Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Einleikur ÞAÐ ER jafnt nú og forð- um var, að öll vötn renna til sjávar. Þannig hlýtur leið allra unnenda ein- leikstónlistar að liggja í Skálholt þessa verslunarmannahelgi. Ekki verður aðeins boðið upp á Gold- berg-tilbrigðin, þar sem eitt ást- sælasta tónskáld árþúsundsins, Jo- hann Sebastian Bach, opnaði nýjar gáttir í hljómborðsleik, heldur jafnframt einleikstónleika á bar- okkfiðlu, þar sem Bach kemur líka við sögu, ásamt öðrum tónskáldum frá barokktímanum. Sannkölluð einleiksveisla framundan! Það er Helga Ingólfsdóttir semballeikari sem flytur Goldberg- tilbrigðin í Skálholtskirkju og hefj- ast tónleikamir kl. 21 í kvöld. Verkið var samið árið 1741. Helga segir mikil tímamót hafa orðið á ævi Bachs um 1730. Hann var þá kantor í Leipzig og verk hans, sem voru aðallega kirkjuleg- ar kantötur, sættu harðri gagnrýni fyrir að vera ofhlaðin og líkjast meira veraldlegum óperum en and- legri tónlist. Sagt er að gagnrýnandinn Jo- hann Adolf Scheibe hafi talað fyrir munn margra samtíðarmanna þeg- ar hann skrifaði um Bach árið 1737: „Þessi mikli maður yrði aðdá- unarefni heilla þjóða hefði hann meiri þekkileika til að bera og svipti ekki verk sín náttúrleika með belgingslegu og ruglingslegu yfirbragði og myrkvaði ekki fegurð þeirra með of miklum listbrellum. Af því að hann dæmir eftir sínum eigin fíngrum eru verk hans of- urerfið í flutningi; því að hann krefst þess að söngvarar og hljóð- færaleikarar geri það með hálsi sínum og hljóðfærum sem hann getur leikið á hljómborðið. En það er ógerningur." Stærðfræðileg tdnlist Helga segir Bach hafa séð að þessi verk fengju ekki stuðning yf- irvalda. Hann hafi því gefist upp og snúið sér að hljómborðinu, ekki síst sembalnum. „Hann samdi fjölda verka fyrir sembal sem náðu há- marki í Goldberg-tilbrigðunum. Eftir það sneri Bach sér í raun al- gjörlega frá hljóðfærunum og fór að semja „stærðfræðilega" tónlist. Með Goldberg-tilbrigðunum stígur hann inn í þennan abstrakt heim - hættir að hugsa um flytjendur." Helga segir þessa hugsjón Bachs koma berlega fram í Goldberg-til- brigðunum - þau séu langerfiðasta verk sem samið hafi verið fyrir sembal. Um það sé ekki deilt. „A þessu verki er endalaust hægt að finna nýja fleti - það er aldrei full- unnið. Eg flutti það upphaflega í Skálholti fyrir sex árum og flyt það nú öðru sinni. Ég hef verið svo heppin að vera á listamannalaun- um, þannig að ég hef getað helgað mig því í langan tíma. Og ekki veit- ir af.“ Goldberg-tilbrigðin eru þrjátíu talsins, þar af tíu sem Helga kallar „stærðfræðilega keðjusöngva". „Flest eru tilbrigðin frjáls í formi, hans eigin hugdettur, en samt sem áður eiga þau djúpar rætur í alda- gamalli pólyfónskri tónlist. Til- brigðin byggja ekki á laglínu held- ur hljómagangi - undirstöðu verks- ins.“ Að sögn Helgu var lengi óljóst eftir hvern arían væri sem tilbrigð- in byggja á. Nýjustu rannsóknir bendi aftur á móti eindregið til þess að hún sé eftir Bach sjálfan. Helga mun hljóðrita Goldberg- tilbrigðin í Skálholti í lok ágúst. I sjöunda sinn í Skálholti Morgunblaðið/Jóra JAAP Schröder frá Hollandi sækir Sumartónleika í Skálholtskirkju nú heim sjöunda árið í röð. Morgunblaðið/Jóra HELGA Ingólfsdóttir segir Goldberg-tilbrigðin langerfiðasta verk sem samið hefur verið fyrir sembal. Hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder er enginn nýgræðingur á Skálholtshátíð - kemur nú við sögu sjöunda árið í röð og þegar er ákveðið að hann kemur að ári. A einleikstónleikum sínum í dag mun hann leika verk eftir þýsku meist- arana Baltzar, Biber, Westhoff og Bach og Mattheis-feðga, sem ætt- aðir voru frá Ítalíu, en allir voru þessir menn sjálfir færir fiðluleik- arar. Hefur hann leik kl. 17 á barokkfiðlu frá árinu 1700. „Þegar þess var farið á leit við mig að ég héldi einleikstónleika í Skálholti ákvað ég að setja saman efnisskrá sem sýndi, svo ekki yrði um villst, að einleiksverk fyrir fiðlu voru samin áður en Bach kom fram á sjónarsviðið. Það er raunar meira til frá þessum tima en þetta er að mínu mati rjóminn," segir Schröder en með sanni má segja að verk þessara tónskálda séu ekki flutt á hverjum degi hér á landi. Aðrar áherslur en Bach verður þó ekki skilinn út undan. „Síðast þegar ég lék einleik í Skálholti