Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 33

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 33 Fundur þjóðarleiðtoga í Sarajevo um Stöðuffleikasáttmála ríkjanna á Balkanskaga Táknrænn fundur kveikir vonir um frið Reuters HORFT yfir fundarsalinn í Sarajevo þar sem leiðtogar um íjöruti'u ríkja komu saman og ræddu horfur á varanlegum friði og uppbyggingu á Balkanskaga. Sarajevo. Reuters, AFP. LEIÐTOGAR þeirra fjörutíu ríkja er sátu fund um Stöðugleikasátt- mála ríkjanna á Balkanskaga í Sarajevo í gær gáfu út sameiginlega áætlun um varanlegan frið og efna- hagslega framþróun á Balkanskaga. Meginniðurstöður fundarins, sem var táknrænn bæði vegna þess hve stutt er liðið frá átökunum í Jú- góslavíu og staðarvalsins í Sarajevo, hinni stríðshrjáðu höfuðborg Bosn- íu og Hersegóvínu, voru á þá leið að ríkjunum í suðausturhluta Evrópu bæri í framtíðinni að sameinast Evrópu að því tilskildu að þau lærðu að lifa í sátt og samlyndi og hæfu samvinnu sín í milli. „Með Stöðugleikasáttmálanum er litið til óskiptrar Evrópu sem loks mun búa við velsæld og frelsi," sagði Martti Ahtisaari, forseti Finnlands og fundarstjóri Sarajevo-fundarins. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna (ESB) 15, níu ríkja á Balkanskaga, Bandaríkjanna og Kanada, auk fjölmargra fulltrúa al- þjóðastofnana og samtaka sátu fundinn sem fram fór í íþróttahöll þeirri er reist var fyrir vetrar- ólympíuleikana í Sarajevo árið 1984. Meðal gesta á fundinum voru þeir Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands. Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra og formaður ráð- herranefndar Evrópuráðsins, sat fundinn fyrir hönd Evrópuráðsins. Stuðla ber að efnahagslegri og pólitískri samvinnu I sameiginlegri yfirlýsingu þeirra er fundinn sátu kom fram ríkur vilji til að stuðla að milliríkjasamningum ríkjanna á svæðinu sem myndu miða að auknu öryggi Balkanskaga og Evrópu sem heildar og efla inn- anríkisstofnanir á þann veg að út- kljá deilumál er haft gætu víðtækar afleiðingar fyrir öryggi þeirra þjóða er Balkanskaga byggja. Þá var vik- ið að lýðræðisþróun í suðaustur- hluta Evrópu og því heitið að komið yrði á lýðræðislegu stjómmálaferli er fæli í sér réttlátar kosningar og að tekið yrði mið af almennum mannréttindum og borgaralegum réttindum. I yfirlýsingunni var ennfremur vikið að efnahagsþróun á svæðinu sem liðið hefur fyrir átökin að und- anfömu auk þess sem þróunin yfir í markaðsskipulag efth- lok kalda stríðsins hefur víða verið erfiðleik- um bundin. Vai- því annars vegar hvatt til efnahagssamstarfs ríkjanna á svæðinu og hins vegar til aukins samstarfs milli ríkjanna á Balkanskaga og annaiTa ríkja í álf- unni, m.a. í formi fríverslunarsvæða. Þörf á sanieiginlegum markmiðum Balkanríkjanna Megininntak fundarins var hins vegar að utanaðkomandi aðstoð get- ur aðeins þjónað vissu hlutverki, mikilvægara væri - bæði í augum Bandaríkjanna og ESB - að þær þjóðir sem á svæðinu em hefji nán- ara samstarf á sviði efnahags og stjómmála. Ríkin á Balkanskaga hafa hingað til litið til Vestur-Evr- ópu í von um að rétta úr efnahag sínum og sagði Bodo Hombach, full- trúi ESB í málefnum Balkanskaga og sá sem bar hitann og þungann af skipulagningu Sarajevo-fundarins, í gær að svæðið í heild sinni þurfi á sýn um sameiginleg markmið að halda. Taldi hann nauðsyn á að ESB og Atlantshafsbandalagið (NATO) ítreki það við ráðamenn ríkjanna á Balkanskaga að það þjóni engum tilgangi að olnboga sig fremst í röð þeirra er bíði eftir að verða tekin inn í samevrópskar stofnanir. Langtíma árangri verði einungis náð ef þjóðirnar starfi saman að markmiðum sínum í stað þess að vinna hver gegn annarri. Taldi hann mikilvægt að undirstrika að samvinna ríkjanna stuðli að, en komi ekki í veg fyrir, skjótari inn- göngu þeirra í evrópskar stofnanir. Sergio Balanzino, aðstoðarfram- kvæmdastjóri NATO, tók í sama streng á fundinum og sagði jafn- framt að dymar að bandalaginu myndu standa opnar. Lýsti hann því yfir að NATO vildi rétta hinum stríðshrjáða Balkanskaga hönd sátta og samvinnu og að stefna bandalagsins væri ekki útilokun. „[Bandalagið] snýst ekki um að skapa sigurvegara eða sigraða". Draga ber lærdóm af Marshall-aðstoðinni Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að fundurinn hafi verið fyrst og fremst táknrænn þar eð helstu þjóðarleiðtogar