Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 31.07.1999, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 47 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. L AU G ARD ALURINN - VIÐKAÍEMT UMHVERFISMÁL UNDANFARNAR vikur hafa töluverðar umræður orðið um fyrirhugaðar byggingar í Laugardal. Að vísu er nokkuð um liðið frá því borgaryfíi’völd tóku grundvallarákvarðanir í þessu máli og þá kviknuðu ekki miklar almennar umræður um það. Kannski hefur ástæðan ver- ið sú, að umræður um önnur málefni hafa verið nærtækari. En nú er ljóst, að athyglin hefur beinzt að Laugardalnum og áformum um byggingu fyrir Landssíma íslands þar svo og hugmyndum um úthlutun á lóð fyrir eins konar afþreyingarhús. Laugardalurinn hefur smátt og smátt verið byggður upp á nokkrum áratugum sem miðstöð íþrótta, útivistar og margvíslegr- ar afþreyingar. Þar er aðal íþróttavöllur landsins auk ann- arra íþróttavalla. Þar er stærsta útisundlaug landsins í námunda við þann stað, þar sem gömlu sundlaugarnar voru. Þar er Laugardalshöllin, mesta íþrótta- hús landsins. Þar eru skrifstofu- byggingar fyrir íþróttasamtök. Þar er frá gamalli tíð merkilegur grasagarður. Þar er að fínna vin- sælan húsdýra- og fjölskyldu- garð og svo mætti lengi telja. Ljóst er, að Laugardalurinn er orðinn miðdepill íþrótta og af- þreyingar í höfuðborginni og vinsæll útivistarstaður. Þangað koma á ári hverju mörg hundruð þúsund manns. Landssími Islands hefur sótzt eftir að byggja mikla skrifstofu- byggingu á opnu svæði suðaust- ast í Laugardalnum. Fyrirtækið hefur gert samning við Reykja- víkurborg um þá lóð og m.a. látið land annars staðar af hendi í þeim samningum. Forráðamenn Landssímans hafa talið, að að- staða fyrirtækisins í hinni gömlu miðborg Reykjavíkur sé orðin erfíð og þröngt um starfsemi þess þar. Jafnframt hafa þeir bent á nauðsyn þess, að höfuð- stöðvar Landssímans í framtíð- inni verði sem næst tæknimið- stöð fyrirtækisins, sem stendur á lóð milli Ármúla og Suðurlands- brautar. Þeir hafa bent á, að það yrði of kostnaðarsamt að flytja helztu tæknimiðstöð fyrirtækis- ins þaðan og þess vegna skyn- samlegra og hagkvæmara að byggja skrifstofuhús nálægt tæknistöðvunum enda mikil út- gjöld samfara því að hafa starf- semi fyrirtækja á mörgum stöð- um, þar sem langt er á milli. Það eru rök út af fyrir sig. Borgaryfirvöld vöktu athygli Landssímans á því, að Laugar- dalurinn væri ekki ætlaður fyrir skrifstofubyggingar og bentu fyr- irtækinu á að falast eftir því að kaupa hús, sem ekki er fullbyggt við hlið tæknistöðvanna við Suð- urlandsbraut. Það væri enn hag- kvæmara en að byggja hinum megin við götuna í Laugardalnum sjálfum. Forráðamenn Landssím- ans töldu þá aðstöðu ekki full- nægjandi fyrir fyrirtækið en komu til móts við sjónarmið borg- arinnar með því að lýsa því yfir, að þeir mundu byggja í tengslum við skrifstofubygginguna sýning- arsal, þar sem skoða mætti allt hið nýjasta í fjarskipta- og tölvu- búnaði samtímans og það sem vænta mætti að yrði í framtíðinni. Þeir hafa bent á, að slík starfsemi mundi tengjast annarri starfsemi í Laugardalnum mjög vel og verða fjölsótt af börnum, ungling- um og ungu fólki, svo og borgur- unum almennt. Niðurstaðan af skoðanaskiptum Landssímans og borgarinnar varð sú, að fyrirtæk- ið fékk lóðina og er nú unnið að teikningum á nýju Landssíma- húsi þar. Samhliða hefur umsvifamikill athafnamaður á sviði afþreying- ariðnaðar, Jón Ólafsson, stjórnar- formaður