Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 29 LAUGARDALURINN Ahersla á tengingu við starfsemi í Laugardalnum Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, vill reisa í Laugardalnum 5800 fermetra Tómstunda- hús, sem sinni fjölbreytilegum tómstunda- þörfum fólks, einkum unglinga. NORÐURLJÓS hf. stendur að baki umsókn um að reisa 5.800 fm Tóm- stundahús í Laugardal á lóðinni vestan við væntanlega lóð Lands- símans. Aðstandendur umsóknarinnar segja að starfsemi Tómstundahússins muni falla vel að þeirri starfsemi sem fram fer á útivistar- svæðinu í Laugardal. Aform þeirra ganga út á að í húsinu verði rekið kvikmyndahús með átta sölum, barnagæsla, veitingastaðir, keilu- salur, biljarðsalur og fleira. I greinargerð um áformin, sem send hefur verið borgaryfirvöldum, segir að í rekstri hússins sé áformað að höfða með fjölbreyti- legum hætti tO þarfa og óska mismunandi aldurshópa en þó sérstaklega til unglinga. „Við þekkjum það sem búum í Reykjavík að unglingarnir safnast mikið saman í bænum og hafa lítið við að vera. Þama held ég að sé kominn mjög skemmtilegur flötur á því að þetta myndi dreifast úr miðbænum þama uppeftir. Þarna er engin byggð, sem raskast af því að krakkarnir séu þar. Eg held að þetta sé heilbrigðara og skemmtilegra umhverfi fyrir unglingana til að eyða skemmtilegum sumarkvöldum heldur en að vera niðri í bæ,“ segir Jón Ólafsson stjómarformaður Norður- ljósa, í samtali við Morgunblaðið. „Unglingurinn þarf vettvang til að skil- greina sig sjálfur,“ segir í greinargerðinni. „Hann þarf að skemmta sér og vera með öðr- um unglingum, þar sem hvorki er litið á hann sem bam né fullorðinn og hann virtur sem einstaklingur. Til þess þarf hann annan vett- vang en götur og torg borgarinnar. Tóm- stundahúsinu er ætlað að vera slíkur vett- vangur," segir í greinargerðinni. „Tóm- stundahúsið yrði vímuefnalaus griðastaður, samkomustaður, skemmtistaður og vettvang- ur skoðanaskipta þar sem unglingurinn er virtur og þessu tímabili ævinnar gert jafnhátt undir höfði og þeim sem á undan og eftir fara.“ I greinargerðinni segir að Tómstundahúsið muni auka tii muna þá fjölbreytni sem Laug- ardalssvæðið í heild bjóði börnum, unglingum og fullorðnum. „Fólki ér akkur í því að geta gert margt á svipuðum slóðum sem skemmti- legt er og fróðlegt fyrir fjölskylduna og á það ekki síst við um unglingana. I öðru lagi er sjaldnast hægt að treysta á gott veður hér á landi. Því er ljóst að myndarleg aðstaða inn- andyra mun gera fjölskyldum kleift að skipu- leggja samfelldan ánægjutíma í Laugardaln- um, óháð veðri,“ segir þar. 8 kvikmyndasalir, keilusalur, leikjasalir og fleira Fyrirhugað er að byggja 5800 fermetra hús á tveimur hæðum. I því yrði stórt anddyri með upplýsingamiðlun, miðasölu sýningarað- stöðu og fleiru. Leikaðstaða og eða bama- gæsla fyrir börn í umsjón sérmenntaðs starfsfólks; 2-4 veitingastaðir; kvikmyndahús með átta sölum og um 2400 sætum; keilusalur og biljarðsalur; leikjasalir með leikjaaðstöðu og leiktækjum af ýmsu tagi; verslun með tón- list, myndbönd, tölvuleiki og bækur; aðstaða tO leiksýninga, tónlistarflutnings og umræðu- funda unglinga; aðstaða tfi skákmóta og skyldrar Tómstundaiðju og kennslu- og fyrir- lestrasalur. Gert er ráð fyrir bílastæðum á samtals 7200 fermetra svæði og muni þau samnýtast með