Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Bandarísk stjórnvöld
Hafa rétt til
þess að áfrýja
BANDARÍSK stjómvöld hafa lagt
fram tilkynningu um rétt til áfrýjun-
ar, vegna dóms sem kveðinn var upp í
máli Eimskipafélags Islands gegn
Bandaríkjaher í byrjun febrúar. I
dómnum segir að hnekkja beri þeirrj
ákvörðun Bandaríiqahers að ganga að
tilboðum TransAtlantic Lines og Atl-
antsskipa um sjóflutninga fyrir vam-
arliðið. Tilkynning um rétt tíl áfrýjun-
ar er ekki fullgild á&ýjun heldur gef-
ur hún stjómvöldum tækifæri til að
verja hagsmuni sína og lengja þann
frest sem gefst til áfrýjunar.
Russell Coleman, fulltrúi í upplýs-
ingadeild bandaríska dómsmálaráðu-
neytisins, segir að stjómvöld hafi því
ekld tekið ákvörðun um hvort málinu
verði áfrýjað. Akvörðun þar um geti
legið fyrir í haust.
„Eg get ekki verið nákvæmari í
tímasetningu vegna þess að tilkynn-
ing um rétt til áfrýjunar er lögð fram í
því skyni að gefa stjómvöldum tæki-
færi til að komast að niðurstöðu um
það hvort málinu verði áfrýjað," sagði
Coleman.
Máfið er nú í höndum svonefhds
embættismanns sem flytur mál alrík-
isstjómarinnar fyrir hæstarétti og
ákveður hvaða málum stjómin áfrýjar
til hæstaréttar.
„Við bíðum viðbragða hans.
Ákvörðun um þetta ætti þó í síðasta
lagi að liggja fyrir í haust,“ sagði
Coleman.
Reyndu að svíkja út
66 milljónir króna
ÚTLENDIR aðilar reyndu með
skipulögðum hætti að svíkja um
66 milljónir króna út úr þremur
íslenskum fyrirtækjum sama
daginn, síðastliðinn miðvikudag.
Peim tókst ekki ætlunarverk sitt
vegna árvekni bankastarfsmanna
en þeir frömdu fullframin skjala-
falsbrot með því að falsa undir-
skriftir yfirmanna fyrirtækjanna
og sendu bönkunum millifærslu-
beiðnir í nafni fyrirtækjanna. St-
arfsaðferðir þeirra voru ágengar
og miðuðu að því að skapa
streituástand í bönkunum.
Að sögn Arnars Jenssonar, yf-
irmanns efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, bendir margt
Árvökulir banka-
starfsmenn komu í
veg fyrir svikin
til þess að nú sé kominn fram
vitnisburður um að búið sé að
kippa Islandi inn í samfélag þjóð-
anna að því er varðar alþjóðlega
glæpastarfsemi.
„Það er ljóst að það er oftar
sem upp koma skipulögð mál þar
sem reynt er að ná peningum út
úr bönkunum og að þeir aðilar
sem stunda brotið eru staddir í
mörgum löndum,“ segir Arnar.
„Samskiptin eru alltaf að verða
opnari og opnari, þannig að bæði
í tölvusamskiptum milli landa og
með meira frelsi í flutningum á
peningum, þá erum við að kom-
ast á kortið.“
Hann segir greinilegt að þeir
sem stóðu að fjársvikatilraunun-
um hafi undirbúið sig rækilega
með því að afla sér gagna um fyr-
irtækin sjálf, síma þeirra,
símbréf, heimilisfang, undir-
skriftir, stjórn, forstjóra og
bankareikninga og hafi síðan
gert atlögu allir í einu á sama
tíma.
■ íslensk fyrirtæki/10
Morgunblaðið/Ásdís
Hornsteinn
lagður að
Sultartanga-
virkjun
GESTIR streyma að stöðvar-
húsinu að Sultartanga, þar sem
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
lagði hornstein að virkjuninni í
gær. I ávarpi sínu við athöfnina
hvatti Ólafur Ragnar menn til
að huga vel að breyttu verð-
mætamati, þar sem óspillt nátt-
úra kynni að verða meira metin
á komandi öld en nú. Því bæri
að íhuga vel frekari virkjunar-
framkvæmdir.
Nýja virkjunin gæti ein séð
fyrir venjulegri orkunotkun á
Reykjavíkursvæðinu. Fyrri
hverfill virkjunarinnar verður
settur í gang í nóvember. Þegar
virkjunin verður tekin til starfa
verða íslendingar mestu raf-
orkunotendur í heimi.
I Forsetinn/6
Þorgeir Hlöðversson, kaupfélagsstjori KÞ
Unnið hörðum höndum
að því að biarga Aldini
ÞORGEIR Hlöðversson, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Þingeyinga, segir
það lykilatriði að viðhalda því at-
vinnustigi og þeirri uppbyggingu at-
vinnulífs sem Kaupfélag Þingeyinga
stóð fyrir í sýslunni. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins fengu starfs-
menn fyrirtækisins Aldins hf„ sem
KÞ á um 30% hlut í, laun sín ekki
greidd í gær.
