Morgunblaðið - 31.07.1999, Page 4

Morgunblaðið - 31.07.1999, Page 4
4 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsókn Ólafs Ragriars Grímssonar forseta íslands til Kanada Morgunblaðið/Jón Gústafsson FORSETI Islands dró íslenska fánann að húni við sendiherrabústað Islands í Winnepeg. Viðstaddir voru m.a. Svavar Gestsson sendiherra, Dalla Ólafsdóttir, dóttir forsetans, Eric Stefanson heilbrigðisráðherra Manitoba og Neil Bardal aðalræðismaður fslands í Gimli. Mikilvægt að rækta tengsl við Vestur-Islendinga FORSETI fslands gerði stuttan stans í Winnipeg á hádegi föstudags á leið sinni til Mountain í Norður- Dakóta. Þar dró hann íslenska fánann að húni við sendiherrabústað Islands í Kanada. Siðan ræddi for- setinn við blaðamenn og átti hádegisverðarfund með nokkrum helstu frammámönnum vestur-íslenska samfélagsins í Manitoba í boði Svavars Gestssonar. Meðal gesta voru Janis Johnson öldungadeildarþing- maður, John Harvard þingmaður, Eric Stefanson heilbrigðismálaráðherra Manitoba og Neil Bardal aðalræðismaður Isiands í Gimli. Forsetinn ræddi þar meðal annars um nýafstaðna heimsókn sina til Alberta og Saskatchewan. „Það var einstök lífsreynsla að finna á sléttunum í Saskatchewan þetta bændasamfélag sem er svo ís- lenskt í öllu sínu eðli og hitta þar mörg hundruð af- komendur íslenskra landnema, bænda sem settust þar að fyrir um hundrað árum, og skynja þjóðrækn- ina og tilfinningarnar til íslands," sagði forseti ís- lands við þetta tækifæri. „Mér varð hugsað til þess að við á Islandi höfum á margan hátt vanrækt að sinna þeim byggðum Vestur-Islendinga sem eru ann- ars staðar en á Winnipeg og Gimli-svæðinu.“ Talar lýtalausa íslensku Forsetinn sagði að það væri mikill áhugi á því meðal yngri kynslóðar Vestur-fslendinga að tengja arfleifðina við nútíma viðskiptahætti. „Þarna finnst enn fólk sem talar lýtalausa íslensku þótt það hafi aldrei komið til íslands." „í samræðum mínum við forsætisráðherra Sa- skatchewan-fylkis kom fram mikill áhugi á að efla viðskiptatengsl við ísland og Norðurlönd og í fram- haldi af því við norðurhluta Rússlands. Það kom fram hjá honum að hann hefði áhuga á að beita sér fyrir því að íslenskum flugfélögum yrði gert kleift að lenda annars staðar en í Halifax og var Winnipeg- borg nefnd sem dæmi. Það mundi styrkja ferða- mannaþjónustu milli annarra fylkja og Islands. Þeim er líka ljóst að slikar flugsamgöngur við lönd í Norð- ur-Evrópu geta þjónað hagsmunum einstakra fylkja. Orðspor Islands í Kanada og sá árangur sem náðst hefur í íslenskum efnahagsmálum er fyrirheit um að samskipti við ísland geta þjónað slíkum hagsmunum. Það vekur athygli þeirra að alþjóðafyrirtæki hafa gert stóra viðskiptasamninga við fyrirtæki eins og HEIMSÓKN forseta fslands vakti mikinn áhuga fjölmiðla í Kanada. OZ og íslenska erfðagreiningu. Slíkir samningar eru mikill gæðastimpill fyrir íslenskt atvinnulíf." Fjölmenni í Saskatchewan-fylki Um eitt þúsund afkomendur íslenskra landnema í Vatnabyggð j Saskatchewan-fylki í Kanada tóku á móti forseta íslands. Tekið var á móti forsetanum við minnismerki um landnám íslendinga í fylkinu sem heimamenn hafa reist í bænum Elfros, en minnis- merkið sýnir landnemahjón við lestur