Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 42

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 42
42 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Konur Estrogen-magn í blóði sýnist ráða miklu um unglegt útlit. Sjúkdómar Unnið að rannsóknum vegna bóluefnis gegn Alzheimer. Ottast að kostn- aður sligi heil- brigðiskerfíð BRESK heilbrigðisyfir- völd hafa lagt blessun sína yfir notkun lyfsins Relanza og er það fyrsta lyfið við flensu sem heim- ilað hefur verið í Bret- Iandi. Breskir læknar ótt- ast að lyfið verði svo eftir- sótt að það geti sligað heilbrigðiskerfið verði notkun þess ekki tak- mörkuð. Að sögn BBC hafa bresk heilbrigðisyfirvöld heimilað að unglingar og fullorðnir Bretar noti lyfið þegar flensa gengur í landinu. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna heimiiaði einnig notkun lyfsins á þriðjudag. Var sú ákvörðun tekin þvert á ráð nefndar óháðra sér- fræðinga sem fyrr í ár kváðust ekki geta mælt með notkun lyfsins þar sem virkni þess væri að- eins smávægileg auk þess sem það gæti verið hættu- legt asmasjúklingum. Relanza ræðst á flensu- veiruna í efri öndunarvegi þar sem hún fer inn í lík- amann og fjölgar sér. Lyf- ið bælir niður ensímið sem gerir veirunni kleift að fara úr smitaðri frumu og breiðast út í aðrar frumur í efri öndunarvegi. Lyfið er tekið inn með úðatæki tvisvar á dag í fimm daga. Meðferðin á að hefjast innan tveggja daga eftir að flensueinkennin gera vart við sig. Rannsóknir hafa leitt í ljós að veikindin vara 40% skemur ef lyfið er tekið inn og það dregur úr flensueinkennunum, m.a. sótthita, beinverkjum, slappleika og lystarleysi. Aukaverkanir reyndust einnig fáar. Notkun lyfsins verði takmörkuð BBC hafði eftir John Chisholm, formanni heim- ilislæknanefndar bresku læknasamtakanna, að eft- ir spumin kynni að verða svo mikil að hún gæti slig- að heilbrigðiskerfið ef greiða þyrfti lyfið niður án þess að notkunin yrði tak- mörkuð. Fyrirtækið sem selur lyfið í Bretlandi, Glaxo Wellcome, hefur mælt Presslink I Bandaríkjunum hafa menn Iöngum getað keypt margvísleg lyf til að létta á flensunni. Nú bætist Relanza í þann hép en sala þess verður háð uppáskrifit lækna enda ku það vera mun áhrifameira en eldri lyf. með því að notkun lyfsins einskorðist við sjúklinga sem stafar mikil hætta af flensu, svo sem fólk með asma eða hjartasjúkdóma. Ennfremur var bent á að lyfjameðferðin gæti verið mjög hentug fyrir menn sem eiga „mikilvægum skyldum" að gegna - til að mynda kaupsýslumenn sem þurfa að sitja mikil- væga viðskiptafundi. Flensa er bráðsmitandi og getur verið mjög skæð. Ýmsir sjúkdómar, sem geta fylgt í kjölfar flensu, einkum hjá öldruðu fólki eða heilsutæpu, leiða oft til dauða. Að meðal tali er hver Breti frá vinnu í þrjá daga á ári vegna flensu og talið er að 10% allra veik- indaforfalla í Bretlandi megi rekja til þessa veiru sjúkdóms. Ný lyf Notkun á nýju flensu- lyfi leyfð í Bretlandi og Bandaríkjunum. HUGSANLEGT er að vísindamenn hafi af- hjúpað einn af leyndar- dómum eilífrar æsku - kvenky nh or móna. Að sögn BBC hafa þýskir vísindamenn komist að því að konur með mikið magn estró- gena (samheiti kven- kynhormóna) í blóðinu séu óvenju unglegar miðað við aldur. Vísindamenn við Er- langen- háskóla áætl- uðu aldur hundrað