Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDALURINN LANDSSÍMINN áformar að reisa í Laugardalnum 14.000 fermetra hús á fjórum hæðum, þar af eru um 1100 fermetrar í kjallara en hluti hans er nýttur sem bílageymsla. Sýningar- salur verður í 3-500 fermetra rými og um 700 fermetrar eru teknir undir göngugötu, sem liggur um húsið og er gert ráð fyrir að fella að göngustígakerfi Laugardalsins. Eftir stendur 11.700-11.900 fermetra skrifstofu- húsnæði. Hönnun hússins miðar að því að það aðlag- ist landslaginu vel og spilli ekki útsýni, segir í greinargerð Landssímans um byggingará- formin. Allt útlit og yfirbragð taki mið af því að húsið stendur í nágrenni almennings- garðs. Almur hússins verði misháar og taki mið af eðlilegum halla landsins. Engin álma hússins verður hærri en fjórar hæðir. „Hönn- un og efnisnotkun, jafnt innan- sem ut- andyra, miðast við að ná fram léttleika og lát- leysi, sem taki ekki athygli frá fallegu um- hverfi hússins. Til að undirstrika léttleikann eru gönguleiðir á milli álma t.d. á göngu- brúm,“ segir í greinargerðinni. „Miðrými byggingarinnar er eins konar göngu- gata í beinu fram- haldi af gönguás, sem liggur frá Fjölskyldugarðin- um að Landssíma- húsinu. Stígakerfi lóðar hússins tengist stígakerfi Laugardalsins þannig að lóðin og byggingin verði eðlilegur hluti af dalnum. Ahersla verður lögð á að hraða ræktunar- starfi á lóðinni." Vill opna dyr sínar almenningi í greinargerð- inni kemur fram að vegna nálægð- arinnar við al- menningsgarðinn vilji fyrirtækið opna dyr sínar al- menningi og í samstarfi við Reykj avíkurborg stuðla að bættum tengslum þess geira atvinnulífsins, þar sem vöxturinn er hvað hraðastur og framtíðarmöguleikar mestir, við daglegt líf almennings í borginni. „Landssíminn telur sig geta lagt mikið af mörkum til að gera Laugardalinn og ná- grenni hans enn áhugaverðara svæði fyrir borgarbúa," segir þar. Arkitekt hússins er Valdimar Harðarson. Reynir Vilhjálmsson hannar lóðina. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að þegar Landssíminn leitaði eftir lóð undir höfuðstöðvar hafi fyrirtækinu í upphafi ver- ið bent á að kaupa gamla Sigtúnshúsið við Suðurlandsbraut og byggja við það eða byggja nýtt hús á lóðinni. Ólafur Þ. Steph- ensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynn- ingai-mála hjá Landssímanum, var spurður hvers vegna sá kostur hefði ekki verið tek- inn. „í fyrsta lagi stóð þessi kostur ekki al- veg til boða. Það hefði verið flókið mál að semja um að kaupa þessa byggingu og þá til niðurrifs, því hún hefði ekki hentað okkar starfsemi. Þarna voru einnig verðhugmynd- ir, sem menn voru ekki spenntir fyrir, þetta hefði orðið til mikilla muna dýrari kostur. Þarna hefðu orðið mikil bílastæðavandræði og sennilega þurft margfaldan kjallara. Við vildum rúmgóða lóð til að skapa aðlaðandi umhverfi fyrir okkar viðskiptavini og al- menning, sem við viljum að sæki okkur heim og kynnist starfsemi okkar. Okkur þótti ekki eftirsóknarvert að byggja ein- hvern skýjakljúf beint upp í loftið í því skyni. Það er verið að hverfa frá því bygg- ingarlagi þegar fyrirtæki reisa sér höfuð- stöðvar.“ Ólafur var spurður hvers vegna Landssím- inn vildi byggja stærra hús en fyrirtækið þarf á að halda en í fyrrnefndri greinargerð segir að Landssíminn vilji deila hluta rýmis- ins með litlum fyrirtækjum sem vilja koma á legg starfsemi sem tengist fjarskiptum og tengdri tækni í samstarfi við Landssímann. „Við teljum að báðir geti notið góðs af slíku sambýli; þetta stuðli að annars konar and- rúmslofti. Landssíminn er stórt og gamalt fyrirtæki. Við teljum okkur að mörgu leyti þurfa á að halda þeim frumkvöðlaanda sem fylgir litlum fyrirtækjum, sem eru að hefja starfsemi í þessum geira, fyrir utan það að geta hugsanlega deilt með þeim þekkingu og reynslu,“ sagði Ólafur. Hönnun miðast við að spilla ekki útsýni Talsmaður Landssímans segir að hiklaust yrði hægt að leggja áform um 14.000 fermetra hús Landssímans í Laugardal fyrir hluthafa 1 einkafyrirtæki. Fyrirtækið vill að húsið verði miðstöð upplýsingasamfélagsins. TILLAGA að útliti Landssimahúss, séð frá Fjölskyldugarði. í byggingunni er m.a. gert ráð fyrir tækni- safni eða sýningarsal „þar sem haldnar verði fjölbreyttar sýningar á því nýjasta, sem er að gerast í tækni og vísindum" segir í greinar- gerðinni. M.a. segir að hugsanlegt sé að koma fyrir aðstöðu tO stjörnuskoðunar eða líkja eftir gangi himintungla í hvolfþaki. Ólafur kvaðst ekki geta tekið undir að þetta væri til marks um það að byggingará- formin væru íburðarmikil áform ríkisfyrir- tækis í einokunaraðstöðu frekar en bygging til að svara þörfum einkafyrirtækis í sam- keppnisrekstri. „Við miðum allar okkar gjörðir við það að fyrirtækið verði einkavætt en einkavæðingin breytir ekki því að þetta verður áfram eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í viðskiptum við gríðarlega stóran hluta af þjóðinni. Það er okkar hagsmunum mjög mikilvægt að allur almenningur þekki okkar starfsemi; hvað við erum að gera, hver okkar áform eru um tækni og þjónustu í framtíðinni. Þess vegna viljum við opna dyr okkar í nýjum höfuðstöðvum. Við vilj- um fá fólk inn í húsið og skapa skilning á okkar áformum og áætlunum. Eg get ekki séð að einkafyrirtæki mundi haga sér neitt öðruvísi að þessu leyti. Þetta er hagkvæm framkvæmd og við mundum ófeimnir geta lagt þessi áform fyrir hluthafa ef um einka- fyrirtæki væri að ræða.“ Einnig er ráðgert að í nýjum höfuðstöðv- um Landssímans verði hvíldarherbergi fyr- ir starfsfólk, verslanir, líkamsrækt, þjón- usta, bókasafn og fleira. „íslensk fyrirtæki hafa kannski ekki almennt lagt sig fram um að skapa starfsfólki það starfsumhverfi, sem það á skilið," segir Ólafur. „Við leggj- um hins vegar gríðarlega áherslu á okkar Makaskipti um lóðir SAMNINGUR borgarinnar og Landssím- ans um Ióð undir höfuðstöðvar fyrirtæk- isins í Laugardal er að hluta til samning- ur um makaskipti því fyrir 25.000 fer- metra lóðina í Laugardal greiðir Lands- síminn m.a. með 37.000 fermetra lóðum í Gufunesi, sem metnar eru á um 15 millj- ónir króna. Að auki greiðir fyrirtækið um 125 milljónir króna fyrir lóðina í Laugardal og eru þá innifalin gatnagerð- argjöld vegna 10000 af þeim 14000 fer- metrum sem ráðgert er að byggja á lóð- inni. Gjöld vegna 4000 fermetra verða greidd síðar. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Lands- símanum, sagði að þessi makaskipti ættu sér þá forsögu að íbúðasamtök í Grafar- vogi hefðu farið fram á við borgaryfir- völd að leita eftir því að Landssíminn léti af hendi land í Gufunesi fyrir íþrótta- og útivistarsvæði í Grafarvogi. „Þegar við vorum að Ieita að lóð fyrir nýjar höfuðstöðvar þótti okkur eðlilegt að afgreiða þessi mál í einu og samning- urinn gengur út á að hluti af endurgjald- inu fyrir Laugardal eru tvær landsspild- ur úr Gufuneslandi,“ segir Ólafur. Samnýtt bflastæði Ýmsar kvaðir fylgja samningnum. Hvað varðar lóðina í Laugardal skuldbindur Landssíminn sig til að láta 40 bflastæði á lóðinni undir bflastæði, auk fiinm stæða fyrir fólksflutningabfla. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að leyfa á frídögum þeg- ar starfsemi Landssimans er í lágmarki samnýtingu 50% bflastæðanna við húsið og stæða við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Einnig er kvöð um að 115 stæði verði neð- aiyarðar en fyrirtækið ráðgerir að byggja alls 175 stæði í kjallara. Með samningnum lætur Landssíminn borginni í té tvær landsspildur í Gufunesi, samtals 37000 fermetra. Borgin áformar að skipuleggja á annarri spildunni íbúða- byggð en útivistarsvæði á hinni. Kvaðir fylgja um að íbúðabyggð verði ekki í há- hýsum á lóðinni vegna loftneta loftskeyta- stöðvarinnar í Gufunesi en samningurinn hefur ekki áhrif á rekstur hennar þótt hann skerði nokkuð lóð stöðvarinnar. starfsmannamál; starfsfólkið, þekking þess og reynsla er það mikilvægasta sem við eig- um. Við erum í harðri samkeppni um starfs- fólk við önnur fjarskiptafyrirtæki og alls konar tækni- og markaðsfyrirtæki önnur. Við viljum að sjálfsögðu gera vel við okkar fólk og hugsum fyrir þörfum starfsmann- anna þegar húsið er hannað. Það þýðir ekki að þetta sé óþarfur íburður, þetta er ein- faldlega mjög eðlileg viðbrögð fyrirtækis, sem vill fylgja nútímalegri starfsmanna- stefnu." Miðstöð upplýsingasamfélags Ólafur sagði að forsvarsmenn Landssím- ans hefðu kynnt sér hvað fyrirtæki erlendis væru að gera best í byggingu húsnæðis af þessu tagi. „Landssíminn ætlar áfram að þjóna lykilhlutverki í upplýsingasamfélaginu á næstu öld og þess vegna höfum við ákveð- inn metnað til að gera þetta hús að nokkurs konar miðstöð íslensks upplýsingasamfélags. Það gerist ekki með sérstökum íburði eða flottheitum heldur með því að skapa þarna aðstöðu fyrir spennandi starf- semi og skemmti- legt mannlíf,“ sagði Ólafur. Olafur segir að byggingakostnað- urinn sé áætlaður um 1700 milljónir króna. Stefnt er að því að húsið verði tekið í notk- un seint á árinu 2001. íslands- banki hefur ann- ast hagkvæmniút- reikninga á bygg- ingunni fyrir Landssímann en eftir er að bjóða út fjármögnun. í greinargerð Landssímans kemur fram að með byggingu nýrra höfuðstöðva fækki vinnustöð- um fyrirtækisins um helming og verði átta talsins. Tveir þeir langstærstu verði hvor sínum megin við Suðurlandsbrautina; annars vegar tækni- setrið í Múlastöð og nærliggjandi bygging- um, þar sem um 500 manns munu starfa og hins vegar höfuðstöðvarnar þar sem gera má ráð fyrir 400-500 starfsmönnum. Alls verða því 900-1000 af 1300 starfsmönnum Lands- símans í húsunum beggja vegna Suðurlands- brautar en hætt verður starfsemi í gamla Landssímahúsinu og í leiguhúsnæði víða um borgina. „Með því að draga saman jafnstóran hluta starfseminnar á einn stað næst veruleg hag- ræðing í rekstri, sem koma mun viðskiptavin- um fyrirtækisins til góða. Athuganir benda til að nettósparnaður í rekstrarkostnaði verði á bilinu 50-100 milljónir króna á ári. Jafn- framt næst fram verulegur orku- og um- hverfissparnaður vegna minni aksturs milli vinnustaða," segir Ólafur. í greinargerð fyr- irtækisins kemur fram að vegna þessa minnki akstur á vegum Landssímans um 100 þúsund kílómetra á ári. Upphrópunarstfll Þá kemur fram að húsið sé hannað með það fyrir augum að náttúruleg birta nýtist sem best og að náttúruleg loftræsting verði notuð víða til að lágmarka orku, sem fer í vélknúna loftræstingu. Þá segir að meðferð og flokkun sorps í húsinu verði í samræmi við ströngustu kröfur og vörumóttaka og sorplosun verði neðanjarðar og valdi því ekki truflun í umhverfinu. „Af 440 bílastæð- um við húsið verða 175 neðanjarðar. Hin 265 verða með grænu yfirbragði, sem næst með gróðurbeltum á milli stæða,“ segir í greinar- gerðinni. Ólafur segir að fyrirtækinu þyki miður að vera hluti af þeirri umræðu, sem farið hefur fram um málið undanfarið. „Vegna þess að við höfum frá upphafi viljað leggja okkur öll fram um að byggja í sem bestri sátt við um- hverfið og leggja okkar af mörkum til þessa svæðis, er leiðinlegt fyrir okkur að lenda í miðri þessari pólitísku orrahríð. Við vonum að, eftir því sem við kynnum þessi áform bet- ur og menn eru hættir að tala um þessa hluti í upphrópunarstíl, skapist skilningur á því að við höfum ýmislegt til þessa svæðis að leggja og vonumst til að geta gert það enn áhuga- verðara en það er í dag,“ sagði Ólafur Þ. Stephensen. Arkitektar Skógarhlíð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.