Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 77
I DAG
BRIDS
Umsjón Guðmundur
I'áll Arnarsnn
SPIL dagsins er ekki flók-
ið, því möguleikar sagnhafa
eru sannarlega takmarkað-
ir. Til að vinna þrjú grönd
þarf hann fjóra slagi á
tígul, þar sem hann á
D1092 á móti ÁK7. Vanda-
málið er: Á að toppa litinn
eða taka ÁK og svína fyrir
gosann?
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
* G65
¥ 873
♦ D1092
*G83
Suður
* ÁKD
VÁ942
♦ ÁK7
*Á64
Vestur Norður Austur Suður
- - - 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Útspil: Spaðatía.
Hvernig myndi lesandinn
spila?
Auðvitað er sjálfsagt mál
að dúkka hjarta í þeirri von
að vörnin spili áfram spaða.
Ef það gerist, má gefa ann-
an slag á hjai-ta og þá duga
þrír tígulslagir ef hjartað
brotnar. En ef vömin skipt-
ir yfír í lauf verður tígullinn
að skila fjórum slögum.
En það er betra að bíða
með hjartað og spila tígul-
kóng strax í öðrum slag. Til-
gangurinn með því er að
reyna að afla upplýsinga um
skiptingu litarins. Blindur
er innkomulaus, svo vömin
er líkleg til að gefa heiðar-
lega talningu í þeirri trú að
makker sé með ásinn og
þurfi að vita hvenær óhætt
er að drepa. Eftir þennan
millileik er sjálfsagt að
dúkka hjarta og sjá hvað
setur:
Norður
* G65
V 873
♦ D1092
* G83
Vestur Austur
* 10982 * 743
¥ K10 ¥ DG65
♦ G653 ♦ 84
*K95 ♦ D1072
Suður
* ÁKD
¥ Á942
♦ ÁK7
♦ Á64
Hjartað brotnar ekki, svo
það er sama hvernig vörnin
spilast - sagnhafi þarf alltaf
að hitta í tígulinn. Kannski
sýndu bæði vestur og austur
jafna tölu spila í tígulkóng-
inn, en þá er full ástæða til
að trúa vörninni og svína
fyrir gosann.
Arnað heilla
QrvÁRA afmæli. Á morg-
i/V/un, sunnudaginn 16.
maí, verður níræður Jóhann
Þorvaldsson, fyrrverandi
skólastjóri, Siglufirði. Af
þvi tilefni tekur hann, ásamt
ástvinum sínum, á móti
gestum á afmælisdaginn frá
klukkan 10-12 og 16-19, að
Ljósheimum 18, 1. hæð,
Reykjavík. Ósk Jóhanns er
að þeir sem vilja gleðja
hann með blómum eða gjöf-
um láti Heimahlynningu
Krabbameinsfélags Islands
njóta þess.
Q/AÁRA afmæli. í dag,
í/ v/laugardaginn 15. maí,
verður níræð Björg Lilja
Jónsdóttir, Álagranda 8,
Reykjavík. Björg er ættuð
úr Fljótum í Skagafirði. í
tilefni dagsins tekur hún á
móti gestum í veislusal að
Hátúni 12, frá klukkan
15-18.
OQÁRA afmæli. Á morg-
ÖUun, sunnudaginn 16.
maí, verður áttræð Guðrún
Gísladóttir, Nóatúni 29.
Guðrún er að heiman.
fTQÁRA afmæli. í dag,
OUlaugardaginn 15. maí,
er fimmtugur Kári Geir-
laugsson. Til að minnast
þessara tímamóta býður
hann vinum og kunningjum
að fagna með sér í aðal-
stöðvum KFUM og K við
Holtaveg milli kl. 16 og 19. í
tilefni dagsins verða tón-
leikar sem hefjast stundvís-
lega klukkan 16.
Með morgunkaffinu
/X-J V
ÞETTA er óþolandi. Hún
stansar aldrei til að heyra
nýjasta slúðrið.
ERTU viss uni að við sé-
um á réttri plánetu Zorx
hershöfðingji?
BROT
A RAUÐSGILI
Enn ég um Fellaflóann geng,
finn eins og titring í gömlum streng,
hugann grunar hjá grassins rót
gamalt spor eftir lítinn fót.
