Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 8

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 8
8 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Uthlutun byggðakvóta — Hinn árlegi „nammidagur" kvótakerfísins fór fram með hefðbundnum hætti. Sleppingar skila sér í Breið- dalnum VEL gengur í Breiðdalsá þessa dag- ana, nýlega voru komnir milli 40 og 50 laxar á land og er það mun meira heldur en á sama tíma í fyrra, yfir- leitt hefur ágúst verið sá mánuður sem eitthvað af viti veiðist í ánni. Að sögn Þrastar Elliðasonar, eins leigutaka árinnar, lítur út fyrir að gönguseiðasleppingar sumarið 1998 séu eitthvað farnar að skila sér. „Menn hafa séð talsverðan lax, ekki síst á veiðistöðum sem eru nærri sleppitjörnunum. Þá hafa verið að koma örmerktir laxar á land. Þessi slepping í fyrra var í smáum stíl mið- VEIÐIMAÐUR kastar flugunni í Víðidalsá ofanverðri. að við það sem við höfum verið að gera í Rangánum síðustu árin og trúlega eru skilyrðin erfíðari hér úti á Austfjörðum, en þessi byrjun lofar góðu, stefnt var að því að hífa veiðina eitthvað upp og útlitið með að það takist er virkilega gott,“ sagði Þröst- ur. I byrjun vertíðar veiddust nokkr- ir 12-14 punda laxar, en uppistaðan nú er nýgenginn smálax. Sjóbleikju- veiði hefur einnig verið með ágætum í ánni það sem af er, en eitthvað veiddist minna af staðbundnum ur- riða ofarlega en stundum áður. Netaför á laxi Leiðsögumenn við Víðidalsá segja að óvenumikið sé af netaförum á laxi sem veiðst hefur í ánni í sumar. Vel þekkt vandamál í ánni er selafjöldi á gönguleið laxins og segja menn nokkuð vera um selbitinn lax, en þó hafi nokkuð dregið úr því. Leiðsögu- maður einn við Víðidalsá sagði í sam- tali við Morgunblaðið að menn hefðu verið að kvarta undan netasærðum löxum við veiðieftirlitsmann svæðis- ins og væntu menn þess að hann grennslaðist fyrir um hverjir séu að veiða lax í sjónum. Áskorun til Guðna Hópur áhugamanna um stanga- veiði á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár hefur útbúið áskorun til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Áskorunin liggur frammi í veiði- verslunum og er mönnum þar frjálst að setja nöfn sín á blað. Verður ráð- herra síðan færð áskorunin með undirskriftunum á næstunni. Stangaveiðimenn hafa miklar áhyggjur af laxastofnum á umræddu svæði, en hlaupið í Hagafellsjökli hefur gert það að verkum að laxa- torfur á leið á heimaslóðir sínar hringsóla um í dökku jökulmorinu í Ölfusá og hefur verið mikil veiði í netin á þeim slóðum. Svipað ástand var í ánum árið 1980 og segja stangaveiðimenn svæðið ekki hafa borið sitt barr síðan. Áskorunin er annars svohljóðandi: „Undirritaðir áhugamenn um lax- veiði hafa þungar áhyggjur af ástandi laxastofna á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu og óttast ef netaveiðar í ánum verði ekki teknar til alvarlegrar endur- skoðunar stefni í óefni. Miðað við óbreyttar aðstæður sjá undirritaðir sér varla fært að stunda áfram veið- ar á svæðinu. Við hvetjum því ráð- herra til að beita sér fýrir að eftirlit með netaveiði og veiðivarsla á svæð- inu verði efld og farið að lögum um lax- og silungsveiði.“ 18 punda sjóbirtingur Fyrir nokkru veiddist 18 punda sjóbirtingur í Hólsá í Rangárvalla- sýslu. Hólsá heitir þar sem Rangárn- ar báðar ásamt Þverá hafa samein- ast og stóð veiðimaður á austurbakk- anum. Þetta er stærsti birtingur sem veiðst hefur á íslandi um nokkurt skeið, en sumarið 1997 veiddust tveir yfír 20 pund, annar í net úti fyrir Holtsós og hinn á stöng í Tungulæk í Landbroti. IthltpLbfóSQ) - etwu öðru Cíkt! DELHI - AGRA - JAIPUR Taj Mahal ^ , L - - FARASTJORAR: Sigurður A. Magnússon Ingólfur Guðbrandsson í fylgd tveggja kunnáttumanna opnar Heims- klúbburinn þér hlið INDLANDS við bestu aðstœður á ótrúlegu verði - á besta tíma ársins- 3.