Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 49, PENINGAMARKAÐURINN FRÉTTIR VERÐBRÉFAMARKAÐUR Dollari lækkar verulega gagnvart jeni DOLLARI féll í 114,62 gagnvart jeni, það lægsta í 23 vikur. Evran fór á tímabili upp í 1,0744 gagn- vart dollara en var í gær 1,0696. Sérfræðingar segja að nú fari að hægja á sveiflum í gengi evrunn- ar. Nokkur hækkun varð á evr- ópskum mörkuðum í gær og má mestmegnis rekja hana til hækk- unar á gengi hlutabréfa olíufé- laga. Olíuverð lækkaði í gær en það var á tímabili það hæsta síðan árið 1997, verð á tunnu fór þó ekki yfir 20 dollara, heldur var 19,64 dollarar í gær. Aukin eftir- spurn og tiltölulega litlar olíu- birgðir höfðu þrýst verðinu upp. Hlutabréf í olíufélögunum Shell og BP Amoco hækkuðu í verði, Shell um 5,5% og BP um 2,8%. Gengi hlutabréfa olíufélaganna Elf og TotalFina hækkaði um 3%. FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um 1,9% í gær eða 114,4 stig og var í lok viðskipta 6.231,9 stig. Breski Lloyd’s bankinn sýndi góða afkomu og hlutabréf hans hækkuðu í verði og hafði það hækkunaráhrif á vísitöluna. í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 1%. í París hækkuðu hlutabréf um 1,8%, mest vegna hlutabréfa í tækni- fyrirtækjum. Dow Jones hluta- bréfavísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 136 stig eða 1,2% og var í lok viðskipta 10.655 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði örlítið eða um 1,5 stig og var í lok dagsins 2.638,5 stig. Fjár- festar sáu merki um verðbólgu í gögnum um bandarískt efna- hagslíf og varnaðarorð Alans Greenspans seðlabankastjóra í Bandaríkjunum um að vextir verði hækkaðir ef verðbólgan lætur á sér kræla, voru fjárfest- um ofarlega í huga. GENGISSKRANING Nr. 140 30. júll 1999 Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Kaup Sala Gengi Dollari 72,67000 73,07000 74,32000 Sterlp. 117,76000 118,38000 117,60000 Kan. dollari 48,31000 48,63000 50,74000 Dönsk kr. 10,44100 10,50100 10,38600 Norsk kr. 9,32900 9,38300 9,48900 Sænsk kr. 8,85700 8,90900 8,81900 Finn. mark 13,07120 13,15260 12,98560 Fr. franki 11,84800 11,92180 11,77040 Belg.franki 1,92660 1,93860 1,91390 Sv. franki 48,65000 48,91000 48,28000 Holl. gyllini 35,26690 35,48650 35,03590 Þýskt mark 39,73660 39,98400 39,47630 ít líra 0,04014 0,04039 0,03987 Austurr. sch. 5,64800 5,68320 5,61100 Port. escudo 0,38770 0,39010 0,38510 Sp. peseti 0,46700 0,47000 0,46400 Jap. jen 0,62990 0,63390 0,61320 írskt pund 98,68150 99,29610 98,03510 SDR (Sérst.) 99,14000 99,74000 99,47000 Evra 77,72000 78,20000 77,21000 Tollgengi fyrir júlí er sölugengi 28. júní. Sjálfvirkur sfmsvari gengisskráningar er 562 3270 GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 31.júlf Eftirfarandi eru kaup og sölugengi helstu gjaldmiðla gagnvart evrunni á miödegis- markaði: NÝJAST HÆST LÆGST Dollari 1.0705 1.0744 1.0677 Japanskt jen 122.77 124.02 122.51 Sterlingspund 0.66 0.665 0.6579 Sv. Franki 1.597 1.5983 1.5952 Dönsk kr. 7.4425 7.4439 7.4427 Grísk drakma 325.28 325.41 