flutti ég eingöngu verk Bachs fyrir einleiksfiðlu en nú ætla ég að leika eigin umritanir á tveimur öðrum FYRSTI æviskrárritari Bachs, Johann Nikolaus Forkel, segir þannig frá tilurð Goldberg-til- brigðanna (í þýðingu Árna Kristjánssonar): „Frumhugmyndina.. eigum vér Kaiserling greifa, fyrrver- andi rússneskum sendiherra hjá kjörfurstanum af Saxlandi, að þakka; en hann dvaldi oft á tíð- um í Leipzig og hafði áður- nefndan Goldberg með sér þangað til að útvega honum uppfræðslu í tónlist hjá Bach. Greifinn var vanheill og átti erfitt með svefn. Goldberg, sem bjó hjá honum, þurfti þó að sitja uppi hjá honum á nóttunni í hliðarherberginu og stytta greifanum andvökustundirnar með hljóðfæraslætti. Einhverju sinni bað greifinn Bach um verkum hans, partítu í a-moll fyrir flautu og hinni frægu orgeltokkötu í d-moll.“ Hugsanlega samið fyrir fiðlu Schröder hefur flutt þessi verk víða áður, einkum orgeltokkötuna, sem hann grunar að hafi í raun verið skrifuð upprunalega fyrir nokkur klaverlög handa Gold- berg, sem væru svo þýð og þó skemmtileg, að þau gætu orðið honum sjálfum til nokkurs hug- arléttis á andvökunóttum ... [Greifínn] fékk aldrei nóg af því að hlusta á [tilbrigðin] og lengi eftir það var viðkvæðið þetta þegar svefnleysið sótti að hon- um: „Góði Goldberg minn, leiktu nú fyrir mig eitt af tilbrigðum mínum.“ Þetta ritar Forkel 1802, hálfri öld eftir lát Bachs. Heimildar- menn Forkels fyrir ofangreindri sögu eru sagðir tveir elstu synir Bachs, Wilhelm Friendemann og Carl Philipp Emmanuel. Kaiserl- ing hefur einatt verið í Leipzig á þessum árum, því að sonur hans stundaði þar nám svo og félagi hans Goldberg. Yitað er að Bach fiðlu, þótt aldrei væri hún gefin út í því formi. „Mér var á sínum tíma bent á að orgeltokkatan væri hugs- anlega samin fyrir fiðlu eða jafnvel lútu og þegar ég fór að huga að málinu, umrita verkið, komst ég að raun um það gæti vel staðist. Þetta verk er eins og klæðskerasniðið fyrir fiðluna." í næstu viku er ráðgert að átti það Kaiserling að þakka að hann hlaut titil hirðtónskálds hjá saxneska kjörfurstanum. Þannig rennir ýmislegt stoðum undir frásögn Forkels. Annað bendir þó til þess að sagan sé hið minnsta mjög stílfærð: í út- gáfu tilbrigðanna er Kaiserlings að engu getið. Væri það ekki móðgun ef verkið var í raun til- einkað honum? Engin skjöl eru til um greiðslu til Bachs. Og enda þótt hcimildir séu fyrir því að Goldberg hafí verið miklum hæfíleikum gæddur var hann aðeins 13 ára þegar verkið var samið. Margir telja sig þurfa áralangar æfíngar til að ná tök- um á verkinu. Allt um það: Arí- an með 30 breytingunum hefur orðið þekkt undir nafni ferm- ingarpiltsins Goldbergs. Schröder hljóðriti verkin, sem hann mun leika á tónleikunum, í kirkjunni. „Ég hlakka til þess. Hljómburðurinn í Skálholtskirkju er hreint afbragð, hljóðfæri renna sérstaklega vel saman þar.“ Á geislaplötu Schröder vonast til að hljóðrit- unin verði gefin út á geislaplötu á næsta ári. „Ég hef þegar sett mig í samband við nokkur útgáfufyrir- tæki en ekkert er frágengið enda verður sífellt erfiðara að eiga við stóru fyrirtækin á þessu sviði. Þau eru alveg hætt að senda frá sér efni nema það sé alveg pottþétt söluvara - taka enga áhættu. Það er merkilegt að þessi fyrirtæki veigra sér ekki við að endurútgefa upptökur með leik mínum frá sjö- unda og áttunda áratugnum en gjalda varhug við nýju efni sem þessu, þar sem það er tekið upp í Skálholtskirkju á Islandi, sem fáir þekkja erlendis. Þetta er vitaskuld afleit menningarstefna.“ Schröder kveðst eigi að síður vera illa við að kvarta, hann eigi farsælan feril að baki. Á hinn bóg- inn kennir hann í brjósti um ungt tónlistarfólk, sem er að stíga sín fyrstu skref í faginu. Möguleikar þess hjá stóru útgáfufyrirtækjun- um séu takmarkaðir. Tónleikar Schröders verða end- urteknir á morgun, sunnudag, kl. 15 og tónleikar Helgu á mánudag, einnig kl. 15. Hver var þessi Goldberg? í öndvegi Tvennir einleikstónleikar verða á Sumar- tónleikum í Skálholtskirkju í dag - Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal Goldberg-til- brigðin eftir J.S. Bach og Jaap Schröder leikur á barokkfíðlu einleiksverk eftir ýmsa höfunda. Orri Páll Ormarsson fór til fundar við flytjendurna tvo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.