íslenskrar bók- ar. Þar færði forsetinn Þjóðræknisfélagi Vatnabyggð- ar að gjöf heildarútgáfu fslendingasagna á ensku. Snemma um morguninn hafði forsetinn hitt for- sætisráðherra Saskatchewan-fylkis, Roy J. Roma- now, á vinnufundi. Þar var fjallað um landnám ís- lendinga í fylkinu og stöðu fjölmargra afkomenda ís- lenskra Iandnema nú, fyrirhuguð hátíðarhöld kanadískra og íslenskra stjórnvalda á næsta ári til að minnast Iandafunda Leifs Eiríkssonar og annarra ís- lenskra karla og kvenna fyrir þúsund árum, væntan- legan fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Kanada og hugsanleg viðskipti fslands og Sa- skatchewan-fylkis. Svavar Gestsson sendiherra, sem einnig sat fundinn, lýsti aðdraganda samningsins og fjallaði um þau tækifæri sem hann mun skapa í við- skiptum Kanada og EFTA-ríkjanna. I gærmorgun átti forsetinn fund með forsvars- mönnum í viðskiptalífi Saskatchewan-fylkis í boði Anne Rose framkvæmdastjóra títflutningsráðs. Ný reglugerð um rannsóknir á heilbrigðissviði Sér um eftirlit með framkvæmdinni INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Tvö ár eru liðin frá setningu slíkrar reglugerðar um vísindarannsóknir. I fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu kemur fram að á þeim tíma hafi orðið mikl- ar breytingar á sviði rannsókna. Þeim hafi jafnframt fjölgað veru- lega og kröfur til rannsakenda auk- ist. Þá hefur orðið mikil umræða um siðfræði rannsókna og þá helst í tengslum við gagnagrunn á heil- brigðissviði. Nýja reglugerðin er gerð sam- kvæmt ósk landlæknis, sem lagði til að fyrri reglugerð yrði endurskoðuð með framangreind sjónarmið í huga. Helstu breytingar sem finna má í nýrri reglugerð eru þær að nú er vísindasiðanefnd falið eftirlit með framkvæmd rannsókna en sam- kvæmt eldri reglugerð samþykkir nefndin einungis rannsóknaáætlan- ir en fylgist ekki með framvindu rannsóknanna. Reglugerðin gerir ráð fyrir að landlæknir skipi óháðan fulltrúa í siðanefndir stofnana. Nú eru siða- nefndir þeirra skipaðar af stjómum þeirra og engin trygging fyrir því að í þeim sé fulltrúi sem óháður er viðkomandi stofnun. Nýr formaður visindasiðanefndar Sú breyting verður á skipan vís- indasiðanefndai- að þrír nefndar- menn verða tilnefndir af mennta- málaráðherra, dómsmálaráðherra og landlækni og tveir skipaðir af heilbrigðisráðherra án tilnefningar. Tilnefningu menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra er ætlað að tryggja að sjónarmiða vísinda og mannréttinda sé gætt í nefndinni og tilnefningu landlæknis að tryggja að gætt sé hagsmuna notenda heil- brigðisþjónustu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þegar hin nýja reglugerð tekur gildi mun Ingileif Jónsdóttir, líf- fræðingur, taka við formennsku í vísindasiðanefnd. ----------------- Hótaði af- greiðslufólki MAÐUR hafði í hótunum við starfsfólk Hagkaups í Skeifunni rétt fyrir klukkan fimm í gær, þegar það hugðist koma í veg fyrir að hann gengi út með vörur án þess að greiða fyrir þær. Starfsfólkið kannaðist við manninn og var hans leitað í gærkvöldi. Þegar starfsfólk verslunarinnar reyndi að stöðva manninn lyfti hann upp jakkanum þar sem hnífur var í slíðri og spurði hvort hann ætti að nota hnífinn. Hann