Morgunblaðið - 31.07.1999, Page 37

Morgunblaðið - 31.07.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 37 Morgunblaðið/Baldur Sveinsson EIN af þotum Gunnars er nú í leigu hjá Atlanta, Tristar-þotan Úlfar Þórðarson, sem hér sést lenda á Keflavíkurflugvelli. f Stundum koma þannig aðstæður upp i lífinu að hlutirnir gerast næstum af sjálfu sér og þannig var það þarna fyrir mig. Ég hafði ekki gert neina hernaðaráætlun en þarna var tækifærið komið og ég sneri mér að nýjum verkefnum. á nokkrar tókum við sundur. Ég hef líka keypt vélar frá Japan, átta MD 81 vélar frá Japan Air Sy- stem, sem er innanlandsflugfélag þeirra. Jafnaðarverð þeirra var milli 10 og 12 milljónir dollara. Það var fyrir fjórum árum og fæ ég síðustu tvær afhentar í september og október. Einnig keypti ég af Japan Airlines ásamt írsku fyrir- tæki 20 DC-10-40 þotur, það var allur flotinn sem JAL átti af þess- ari gerð. Við erum þegar búnir að taka við þremur, selja tvær þeirra og þá þriðju á að afhenda nú í ágúst. Þetta eru farþegavélar sem við breytum í fraktvélar á Ítalíu og það kostar 7 til 7,5 milljónir doll- ara að breyta þeim eða kringum 500 milljónir íslenskra króna. Verkið felst einkum í því að setja í þær stórar fraktdyr og síðan styrkja gólf þeirra. Við réðum sérstaklega fólk í því skyni að sjá um þennan pakka, við gerðum bara samninginn og fylgjumst með að allt gangi vel en aðrir sjá um daglega framkvæmd verksins sem taka á fimm ár og við stofn- uðum um það sérstakt fyrirtæki.“ Þannig segist Gunnar aðeins hafa tvo menn í vinnu, fjármála- mann sem sér um hvers kyns út- reikninga og samninga og síðan skrifstofustúlku til aðstoðar. Önn- ur vinna er keypt út, svo sem lög- fræðilegur frágangur vegna samninga og þannig hefur hann t.d. samning við tæknimann sem hann tryggir ákveðin verkefni á ári hverju og getur sent út um heim til að taka út vélar, skoða og meta. Hann vill losna sem mest við yfirbyggingu og stjórnendur. Höfuðstóll Reksturinn byggir Gunnar upp með því að hafa annars vegar fyrir- tækið Transreeo í Liechtenstein sem sér um alla stjómun og dag- lega samhæfingu vegna leigu, við- gerða og annarrar þjónustu við vél- arnar en eigandi eru síðan félög sem skráð eru í ýmsum löndum þar sem skattar eru lágir, eins og til dæmis á Jómfrúreyjunum bresku. „Það er mjög mikilvægt því annars verður erfitt að byggja upp höfuð- stól. Ég leita ennþá eftir lánafyrir- greiðslu hjá banka í svo til öllum viðskiptum mínum en ég fæ náttúr- lega betri ávöxtun á eigið fé ef ég get velt því áfram. Fyrir síðustu kreppu, kringum 1991, var hægt að fá lánað um 90% í kaupverði flug- vélar en það er ekki hægt í dag. Menn eru heppnir ef þeir geta fengið 75% en auðvitað fer þetta eftir umfangi, hversu samningur er langur, hver aðilinn er og svo fram- vegis. Það er auðveldara að fjár- magna kaup á vél frá SAS en frá félagi í Litháen svo dæmi sé tekið. Ég nota banka í Lúxemborg en líka önnur fjármálafyrirtæki og banka í öðrum löndum, svo sem Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum og þannig reyni ég að dreifa bankavið- skiptunum en flesta bankana hef ég skipt við margoft.