og aðaleigandi Islenzka útvarpsfélagsins, sótzt eftir lóð í Laugardalnum við hlið Lands- símahússins og hyggzt reisa þar afþreyingarhús af nýrri gerð, en slík hús eru þekkt í öðrum lönd- um, þar sem öll fjölskyldan geti fundið ýmislegt við sitt hæfi. Færa má ákveðin rök fyrir því, að slík starfsemi tengist að ein- hverju leyti annarri starfsemi sem er í Laugardalnum. Á þeim áratugum, sem Laug- ardalurinn hefur verið í upp- byggingu hafa viðhorf til um- hverfís og útivistar gjörbreytzt. Nú er lögð margfalt meiri áherzla á það en nokkru sinni, að almennir borgarar geti notið úti- vistar, stundað almenningsíþrótt- ir, notið góðra stunda með börn- um sínum og barnabörnum í skemmtilegu og hlýlegu um- hverfí. Laugardalurinn hefur allt til að bera, sem þarf í þessum efnum. Hann mun um langan ald- ur þjóna veigamiklu hlutverki á höfuðborgarsvæðinu öllu. Á þeim tíma, sem Laugardalurinn hefur verið að byggjast upp hafa einnig komið fram margvíslegar nýjar hugmyndir um það, hvernig fólk geti notið útivistar og afþreying- ar. Slíkar nýjar hugmyndir halda áfram að koma fram. Þótt ónotað svæði megi enn finna í Laugar- dalnum er óhyggilegt að ráðstafa því nú. Þvert á móti er full ástæða til að gefa framtíðinni svigrúm til að setja mark sitt á uppbyggingu dalsins. Það eru í stuttu máli engin efn- isleg rök fyrir því, að leyfa skrif- stofubyggingu Landssímans í Laugardal. Það kann að vera eft- irsóknarvert, að þar rísi sýning- arskáli, sem hýsi allt hið nýjasta í tækni og vísindum og sýni hug- myndir framtíðarinnar. En slíkan skála er hægt að reisa án þess, að hann sé í tengslum við mikla skrifstofubyggingu með bílastæð- um fyrir mikinn fjölda bíla. Fyrir Landssímann sjálfan er óskyn- ÞAÐ tekur enginn eftir því hvað skipið fer hægt yfir þegar menn eru niðursokknir í bingóið. Eng- inn var kominn með bingó þegar ljósmyndarinn gekk um salinn og kíkti á spjöld spilaranna. Hótelið flýtur með Sigling með skemmtiferðaskipi útheimtir fyrst og fremst tíma enda fara slík ægishótel hægt yfir. Haft er rækilega ofan af fyrir gestunum á meðan siglt er og ekki síður þegar þeir ganga á land eins og Orlygur Steinn Sigurjónsson og Asdís Asgeirsdóttir urðu áskynja er þau sigldu með skemmti- ferðaskipinu MS Delphin í vikunni. IREYKJAVÍK var 12 stiga hiti er Þjóðverjarnir gengu frá borði árla dags og fóru ýmist upp í Land-Rover jeppa eða rútur til að skoða landið. Heldur hlýnaði þó er leið á daginn. Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ var engu logið til um skemmtiatriðin og fólk mætti prúðbúið á tón- leika á meðan Delphin sigldi fyrir Vcstfjarðakjálkann. „VIÐ bjóðum fólki fyrst og fremst upp á afar þægilegan og öruggan far- kost og góð skemmtiatriði,“ sagði Martin Dijkhuis, fulltrúi skipafélagsins sem á Delphin. samlegt að ráðast í þessa bygg- ingu. I fyrsta lagi vegna þess, að það hentar ekki hagsmunum fyr- irtækisins að fara í stríð við stór- an hóp borgarbúa, kannski meiri- hluta borgarbúa, um það hvar skrifstofubygging skuli rísa. I öðru lagi vegna þess, að ef búið væri að einkavæða Landssímann mundi eigendum hans ekki detta í hug að reisa slíka byggingu. Sjónarmið hluthafa eru önnur en þeirra, sem stjórna fyrirtækjum í eigu ríkisins. Af þessum sökum ættu forráðamenn Landssímans sjálfir að taka af skarið og hverfa frá þessum áformum. Það er afar óheppilegt fyrir fyrirtækið, sem stefnir á einkavæðingu að standa í stórdeilum á næstu mánuðum og