Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUN Um þessa helgi, sem nú er af flestum kölluð verslunarmannahelgi, eru 125 ár liðin síðan þjóðhátíð var haldin hér á landi. Pétur Pétursson þulur rifjar upp að hvarvetna var þess 2______minnst að eitt þúsund ár voru liðin frá landnámi Islands._ 125 ár frá þjóðhátíð og konungskomu SVEINBJÖRN Sveinbjörnsson tónskáld. KONUNGUR stígur á land í Reykjavík. Mynd úr Illustreret Tidende. FJÖLDI erlendra stórmenna kom siglandi hingað á fag- urbúnum fleyum árið 1874. Fremstan má telja Kristján IX konung Dana, sem einnig ríkti yfir Islandi. I för með honum var yngsti sonur hans Valdemar prins. Hann lét þess getið á gamals aldri að engin samkoma er hann hefði sótt á langri ævi hefði veitt sér við- líka skemmtan og þjóðhátíðin á ís- landi árið 1874. I fyrstu var áformað af stjórn- völdum að ríkiserfinginn kæmi til iuátíðarinnar, en er leið á sumarið var ákveðið að Kristján konungur færi sjálfur. Var hann fyrsti kon- ungur landsins er steig fæti á fold. Fyrirennari hans Friðrik VII. hafði komið hingað í einskonar útlegð er hann var ungur og óstýrilátur prins. Hann var æringi hinn mesti og sagði er hann heyrði um áhuga ís- lendinga á stjómarskrá. „Þið skuluð fá tíu stjómarskrár þegar ég tek við völdum.“ PC. Knudtzson kaupmað- ur, sá sem hér var lengi atkvæða- mestur danskra faktora og umsvifa- manna veitti prinsinum þá húsa- skjól og athvarf og nýtti sér það síð- ar. Knudtzson var nú löngu genginn til feðra sinna, en samt gætti áhrifa flþans ennþá. Bryggja sú sem við hann var kennd og notuð var af þeim sem ráku fyrirtæki það sem hann hafði áður veitt forstöðu var kölluð Knudtzsonsbryggja. Nú var hún „öll fánum prýdd. Við bryggju- sporðinn flaut pallur, sem flytja mátti til eftir því, sem hækkaði í sjó, en við efri bryggjusporðinn var reistur veglegur tignarbogi, sveip- aður rauðum dúk, en yfir boganum var sett gullin kóróna“(J. Helgason biskup). Kristján konungur níundi kom famt föraneyti á freigátunni „Jyl- nd“. Skipið vakti athygli og aðdá- un Reykvíkinga og annara lands- manna er litu það augum. Þessum glæsilega farkosti hefir nú verið valinn varanlegur staður og er hafð- ur til sýnis í Ebeltoft eða Eplatótt- um eins og íslendingar nefndu. Sveinbjöm Egilsson skáld og rektor v£áð til vinar síns sem var búsettur þar, Ólafur Stepensen bæjarfógeti. Þó hlustarverkur og höfuðsótt hausnum baga vinni, Ólafur í Eplatótt er mér í fersku minni. „Jylland" freigátan sem flutti Kristján konung níunda með stjóm- arskrá og frítt föraneyti til Islands er nú til sýnis gestum og gangandi á sjóminjasafni á Jótlandi. Guðni Ein- arsson blaðamaður Morgunblaðsins gekk þar um þilfar, skoðaði rá og reiða, kynnti sér vistarverar skip- verja og dáðist að öllum búnaði. Hver veit nema Guðni eigi eftir að fræða lesendur blaðsins um hið sögufræga skip, sem kom „færandi vaminginn" á þjóðhátíð íslendigna 1874. Það vekur athygli sumra aldraðra Reykvíkinga, sem standa fullir eft- irvæntingar við fánum skreytta Knudtzsonsbryggju að lögreglu- stjórinn í Reykjavík, sem nú gengur fram á bryggjuna og fagnar jöfri, er sonur Hans Edvards Thomsens faktors og Kirstín Knudsen systur Kristjönu Knudsen er var eiginkona Hans Edvards. Láras eða Lauritz Edvard, eins og hann var skírður hét nöfnum afa síns Lauritz