Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 79
Stutt
Ævaforn
matreiðslu-
bók seld
►HEIMSINS elsta matreiðslubók
seldist á uppboði í Swindon fyrir
10.000 pund á dögunum, að því er
fram kemur í bresku dagblaði.
Ritið var skrifað árið 1480 af
ítölskum eðlisfræðingi að nafni
Bartholomaeus Platina og hefur
að geyma um 300 mataruppskrift-
ir á latínu. Þar má til dæmis fínna
upplýsingar um hvernig matreiða
eigi „svínaafganga" og uppskrift
að kannabísbrauði. „Hér er um
merka söguheimild að ræða sem
gefur innsýn í matreiðsluhætti á
miðöldum. Kjötmeti virðist hafa
verið uppistaða fæðunnar en fólk
ekki meðvitað um mikilvægi
trefja," sagði uppboðshaldarinn
Dominic Winter. „Svo virðist sem
grænmetisætur hafí verið vand-
fundnar á 15. öld.“
Nvtt hlutverk
007
►BRESKI leikarinn Roger Moore
sem betur er þekktur sem James
Bond hefur breytt um stfl. Ólíkt 007
sem hefur „leyfí til að myi’ða“ var
markmiðið að þessu sinni mun göf-
ugra því leikarinn tók nýverið þátt í
söfnun fjár til stuðnings flóttabörn-
um frá Kosovo. Talið er að um
240.000 manns séu nú í Makedóníu
og þangað fór leikarinn kunni til
þess að kanna aðstæður.
Aðsókn í fangelsi
►ÓLÖGLEGUR innflyljandi í
Hong Kong fór þess á leit við yfir-
völd að hann fengi lengri fangels-
isdóm en hann hafði verið dæmd-
ur í. Afbrotamaðurinn sem er kín-
verskur og heitir Chu Wai-choi
var dæmdur í 18 mánaða fangelsi,
en fór fram á tveggja ára vistun.
Astæðan er sú að hægt er að þéna
meira bak við lás og slá í Hong
Kong heldur en á meginlandinu
Kína, að sögn dagblaðs í Hong
Kong.
Þessi ólánsami fangi hafði ekki
erindi sem erfiði og var gert að
snúa til Kína að lokinni afplánun í
einu fangelsa Hong Kong.
Tækifærislausn
ástarlífsins
►VERJUFRAMLEIÐANDI í Kol-
umbíu hóf nýverið framleiðslu á
„flík“ sem gerir áköfum elskendum
kleift að hafa mök án þess að fara úr
buxunum. Um er að ræða nærbræk-
ur fyrir karlmenn með áfastri getn-
aðarvörn.
Flíkin hefur hlotið heitið „Panty
Condom" og er líklega fyrsta sinnar
tegundar. Þunn gúmmíhimna af
gerðinni AT-10 er fest innan á bux-
urnar og þjónar sama tilgangi og
aðrar latex-gúmmíverjur. Hægt er
að kaupa flíkina í svörtu eða hvítu og
tvær gúmmíhimnur fylgja með til
skiptanna. Að sögn uppfinninga-
mannsins Max Abadi stefna fram-
leiðendur að þvi að selja 50.000 ein-
tök á þessu ári.
Vill aldrei yfir-
gefa búðina
►MOHAMED A1 Fayed, forsljóri
Harrods-verslunarinnar í Lund-
únum, er svo hrifinn af verslun-
inni að hann ætlar aldrei að yfir-
gefa hana. Hann hefúr ákveðið að
prýða búðiná sem múinía í kistu
eftir andiát sitt. Ekki eru það einu
áform A1 Fayed um framhaidsiífið
því hann hefur einnig hug á að
láta klóna sig svo hann geti gert
yfirvöldum skráveifu, en AI Fa-
yed tapaði í mánuðinum löngu
stríði sínu um að fá breskt vega-
bréf.
Ich bin ein Berliner“
HELSTU tíðindi vikunnar sem
er að líða voru að sjálfsögðu al-
þingiskosningarnar og þær um-
ræður, sem hafa orðið í fjöl-
miðlum síðar um væntanlega og
sjálfsagða stjórnarmyndun. Til-
vist flokka byggir öðrum þræði
á því að ná nægu fylgi til að
geta myndað ríkisstjórn. Það
var því undarleg játning og bar
ekki vitni pólitískum þroska,
þegar einn fram-
bjóðenda VG lýsti
því í sjónvarpi
fyrir kosningarn-
ar, að nú væri
tækifæri fyrir framsóknarmenn
að hefna sín á flokknum fyrir að
vera í samstarfi við sjálfstæðis-
menn, með því að kjósa ekki
flokkinn. Vinstri menn hafa
löngum þóst eiga þau ítök í
Framsókn, að hvenær sem þeir
telja að þurfi að refsa henni
fyrir stjórnarsamstarf leggjast
vinstri menn í gömlu hvísling-
arnar. Þetta er fyndið en ár-
angursríkt, einkum þegar á það
er litið að Framsókn á heljar-
mikinn gufuhertoga hjá R-list-
anum, en í Reykjavík tapaði
Framsókn 30% eins og ekkert
væri. Ekki er annað vitað en
Framsókn uni því að búa við
flökkufylgi sitt.