“ Gunnar segist vera heldur minna á ferðinni í dag en hann var á fyrstu árunum þegar hann var að byggja upp viðskiptin, núna megi afgreiða mikið með tækniþægind- um nútímans. „Það er hins vegar nauðsynlegt að hitta öðru hverju rétt fólk svo það gleymi manni ekki alveg. Sérstaklega er það mikil- vægt varðandi Japana. Þangað verð ég að fara einu sinni á ári til að halda sambandi og það gerir enginn fyrir mig. En það er áhuga- vert að skipta við Japana, það tek- ur sinn tíma en þeir eru traustir í viðskiptum. Ef þeir segjast ætla að afhenda flugvél ákveðinn dag þá gera þeir það. Þeir hafa þá sér- stöðu að frumrit allra samninga við þá eru á japönsku. Við ræðum sam- an á ensku en oft er líka túlkað en samningur við þá er alltaf á japönsku og við hliðina liggur frammi þýðing frá löggOtum skjalaþýðanda. Við allar aðrar þjóðir gerum við samningana á ensku.“ Ánægður hjá Loftleiðum og Cargolux „Þetta varð nokkuð langur tími í Lúxemborg miðað við tveggja ára samninginn við Loftleiðir í upphafi en ég bjó í Lúxemborg frá árslok- um 1962 þar til um mitt ár 1984 að ég fluttist til Liechtenstein. Ég hafði mjög gott starf sem flug- vélstjóri hér heima en mér fannst rétt að fara út fyrst félagið þyrfti á mér að halda þar. Ástæðan var annars vegar sú að ég talaði þýsku og hins vegar að ég var einhleypur og átti því auðvelt með að fara. Ég leit á þetta sem nýjan þátt í lífinu og það er alltaf áhugavert að koma einhverju í gang frá upphafi. Lúx- emborg liggur í miðri Evrópu og ég taldi mig geta fengið góða reynslu og lært mikið á þessu verk- efni. Þegar umsamin tveggja ára ráðning var liðin hélt þetta áfram og þá voru umsvifin hjá Loftleiðum farin að aukast mjög og allt stækk- aði þetta meira en mig grunaði að yrði. Ég sá að með þvi að halda áfram og vinna sómasamlega átti ég möguleika á því að vinna mig upp í fyrirtækinu. Ég hef alltaf tekið þá stefnu í líf- inu að kynna mér aðstæður á hverjum stað og semja mig að þeim þegar maður starfar í mörg- um og ólíkum löndum. Lykilatriði er að læra viðkomandi tungumál og þá kemur hitt á eftir. Ef menn líta líka frekar á jákvæðu hlutina þá líður manni sjálfum miklu betur heldur en ef maður einblínir á þá hluti sem eru ekki eins og maður vildi hafa þá.“ Á árunum hjá Loftleiðum og Cargolux öðlaðist Gunnar marg- háttaða reynslu og þekkingu í gegnum samskipti sín við flugfélög. Fremur fá flugfélög starfræktu t.d. CL44 vélar, Monsana, sem Loft- leiðir voru með á þessum árum og oft urðu félög að fá lánaða vara- hluti hvert hjá öðru og vera liðleg og lána öðrum. Gunnar var líka mikið á ferðinni vegna verkefna- leitar fyrir verkstæðið í Lúxem- borg og síðar til að selja Monsana og má segja að á þessum árum hafi hann safnað í sarpinn fyrir það sem síðar varð. Árið 1981 hætti Gunnar hjá Cargolux og hann rifjar upp með hvaða hætti það varð: „Seint á áttunda áratugnum var kreppa í fluginu en þá hafði Car- golux nýverið fest kaup á 747-þot- um fyrir fraktflugið. Félagið stóð heldur tæpt á þessum tíma og hlut- hafar vildu ekki leggja meira fé í það og því nauðsynlegt að leita að nýjum. Stjórnin leitaði víða og tal- aði við marga. í framhaldi af því kemur inn maður frá Lýbíu, A. Na- yed, sem bjó á Ítalíu og ég hafði verið í sambandi við. Ég vissi að hann hafði áhuga á að fjárfesta í flugvélum. Ég kynnti honum allar aðstæður hjá Cargolux og þegar hann tók ákvörðun komu lögfræð- ingar til skjalanna og hann