325.04 Norsk kr. 8.3285 8.365 8.315 Sænsk kr. 8.768 8.7865 8.7523 Ástral. dollari 1.6373 1.6485 1.6367 Kanada dollari 1.605 1.6168 1.6028 Hong K. dollari 8.3015 8.317 8.3007 Rússnesk rúbla 25.92 26.0182 25.88 Singap. dollari 1.8012 1.8118 1.8015 VIÐMIÐUNARVERÐ Á HRÁOLÍU frá 1. febrúar 1999 FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- 30.07.99 verð verð verð (kíló) verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 30 30 30 86 2.580 Hlýri 70 60 62 135 8.340 Langa 50 50 50 8 400 Lúöa 400 100 374 2.608 976.487 Skarkoli 115 115 115 112 12.880 Skata 50 50 50 97 4.850 Steinbítur 70 48 63 7.093 449.511 Ufsi 50 40 42 346 14.470 Undirmálsfiskur 85 85 85 280 23.800 Ýsa 138 115 131 2.070 271.288 Þorskur 105 84 94 18.976 1.788.335 FMS Á ÍSAFIRÐI Annar afli 30 30 30 86 2.580 Hlýri 70 70 70 24 1.680 Langa 50 50 50 8 400 Lúöa 170 170 170 34 5.780 Skarkoli 115 115 115 112 12.880 Steinbítur 70 67 69 1.562 107.653 Ufsi 50 40 47 89 4.190 Undirmálsfiskur 85 85 85 280 23.800 Ýsa 130 115 125 1.103 137.842 Þorskur 105 85 97 11.716 1.133.992 Samtals 95 15.014 1.430.797 FISKMARKAÐUR VESTFJ. PATREKSF. Steinbltur 48 48 48 76 3.648 Ufsi 40 40 40 257 10.280 Ýsa 138 138 138 967 133.446 Þorskur 98 84 90 7.260 654.344 Samtals 94 8.560 801.718 FISKMARKAÐURINN í GRINDAVÍK Hlýri 60 60 60 111 6.660 Lúöa 400 100 377 2.574 970.707 Skata 50 50 50 97 4.850 Samtals 353 2.782 982.217 TÁLKNAFJÖRÐUR Steinbítur 62 62 62 5.455 338.210 Samtals 62 5.455 338.210 Framleiðsla á heilsutei og kaffí á Bfldudal N ota uppskriftir úr gras- nytjabók frá átjándu öld Morgunblaðið/Helgi Bjarnason MIKIL vinna er við að þurrka og hreinsa jurtirnar í íslenska heilsu- teið. Hér eru eigendur Bfldudals-Fjalla ehf., Haukur Már Kristinsson og Guðrún Helga Sigurðardóttir, að breiða afrakstur síðustu daga, blóðberg og fleira, til þerris. Á snúrunum hangir hvönn. FYRIRTÆKIÐ Bfldudals-Fjalli ehf. er að heíja mölun á kaffi og framleiðslu á heilsutei úr íslensk- um jurtum. Við framleiðslu heilsutesins eru meðal annars not- aðar uppskriftir úr grasnytjabók Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal frá átjándu öld. „Eg hef lengi haft áhuga á ís- lenskum jurtum og gert te fyrir sjálfan mig. Einnig hef ég safnað fjallagrösum. Vörur úr þessu hrá- efni voru til sölu í handverkshúsi sem var rekið hér en hætti siðan starfsemi," segir Haukur Már Kristinsson sem stendur að Bfldu- dals-Fjalla ehf. ásamt Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur konu sinni. Þau hafa bæði verið í annarri vinnu en safnað jurtum og grösum á hverju ári. Segist Haukur hafa blandað te fyrir fólk sem eftir því hafi leitað enda margir talið það gera sér gott og bætt úr ýmsum kvillum. I sumar þegar starfsemi lagðist enn einu sinni af í frystihúsinu á Bfldudal og fólk gekk um atvinnu- laust ákvað Haukur Már að hætta í vinnu sinni og láta reyna á það hvort hann gæti komið kaffi- og teframleiðslu af stað og fjölga með því atvinnutækifærum. „Eg veit að það felast í þessu miklir möguleik- ar. Það er hægt að