annarri starfsemi í Laugar- dalnum. Fram kemur að lögð verði áhersla á stíl- hreina hönnun húss og lóðar sem falli vel að grunnformum og svipmóti umhverfisins. Gert er ráð fyrir að húsið opnist út að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hugmyndin er sú að nýta hæðarmismuninn í landinu, þannig að hluti aðstöðunnar verði niðurgrafinn. „Tryggt verður að varfæmi og virðing fyrir umhverf- inu verði sjálfsagður þáttur í allri starfsemi Tómstundahússins sem og ákvörðunartöku," segir í greinargerðinni. Um það hvort húsið yrði opið fram á nætur sagði Jón að afgreiðslutíminn yrði ákveðinn í samráði við borgaryfirvöld. „En kvikmynda- hús hafa almennt síðustu sýningar klukkan 11,“ sagði Jón. „Þetta er eitthvað sem verður unnið í nánu samstarfi við borgaryfirvöld þannig að það sé sómi að þessu fyrir alla.“ Sambærileg hús víða í heiminum Jón sagðist fyrst hafa sótt um lóð fyrir starfsemi af þessu tagi meðan Markús Óm Antonsson var borgarstjóri. „Upphaflega sótti ég um lóð þar sem Verslunarháskólinn er. Markús Örn var búinn að gefa mér nokk- uð afgerandi svar um að ég fengi lóðina en af því varð ekki.“ Jón sagðist hafa séð rekstur sambærilegra húsa og Tómstundahússins víða í heiminum. „Það er mikið um svona hús í Ameríku og rétt hjá þar sem ég bý í London er nýtt og stór- glæsfiegt svona hús, sem festi mig enn betur í trúnni á að þetta væri sniðugt að gera.“ Jón sagði að hugsunin væri sú að einn aðili annaðist rekstur á húsinu sem slíku en hver og ein eining verði á höndum annarra. „Við ætlum ekki að eiga og reka allt sem þama er heldur að búa til þessa hefidarmynd og koma henni saman og sjá síðan um reksturinn á húsinu sem slíku og tryggja að aðdráttarafl þess sé gott. Svo er það þeirra sem kunna best að reka þessar einingar að koma að rekstri þeirra.“ Jón var spurður hvort umsóknin væri í nafni hins nýstofnaða fyrirtækis Norðurljósa, Skífunnar eða hans persónulega. Hann sagði að þetta væri angi af Norðurljósum. „En þetta gæti orðið hús sem væri í eigu annarra en okkar, t.d. fagfjárfesta. Við emm ekki að hugsa um að eiga steypu heldur að búa tfi rekstur og þessa umgjörð, sem ég held að sé mjög nauðsynlegt að fá inn í borgina.“ Aðspurður sagði Jón of snemmt að segja tfi um hver yrði kostnaður við byggingu Tóm- stundahússins en sagði að arðsemisútreikn- ingar lægju fyrir og kvaðst bjartsýnn á að rekstur af þessu tagi ætti framtíð fyrir sér hér á landi eins og annars staðar. Hann lagði áherslu á að hér væri um að ræða starfsemi sem samræmist vel núgfidandi skipulagi Laugardalsins sem íþrótta- og útivistarsvæði. Hönnun hússins bíður ákvörðunar borgar- yfirvalda en A1 Arkitektar Vesturgötu 2 em skrifaðir fyrir þeirri greinargerð um bygging- aráformin sem hér hefur verið vitnað til. SÉÐ FRÁ Glæsibæ yfir lóðina þar sem rætt er um að nýjar höfuðstöðvar Landssímans rísi. Ferill lóðaumsóknanna í borgarkerfinu FERILL umsókna um hús undir höfuðstöðvar Landssímans og Tóm- stundahús f Laugardal hefur verið þessi: Hús Landssímans Á fundi borgarráðs 30. mars 1999 var lagt fram á fundi borg- arráðs bréf skrifstofustjóra borg- arverkfræðings frá 16. sama mánaðar ásamt drögum að sam- komulagi við Landssímann ásamt fyrirheiti um úthlutun bygging- arréttar á lóð við Suðurlands- braut. Samþykkt var að láta vinna forsögn að deiliskipulagi á