misserum vegna staðsetningar á nýrri skrifstofubyggingu. Einkafyrirtæki, sem byggja slík hús leggja áherzlu á að hafa þau ódýr, hagkvæm og einföld að allri gerð. Þau þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi, að starfsemi fyrir- tækisins geti gengið þar fyrir sig vel og eðlilega. Að auki er ljóst, að þetta deilumál hverfur ekki í einni svipan. Verði haldið fast við að hefja framkvæmdir munu mót- mæli stóraukast. Málið er af þeirri stærðargráðu, eins og sagt er, að það verður eitt helzta gagnrýnisefnið á núverandi borgarstjórnarmeirihluta í næstu kosningum til borgar- stjórnar Reykjavíkur, verði ekki horfið frá þessum áformum. Með sömu rökum og hér hafa verið færð fram fyrir nauðsyn þess að eiga svigrúm í Laugar- dalnum fyrir framtíðarstarfsemi á næstu öld er hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að gera ráð fyrir byggingu á borð við fjölskyldu- og skemmtihús. Þar gildir einu, þótt byggingar hafi verið fyrir- hugaðar á þessu svæði meðfram Suðurlandsbrautinni allt frá því aðalskipulagið var sett fram í borgarstjóratíð Geirs Hallgríms- sonar snemma á sjöunda ára- tugnum. Á fjórum áratugum hafa viðhorf til umhverfis og op- inna svæða í höfuðborginni sem annars staðar gjörbreytzt. En jafnvel þótt færa mætti rök að því, að slík bygging tengdist að einhverju leyti þeirri starfsemi, sem fyrir er í dalnum er alveg ljóst, að það gengur ekki að úthluta lóð á þessu svæði á þann veg, sem gert var vegna byggingar heilsuræktarstöðvar í tengslum við Laugardalslaugina. í báðum tilvikum á að sjálfsögðu að kalla eftir hugmyndum og til- lögum með almennri auglýsingu, svo að allir sem hug hafa á eigi þess kost að sækjast eftir þeirri aðstöðu. Einhverjum kann að þykja það ósanngjarnt gagnvart þeim, sem eiga hinar upphaflegu hugmyndir, hvort sem um er að ræða líkamsræktarstöðina eða fjölskylduhúsið. En væntanlega hefðu þeir aðilar töluvert forskot á aðra umsækjendur þegar af þeirri ástæðu, að þeir hafi lagt töluverða vinnu í að þróa hug- myndir sínar. Skoðun Morgunblaðsins er því sú, að borgaryfirvöld eigi að taka allt þetta mál til endurskoðunar, Landssíminn að hverfa frá áform- um sínum um skrifstofubyggingu í Laugardal og borgaryfirvöld að leggja fram efnisleg rök fyrir því, að starfsemi á borð við afþreying- arhús með billjarð og leiktækjum (sem eru ekki hollasta fíkn ung- linga) eigi heima í dalnum. Ef það yrði niðurstaðan að auglýsa þá eftir tillögum og hugmyndum áð- ur en aðstöðunni er úthlutað. Hingað til hafa ekki staðið deilur um uppbyggingu Laugardalsins. Það væri óheppilegt ef þær hæfust nú og þá augljóslega með sama þunga og aðrar deilur um viðkvæm umhverfismál. KEMMTIFERÐASKIPIÐ MS Delphin er þýskt og er á tveggja vikna siglingu með 430 Þjóðverja um Evrópu með viðkomu í Noregi, Islandi, Orkn- eyjum og Skotlandi en förinni lýkrn- í Bremerhaven 2. ágúst. Þetta er fimmtánda sumarið sem skipið kemur til íslands, en árlega kemur það nokkrum sinnum til landsins. í sumar eru þrjár ferðir áætlaðar og er þessi ferð önnur í röðinni. Delphin kom til Akureyrar á þriðjudag frá Svalbarða og var því siglt vestur fyrir landið til Reykjavík- ur eftir að boðið hafði verið upp á skoðunarferð til Mývatns. Sá háttur hefur verið hafður á að taka á móti skipinu af íslenskum ferða- þjónustuaðilum, sem skipuleggja afþr- eyingu fyrir farþega í landi. Þar má nefna jeppaferðir á jökla, hestaferðir, ferðir í Bláa lónið, rútuferðir til Gull- foss og