Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 11 FRÉTTIR Landað á Suður- eyri LÍTILL afli hefur borist á land á Suðureyri það sem af er sumri og segir Magnús Erlings- son hafnarvörður langvarandi brælu einkum um að kenna - menn hafi einfaldlega ekki komist nægilega oft á sjó. Ekki er þó alger ördeyða í fiskirnnu og hér má sjá hvar afli úr ein- um þeirra smábáta sem landa á Suðureyri er hífður í land. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Máli Vestdalsmjöls gegn Viðlaga- tryggingu íslands vísað frá dómi Ekkert liggur fyrir um fjártjón Vestdalsmjöls HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur ákveðið að vísa frá dómi máli Vestdalsmjöls ehf. gegn Viðlaga- tryggingu Islands, en fyrirtækið krafðist þess m.a. að úrskurður úr- skurðarnefndar hennar yrði felldur úr gildi og viðurkennt yrði með dómi að Viðlagatrygging greiddi tjón sem varð á verksmiðju Vest- dalsmjöls á Seyðisfirði í mars 1995. Þá ákvað dómurinn að Vestdals- mjöl greiddi Viðlagatryggingu málskostnað, sem ákveðinn var 200 þúsund krónur. I upphafi var bæjarsjóði Seyðis- fjarðar, fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og umhverfisráð- hera fyrir hönd Skipulagsstjómar ríkisins og Ofanflóðasjóðs, einnig stefnt í málinu, en í þinghaldi í febrúarbyrjun 1998 féll Vestdals- mjöl frá kröfum sínum á hendur þessum aðOum. Frávísunarkröfu Viðlagatryggingar var hafnað með úrskurði í febrúar 1999. Fengu um 173 milljónir króna Málsatvik eru þau helst að í mars 1995 féll snjóflóð á verk- smiðju Vestdalsmjöls á Seyðisfirði með þeim afleiðingum að tjón varð á vélum og fasteignum félagins. Verksmiðjan naut tryggingavernd- ar Viðlagati-yggingar Islands, sam- kvæmt ákvæðum laga, og var hún viðurkennd og óumdeild í málinu. Fjárhagslegt tjón var metið og komust matsmenn að þeirri niður- stöðu að um svokallað tjón að hluta væri að ræða, en Vestdalsmjöl taldi að um altjón væri að ræða, þar sem sýnt þótti að endurbygging þeirra húsa sem eyðilögðust í snjóflóðinu væri ekki réttlætanleg vegna tíðra flóða á þessum sama stað. í júní 1995 samþykkti Viðlaga- trygging að tjónið yrði bætt með greiðslu bóta samkvæmt mats- gerðum, að teknu tilliti til ákveð- inna athugasemda Vestdalsmjöls. T0 viðbótar kæmi greiðsla kostn- aðar vegna flutnings og uppsetn- ingar verksmiðjunnar á öðrum stað. Taldi Vestdalsmjöl að sú fjár- hæð næmi 150 mdljónum króna. Á stjórnarfundi Viðlagatrygg- ingar í lok júlí sama ár, var sam- þykkt að gera upp tjón Vestdals- mjöls á grundvelli endurskoðaðs mats á tjóninu, sem þá lá fyrir, en hafna kröfu Vestdalsmjöls um greiðslu 150 milljóna króna vegna kostnaðar við hugsanlegan flutning og uppsetningu verksmiðjunnar á nýjum stað, þar sem slíkur kostn- aður nyti ekki tryggingaverndar Viðlagatryggingar að lögum. Sam- kvæmt niðurstöðu hins endurskoð- aða mats námu heildarbætur vegna tjóns Vestdalsmjöls á lausa- fé, fasteignum og vélum, ásamt hreinsun og bráðabirgðaráðstöfun- um, alls tæplega 160 mOljónum króna, auk þess sem Viðlagatrygg- ing samþykkti að greiða 13 mOljón- ir króna vegna ýmiss kostnaðar. í niðurstöðu dómsins segir m.a. að kröfur Vestdalsmjöls eins og þær eru orðaðar í stefnu verði að teljast of almennar og óafmarkaðar tO að hægt sé leggja á þær dóm. Er þá einkum átt við orðin „að verk- smiðjan hafi orðið félaginu ónýt“. í kröfunni komi ekki fram um hvaða verksmiðju nánar tOtekið sé að ræða og þá sé orðalagið „orðið fé- laginu ónýt“ of almennt og óákveð- ið til að dómur verði lagður á kröf- una í heild sinni. „Eins og krafan er sett fram verður ekki séð að við- urkenning hennar fyrir dómi