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
J°n dumbrauðu höfði um dægrin ljós
(1899?198B) drúpir hin vota engjarós.
Löngum í æsku ég undi við
angandi hvamminn og gilsins nið,
ómur af fossum og flugastraum
fléttaðist síðan við hvern minn draum.
Mjaðarjurt, hvað þú ert mild og skær,
mjög er ég feginn, systir kær,
aftur að hitta þig eina stund;
atvikin banna þó langan fund:
Handan við Okið er hafið grátt,
------ heiðarfugl stefnir í suðurátt,
Ljóðið Á langt mun hans flug áður dagur dvín,
Rauðsgili drýgri er þó spölurinn heim til mín.
STJÖRIVUSPÁ
eftir Frances Drake
w
* jPín
NAUTIÐ
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
tilfínninganæmur og um-
hyggjusamur og kannt betur
við þig í stóram hóp en fá-
mennum flokki.
Hrútur (21. mars -19. aprfl) Ymsir möguleikar standa þér nú til boða og það sannast að sá á kvölina sem á völina en gefðu þér bara góðan tíma til að velja og þá fer allt vel.
Naut (20. aprfl - 20. maí) Það verða báðir aðilar í sam- bandi að leggja sitt af mörkum ef sambandið á að geta gengið. Láttu ekki allt hvfla á mótaðil- anum heldur leggðu fram þinn skerf.
Tvíburar t (21.maí-20.júní) nA Þú óttast að þig skorti úthald en þér mun aukast styrkur þegar mest á mæðir. Vertu því alls ósmeykur.
Krabbi (21. júní - 22. júlí) Fólki virðast falla hugmyndir þínar vel í geð svo nú er lag til þess að fá aðra í lið með sér og hrinda þeim í fram- kvæmd.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er ekki rétti tíminn til að vera með eitthvert hangs held- ur þarftu að láta hendur standa fram úr ermum ef þú ætlar að Ijúka við allt í tæka tíð.
Mðyja (23. ágúst - 22. september) (SlL Reyndu að hrista af þér slenið og gakktu glaður til leiks. Hættu að vorkenna sjálfum þér því það eru margir sem hafa það verra en þú.
VTV (23. sept. - 22. október) Ui ííi Þú þarft að gæta þín á því að vera ekki of kröfuharður við aðra. Reyndu að forðast alla árekstra við vinnufélaga þína.
Sporðdreki __ (23. okt. - 21. nóvember) Mwfc Margur verður af aurum api. Láttu ekki gylliboðin glepja þér sýn heldur haltu þínu striki og fast um budduna.
Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) iSC/ Þú þarft að kanna málin miklu betur en þú hefur gert því þig vantar allt of miklar upplýs- ingar til þess að þú getir tekið ákvörðun núna.
Steingeit (22. des. -19. janúar) Lúnið virðist leika við þig þessa dagana og þér er svo sem óhætt að njóta þess með- an það stendur. Lúttu gömul leyndarmál ekki vera þér fjöt- ur um fót.
Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þú þarft að leita útrásar fyrir sköpunarþörf þína og þótt þú hafir aldrei litið á þig sem listamann muntu verða undr- andi að sjá hverju þú kemur í verk.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >¥■» Þú ert á góðri siglingu núna og ættir að nota hagstæðan byr til þess að koma þínum málum í höfn. Virtu skoðanir annarra.
Stjörnuspán a á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi eru
ekki byggðar á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
Sportswear Company*
Anorakkur kr. 6.990.-
Opið í dag kl. 10-16 og sunnudag kl. 12-16
HREYSTI
ÆFINCAR - ÚTIVIST - BÓMULL
---- Skeilunni 19 - S. 5681717 -
Sundbolir og bikini
Skálastærðir C og D
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
Opið í dag frá kl. 11-16
10 rósir kr. 990
— Enskt postulín
— ítalskur kristall
— Itölsk og portúgölsk húsgögn
— Vandaðar, grískar íkonamyndir
Opið til kl. 10 öll kvöld
Fókafeni II, sími 568 9120.
meira
fyrir
KOIAPORTIÐ
Kynjakvistir í hverju horni