framleiða hér heilsute sem er betra en það inn- flutta. Síðan er það spurningin hvernig til tekst. Þetta verður erf- iðast fyrstu mánuðina, á meðan við erum að afla hráefnis og koma framleiðslunni í gang. Siðan á framleiðslan að geta borið sig,“ segir Haukur. Fyrirtækið er komið í ágætis húsnæði á staðnum og Haukur Már og Guðrún Helga eru að viða að sér nauðsynlegum tækjum og hráefni. Þau hafa ákveðið að hefja kaffimölun til stuðnings tefram- leiðslunni. „Við íslendingar drekk- um mikið kaffi og einungis þriðj- ungur þess er blandaður hér á landi,“ segir hann. Bfldudalskaffið verður til sölu um alla Vestfirði og víðar og segir Haukur Már að þótt hann næði einungis 6% markaðar- ins á Vestíjörðum myndi það duga sem grundvöllur fyrir 3-4 störf, jafnvel fleiri. Fyrirtækið fær ný- brennt kaffi frá Kaffibrennslu Hafnaríjarðar og malar það og pakkar á Bfldudal. Unnt er að nota fjölda íslenskra jurta í heilsuteið og útbúa margar mismunandi blöndur. Haukur Már notar uppskriftir úr grasnytjabók Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal, bók sem kom út um 1770, einnig úr bók náttúrulækninga- manna frá siðustu öld. Segist hann einnig hafa viðað að sér fróðleik úr ýmsum öðrum áttum, meðal annars hjá gömlu fólki, og lesið allt sem hann hefur komist yfir. Þau hjónin eru þessa dagana og vikurnar uppi um öll fjöll í ná- grenni Bfldudals að safna jurtum og fjallagrösum. Síðan þarf að þurrka jurtirnar, hreinsa og mala, áður þeim er blandað saman eftir uppskriftinni og pakkað í neyt- endapakkningar. Utheimtir þetta mikla vinnu og tímakaupið ekki alltaf hátt að sögn Hauks. Þá er markaðssetningin alveg eftir en Haukur óttast hana ekki. „Ég veit að varan er góð, bæði kaffi og te, og ef maður fær fólk til að prófa, sannfærist það.“ Haukur Már var stýrimaður á togurum, á meðan togari var gerð- ur út frá Bfldudal en hefur unnið í landi i nokkur ár. Hann fer úr ágætri vinnu til að gera áhugamál- ið að atvinnu. „Það halda margir að maður sé að geggjast, að hætta að hugsa um fiskinn," segir Hauk- ur Már. • • Onnur athugun á vegum yfír Vatnaheiði og Kerlingarskarð Yegur um Vatnaheiði breytir ásýnd svæðisins HAFIN er önnur athugun Skipu- lagsstofnunar á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs vegar nr. 56 yfir Vatna- heiði á Snæfellsnesi eða endurbætts vegar um Kerlingarskarð. Frummat á umhverfisáhrifum var úrskurðað í frekara mat 4. júní síðastliðinn og er almenningi gefinn frestur til 3. sept- ember til að kynna sér framkvæmd- ina og leggja fram athugasemdir. Nokkrar deilur hafa verið um þenn- an veg en hann liggur yfir svæði þar sem enginn vegur er í dag. Um er að ræða annars vegar 16,5 km langan veg um Vatnaheiði eða 17,4 km endurbættan veg um Kerl- ingarskarð og er ætlunin með nýjum vegi eða endurbættum að tryggja greiðari samgöngur á norðanverðu Snæfellsnesi og auka umferðarör- yggi. Umferð um Kerlingarskarð var 225 bílar á sólarhring á síðasta ári. Framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári og þeim á að ljúka 2002. Kostnaður