Geysis og fleira. Haldnar eru kynningar fyrir far- þega um borð á þeim ferðum sem í boði eru áður en komið er í höfn, til að örva söluna í ferðimar. Salan sjálf fer einnig fram um borð og er frágengin þegar skipið leggst að bryggju. Ferðaþjónustaðilamir hafa þá haft nokkum fyrirvara til að útvega leið- sögumenn, rútubflstjóra og aðra svo allt sé til reiðu á hafnarbakkanum er skipið kemur að landi. Hildur Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Gestamóttökunnar sem skipu- lagt hefur afþreyingu fyrir farþega Delphin í landi síðustu árin, segir að þróunin hafi verið sú að sífellt fleiri skipsfarþegar kjósi að kaupa sér af- þreyingu í landi á meðan skipið er við bryggju og nú er svo komið að 90% farþega em búnir að bóka sig í skoð- unarferð þegar komið er í land. Vegna komu Delphin starfa um 15 undirverktakar á vegum Gestamót- tökunnar sem þjónusta farþegana í landi með ýmsu móti. Þá er ótalinn sá hópur íslenskra manna og kvenna sem þjónustar önnur skemmtiferða- skip sem koma til landsins en skemmtiferðaskipakomur em á fjórða tug talsins á þessu sumri. Þegar komið var til Reykjavíkur nálægt dagmálum á miðvikudag biðu nokkrir jeppar íslandsflakkaranna svokölluðu á bryggjunni með þaul- vana fjallaleiðsögumenn tilbúna til að aka farþegum upp á Langjökul á Land Rover bifreiðum sínum. Aðrir fóm í Bláa lónið og nokkrir starfs- menn skipsins skmppu á hestbak. Skemmtisigling með hefðbundnu sniði Að þessu sinni ákvað hinn víðfómli Martin Djjkhuis, fulltrúi skipafélags- ins sem á Delphin, að skreppa á bak með samstarfsfólki sínu, en hans starf felst í því að bera ábyrgð á afþreyingu og skemmtiatriðum um borð í Delphin og í stuttu máli að gera daglegt líf far- þeganna sem þægilegast. Hann á að bald 22 ára reynslu í þessari atvinnu- grein og hefur margoft komið hingað til lands, en hann hefur komið til vei á annað hundrað landa um sína daga. Aðspurður hvers konar heildarhug- mynd að ferðalagi væri verið að selja farþegunum sagði hann að um væri að ræða skemmtisiglingu með hefð- bundnu sniði. „Við bjóðum fólki fyrst og fremst upp á afar þægilegan og ömggan far- kost, góð skemmtiatriði og höfum samskipti við góðar ferðaskrifstofur um allan heim sem sjá um afþreyingu í landi. Skipið okkar er 25 ára gamalt og var síðast innréttað fyrir 110 millj- ónir dollara árið 1993 og fólk sem ferðast oft með okkur veit að við get- um tryggt mikil gæði,“ sagði Martin. Hann sagði að kostirnir við að sigla milli landa fremur en að fljúga lýstu sér einkum í því að á skipi væri heim- ilislegra að dvelja en á mismunandi hótelum og þá væri ekki síður þægi- legt að þurfa einungis að taka upp úr ferðatöskunum einu sinni þótt farið væri til margra landa. Farþegunum þætti einnig gott að eiga sinn fasta stað í matsalnum og síðast en ekki síst að sleppa við síendurtekna vega- bréfaskoðun á flugvöllum. Þegar skemmtiferðaskip koma til nýrrar hafnar fara fram reglubundin samskipti við yfírvöld viðkomandi þjóðar, svo sem tollinn, útlendingaeft- irlitið, lögregluna, heilbrigðisyfírvöld og því um líkt áður en leyfi er gefið fyrir landgöngu. Séð um vegabréfaskoðunina í morgnnmatnum Á Delphin þurfa farþegamir ekld að hugsa neitt um slíka hluti þar sem áhöfnin tekur ómakið af þeim á með- an þeir snæða morgunmat í rólegheit- unum en leiða má líkur að því að eitt- hvað svipað tíðkist um borð í öðrum skemmtíferðaskipum. „Yfirvöld senda fulltrúa sína um borð til að kanna alla