfylldng- arinnar í Reykjavík. Þegar svoddan ummæli hafa skroppið á tungur manna um laka útkomu í Reykjavík Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík hvað mætti þá segja um hana annars staðar? Staðreyndin er nefnilega sú að Samfylkingin kom hvergi betur út - Reykjavík leiddi hana á landsvísu. Hér var fylgið 29%, - en hvarvetna lakara annars staðar. Lítum aðeins á mælikvarðana áð- umefndu um aðstæður í kjördæm- um og keppinauta. I Reykjavík voru að ýmsu leyti önugar aðstæður fyrir Samfylkinguna; Davíð sjálfur leiddi flokk sinn í þessu kjördæmi, Vinstri hreyfing - grænt framboð var leidd af fyrrverandi félögum - þingmönn- um Alþýðubandalags og vinsælum vinstri manni eins og Ögmundi. Kvennalisti gekk með brotinn skjöld og klofinn til leiks í samfylk- ingarborginni, pólitískar aðstæður í sveitarstjórnarmálum voru óheppi- legri hér en víðast hvar, t.d. vegna óánægju meðal kennara í launamál- um. Þrátt fyrir andstreymi af þess- um toga tókst Samfylkingunni í Reykjavík betur upp en í öðrum kjördæmum - á sama tíma tókst vinstri grænum undir stjóm Ög- mundar afar vel upp í borginni. Stjómarblokkin tapaði m.a.s. einu prósenti í fylgi frá síðustu kosning- um í höfuðborginni. Mér er því með öllu óskiljanlegt hvað mönnum gengur til þegar þeir reyna að gera lítið úr árangri Sam- fylkingarinnar hér í Reykjavík. Jó- hanna Sigurðardóttir sem leiddi listann má vel við una, miðað við að- stæður. Næststærsta stjómmálahreyfingin í þessu greinarkomi þykist ég hafa sýnt fram á að þeir mælikvarðar sem menn hafa verið að nota til að mæla Samfylkinguna niður halda ekki. Hún er orðin næststærsta stjómmálahreyfingin í landinu. Hitt er svo annað mál, að bæði í Reykja- vík og annars staðar stóðu vonir okk- ar til meiri árangurs en raun varð á. Sérlega er sárt að okkur tækist ekki að fá fleiri menn kjöma á þing hér í borginni, þar sem öndvegismenn skipa varaþingmannssæti. Engu að síður er ekid hægt annað en una við úrslitin, - hinn stóri ávinningur felst í því að búið er að ná saman flokkum, sem att hafa kappi í meira en hálfa öld, - í eina samfylkingu. Það er sögulegur árangur. Við unnum - en verðum að gera betur næst. Höfundur var kosningastjóri Sam- fylkingarinnar íReykjavík við nýaf- staðnar kosningar. INNBINDI VEIAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is Ap^tekið Cosmea# BLÓMLEG LÍNA A F SNYRTIVÖRUM FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Sk áfe áfe £k áfe áfe •84* "ÍS* *!S* W *ÍS* *!*• K Y N N I N G KYNNING í APÓTEKINU SMÁRATORGI ? 15., 16. OG 17. MAÍ l KL. I 4 - I 8 BLÓMLEGUR KAUPAUKI! ö O 1 ͧá Pharmaco
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.