Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 73

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hjálparþjón- usta FÍB um verslunar- mannahelgi í SAMVINNU við Ingvar Helga- son umboðsaðila Nissan á Islandi, Krók dráttarbíla og Íslandssíma verða vegaþjónustubílar FÍB á fjölfornustu leiðum um helgina. Aðstoðarbílar FIB munu einnig miðla til vegfarenda upplýsingum í samvinnu við Umferðarráð. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Víða um land eru verkstæði opin fyrir neyðarþjónustu og flest bíla- umboðin og stærri varahlutasalar hafa góðfúslega skipulagt bakvakt- ir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. FIB vill minna bfleigendur á að gæta þess að hafa bíla sína vel búna fyrir ferðalagið og gæta þess að nauðsynleg verkfæri, varahlutir og sjúkrakassi séu til staðar áður en lagt er af stað. Skrifstofa FÍB, sími 5629999, hefur milligöngu varðandi aðstoð- arbeiðnir um verslunarmannahelg- ina og þar verður vakt frá föstu- degi til mánudags. Islenskunámskeið fyrir erlenda stúd- enta í ágúst UM 45 erlendir stúdentar sem hyggja á háskólanám á Islandi næsta vetur sækja undirbúnings- námskeið í íslensku í ágúst. Flestir stúdentarnir munu stunda nám sem skiptinemar við skóla á háskólastigi hér á landi næsta vetur. Flestir koma frá lönd- um Evrópusambandsins og Norð- urlöndunum. Námskeiðin eru að hluta til styrkt af Evrópusambandinu og norrænu ráðherranefndinni. Nám- skeiðin eru haldin að tilstuðlan Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins í samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla ís- lands. Námskeiðin standa í 5 vikur og enda á menningardagskrá og skoð- unarferðum. Þess má jafnframt geta að um 150 erlendir skiptistúdentar munu stunda nám við Háskóla íslands á haustönn 1999 og munu þeir stunda nám við flestar deildir Há- skólans. Skoðunarferð um Grímsnes LAUGARDAGINN 31. júlí og sunnudaginn 1. ágúst verður boðið upp á ferð um Grímsnesið með við- komu á nokkrum stöðum. Kaffíveitingar verða að Gömlu Borg í lok ferðarinnar. Fararstjóri verður Böðvar Pálsson Lagt verður af stað frá Gömlu Borg kl. 14:00 báða dagana. Áætl- aður tími er 2-3 stundir. Verð er kr. 1.800.- með kaffi. Lágmarks- fjöldi í ferð er 20 manns Skráning fer fram í afgreiðsl- unni í Gömlu Borg. Sýningum lýkur í Fold SÝNINGU Guðrúnar Öyahals í sameiginlegu sýningarrými Galler- ís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð Kringlunnar lýkur í dag, laug- ardag. Sýningin verður áfram að- gengileg á heimasíðum Gallerís Foldar til loka ágústs. I einka- stúku á Old Trafford NAFN Sigurðar Þorvaldssonar frá Hvammstanga var dregið úr potti í Stðrleik Simoniz og Olís á Bylgjunni þann 15. júlí. Sig- urður hafði keypt Simoniz bfla- bón á þjónustustöð OIís í Mjódd og var um leið orðinn þátttak- andi í leiknum. Vinningur Sig- urðar er ferð fyrir tvo á heima- leik Manchester United gegn Jóhanni B. Guðmundssyni og félögum í Watford í október. Það mun ekki væsa um Sig- urð og ferðafélaga hans því auk ferða og hótelgistingar er inni- falið í ferðinni sæti í einkastúku Simoniz á Old Trafford þar sem fulltrúi Simoniz mun sjá um að vel fari um þá meðan fylgst er með leiknum. Sigurður sjálfur er einlægur aðdáandi Manchester United og var að vonum kampakátur er Sigurður K. Pálsson (til hægri) forstöðu- maður heildsöludeildar Olís af- henti honum gjafabréf til stað- festingar á happi hans. Fyrr í sumar hlaut Ásdís Jensdóttir frá Akureyri sams- konar vinning og verður Sig- urði samferða í október. Olís óskar þeim og ferðafélögum þeirra til hamingju og þakkar jafnframt þeim þúsundum sem þátt tóku í leiknum. Urval fallegra sófasetta Raðereiðslur |jS3 J°9n Armúla 44 sfml 553 2035 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 73 , . —Gallerí Bardúsa^— og Versl u na rm i njasaf n á Hvammstanga Pakkhúsinu við Brekkugötu ‘ Húnvetnskt handverk og verslunarsaga í sérstæðu umhverfi Opið alla daga - sími 451 2405 iiskuu i /.' a I 3.0 S . £ 0 0 0 Eskimo models kynnir : Futurice / tískuvike Vilt þú taka þátt í að setja Reykjavík á kort tískuheimsins? Við leitum að frumlegum og framúnstefnulegum fatahönnuðum til að taka þátt í staenstu tísku- sýningu á íslandi Sendu inn möppu til Eskimo Models fyrir 15.ágúst Ingólfsstrsetil a, 101 RVK engin þátttökuskilynði Úrslit verða kynnt 25/OS 1 9SS Nánani upplýsingar hjá Eekimo models í s. 552-BÓ12 S. á vefnum: www.reykjavik2000.is Sýningin er samstarfsverkefni meö menningar borgunum RVK - Helsinki - Bergen humntJ? e s k i m o model mqnoflim»nt orajwHnMÍifcMMMi ) Nordisk Kulturfond EKKI FELA ÞAÐ SEM AÐRA LANGAR TIL AB SJÁ! Fasteignir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= GITTH\SAÐ AÍÝTI ®l FUJIFILM VEIDU BESTU FRAMKÖUUNINA ^JFUJIFILMFRAMKÖLLUN Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgarnesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúðin Patreksfirði, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel. www.fujifilm.is FU1IFIIM CRYSTAL ARCHIVE ENDINGARBESTI UÖSMYNDAPAPPÍR SEM Tll ER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.