Morgunblaðið - 15.05.1999, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 71
Alltí
garðinn
og garðvinnuna
Vantar þig gróðurmold, fræ, áburð,
blómapotta, verkfæri, styttur og skraut
í garðinn eða eitthvað annað sem snýr
að garðyrkju, blóma- eða tijárækt? Hjá
FRJÓ færðu mikið úrval af aUskonar
vörum til garðyrkjustarfa, á frábæru
verði.
Við höfum aíltsem þú þaift '
til að prýða garðinn þinnl ;
*
ehf. £
STÓRHÖFÐA 35, 112 REYKJAVlK
SlMI 567 7860, FAX 567 7863
I^
NESSTOFA á Seltjarnarnesi.
Fullorðins-
mót Hellis
TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur nú
hleypt af stokkunum nýjum þætti í
starfsemi félagsins. Boðið er upp á
skákmót fyrir skákmenn 25 ára og
eldri. Fimmta fullorðinsmót Hellis
verður haldið mánudaginn 19. maí
kl. 20. Teflt verður í Hellisheimil-
inu, Þönglabakka 1, Mjódd.
Tefldar verða 7 skákir eftir Mon-
rad-kerfi. Tefldar verða 10 mínútna
skákir. Engin þátttökugjöld eru í
fullorðinsmótum Hellis. Eins og áð-
ur sagði eru mótin aðeins hugsuð
fyrir 25 ára og eldri.
Oliufélagið hf. hlaut a dogunum umhverfisverðlaun umhverfisráðuneyfisinsl 998.
£sso
Olíuf élagið hf
Stjórn Yerkalýðsfélagsins Hlífar
Nesstofu-
safn opið
á ný
NESSTOFUSAFN verður opnað
eftir vetrarlokun laugardaginn 15.
maí. Eins og undanfarin ár verður
safnið opið yfir sumarmánuðina á
sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl.
13-17.
Nesstofusafn er lækningaminja-
safn. Þar gefur að líta muni
tengda sögu heilbrigðismála á Is-
landi síðustu aldirnar. Safnið er til
húsa í Nesstofu á Seltjarnarnesi.
Nesstofan var byggð fyrir fyrsta
landlækninn á íslandi á árunum
Nýir bensínbrúsar hjá ESSO
Olíufélagið hf. hefur tekið í notkun nýja 5 lítra bensínbrúsa sem
er liður í þeirri stefnu Olíufélagsins að stuðla að hreinu og öruggu
umhverfi í tengslum við starfsemi félagsins.
Nýju brúsarnir eru einkar handhægir og úr sterku plastefni með
sveigjanlegum stút og traustu loki sem kemur í veg fyrir að innihaldið
geti runnið úr þeim fyrir slysni og að bensín slettíst á fötin.
Öruggir, umhverfisvænir og þægilegir
Viðskiptavinir munu framvegis fá bensínið afgreitt á nýju 5 lítra brúsunum
sem eru í senn handhægir, öruggir og umhverfisvænir.
Hver brúsi kostar 500 kr. sem fást endurgreiddar ef honum er skilað.
Mótmælir vax-
andi launamun
milli stétta
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar
hefur sent frá sér ályktun þar sem
hún segist mótmæla harðlega sífellt
vaxandi mun á kaupi og kjörum
verkafólks miðað við flestar aðrar
hærra launaðar stéttir þjóðfélags-
ins. „Einungis á tveimur árum hafa
laun verkafólks dregist verulega
aftur úr. Því miður gerist þessi öf-
ugþróun með vitund og vilja stjórn-
valda og í sumum tilfellum með
beinum afskiptum þeirra," segir í
ályktun frá stjórninni.
Þar segir ennfremur: „Niðurstöð-
ur Kjaradóms á hækkun launa ým-
issa vellaunaðra ríkisstarfsmanna
er gott dæmi um þau vinnubrögð
sem viðhöfð eru og viðurkennd af
valdstjórninni til að halda kjörum
verkafólks niðri en hífa upp þau
hærri.“ Þá segir að á sama tíma og
almennur kauptaxti verkafólks er
kr. 65.713 á mánuði þykist Kjara-
dómur sjá rök til að hækka þing-
farakaup alþingismanna um 66 þús-
und krónur á mánuði. „Sé til sið-
leysi þá birtist það í þessari gjörð
[...],“ segir meðal annars.
I lokin leggur stjórnin áherslu á
þá jafnaðarstefnu sem Hlíf hefur
fylgt við gerð kjarasamninga mörg
undanfarin ár, að kauphækkanir
skuli miðast við krónutölu en ekki
prósentur af launum. „Með niður-
stöðu Kjaradóms hefur verið mörk-
uð sú stefna að almennir kauptaxtar
verkafólks hækki um 66 þúsund
krónur. Annað væri dónaskapur og
ögnm við verkafólk."
1760-1763. Húsið er því eitt af
elstu steinhúsunum á Islandi sam-
tíða Bessastaðastofu og Viðeyjar-
stofu. „Nesstofa stendur í útjaðri
byggðarinnar vestast á Seltjamar-
nesi. Vestan stofunnar em gömlu
túnin í Nesi, Bakkatjörn og fjaran.
Svæðið er ipjög vinsælt til útivist-
ar og tilvalið að sameina heim-
sókn í safnið og gönguferð um
þetta fallega svæði,“ segir í frétta-
tilkynningu.
AUK k15d21-1284 sia.is