kvenna á aldrinum 35- 55 ára og mældu síðan kynhormónana í blóði þeirra. Niðurstaðan var sú að í nokkrum tilvikum litu estrógenríkar kon- ur út fyrir að vera átta árum yngri en þær voru í raun og veru. Estrógensnauðar konur litu hins vegar út fyrir að vera allt að átta árum eldri en þær voru. Vísindamennirnir könnuðu þessi tengsl til að fylgja eftir rannsóknum sem bentu til þess að samband væri milli kynþokka kvenna og fijósemi þeirra. Að sögn BBC telja vísindamenn að estrógen leitist við að gera kon- ur kynþokkafyllri til að auka lík- umar á þungun. Fijósemi teng- ist kynhormónunum og minnkar eftir því sem estrógenin rýrna þegar konur nálgast breytinga- skeiðið. Reutere Leikkonan Catherine Deneueve (hér t.h. ásamt dóttur sinni Chiara Mastroianni) þyk- ir bera aldurinn sérlega vel en hún verður 56 ára síðar á þessu ári. Um estrógenmagn í blóði hennar er hins vegar minna vitað. Þróa bólu- efni gegn Alzheimer Medical Tribune News Service. VÍSINDAMENN í Bandaríkj- unum segja að rannsókn á mús- um bendi til þess að hugsanlega verði hægt að þróa bóluefni gegn Alzheimer- sjúkdómnum. Frek- ari rannsóknir eru þó nauðsyn- legar til að ganga úr skugga um hvort bóluefnið sé hættulaust og hafi tilætluð áhrif á menn. Þetta er fyrsta rannsóknin sem leitt hefur í ljós að ónæmis- aðgerð gegn beta-sterkjulíki, flóknu prótíni sem fellur út í vefjum, geti hindrað heilahrörn- un í músum. Rannsóknin sýndi að bóluefnið AN-1792 getur hindrað eða fjarlægt beta- sterkjulíkisútfellingu í músum, að því er fram kemur í grein vis- indamanna við Elan Pharmaceuticals í San Francisco í tímaritinu Nature. Vísinda- mennirnir taka þó fram að heila- hrörnunin í músum líkist ekki Alzheimer-sjúkdómnum í mönn- um nema að hluta. Alzheimer-sjúkdómurinn lýsir sér með truflun á starfsemi heila og veldur minnistapi og hægfara vitglöpum. A meðal einkenna hrörnunarsjúkdómsins eru tal- og skynjunarvandamál og breyt- ingar á persónuleika og hegðun sjúklingsins. Orsökin fundin? Ekki er enn vitað um orsakir sjúkdómsins. Sérfræðingar telja að allir Alzheimer-sjúklingar hafi sterkjulíkisútfellingu, eða skellu, í heilavefjunum, en ekki er vitað hvort það er orsök eða afleiðing sjúkdómsins. Annar gýeinarhöfundanna, Iv- an Leiberburg, segir rannsókn- ina renna stoðum undir þá kenn- ingu að sterkjulíkisskella sé skýringin á framvindu sjúkdóms- ins. Annar sérfræðingur, David Westaway, sem tók ekki þátt i rannsókninni, segir hins vegar að rannsóknin sanni ekki að útfell- ingin orsaki sjúkdóminn. Afhverju leiðist fólki? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Oft heyrir maður fólk kvarta um að því leiðist. Ekki á það síst við um böm og ung- linga. Á leiði eitthvað skylt við þunglyndi? Svar: Leiði stafar oftast af því að fólk finnur sér ekkert skemmtilegt að gera eða finnur sér ekki félagsskap sem því finnst skemmti- legur. Hjá sumum stafar það af einmana- kennd, sérstaklega hjá eldra fólki. Oftast er um að ræða skort á frumkvæði og áhuga, en einnig geta skapast þær aðstæður, sérstak- lega hjá gömlu fólki eða sjúklingum, að ekki sé tækifæri til að sinna áhugamálum sínum eða njóta félagsskapar. Leiði hjá börnum og unglingum er mjög oft vegna þess að þau eru vön að vera mötuð á afþreyingarefni, t.d. í sjónvarpi, eða foreldrarnir