-10. október (sól - ca. 26C.) Gullið tœkifœri, kemur ekki aftur. Eina Indlandsferðin í 10 ár. Sœti fást enn á tilboðsverði, sé staðfest um leið. I A/%|^p PRJMAÍ' Takmarkaður fjöldi. rcuaum ^KlúmúlfS Með Fjallræðuna í farteskinu Helgigöngur sex slíkar IDAG klukkan 13.30 verður gengið frá Stöng í Þjórsárdal áleiðis í Gjána, sem er spölkom írá, með Fjall- ræðuna í farteskinu, eins og séra Axel Árna- son orðar það, en hann stendur fyrir þessari göngu. Skyldu hafa ver- ið farnar slíkar göngur með Fjallræðuna í farteskinu áður? Já, þetta er þriðja ganga. Sú fyrsta var farin 20. júní sl., þá var gengið á Skarðsfjall í Gnúpverjahreppi og fram á Stöðulfell. Önnur gangan var farin 3. júlí og þá var gengið á Vörðufell. Það á eftir að ganga þrisvar sinnum slíka göngu í sumar og í ráði er að ganga næsta sumar. - Hvers vegna ertu að standa fyrir svona göngum ? í fyrsta lagi að minna okkur á það að þjóðin hefur gengið með Kristi og Fjallræðunni í þúsund ár og hefur það gengið á ýmsu, ef svo má segja. I öðru lagi þurfum við að tileinka okkur Fjallræðuna í fallvöltum heimi. Fjallræðan er þannig að hún gerir okkur ef til vill að nýju og betra fólki. Eg segi gjarnan við fólk að það fylgi því blessun að tengja saman lífsgönguna og Fjallræðuna. - Hvaða atriði er það í Fjall- ræðunni sem höfðar mest til þín sjálfs? Raunar þau vers sem lesin em í það og það skiptið í hinu mismunandi umhverfí. Per- sónulega finnst mér að versin; Þér eruð salt jarðar og þér erað ljós heimsins, höfði sterkt til mín. Einnig þetta vers; Vertu skjótur til sátta! Þegar komið er að versunum; Enginn getur þjónað tveimur herrum, þá set- ur mann svolítið hljóðan. Það segja mjög margir frá því, sem gengið hafa með Fjallræðuna í farteskinu, að umhverfíð og lesturinn orki sterkt á þá. Þannig að þessi staður á landa- kortinu verður einskonar innri vídd. Fólkið öðlast reynslu í hrynjandi lífsins sem það síðan gengur til baka með inn í þá veröld sem við lifum í. - Eru þetta erfíðar göngur? Nei, þær era það ekki. Það er farið jafnhratt og sá sem geng- ur hægast. Fólk þarf bara að vera göngubúið, á góðum skóm og klætt eftir veðri. Þetta era um klukkutíma til tveggja tíma túrar. Fólk kemur sér á staðinn og yfirleitt er gengið til baka á sama stað og lagt var upp frá. Um miðbik göngunnar er bænastund sem fer saman við lestur þess kafla sem geymir Faðir vor. -------- -Hafa margir tek- ið þátt í göngun- um sem þeg- ar hafa verið farnar? Það skemmtilega ____________ var að fyrsta gangan var farin af tólf manns, sem er óneitanlega táknræn tala. í aðra göngu fóra 36 manns og einn hundur. Ef þreföldunar- reglan gildir, sem líka væri skemmtilega táknrænt, þá má búast við 108 manns og þremur hundum. Við sjáum hvað setur! - Hver átti hugmynd- ina aðþessum göngum? Ég er nógu vitlaus til að láta mér detta þetta í hug en kannski hefur engill hvíslað Axel Arnason ►Axel Árnason er fæddur í Reylqavík 2. maí 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982 og guðfræðiprófi frá Há- skóla Islands 1991. Hann var kallaður til þjónustu í Stóra- Núpsprestakalli í Gnúpveija- hreppi árið 1991 og hefur ver- ið prestur þar siðan. Axel er kvæntur Sigþrúði Jónsdóttur náttúrufræðingi og forstöðu- manni Héraðsseturs land- græðslunnar í Árnessýslu. Þau eiga tvö börn. Þjóðin hefur gengið með Fjallræðunni í 1000 ár þessu að mér - sem ég hallast nú frekar að því enginn vill vera vitlaus, síst af öllu prestar. En þetta er eins og með Lilju - margir vildu hana kveðið hafa. Þess má geta að ég hef tekið myndir úr göngunum tveimur sem famar hafa verið og þær myndir hef ég sett á vefslóð www.kirkjan.is/Storinupur. - Hvernig velur þú stað- ina sem gengið erá? Ég hef valið fell, holt og fjöll í prestakallinu og við eigum eftir að ganga á Hlíðarkistu 14. ágúst nk. og þá verður gengið frá Steinsholti, sem er gamli kirkjustaðurinn og niður í Hlíð. 28. ágúst verður gengið á Búr- fell, þar sem virkjunin er og 18. september verður farið á Hamraholt og lagt upp frá prestsetrinu í Tröð. Þessi fjöll era öll í Stóra-Núpsprestakalli sem nær yfir Gnúpverja- og Skeiðahrepp. - Hafa svona göngur þýð- ingu fyrir kristnina í land- inu að þínu mati? Já, tvímælalaust. Því að ganga með Jesú eða orðum hans hlýtur að stýra manni dá- lítið til verka og viðhorfs og væntumþykju til manna og ekki síst til náttúrunnar. Enda samtíminn á hvora svo vægt sé til orða tekið. Það er skemmtilegt að Fjallræðunni lýkur á sögunni um manninn sem byggði hús sitt á sandi og hins sem byggði sitt hús á Þetta var guðspjallið var þegar lýðveldið Það var lesið á traðkar tveggju, bjargi. sem lesið var stofnað. bjargi en í mikilli rigningu áður en Gísli Sveinsson lýsti yfir lýð- veldisstofnun. Þannig að kannski er þetta „hinn“ þjóð- söngurinn okkar. Ekki má gleyma því að Ólafur Thors gaf lýðveldinu einkunnarorð og þau eru; Mannhelgi! Og það er Guð sem helgar. Þessar göngur era því helgigöngur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.