Michaels Knudsens kaupmanns og föður síns Hans Edvards Thomsens stórkaupmanns og verslunarstjóra. Sú hrösun hafði hent jómfrú Kir- stínu að verða bamshafandi af völd- um mágs síns. Hafði hún dvalist all- lengi á heimili systur sinnar og mágs. Einhverjir í hópnum kunna að muna hneykslið sem það olli fyrir fjöratíu áram er þáverandi lög- reglustjóri Tvede hafði gert hróp að ungfrú Kirstínu. Bæjarslúðrið þar hafði lengi stað- hæft að samdráttur væri milli Ed- vards Thomsens og mágkonu hans, en ekkert sannaðist í þeim efnum fyrr en löngu síðar að Kirstín þá 21 árs, til heimilis hjá móður sinni Margarethe Andreu ekkju L. Knudsens faktors ól son sinn. Þórð- ur Sveinbjömsson háyfirdómari og konferensráð, sem kvæntist Kir- stínu gerði Láras Edvard að kjör- syni sínum. Þórður segir í ævisögu sinni að bamsfaðir hennar Hans Edvard hafi bragðið heiti við Kirstínu. Hvað hæft kann að vera í því skal ósagt MAGNÚS Einarsson dýralæknir og frú Ásta, kona hans. Jón Svein- bjömsson, síðar konungsritari, og kona hans, frú Ebba (um 1902). látið. Dómstjórinn var ekki allur þar sem hann var séður. Var sann- kallaður meistari í hálfyrðum og tví- ræðum tilsvöram. Athyglisvert er hvemig hann svarar þingræðu þar sem minnst er á Vestmannaeyjar en einmitt þar hafði Thomsen faktor dvalist ásamt eiginkonu og verðandi bamsmóður. „Um Vestmannaeyjar veit ég ei neitt og þarf ei neitt að vita.“ Stefán Gunnlaugsson ritar Páli skrifara á Stapa: „Á kóngsins fæðingardegi þann AFKOMENDUR Lárusar Sveinbjörnssonar í garðinum við Túngötu. Þar bjó á þessum tíma tengdasonur hans, Magnús Einarsson dýralæknir og fjölskylda hans. Hesturinn er Konungsgráni, sem kom við sögu þegar Friðrik konungur, sonur Kristjáns IX, kom til landsins 1907. Annar telpuhnokkanna framan við hestinn er Guðrún, móðir Magnúsar Finnssonar blaðamanns. 28. janúar þ.á. vora allir embættis- menn og klúbbsfélagar saman komnir þar til að celebrera hátíðina, en eftir borðhald vildi politiemeist- arinn [M Tvede] reka Kirstine Knudsen á dyr af því hún hefði átt bam með faktor E. Thomsen ... Allir embættismenn og Directionin voru á móti þessu og þótti þar hvorki tími né staður fyrst að fram- færa slíkt, jókst svo orð af orði og varaði þetta um tvo tíma, og sat sú ákærða kyrr og dansaði fyrsta dansinn eigi að síður. Málið kom fyrir biskiup [Steingrím Jónsson] þar, sem sagði: „Ekki fordæmi ég þig, far og syndga ekki framar," - Eg var sá eini, sem ekki komst í þetta, því eg var ekki til staðar á klúbbnum; eg hafði bæði höfuðverk, sem ekki minnkaði við að eg fékk vitneskju um, að einhverju þvílíku yrði hreyft af Tvede, og gat eg í vonirnar hversu fara mundi...“ Bræður Kirstínar kærðu síðan Tvede fyrir orðbragð hans um hana, en fyrir milligöngu stiftamtmanns drógu þeir kærana til baka. Það gekk á með skúram þegar Kristján konungur steig á land, en svo rofaði til og sólin skein. Þegar Hilmar Finsen landshöfðingi hafði flutt hjartnæmt ávarp og áheyrend- ur húrrað og fagnað svaraði kon- ungur með fáum orðum og guldu menn orð konungs með fagnaðaróp- um. Konungur lét kynna sér emb- ættismenn. Síðan hófst gangan upp bryggjuna. Gekk lögreglustjóri á undan, en hann var hinn nýi bæjar- fógeti Reykjavíkur, Láras E. Svein- bjömsson, er þá fyrir hálfum mán-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.