Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 15

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ EYÞÓR Hannesson er einn þeirra fjölmörgu sem stundar hina vinsælu íþrótt, línuskauta. Hann sagðist hafa smitast af „hnuskautaveikinni“ fyrr í sumar. Aðstaða til að stunda þessa íþrótt er góð á hinum langa göngustíg sem liggur fram hjá víkinni. ÞAU Inga Gunnarsdóttir, Ýr Sigurðardóttir, Ólafur Ásgeirsson, Einar Sigurðsson og Hildur Þórarinsdóttir skelltu sér í Nauthólsvíkina og skoðuðu m.a. væntanlega ylströnd og nýttu tækifærið í leiðinni til að viðra hundinn Krumma. Nauthólsvíkin öðlast nýtt líf Nauthólsvík FÁ útivistarsvæði borgar- innar draga jafnmarga til sín eins og Nauthólsvíkin gerir um þessar mundir, en þrátt fyrir að þar séu framkvæmdir enn í fúllum gangi við hina svokölluðu ylströnd, sem og aðrar framkvæmdir við göngu- stíginn framhjá víkinni virðist fólk kunna vel við sig á þessum fyrrum og verðandi vinsæla sjóbað- stað, því þar iðar allt af lífí, sérstaklega ef sól skín í heiði. Nauthólsvíkin hefur þjónað borgarbúum með ýmsum hætti í gegnum ár- in. Búskapur var við víkina fyrr á öldum á bænum Nauthóli, en hann lagðist af við upphaf aldarinnar í kjölfar taugaveiki sem þar kom upp. Frá árunum 1945 til 1953 höfðu Kata- hnu-flugbátar Flugfélags íslands aðsetur í Skerja- firðinum við víkina og í gegnum árin hefur verið mikið um siglingar ýmiss konar í Skerjafirðinum og þar er nú m.a. Siglinga- klúbburinn Siglunes með aðstöðu. Nauthólsvíkin hefur samt fyrst og fremst verið þekkt sem baðstaður, en ströndin og heiti lækur- inn, sem nú er gróðri vax- inn, nutu mikilla vinsælda á árum áður. Um tíma dvínuðu vinsældir Naut- hólsvíkurinnar en nú er hún aftur að rétta úr kútn- um. Margir slaka á við kaffihúsið Þegar blaðamaður Morgunblaðsins lagði leið sína í Nauthólsvíkina á fimmtudagskvöld, var veð- ur með besta móti, hlýtt og stillt. Þónokkuð af fólki sat við Kaffi Nauthól og stans- laus straumur var af göngufólki, hjólreiðamönn- um og nýjungagjörnum línuskautaköppum á göngustígnum fyrir fram- an kaffihúsið, en stígurinn teygir sig vestur á Nes og alla leið austur í Breiðholt og einnig er hægt að fylgja honum allt upp í Grafar- vog. Við eitt borðið á pallin- um framan við kaffihúsið sat fólk og spjallaði og 1 . :;-;Á V /< M l|| i l ' Va£ ■;:^ggijgp i já FS a Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Á GÓÐVIÐRISDÖGUM safnast jafnan mikið af fólki saman við kaffihúsið í Nauthólsvíkinni og í vikunni kíktu þau Vigdís Magnúsdóttir, Egill Guðmundsson, Þorvaldur Örn Theodórsson, Vera Jóhannsdóttir, Þuríður Björnsdóttir, Bjarni Geirs- son og Guðbjörg Pétursdóttir á staðinn til að njóta veðursins og spjalla. naut góða veðursins, en fyrir aftan borðið stóðu nokkur fjallahjól hlið við hlið og seinna kom í Ijós að nokkur þeirra voru í eigu fólksins. Þau Vigdís Magnúsdóttir, Egill Guð- mundsson, Vera Jóhanns- dóttir, Þuríður Björnsdótt- ir, Bjarni Geirsson og Guðbjörg Pétursdóttir hafa öll þekkst í mörg ár og því góðir vinir. Þau sögðust hafa ákveðið að hittast í Nauthólsvíkinni, ekki aðeins til að njóta veðursins heldur einnig til að skipuleggja