lagði fram að mig minnir um 7 milljónir dollara sem þýddi að hann eignað- ist 25% hlut í félaginu og fékk þrjá stjómarmenn. Hann gerði mig að einum fulltrúa sínum í stjóminni og hinir vora lögfræðingur hans og ítalskur samstarfsmaður. Þama var ég kominn í þá að- stöðu að vera bæði undirmaður og yfirmaður framkvæmdastjórans, Einars Ólafssonar, sem honum fannst ekki þægilegt og varð ég því að velja á milli. Ég valdi stjórnar- setuna enda taldi ég mig aftur vera á tímamótum hjá Cargolux, búinn að vera í þessu starfi í mörg ár og byggja upp verkstæðið frá gmnni sem stóð í mikium blóma og ágastt að hætta þegar allt lék í lyndi. Ég var þá rúmlega fertugur og hafði gengið með þá hugmynd að gerast einhvem tímann sjálfstæður og þarna vora þau tímamót. Stundum koma þannig aðstæður upp í lífinu að hlutirnir gerast næstum af sjálfu sér og þannig var það þarna fyrir mig. Eg hafði ekki gert neina hernaðaráætlun en þama var tæki- færið komið og ég sneri mér að nýjum verkefnum." Heim? „Ég get nú ekki séð fyrir mér mikil umsvif í flugvélakaupum og sölum hérlendis í bili. Ég leigði Am- grími Jóhannssyni, sem ég hef þekkt í mörg ár, vél árið 1985 fyrir Air Arctic sem hann rak þá og við höfum unnið töluvert saman síðan. Meðal annars hefur flugfélagið hans Atlanta leigt og keypt Tristar 1011 vélar af mér. Við voram um tíma með vélar sem við höfðum keypt frá Cathay Pacific og höfðum ekki alltof mikil verkefni fyrir og Atlanta vant- aði vélar á þessum tíma. Við gerð- um þá samninga sem vora báðum aðilum hagstæðir. Það er ekkert meira í bígerð á næstunni. Ég er hins vegar alltaf tilbúinn að líta á slík mál hjá honum eða öðram fyrir- tækjum ef þau kæmu upp. Varðandi fjárfestingar hérlendis hef ég aðeins fjárfest í hlutabréfum en ekki í neinu sem tengist flugi eða ferðaþjónustu og ekki heldur sjávarútvegsfyrirtækjum, ég ætla að halda mig í dálítilli fjarlægð frá þeim sviðum. Þetta era kannski helst fyrirtæki sem ég held að eigi framtíð fyrir sér og styrkist á næstu tveimur til fimm árum. Fyr- ir utan þetta hef ég aðeins fjárfest í fyrirtækjum í Bandaríkjunum sem ekki eru komin á markað, þar hef ég lagt fram fjármagn í félagi við aðra og er það einkum fyrirtæki sem vinna að þróun og framleiðslu lækningatækja. En þannig er þetta í áhættufjárfestingum, menn leggja fram fé og bíða í þrjú til fimm ár þar til þeir geta farið að eiga von á arði.“ Gunnar er á því að íslendingum væri hollt að láta verða af því að koma hér upp frísvæði eða alþjóð- legu viðskiptasvæði sem laða myndi hingað alþjóðleg fyrirtæki. „Hér er allt umhverfið að verða mjög alþjóðlegt og það væri til dæmis hægt að reka viðskipti eins og ég er með héðan ef ekki væri fyrir skattamálin. Við höfum fjár- málafyrirtæki, lögfræðinga og ann- að, gætum þurft að kalla til sér- fræðinga á ýmsum sérstökum svið- um en væri skattheimta hér færð verulega niður ættum við rnikla möguleika á þessum sviðum. írar era að búa sig undir að lækka skatta á fyrirtækjum almennt í 12,5% og það munar miklu frá 40 til 50% skattheimtu flestra Evr- ópulanda." Utsalan hefsl hriðjudaginn 3. ðgúst kl. 7.00 Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg - sími 552 1212 Ath. vörur frá Steinari Waage skóverslun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.