Bæði sjónvörpin gerðu sitt
besta til að halda talningavöku
fyrir áhorfendur. En íslendingar
eru sérstakir á alla lund og
róstusamt mun hafa verið í hús-
um og á götum á kosninganótt.
Þessi eina slysavarðstofukytra
var yfirfull á kosninganótt og
, nóttina á eftir.
SilÓNVARP A Heyrst hefur að
_ emn lækmr hafi
LAUGARDEGI verið á vakt
seinni nóttina.
virðast hafa verið
Einhverjii’
daprir eða þá ofsalega kátir, en
sama hvort er. Hér er til siðs að
gefa á lúðurinn í báðum tilfellum.
Nú á að fara að breyta kvöld-
fréttatíma Ríkisútvarpsins og er
óhætt að telja það til bóta. Eitt-
hvað er verið að bera við breytt-
um vinnutíma. Alíta má að Ríkis-
útvarpið sé stofnun, sem lúti ekki
lögmálum verkalýðsheyfingar-
innar eða annarra, einkum þegar
komið er á daginn, að félags-
menn sjálfir innan hennar varðar
ekkert um samninga sem heild-
arsamtökin gera. Annars verður
að segja um sjónvarpsstöðvarnar
tvær, ríkisrásina og Stöð 2, að út-
sendingar á kosningafréttum
voru snöggt um betur skipulagð-
ar hjá Stöð 2 en ríkisrásinni. Þul-
ir á báðum stöðvunum stóðu sig
vel þegar út í slaginn var komið,
en grafíkin var stórum skírari og
betri á Stöð 2 og Sigmundur
Ernir kom út sem vinningshafi
þessa þreytandi nótt með skýran
skjá og skýran koll. Var ekki
eitthvað verið að tala um að selja
Ríkisútvarpið? Það er varla heil-
agra en ríldsbanki?
Þegar kosningum var lokið
var loks kominn tími til að halda
áfram sýningum á þáttunum um
Kalda stríðið. Þeir voru felldir
niður tvisvar í röð á meðan á
kosningaundirbúningnum stóð.
Menn eru kurteisir á sjónvarp-
inu og eru ekki að sýna geð-
veikitakta kommúnista rétt á
meðan fleyta á þeim inn á AI-
þingi á bökum krata. I þetta
sinn var saga Berlínarmúrsins
sýnd, þar sem blasir við augum
eitt einkenni á stjórnarfari al-
þýðylýðveldis og sovétsins, en
það er illmennskan. Þessi póli-
tíska illmennska blasir hvar-
vetna við augum, líka hér á
landi. Fólki var ekki leyft að
fara til ættingja sinna vestan við
múrinn og það var skotið í bakið
ef það reynti að hlaupa í gegn-
um gaddavírinn. Og spurt er: til
hvers? Það er ástæðulaust að
gleyma þessu eða þeirri ill-
mennsku yfirleitt, sem ráðið
hefur ríkjum yfirleitt á tuttug-
ustu öld og kennd var við smæ-
lingja.
Berlínarmúrinn var pólitískt
glapræði hvernig sem á verknað-
inn og afleiðingar hans var litið.
Þátturinn um hann rifjaði enn
einu sinni upp þau níðingsverk
sem unnin voru í hugsjónaskyni.
John Kennedy kom þama við
sögu og hefði áreiðanlega orðið
hættulegur einhverjum mann-
kynsfrelsaranum í miðri kosn-
ingabaráttu hefði þátturinn verið
sýndur þá. Eftir allt alþjóða-
byggjurausið stóð þessi fulltrúi
mannréttinda á palli í Vestur-
Berlín og sagði yfir lýðinn: „Ich
bin ein Berliner" og talaði þar
fjTÍr munn allra viti borinna
manna.
Indriði G. Þorsteinsson
KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna spennumyndina Belly með röppurunum Nas
og DMX og söngkonunni T-Boz úr stúlknasveitinni TLC í aðalhlutverkum.
Uppgjör í undirheim-
um New York
Frumsýning
TOMMY (DMX) og Sincere
(Nas) eru æskuvinir úr Qu-
eens-hverfinu í New York.