Laugardalssvæðinu þar sem tek- ið verði tillit til ákvæða í sam- komulagi borgarinnar og Lands- símans jafnframt því sem á öðr- um lóðum á svæðinu gildi hlið- stæðir skilmálar og á lóð Lands- simans. Borgarráðsfulltniar sjálfstæðismanna létu bóka að sem fyrst verði sýndar á deiliskipulagstillögu hugmyndir um uppbyggingu á reit Lands- síamns. „Að okkar mati er það algjört skilyrði fyrir uppbyggingu á þessum reit að staðsetning bygg- inga, bflastæða og og frágangur lóða og aðkoma falli vel að nán- asta umhverfi í Laugardalnum,“ segir í bókuninni. Á fundi skipulags- og umferð- arnefndar 12. aprfl 1999 var lögð fram samþykkt borgarráðs varð- andi fyrirheit um úthlutun bygg- ingarreitar á lóð Landssímans í Laugardal ásamt drögum að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Landssímans. Á fundi 28. júní 1999 var málið á ný tekið til meðferðar í skipu- lags- og umferðarnefnd en um- fjöllun frestað. 19. júlí kom málið enn fyrir í nefndinni og þá var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæð- um sjálfstæðismanna að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Laug- ardals. I bókun höfnuðu fulltrúar sjálfstæðismanna algjörlega hinu nýja deiliskipulagi og hörmuðu að það væri hvorki í takt við tím- ann né endurspeglaði jákvæða framtíðarsýn. Á fundi borgarráðs 20. júlí 1999 komu málefni Laugardals- ins til umfjölhinar þegar Júlíus Yífill Ingvarsson, fúlltrúi sjálf- stæðismanna, lagði að nýju fram tillögu sína um víkingaaldargarð á svæðinu. Málinu var vísað frá með fjórum atkvæðum meirihlut- ans. Á fundi ráðsins 23. júh' kom samþykkt skipulags- og umferð- arnefndar frá 19. júlí til umfjöll- unar í borgarráði. Þar var sam- þykkt gegn atkvæðum sjálfstæð- ismanna að auglýsa skipulagstil- löguna sem breytingar á aðal- skipulagi Reykjavfkur annars vegar og hins vegar sem breyt- ingu á deiliskipulagi Laugardals. Saga hugmynda um Tómstundahús 22. febrúar 1995 var á fúndi skipulagsnefndar lagt fram bréf Gests Jónssonar f.h. Jóns Ólafs- sonar þar sem sótt er um lóð fyr- ir kvikmyndahús. Ekki er tiltek- inn ákveðinn staður í bréfinu en óskað eftir viðræðum við borgina um hvort og þá hvaða lóðir standi til boða. Eins og fram kemur í viðtali við Jón Ölafsson í þessari umfjöllun hafði hann f borgar- stjóratíð Markúsar Arnar Antons- sonar falast í þessu skyni eftir lóðinni við Listabraut þar sem Verslunarháskólinn stendur nú. Gestur sendi nýtt erindi 13. janúar 1997 og vísaði til við- ræðna við borgina og sótti um lóð með fimm hugmyndum að staðarvali. Þar var um að ræða Tryggvagötu austan tollhúss- ins, Suðurlandsbraut vestan við Glæsibæ og hús TBR og þrír möguleikar við Reykjanes- braut. Á fundi borgarráðs 30. mars 1999 var bréf Gests lagt fram. Borgarráð samþykkti með 4 at- kvæðum gegn 3 að fela borgar- stjóra að taka upp viðræður við Bíó um þarfir fyrirtækisins og hvernig þær hugmyndir, sem umsóknin byggist á, falli að notk- un og skipulagi Laugardalsins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lýstu sig í bókun algjör- lega andvíga úthlutun lóðarinnar í þessu skyni. Á borgarráðsfundi 23. júlí síð- astliðinn var svo lögð fram um- sókn Bíós frá 16. þessa mánaðar um lóð í Laugardal fyrir tóm- stundahús ásamt teikningum og greinargerð fyrir Tómstunda- húsi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.