komst burtu á bíl. Starfsfólkið náði númeri bílsins og lét lögreglu vita. Kom í ljós að maðurinn sem fólkið taldi sig kannast við er skráður eigandi bílsins. Andlát KRISTJAN G. HALLDÓRSSON KJARTANSSON KRISTJÁN G. Hall- dórsson Kjartansson forstjóri er látinn, 65 ára að aldri. Kristján fæddist í Reykjavík hinn 22. júní árið 1934, sonur hjónanna Halldórs Kjartansson og Else Marie Nielsen. Kristján lauk stúd- entsprófi frá Verzlun- arskóla íslands árið 1956 og hóf þá störf fyrir Helga Magnús- son & Co. og síðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Elding Trad- ing Company. Um áramótin 1959- 60 var hann ráðinn framkvæmda- stjóri Verksmiðjunnar Vífilfells hf. og gegndi því starfi í tæplega þrjátíu ár. Þá sneri hann sér aftur að rekstri Elding Trad- ing Company og var forstjóri þess til dauðadags. Kristján var virkur í ýmsum félögum og líknarsamtökum og starfaði m.a. í JC- Reykjavík og Frímúr- arareglunni. Eftirlifandi eigin- kona Kristjáns er Iðunn Bjöms- dóttir og eiga þau þrjú uppkomin böm. Stór viðskíptavinur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja gjaldþrota Horfur á miklu tapi ÞÝSKA ferðaskrifstofan Arktis Schele hefur verið lýst gjaldþrota. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra getur gjaldþrotið eðlilega haft veruleg áhrif hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu hér á landi, þar sem umrætt fyrirtæki sé einn stærsti söluaðili Islandsferða í Þýskalandi. Magnús segist halda að þessar fréttir hafi komið flestum hér í opna skjöldu. „Þarna er um að ræða fyr- irtæki sem hefur verið að selja ferð- ir til Islands mjög lengi, og senni- lega er það annar stærsti söluaðOi á þessu mikla markaðssvæði okkar, Þýskalandi." Ferðaskrifstofan er í eigu Nor- berts Schele, en hann hefur sérhæft sig í ferðum á norðurslóðir. „Gestir á hans vegum hérlendis voru til dæmis 3-4.000 talsins á síðasta ári, sem mér reiknast tö að séu 10-12% af þeim gestum sem hingað komu frá Þýskalandi,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er tapið vænt- anlega verulegt hér. ,Á landinu eru núna rúmlega 500 gestir á vegum fyrirtækisins. Búið er að veita þeim þjónustu undanfamar vikur, sem menn hafa ekki fengið að fullu greidda. Það er erfitt að meta fjár- hagslegt tjón, en það nemur örugg- lega einhverjum tugum milljóna. Þessar skuldir eru viðskiptaskuldir, ekki forgangsskuldir." Tap vegfna aflýstra ferða Þá segir Magnús að við bætist tjón vegna þess að. fyrirtækíð hafi bókað ferðir til íslands á næstunni. „Það er búið að taka frá hótelher- bergi, bílaleigubíla og fleira. Það er hæpið að þessir einstaklingar kaupi ferðir hjá öðrum. Þess vegna er um viðskiptalegt tap atvinnugreinar- innar, og tapaðar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, að ræða.“ Magnús tel- ur að þama geti tapið numið 40-50 milljónum. Magnús áætlar því að beint fjár- hagslegt tap ferðaþjónustufyrir- taekja vegna gjaldþrotsins nemi að minnsta kosti 100 mdljónum króna. Það dreifist þó á marga aðöa. „Svona tap hefur hins vegar afar slæm áhrif á atvinnugreinina, þar sem mörg fyrirtæki hafa verið að berjast við að ná ásættanlegri af- komu,“ segir Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.