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra sagði forráðamenn kaupfélags-
ins ekki hafa leitað formlega eftir lið-
sinni sínu eða rfldsstjórnarinnar
vegna fjárhagsvandans. „Þegar svona
kemur upp hafa menn samband og
það er kannski ekki síst vegna Aldins
sem við höfum horft á sem nýsköpun í
atvinnulífinu. En okkur hafa engin
formleg erindi borist um aðstoð,"
sagði ráðherrann. Hann kvaðst að-
spurður ekki þekkja stöðuna nægilega
vel til að geta lagt mat sitt á hvort
Ekki verið leitað
liðsinnis ríkis-
stjórnarinnar
nauðsynlegt sé að rfldsstjómin grípi
inn í enda sagði hann stöðuna ekki
ljósa ennþá.
Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga
verður haldinn á Hótel Húsavík á
þriðjudag en þar liggur fyrir að stað-
festa stofnun tveggja hlutafélaga,
Kjötíðjunnar ehf., sem tekur við eign-
um og skuldbindingum KÞ á sviði
slátrunar og kjötvinnslu, og MSKÞ
ehf. sem tekur við eignum og skuld-
bindingum KÞ á sviði mjólkurvinnslu.
Til þessarar ráðstöfunar er gripið
til að verja eignir og rekstur KÞ,
hagsmuni starfsfólks, viðskiptavina og
félagsmanna kaupfélagsins. Mikið tap
var á rekstri KÞ á liðnu ári sem að
einhverju leytí má rekja til fyrirtækis-
ins Aldins hf. sem KÞ á um 30% hlut í.
„Þetta fyrirtæki fór af stað fyrir um
þremur áram með góðu markmiði, en
ýmislegt þróaðist á annan veg en gert
var ráð fyrir," sagði Þorgeir, en áður
en fyrirtækinu var ýtt úr vör lá fyrir
skýrsla þar sem fram kom að um
áhugavert og arðbært fyrirtæki væri
að ræða. „Það er unnið hörðum hönd-
um að því að bjarga fyrirtækinu og
finna því endumýjaðan rekstrar-
grunn,“ sagði Þorgeir, en gat á þessu
stígi eldd greint frá í hverju aðgerðir
fælust. Hann sagði tíðinda að vænta,
sennilega í næstu viku, en stjóm fé-
lagsins væri að vinna að málinu. „Það
verður unnið að því að bjarga fyrir-
tækinu næstu daga og greiða úr þeim
vandræðum sem það á í og við vonum
að lausn finnist," sagði Þorgeir.
■ Kaupfélag/44
Húnavatnssýsla
Tekinn á
146 km
hraða
LÖGREGLAN á Blönduósi tók tvo
ökumenn á 146 km hraða á Norður-
landsveginum í V-Húnavatnssýslu í
gær. Annar þeirra var aðeins 19 ára
gamall. Munu þeir að öllum líkind-
um missa ökuleyfi sitt, að sögn lög-
reglunnar.
Rammt kvað að hraðakstri í um-
dæmi Blönduósslögreglunnar í gær,
en á fjórum tímum síðdegis voru 19
ökumenn stöðvaðir á Norðurlands-
veginum á 110-146 km hraða.
Að sögn Þórs Gunnlaugssonar
varðstjóra er slíkur hraði ekki
mönnum bjóðandi og telur hann
slíkt aksturslag valda stórhættu í
umferðinni.
Á einni viku, frá 7.-14. maí, hafði
Blönduósslögreglan kært 74 öku-
menn fyrir of hraðan akstur og á
síðastliðnum mánuði er fjöldi öku-
manna sem kærðir hafa verið fyrir
hraðakstur orðinn 160.
Að sögn lögreglunnar verður
mjög stíft fylgst með hraðakstri á
næstunni í Húnavatnssýslunni.
----------------------
Leikskóla-
kennarar að
yfirgefa BSRB
REIKNAÐ er með að tillaga um
allsherjaratkvæðagreiðslu um úr-
sögn Félags íslenskra leikskólakenn-
ara úr BSRB verði samþykkt á full-
trúaráðsfundi félagsins í dag. Jafn-
framt er búist við að samþykkt verði
að láta samhliða fara fram allsherj-
aratkvæðagreiðslu um aðild að nýju
kennarasambandi sem er verið að
stofria.
Á fulltrúaráðsfundinum var verið
að ræða undirbúning næstu kjara-
samninga, sem renna út í lok ársins
2000. Björg Bjarnadóttir, formaður
Félags íslenskra leikskólakennara,
sagði að mikil óánægja væri innan
félagsins með kjörin og harður tónn
væri meðal félagsmanna. Mikið væri
um yfirborganir í þjóðfélaginu sem
skilaði sér ekki til leikskólakennara.
Inn í þetta blandaðist skortur á
starfsfólki, sem aftur leiddi tfl mikils
vinnuálags í leikskólunum.