Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 70

Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 70
70 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Opið hús á Elliðavatni SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur hefur undanfarin ár unnið að undirbúningi þess að á Elliða- vatni verði stofnað fræðasetur í steinhlöðnu íbúðarhúsi sem Benedikt Sveinsson lét byggja á árunum 1860-1862 en það hefur nokkuð sérsakt byggingarsögu- legt gildi. Þess má geta að það er fæðingarstaður Einars Bene- diktssonar, þjóðskálds og at- hafnamanns. Til þess að gefa sem flestum kost á að kynna sér þessa fyrir- ætlun hefur Skógræktarfélagið ákveðið að hafa opið hús á El- liðavatni laugardaginn 15. maí kl. 14-17. Með stofnun fræðasetursins á gestum að gefast kostur á því að kynnast náttúrufari og sögu Heiðmerkur í sem víðustu sam- hengi. Boðið verður upp á fjöl- breyttar sýningar sem hver um sig hafí ákveðið þema. Má þar nefna fjölskrúðugt fuglalíf, sögu og fornmiiyar, lífríki vatnsins, plöntur og skógrækt og jarð- fræði. Samkvæmt reynslu t.d. í Dan- mörku þá hafa svona fræðasetur komið að góðum notum í kennslu í umhverfís- og náttúrufræðum á öllum skólastigum. Einnig má geta þess að nú er unnið að gerð fræðslustíga sem munu tengja stofuna við umhverfíð. Við þessa stíga verða sett fræðsluskilti um það sem fyrir augu ber á göng- unni. Kostnað við gerð fræðslu- skiltanna og uppsetningu þeirra greiðir Sparisjóður vélsljóra og á hann þakkir skildar fyrir það framtak, segir í fréttatilkynn- ingu. STEINHLAÐNA íbúðarhúsið við Elliðavatn. „Harmar lít- ilsvirðingu“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Verkalýðs- félaginu Víkingi: „Félagsfundur í verkalýðsfélag- inu Víkingi 12. maí harmar þá lítils- virðingu sem kjarasamningum verkafólks hefur verið sýnd með hækkunum launa í ýmsum starfs- greinum langt umfram gerða kjara- samninga. Þessi þróum gefur ekk- ert annað til kynna en að með ráð- um og vilja sé verið að undirstrika það að tvær þjóðir eigi að búa í landinu. Steininn tók þó úr þegar úrskurð- ur kjaradóms var birtur daginn eft- ir alþingiskosningamar, vel að merkja á sunnudegi sem hingað til hefur verið frídagur. Það eitt að úr- skurður kjaradóms var settur í salt fram yfir kosningar sýnir að sam- viska þeirra sem við hinum úr- skurðuðu launum tóku er ekki upp á það besta. Þegar einstakir hópar geta fengið laun sín hækkuð um sömu tölu á mánuði og almennt verkafólk hefur í heildarlaun er ekki hægt að búast við öðru en hressilega verði tekið á stöðu þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar hlýtur að vera að hækka bætur til örorku- og ellilífeyrisþega, atvinnu- leysisbætur og laun almenns verka- fólks um í það minnsta sömu pró- sentutölu og þeir sem munu verma ráðherrastóla í nýrri ríkisstjóm fengu til sín í úrskurði kjaradóms." 30 ára afmæli Húmanistahreyf- ingarinnar HALDIÐ verður upp á 30 ára af- mæli Húmanistahreyfingarinnar, með hátíð á Ingólfstorgi, í dag kl. 15. „Á dagskrá verða m.a. ávörp, Ijóð, tónlist og önnur skemmtun. Grillað verður á torginu, eldgleyp- ar, andlitsmálarar og aðrir málarar láta til sín taka,“ segir í fréttatil- kynningu. Þar segir ennfremur: „Húman- istahreyfingin starfar nú í 70 lönd- um. Á íslandi hefur hreyfingin starfað í 20 ár. Á þessum tíma hefur hún staðið fyrir margs konar starf- semi: námskeiðum og ráðstefnum um ýmis efni s.s. ofbeldi, bætt sam- skipti, mannréttindi og fátækt. Hreyfingin hefur einnig skipulagt herferðir s.s. „Dagur án ofbeldis", „Gegn atvinnuleysi“ og „Heilbrigð- isþjónusta er mannréttindi". Hún hefur gefið út hverfisblöð víða um Reykjavík og mótað sína pólitísku tjáningu með stofnun Húmanista- flokksins. Hreyfíngin var stofnuð sem and- svar við kreppu sem sjá mátti fara vaxandi í heiminum, þjóðfélögum, í mannlegum hópum og hjá einstak- lingum. Kreppu sem við getum nú séð í aukningu ofbeldis, fíkniefnaneyslu og lífsflótta einstaklinga." Gengið um Astjarnar- svæðið FJÓRÐA gönguferð vorsins á vegum Grænu smiðjunnar verður sunnuaginn 16. maí. Þá verður gengið um Ástjamar- svæðið við Hafnarfjörð undir leiðsögn Trausta Baldursson- ar og Guðríðar Þorvarðardótt- ur. Gangan hefst klukkan 13.30 og boðið er upp á rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 13 fyrir þá sem vilja. Opið hús á dýra- læknastofu DÝRALÆKNASTOFAN í Lyngási 18 í Garðabæ hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfama mánuði og hefur stofan verið stækkuð úr rúmum 70 fermetrum upp í tæpa 240 fermetra, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. „Hún skartar nú móttöku með biðstofu og sölubás, rúmgóðu skoðunarherbergi þar sem 2 dýralæknar geta skoðað samtímis, skurðstofu, blóðrann- sóknaraðstöðu, röntgentækjum og sónarskoðun," segir þar. „Sunnudaginn 16. maí milli kl. 13-18 er opið hús fyrir þá sem vilja skoða og kynna sér aðstöðuna. Fer- fætlingamir eru velkomnir með,“ segir þar ennfremur. Stofan er opin alla virka daga milli kl. 14 og 18. Símatímar, tímapantanir og vitjanabeiðnir eru alla virka daga kl. 11-12. Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVlK Hagatorg 107 Reykjavík Iceland fana&ueiU (ýkÍHýÍH Dagana 15. og 16. maí verður haldin í Sunnusal Radisson S.A.S. Hótel Sögu, glæsileg sýning á fjölbreyttu úrvali af vörum sem tilheyra stanga- veiðinni. Margvísleg tilboð í gangi. Heiðursgestur sýningarinnar er Stangaveiðifélag Reykjavíkur 60 ára, sem verður með sölu- og kynningarbás. Opnunartímar: Laugardagur 15. maí kl. 13-19 og sunnudagur 16. maí kl. 11-19. Aðgangseyrir kr. 300.- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Hver miði gildir sem happdrættismiði sem dregið verður úr í sýningarlok. Tugir glæsilegra veiðivinninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.