Uppvöxtur þeirra einkenndist af
afbrotum og þegar þeir voru
komnir á unglingsár vom þeir hátt
skrifaðir í glæpaheimi borgarinnar
og á góðri leið með að tengjast
skipulagðri glæpastarfsemi borg-
arinnar. Smám saman verður ljóst
að Tommy og Sincere hafa ólíkar
væntingar í lífinu og vinátta þeirra
er í uppnámi. Hinn sautján ára
Tommy er foringi hverfisins,
flaggar ríkidæmi sínu og lætur sig
aldrei vanta þai' sem spennan ræð-
ur ríkjum. Kvensemi hans er orð-
lögð og hann heldur stíft fram hjá
kærastu sinni Kishu (Tarah
Hicks).
Andstætt Tommy er Sincere
mun minna gefinn fyrir sýndar-
mennsku. Hörkutól að upplagi en
kann þó að meta aðra hluti í lífinu
eins og bókalestur. Hann kemst
smám saman að því að fjölskylda
hans skiptir hann mestu máli í líf-
inu. Eiginkona hans, Tionne (T-
Boz), er óhress með samskipti
hans við Tommy því hún gerir sér
grein fyrir að annaðhvort mun
Sincere lenda bak við lás og slá
eða verða eiturlyfjunum að bráð.
Þegar Tommy fréttir af nýju efni
sem getur aukið áhrif eitui’lyfja og
er orðið vinsælt í undirheimum
Evrópu sér hann tækifæri til að
verða forríkur á stuttum tíma. Þá
þarf Sincere að gera upp hug sinn
og ákveða hvort hann verður með
eða ekki.
Belly er fyrsta mynd leikstjór-
ans Hype Williams, en hann skrif-
aði einnig handritið. Williams er
þekktur fyrir tónlistarmyndbönd
sín og hefur unnið með stærstu
stjörnunum í heimi rappsins og
hlotið fjölda verðlauna fyrir verk
sín. Williams er sjálfur borinn og
bamfæddur í Queens og þekkir
TOMMY er leikinn af DMX.
NASIR
Jones í
Sincere.
lilutverki
því sögusvið myndarinnar betur en
nokkur annar. Rappstjarnan Earl
Simmons eða DMX skaust fyi’st
upp á vinsældahimininn árið 1996
en fyrsta plata hans, „It’s Dark
and Hell is Hot“ fór í efsta sæti
Billboard listans og seldist í yfir
milljón eintökum fyrstu vikuna.
Hann er frá New York eins og
Williams og rapparinn Nas. Sá síð-
astnefndi þykir hafa algjöra sér-
stöðu í rappinu og hefur hlotið afar
lofsamlega dóma. Nasir Jones ólst
upp í stærstu fátækrahúsasam-
steypu New York borgar í Queens-
bridge og faðir hans var þekktur
djasstónlistarmaður. Nas þykir í
textum sínum draga upp
raunsanna mynd af lífi svartra í fá-
tækrahverfunum án þess að lof-
syngja veröld ofbeldis og eitur-
lyfja. Hann hefur gefið út þrjár
plötur, „Illmatic“, „It Was Writt-
en“ og nú síðast „I Am“.
Eins og sjá má af leikaravalinu
spilar tónlistin stórt hlutverk í
Belly en myndinni hefur verið lýst
sem nútímalegri New York-útgáfu
af kvikmyndinni Scarface sem
skartaði A1 Pacino í aðalhlutverki
og lýsti veldi eiturlyfjabaróns á
Miami.
MYNDBÖND
Vandi
ástarinnar
Skuggamyndir
(Portraits Chinois)_
kvikmyndategund
★★%
Leikstjórn: Martine Dugowson.
Aðalhlutverk: Helena Bonham
Carter og Romane Bohringer.
106 mín. Háskólabíó, apríl 1999.
Aldurstakmark: 12 ár.
HÉR segir frá vinahópi sem
starfar að fatahönnun og kvik-
myndagerð í París. Astin er megin-
■mim viðfangsefni
myndarinnar og
leitin að lífsföru-
nauti í brennid-
epli. Leikarahóp-
urinn er fjölþjóð-
legur, fínn og, að
því er virðist, vel
frönskumælandi.
Handritið er
gott. Mikil
áhersla er lögð á samtöl og per-
sónusköpun á meðan sagan er laus-
ari í reipunum. Frásögnin er víða
sjálfhverf þar sem myndin fjallar
um fólk á kafi í kvikmyndagerð og
mörg tækifæri til naflaskoðunar
koma upp. Raunsæislegu yfirborði
er vel við haldið og reynt að setja
fram sem eðlilegastar svipmyndir
af nokkuð hversdagslegu lífi venju-
legs fólks. Persónur eru margar og
myndin kallar á vakandi athygli
áhorfandans allan tímann.
„Portraits Chinois" er ágæt
skemmtun og þægileg tilbreyting
frá bandarísku síbyljunni.
Guðmundur Ásgeirsson
H ARMONIKUBALL
verður í kvöld
í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima.
Dansinn hefst kl. 22.00.
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur
leika fyrir dansi.
Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir.
ALLIR VELKOMNIR