Morgunblaðið - 31.07.1999, Page 45

Morgunblaðið - 31.07.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ flKII LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 45 /mu M L\ll\ metra hæð yfir sjó. Um miðja nótt- ina vaknaði höfundur þessara lína, leit út, og var þá frosthéla á jörðu allt umhverfis, en yfir höfði hans hvolfdist kolsvartur næturhiminn- inn, ekki skýjaslæða sjáanleg á himni og stjömuhvelfingin eins og logandi eldur allt yfir. Slíkri sjón gleyma menn ekki aftur. I júlí í fyrra var síðan farin dags- ferð þarna inn eftir sem ekki varð síður minnisstæð. Ekið var upp á Kaldadal, og með harðfylgi tókst bflstjóranum frá Vestfjarðaleið að aka okkur nær alla leið inn að Prestahnúk. Þess má geta að fjallið dregur nafn sitt af prestunum áður- nefndu, en ljóst má þó telja af ferða- sögum þeirra að þeir hafa ekki klifið það. Þegar inn eftir var komið reyndist óhjákvæmilegt að vaða Geitána. Það var dálítið kulsamt, því áð fæstir höfðu athugað að taka með sér vaðskó, en hafðist þó. Reyndar var á dagskrá að bregða sér upp á Prestahnúk ef færi gæfist, en dagurinn entist þó ekki tfl að gera það í þetta skipti. Sú ganga getur ekki talist tiltakanlega erfið fyrir fólk í sæmilegri þjálfun, og auðgengið á að vera á fjallið úr flestum áttum. í björtu veðri launar gangan erfiðið vel, því að ákaflega víðsýnt er af tindinum. I þetta skipti var hins vegar hald- ið inn dalverpið norðan Presta- hnúks og inn í kvosina sem þar myndast. Þar er gróður töluverður, meðal annars mikið af fagurgræn- um dýjamosa, og nóg er af tæru vatni í einni af upptakakvíslum Geitár sem þar liðast fram silfur- tær. Ef menn vilja dveljast þama einhverja daga má ætla að einn besti tjaldstaðurinn sé á þessum stað. En í þetta skipti var gengið áfram, inn frekara dalverpi, nokkuð stórgrýtt, og kemur þá að hrygg all- miklum sem þversker dalinn og er nefndur Vesturhryggur. A honum eru nokkrir fjallahnúkar, og er einna mest áberandi ávalur höfði úr móbergi sem nefnist Þórishöfði. Norðan hans er skarð sem fengið hefur nafnið Gönguskarð. Upp í það var haldið, upp nokkuð bratta brekku og stórgrýtta, en þó enga teljandi torfæru. Þegar upp í skarðið kemur blasir sjálfur Þórisdalur við í allri sinni dýrð. Hvemig sem þar hefur litið út á dögum Grettis Asmundarsonar þá er dalurinn nánast gróðurvana að sjá í dag og óhugsandi að beita þar nokkurri sauðkind, hvað þá heilli sauðahjörð. Norðan við hann gnæfa naktar og gróðurlausar hlíðar Geitlandsjökuls, en að sunnanverðu em áberandi allnokkur klettavirki. Þá er í dalnum nokkuð stórt stöðu- vatn, en athyglisvert er að í lýsingu prestanna er þessa vatns að engu getið, heldur aðeins talað um vatns- drefjar, smálón og tjamir í dalbotn- inum. Er því svo að sjá að stöðuvatn- ið hafi ekki verið þama fyrir rúmum þremur öldum, þegar þeir vom á ferðinni, en það hafi breyst síðan. Þama á byggðin væntanlega að hafa verið fyrrum, með fólki misjafnlega vel kristnu, og í Áradalsóði Jóns lærða er reyndar minnst á að fyrir dymm á einum bænum hafi staðið það sem hann nefnir „hálfkross.“ Ekki veit sá er hér ritar nánari deili á því tákni eða hvort íslenska þjóð- kirkjan viðurkennir slíkt í dag, en væntanlega vísar það til þess að íbú- arnir hafi verið illa kristnir. í þessari ferð var ekki haldið nið- ur í dalinn, heldur beygt til hægri, upp eftir allbröttum grjóthrygg og upp á svo nefndan Hellishöfða. Þeg- ar þangað kemur er örstutt eftir að hellinum fræga sem þar er. Hann er í móbergshöfða og í dag er hann töluvert mikið saman fallinn og ör- ugglega mjög frábmgðinn því sem verið hefur þegar Þórir hálfþurs bjó þar með dætmm sínum. Eigi að síð- ur er mjög áhugavert að koma þarna, meðal annars vegna þess að á hellinum em nokkur göt, eða eins konar gluggar, sem skapa mjög sér- kennilega ramma utan um útsýnið til umhverfisins. Ógleymanleg reynsla eigin raun. Hins vegar virðist nokk- uð auðgengið út eftir