heims hafi setið hann ásamt fulltrúum allra mikilvægustu alþjóðastofnana er koma að málum á Balkanskaga. Sagði Halldór að mikill einhugur hafi komið fram meðal þeirra er fundinn sátu og að allir hafi verið sammála um að aðstoða beri ríkin á Balkanskaga í efnahagslegri upp- byggingu og að styrkja lýðræðisleg- ar stofnanir svo mannréttindi og al- menn lýðréttindi verði tryggð. Lagði Halldór áherslu á að þetta væri fyrsta skrefið í átt að úrlausn mála á svæðinu; enn væri um lang- an veg að ganga hvað uppbyggingu varði. Taldi utanríkisráðherra þó að unnt væri að ná góðum árangri ef staðið yrði að málum með skilvirk- um hætti. Reynslan í kjölfar heims- styrjaldarinnar síðari og Marshall- aðstoðarinnar, sýndi fram á mikil- vægi þess að samhæfa aðgerðir milli ólíkra aðila. Aður en Marshall- aðstoðin komst í gagnið hafi menn eytt miklum fjái-munum til einskis og það hafi ekki verið fyrr en skipu- lag batnaði að árangur náðist. Ahöld um stöðu Serbíu í framtíðinni Fulltrúar allra ríkja á Balkan- skaga voru boðaðir til Sarajevo- fundarins nema fulltrúar Serbíu. Hafa leiðtogar vestrænna ríkja ít- rekað staðfastlega að ríkisstjórn Serbíu eigi ekki sæti meðal lýðræð- isríkja á meðan Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseti og yfirlýstur stríðsglæpamaður, sæti þar við völd. Sergeí Stepashin, forsætisráð- herra Rússlands, sem sat fundinn sagði að útilokun Serbíu frá Stöðug- leikasáttmálanum gæti lagt stein í götu varanlegs friðar á Balkan- skaga og komið hart niður á serbnesku þjóðinni. Taldi hann að stefna Vesturlanda um að hafna að- stoð við Serbíu gerði ástandið í landinu mun viðsjárverðara og flóknara en ella. Carl BOdt, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna á Balkan- skaga, dró í gær ekki dul á erfiðleik- ana sem ríkja á svæðinu og líkti ástandinu í Serbíu við örvinglun. Sagði Bildt að stöðugleiki ó svæðinu muni vera í hættu uns umbætur myndu fara fram í Serbíu en bætti því við að umbóta væri þörf víðar en í Serbíu. „Þörf er á gagngerri um- byltingu, mun umfangsmeiri en bara enduruppbyggingu,11 sagði Bildt við fréttamenn. Lagði hann áherslu á að aðilar sem komi að málum starfi í sam- vinnu við fólkið sem svæðið byggja og sagði: „Þótt við fögnum híýjum orðum úr fjarska, eru það oft að- gerðir í sveitum og bæjum er þurfa að koma til svo unnt verði að breyta tilveru fólks á svæðinu". Bandaríkin greiða Kinverjum Peking. Reuters. BANDARÍSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau myndu greiða 4,5 milljónir dala í skaðabætur vegna mannfalls í árásinni á sendiráð Kín- verja í Belgrad þann 7. maí sl. Þrír létu lífið og 27 slösuðust er flug- skeyti Atlantshafsbandalagsins (NATO) hæfðu sendiráðsbygging- una og olli atvikið deilum þar sem Kínverjar létu hörð orð falla í garð Bandaríkjanna. Málamiðlun vegna árásarinnar var náð eftir fundi Bandaríkjamanna og Kínverja í Peking undanfarna daga og sagði talsmaður utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna að lyktir máls- skaðabætur ins væru afar mikilvægar fyrir sam- skipti ríkjanna í framtíðinni. Enn á eftir að semja um skaða- bætur handa kínverska ríkinu vegna tjónsins á sendiráðsbyggingunni sjólfri auk skaðabóta til bandaríska utanríkisráðuneytisins vegna tjóns á sendiráði Bandaríkjanna í Peking sem varð er reiður múgur grýtti byggingar þess. Kínverska Xinhua fréttastofan sagði í gær að kínverska ríkið myndi taka við skaðabótunum vegna mann- fallsins í Belgrad og deila því næst upphæðinni meðal hinna særðu og fjölskyldna hinna föllnu. Póstsendum samdægurs ÚTSALAN HEFST Á ÞRIÐJUDA6INAI KL. 7.00 Verð áður kr.-5?995,- nú kr. 2.495,- Litir svartur og brúnn. Stærðir 36-41. T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Vita-A-Koinbi olían margfaldar virkni surefhiskren rúlner na ' fynrþurr skir vindar í utnhtrdu húc Súrefnisvörur\ Karin Herzog ' ......... ...ferskir vindar í umhirðu húðar Þriðjud. 3. ágúst kl. 14—18: Apótekið Iðufelli Fimmtud. 5. ágúst kl. 14—18: Fjarðarkaups Apótek, Hafnarfirði Hagkaup Skeifunni Föstud. 6. ágúst kl. 14—18: Vesturbæjar Apótek Hagkaup Skeifunni Hagkaup Akureyri Laugard. 7. ágúst kl. 13—17: Apótekið Smáratorgi, Kópavogi Kynníngarafsláttur Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu jafnvel enn skjótari árangri. Hringdu í Önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.