reyna stöðugt að hafa ofan af fyrir þeim á einhvem hátt svo að þeim leiðist ekki. Fólki hættir mismikið til að leiðast. Þeim sem era ónógir sjálfum sér hættir fremur við leiða en öðram. Þeir eiga erfitt með að vera einir með sjálfum sér, en eiga einnig í erfið- leikum með að mynda tengsl og njóta félags- skapar við aðra. Grandvallar þörf bamsins fyrir öryggi skapast í nánum samskiptum við foreldra í bemsku. Þar þroskast hæfileikinn til geðtengsla og til að eiga heilbrigð sam- skipti við annað fólk síðar á ævinni. Fái bamið ekki fullnægt öryggisþörf sinni er hætt við að það verði ósjálfstætt og sjálfu sér ónógt þegar það vex upp. Það hefur ekki lært að lifa með i Frumkvæði sjálfu sér og kann ekki að nýta sér af þeim innri efnum, t.d. skapandi hæfileikum, sem það hefur, en leitar stöðugt að einhverju í um- hverfi sínu sem veitir því öryggi og ánægju. Það er hins vegar ekki þroskavænlegt fyrir barnið að þessu leyti að mata það alltaf á afþr- eyingu, ef það finnur sér ekki sjálft eitthvað skemmtilegt og skapandi að gera. Vænlegra er að hjálpa barninu til að virkja innri skap- andi hæfileika, sem það kann að búa yfir. Móðir sagði mér eitt sinn hvaða augum hún liti leiðann. Hún á tólf ára gamlan son, sem eins og flest böm á þessum aldri finna til leiða af og til, þótt þau séu fyllilega heilbrigð og eðlilega þroskuð. Hann kom til mömmu sinnar og sagði: „Mér leiðist, mamma. Eg hef ekkert að gera.“ Það hvarflaði ekki að móðurinni að ganga undir stráknum og fara að skemmta honum á einhvern hátt. Hún svaraði: „Láttu þér bara leiðast. Það er allt í lagi.“ Eftir nokkra stund var strákurinn búinn að finna sér sjálfur eitthvað að gera og leiðinn var úr sögunni. Móðirin leit svo á að að leiði væri hvorki óeðlilegt, óheilbrigt eða jafnvel óæski- legt ástand. Það verður gerjun í leiðanum, eins og hún orðaði það. Bamið, eða hinn full- orðni ef því er að skipta, verður að leita í eigið hugskot og taka af sínum innra manni. Af því sprettur eitthvað jákvætt og skapandi, og þeg- ar að jafnaði er brugðist við leiða á þennan hátt, styrkir það sjálfstæði og persónuþroska einstaklingsins. Ef strákurinn hefði verið mat- aður á einhverri afþreyingu, hefði hann ekki þurft að virkja sinn innri mann og meiri líkur á því að leiðinn hefði sótt að honum aftur og aftur. Leiði á lítið skylt við þunglyndi og það get- ur verið varasamt að sjúkdómsgera leiðann og gera mann þannig óábyrgan fyrir honum. Hins vegar getur sjúklingum verið fremur hætt við leiða en öðram. Óldruðum hættir til einangranar og þeir sem eru bundnir við rúm- ið eiga færri kosta völ í að stunda áhugamál sín eða njóta félagsskapar. Ahafnagleði geð- sjúkra er oft lömuð. Þess vegna era aðferðir eins og iðjuþjálfun og félagsstarfsemi á stofn- unum og sjúkrahúsum notuð til þess virkja þann innri kraft og áhuga á umhverfinu sem býr í flestu fólki til þess að það geti sjálft unn- ið sig frá leiðanum. Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræð- inginn um það sem þeim liggur d hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt:Vikulok, Fax:5691222. Enn- fremur símbréf merkt:Gylfi Ásmundsson, Fax:5601720. Notkun á nýju flensulyfi heimiluð í Bretlandi og Bandaríkjunum Estrógen viðhalda æskunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.