dalnum, ofan úr Gönguskarði skoðað. Best virðist að ganga eftir honum sunnanverð- um, því að norðurströnd vatnsins er nokkuð brött og stórgrýtt að sjá. í austurendanum má segja að dalur- inn fjari nokkum veginn út, og þar beygir hann síðan til suðurs. Þar breikkar hann allmikið, og þá tekur við annað stöðuvatn sem stendur nokkra lægra en hitt vatnið inni í dalnum. Ef síðan er gengið suður á bóginn, yfir svo kölluð Skersl, stytt- ist óðum á Línuveginn norðan við Hlöðufell og Skjaldbreið. I þessari Ferðafélagsferð var hins vegar gengið hinum megin nið- ur af Hellishöfða, og í leiðinni klifu nokkrir upp á Helgatind, háan og oddmjóan tind sem kenndur er við Helga prest Grímssson, en þar upp klifu þeir prestamir í leiðangri sín- um títtnefndum og segja frá í ferða- sögunum. Þaðan var svo farið til baka sem leiðin lá yfir norðurjaðar skriðjökuls út úr Þórisjökli og kom- ið aftur að bflnum á sama stað og lagt var upp frá í byrjun. Þess má geta að tiltölulega auð- velt er að rekja leiðina, sem prest- amir fóru, eftir ferðalýsingum þeirra. Þeir hafa lagt upp á skrið- jökulinn úr norðurhlið Þórisjökuls og haldið eftir honum allt upp á Hellishöfða, þaðan inn í Þórisdal sunnanverðan og loks sömu leið til baka. I dag er þessi leið máski ekki svo ýkja ógnvænleg, en áður fyrr gegndi öðm máli. Þá var óttinn við útilegumennina og galdrakonstir þeirra allsráðandi. Ymsir hafa líka haft gaman af að veita því athygli í ferðasögum prestanna að sam- kvæmt þeim var einn aðaltilgangur þeirra að snúa því fólki, sem þeir kynnu að finna í dalnum, til krist- innar trúar og skíra það. Ferð þeirra hefur því verið trúboðsleið- angur öðmm þræði, og höfðu þeir með sér brauð og vín í því skyni, þótt ekki kæmi til þess að þeir þyrftu á því að halda. Það á við um þessa leið eins og aðrar að allt er undir veðrinu kom- ið. í rigningu og sudda getur varla þótt mjög spennandi að ganga þama um. I sólskini og björtu má hins vegar fullyrða að þetta er eitt af áhugaverðustu göngusvæðum landsins. Margar leiðir er um að ræða, til dæmis er fjallganga á Prestahnúk ógleymanleg reynsla í björtu veðri og ekki tiltakanlega erfið. Ganga inn dalkvosina milli Prestahnúks og Þórisjökuls verður sömuleiðis eftirminnileg, og þar má vitaskuld einnig eyða töluverðum tíma við náttúruskoðun. Upp á Vesturhrygg er reyndar um ýmsar fleiri leiðir að velja, og þar má eyða drjúgum tíma. Leiðin upp á Hellis- höfða er nokkuð krefjandi, en end- urgeldur þó erfiðið ríkulega. Þá má ekki gleyma sjálfum Þórisjökli, en með hæfilegri varfærni geta vanir göngumenn gengið á hann og um og notið þar ríkulegs útsýnis í allar átt- ir. Með öðrum orðum, þama er ákaflega fjölbreytt landslag og fag- urt umhverfi, sem öllum á að geta yljað um hjartaræturnar, og ekki sakar heldur að hafa söguna í farteskinu og rifja hana upp þegar á staðinn er komið. Höfundur er íslenskufræðingur og áhugamaður um útiveru. Viltu styrkja stöðu þína ? Námið er 280 kennslustunda skipulagt starfsnám og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri. Námið hentar þeim sem vilja : o Q O o Umsagnir nemenda um námið: „ Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“ .. Frábært nám og frábær kennsla“ „ Tölvu- og rekstrarnámið gerði mér kleift að skipta um starf“ „Ég sýndi lokaverkefnið mitt í viðtalinu og fékk vinnuna“ „Sé um bókhald í fyrirtækinu, gatþað ekki áður“ _____________________________________________________i Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma. Næstu hópar byrja 6. september RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b ■ Sími 568 5010 • skoli@raf.is Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum Annast bókhald fyrirtækja Öðiast hagnýta tölvuþekkingu Auka sérþekkingu sína Starfa sjálfstætt 1 Niður í sjálfan Þórisdal hefur sá er hér ritar ekki farið og getur því ekki lýst gönguleiðinni um hann af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.