er áætlaður 460 milljónir króna við Vatnaheiði og þar er þörf á 514 þúsund rúmmetra efnistöku en 525 milljónir við Kerlingarskarð en þar er efnisþörf áætluð 640 þúsund rúmmetrar. Vegur um Vatnaheiði liggur vest- ar og 90 metrum lægra en núverandi vegur um Kerlingarskarð og kemur fram í frétt frá Skipulagsstofnun að vegurinn muni breyta landslagi og ásýnd svæðisins, liggja um gróið land á um 12,3 km kafla og 5,5 km hans liggi um votlendi. Vegurinn mun eyða gróðri sem fer undir vegstæði en með lagningu fljótandi vegar um mýrlendi er ekki talið að breyting verði á grunnvatnsstöðu eða grunnvatnsstreymi. Fuglalíf er töluvert og vegurinn liggur meðfram Straumfjarðará sem er frjósöm lax- veiðiá. Vegurinn er á náttúruminja- skrá meðal annars vegna sérstæðra náttúramyndana og söguminja. Veg- urinn mun skera vikurruðninga sem mynda sérstætt landslagsform ofan við Selvallavatn en reynt verður að draga úr raski eftir því sem kostur er. Svæðið hefur verið notað til margs konar útivistar. Meiri hraði um Vatnaheiðarveg Vegurinn um Kerlingarskarð mun að mestu fylgja núverandi vegi. Hann mun skerða gróið land á um 4,7 km kafla og um 1,5 km votlendis. Ekki er skipulögð útivist rekin á Kerlingarskarði og liggja ekki fyrir upplýsingar um útivist á svæðinu. í matsskýrslu eru upplýsingar um veðurmælingar á leiðunum og er norðanóveður algengasta orsök ófærðar þar. Meðalvindur er hærri á Kerlingarskarði og fjöldi daga sem vindur verður meiri en 15 m/s er meiri þar en á Vatnaheiði. Veðurat- huganir benda til þess að miðað við færð síðustu fimm ára yrði vegurinn um Vatnaheiði þungfær eða lokaður í 23 daga en 27 í Kerlingarskarði. Þá er gert ráð fyrir hærri ökuhraða um veg yfir Vatnaheiði, eða 90 km/klst. en 70 km um Kerlingarskarð. Matsskýrslan liggur frammi til 3. september á skrifstofum Helgafells- sveitar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Stykkishólmsbæjar. Einnig í Þjóðar- bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun ríkisins. Leitað er einnig umsagna frá áðumefndum sveitarstjórnum, Nátt- úruvemd ríkisins, Landgræðslunni og Þjóðminjasafninu. VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.7.1999 Kvótategund Viðskipta- Viðskipta- Hssta kaup- Lagsta sðlu- Kaupmagn Sölumagn Vegið kaup- Vegið sölu Siðasta magn (kg) verð (kr) tilboð (kr). tilboð (kr). ettir (kg) ettir(kg) verð (kr) verð (kr) meðalv. (kr) Þorskur 20.000 101,24 102,50 103,00 58.172 117.965 101,76 113,84 100,36 Ýsa 1.100 56,40 56,00 0 39.649 60,45 56,47 Ufsi 3.000 38,02 37,01 38,00 12.265 38.400 36,31 38,00 36,94 Karfi 2.400 42,84 41,49 0 7.617 41,49 42,49 Grálúöa 30.000 102,50 0 0 102,50 Skarkoli 63 55,25 56,50 50,00 20.000 82.151 53,25 60,28 57,74 Langlúra 46,00 75.874 0 44,36 45,00 Sandkoli 23,10 24,99 66.000 20.000 22,83 24,99 29,87 Skrápflúra 10.000 23,10 23,10 70.800 0 21,86 23,07 Úthafsrækja 0,80 0 146.075 0,89 1,06 Rækja á Flæmingjagr. 35,00 0 130.000 35,00 33,50 Ekki voru tilboö (aörar tegundir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.