þætti, s.s. hvort pappírar skipsins séu ekld í lagi, hvort farþegar séu haldnir einhveijum sjúk- dómum, hvort glæpamenn séu meðal farþega og svo eru vegabréfin skoðuð," sagði Martin, en áhöfnin geymir öll vegabréf farþega sinna og sér um að framvísa þeim við yfirvöld í hverri höfn. Að þessu loknu er gefið leyfi fyrir landgöngu og þá tilkynnir áhöfnin far- þegunum að þeir megi ganga frá borði. Siglir án þess að menn taki eftir því „Á meðan farþegamir sitja að snæðingi eða njóta skemmtiatriða um borð er skipið á ferð án þess að þeir taki eftir því og að morgni næsta dags þurfa þeir ekki annað en að ganga niður landganginn við nýja höfn án þess að eiga sjálfir við toll eða lög- reglu. Þá má skella sér upp í næstu rútu, leigubíl eða fara í gönguferð. Þannig getum við vaknað í nýju landi en hótelið flýtur alltaf með. Það er hreinasta unun að koma til fallegra borga eins New York, Lissa- bon eða Rio með skipi, því menn sjá þær með öðrum augum frá skipshlið. Stundum eru líka tónlistarmenn á hafnarbakkanum að spila þegar skip- ið leggst að og fólk veifar til skipsins og þess háttar. Þetta sést ekki lengur á flugvöllum, en hefur haldist í hefð- inni hvað snertir skipakomur." Ferðin frá Akureyri til Reykjavík- ur á þriðjudagskvöld tók um 19 klukkustundir, enda var siglt á 17-18 hnúta hraða, sem jafngildir rúmlega 30 km á klukkustund. Það var engu logið til um skemmtiatriðin sem Mart- in nefndi, því tvær hljómsveitir léku þetta kvöld baðaðar marglitum ljósum á meðan Delphin sniglaðist fyrir Vest- fjarðakjálkann. Þá kom danspar og sýndi listir sínar og ennfremur var boðið upp á bingó og diskótek og allir barir voru að sjálfsögðu opnir. Gera sínar kröfur Langflestir farþegamir á Delphin eru komnir á efri ár en að sögn Mart- ins er meðalaldur farþeganna um 60 ár. Hér er ekki um að ræða auðmenn sem eru að drepa tímann heldur er meginþorrinn úr þýskri millistétt, sem gerir engu að síður sínar kröfur eins og sjá mátti af framkomu þjónustu- fólks og umbúnaði öllum, en geta má þess að Delphin er fjögurra stjömu skip. Allnokkrir farþeganna hafa slíka ánægju af þessum skemmtisiglingum að þeir bóka sig árlega með sldpinu án þess að vita endilega hvert forinni er heitið i hvert skipti. Til að gefa hugmynd um verð fyrir ferð sem þessa er hægt að fá talsvert út úr henni fyrir 150 þúsund krónur á ■' mann en verðið er mismunandi eftir því hversu dýra káetu menn fá sér. Reyndar er „káeta“ rangnefni í sum- um tilfellum þar sem dýmstu vistar- verurnar em æði stórar og geysivel búnar. I áhöfn sldpsins era 235 manns og þótt fleyið teljist fráleitt til stærstu skemmtiferðaskipa segja tölur um stærðina engu að síður sína sögu. Delphin er 16 þúsund tonna fley eða um tíu sinnum stærra en stærstu tog- arar í flota landsins. Á hverjum sólar- hring era notuð ein 200 tonn af vatni : til þvotta, matargerðar og fleira, en skipið getur tekið rúm 900 tonn af vatni. Þá er um borð í Delphin kvik- myndasalur, bókasafn, líkamsræktar- stöð, sólbaðsstofa, útisundlaug, hár- greiðslu- og snyrtistofa, gjafa- og skartgripaverslanir, að ógleymdum böranum og veislusölum. Eftir viðdvöl í Reykjavík sigldi Delphin áleiðis til Orkneyja. FARÞEGAR hafa ofan af fyrir sér með ýmsu móti þótt margt sé í boði og grípa í spil ef þeim ÞAÐ er engu líkt að liggja úti á þilfari undir teppi og móka í hafgolunni, sem var einstaklega j sýnist svo. hlý á Eyjafirðinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.