verslunar- mannahelgina. Sumir komu hjólandi á „fund- inn“, aðrir gangandi og enn aðrir hlaupandi. Þau sögðust hinsvegar ekki ætla að fara langt um helgina, í mesta lagi í dagsferð, t.d. til Þingvalla, en þar ætla þau að grilla saman og hafa það gott. Fólkið var mjög ánægt með Nauthólsvíkina og sagði staðinn vera yndis- legan, þá voru þau einnig sammála um að fjölga mætti útivistarsvæðum í ÞEIR bræður Hafsteinn og Hannes Rannverssynir voru í hjólreiðatúr með foreldrum sín- um um Nauthólsvíkina. Hannes var hinsvegar ekki á eigin hjóli heldur fékk hann að sitja aftan á hjá pabba sínum, Rannveri Hannessyni, og að sjálfsögðu var hann með hjálm. borginni og taka til í Foss- voginum. Stanslaus straumur fólks á göngustígnum Sagt er að ef maður standi nógu lengi á Torgi tímans í New York-borg sjái maður fólk frá öllum þjóðum heims ganga fram- hjá. Líklega væri hæpið að segja hið sama um göngu- stíginn fyrir fratnan kaffi- húsið, en hinsvegar er al- veg óhætt að fullyrða að þar er að finna fólk á öllum aldri allstaðar frá. Við stiginn rétt framan við hinn forna heita læk, stóð Hafsteinn Rannvers- son, 13 ára, við hjólið sitt ásamt bróður sínum Hann- esi, 4 ára. Hafsteinn sagðist vera í sinni fyrstu hjól- reiðaferð um svæðið, en hann sagðist vera þarna með foreldrum sínum. Haf- steinn sagði að fjölskyldan hefði lítið farið saman að hjóla síðan hún flutti frá Danmörku, en þar bjó hún um hríð. Hafsteinn var hinn ánægðasti með hjól- reiðatúrinn og leist honum bara vel á staðinn. Að- spurður sagðist hann ör- ygglega *tla að fara á yl- ströndina þegar hún yrði tilbúin og tók bróðir hans undir orð stóra bróður. Niður við ströndina, sem nú er verið að búa til, voru nokkur ungmenni, þ.e. þau Inga, Ýr, Olafúr, Einar og Hildur, samankomin til að skoða það sem fyrir augu bar og viðra hundinn Krumma, sem naut sín vel og velti sér ótt og títt í skeljasandinum. Krummi naut sín reyndar svo vel í sandinum að fólkinu leist ekki á blikuna því það hafði komið akandi og var ekkert sérstaklega spennt fyrir því að klæða bílinn að innan með skeljasandi. Linuskautar vinsælir Það er eitt sem menn komast ekki hjá að taka eftir ef þeir kíkja í Naut- hólsvíkina og það eru allir línuskautakapparnir sem þeysast um gangstíginn, sumir á mikilli ferð en aðr- ir eru varkárari, kannski vegna þess að þeir eru að stíga sín fyrstu skref á nýju farartæki, sumir eru með hlífar á hiyám, oln- bogum og úlnliðum, en aðrir eru hlífðarlausir, töffarar. Eyþór Hannesson, sem búið hefur í Vesturbænum í fáeina mánuði, en hann er nýfluttur austan frá Fljóts- dalshéraði, sagðist fara um göngustíginn nánast á hveijum degi. Hann var vanur að hlaupa, en sagðist hafa heillast af öllum línu- skautaköppunum sem geystust áfram á stígnum og því ákveðið að prófa að skauta sjálfúr. Eyþór hefur verið á skautunum í mánuð og sagðist hafa nyög gam- an af því og sagðist fljótt hafa náð tökum á tækninni, þar sem hann hefði verið á hinum hefðbundnu isskaut- um um langa hríð. Hann sagði mjög gott að stunda linuskautana með hlaupun- um, því þetta væri góð æf- ing og þar með var hann floginn burt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.