myndi leiða til þess að efnisleg úr- lausn fengist um álitaefni það sem málsaðOar í reynd deila um. Er ekki talið að stefnandi hafi bætt úr ágöllum þessum á kröfugerð sinni undir rekstri málsins,“ segir í dómsniðurstöðu. Þá er þess einnig getið m.a. að sá annmarki sé á málinu að Vestdals- mjöl hafi enga grein gert fyrir fjár- tjóni því sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir af völdum snjóflóðsins í mars 1995. I málinu komi því ekki fram hversu mikinn hluta tjónsins Vestdalsmjöl taldi óbættan. Að beiðni Vestdalsmjöls voru tveir matsmenn dómkvaddir í janúar 1996 til að meta staðgreiðsluverð- mæti verksmiðjunnar og einstaka hluta hennar, annars vegar áður en snjóflóðið féll í mars 1995 og hins vegar eftir að flóðið féll og ljóst var að endurbygging yrði ekki leyfð. Vestdalsmjöl kaus að leggja ekki matsgerð hinna dómkvöddu mats- manna fram í málinu. „Þá kom fram í skýrslu fram- kvæmdastjóra stefnanda hér fýrir dómi, að stefnandi hefur komið skemmdum sem óskemmdum hlut- um sem tilheyrðu verksmiðjunni í verð, að hluti af verksmiðjunni, sem enn er á Seyðisfirði, er nýttur og jafnframt að verksmiðjan hefur verið flutt frá Seyðisfirði til Þor- lákshafnar, þar sem verið er að endurreisa hana. Upplýsingar þessar lágu ekki fyrir þegar frávís- unarkröfu stefnda var hafnað með úrskurði 19. febrúar 1999,“ segir í dómsorðum. „Þar sem ekkert ligg- ur fyrir um raunverulegt fjártjón stefnanda af völdum snjóflóðsins 19. mars 1995 brestur skOyrði til að fella dóm um ágreining málsað- ila.“ Ragnheiður Bragadóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Beint fflug i allan vetur fyrir 1. sept. Sólarparadís Gran Canaria Kanaríeyjar eru nú orönar vinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir vetrartímann, en enginn annar staöur getur boðið jafngott veðurfar yfir vetrarmánuðina og jafnmikla fjölbreytni í fríinu eins og þessar 7 eyjar undan strönd Afríku. Gran Canaria eyjan er þeirra stærst og hefur verið aðaláfangastaður íslendinga í fjölda ára. Hér er að finna frábæra aðstöðu fyrir ferðamanninn, mikið úrval veitinga- og skemmtistaða, golfvelli, íþróttaaðstöðu, heillandi strendur, ótrúlega fjölbreytt mannlíf og úrval gististaöa. Heimsferðir fljúga í beinu flugi á sunnudögum til Kanaríeyja frá og með jólaferðinni 12. desember. Þú getur því valið þá ferðatilhögun sem þér hentar best, hvort heldur er að skreppa í viku í sólina eða dvelja í 3 - 6 vikur. LTE Airways Beint flug I sólina Heimsferðafarþegar þekkja vel til LTE flug- félagsins, sem nú flýgur í fimmta sinn fyrir Heimsferöir til Kanaríeyja. Traust og örugg þjónusta þess hefur skapað því traust orðspor á Islandi. Flugið tekur aðeins um 5 og hálfan tíma, beint án millilendingar. Brottfarardagar frcibær flu^tími Flug á sunnudögum til Kanaríeyja Brottför frá Keflavík kl. 17:20 Lending í Las Palmas kl. 22:50 Brottför frá Las Palmas kl. 10:50 Lending i Keflavík kl. 16:20 Á flugvellinum á Kanarieyjum taka fararstjórar Heimsferða á móti farþegum og farið er með rútum til gististaöar. Sú ferð tekur um 30 minútur. Október 20. Nóvember 21. Oesember 12., 19., 26. Janúar 2.. 9., 30. Febrúar 6., 20.. 27. Mars 12.. 19.. 26. April 2.. 9.,16., 23. HEIMSFERÐIR sV\ mwms/'j Austurstræti 17 • 101 Reykjavík • Sími 562 4600 • Fax 562 4601 • www.heimsferdir.is 64.990,- M.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, 12. mars, vikuferð, Tanife, ef bókað er Verö kr. 46.355, Þeir sem bóka strax tryggja sér ekki einungis bestu gististaðina á Kanarí, heldur einnig ótrúlegan afslátt á ferðinni í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.