Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 76
76 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens \bUFURNAR KUNNA ÁÞVÍLAGIt)! IhvernigVapJ ALLTSEM PÆRPURFA At> GERA ER AO FLJÚGAINN í ALMENNINGS- iARt) OG FÓLK GEFUR PEIM At) ÉTA! IJA, EN HVERNIG FER ÞAt) MEt) SJÁLFS VIRBINGU ÞEIRRA? Hundalíf Ljóska Frú t-jdsk£L, ( pdsam/cgr' þess) t/ersía uaty hrlfancb' Og Stbrkostl^é> l 6Jnstök ■frábxr og cVvi tiún ueittúkSuo ekk'sc mi/mú gestum okkah á. kse-tina,, , án#9j'u > r nriFninguna, £lá>c Q9 X °9 rngnpZcxr-- r&yfiab / VV trtrnun^- l/iitu haJdcu \' rHin er n»estu ueteUtr ánaegjaru, fyrtr kUtbb - hrifnj/xgin oct tnn okkar? -foýruJburiníí Ferdinand Af hveiju losarðu þig bara ekki við farsimann? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Af yfirgangi hestamanna frá Hellissandi Frá Ólínu Kristínu Jónsdóttur: HINN 13. júlí síðastliðinn var ég stödd ásamt foreldrum mínum og fleira fólki í sumarhúsi okkar sem er á eyðibýli í eigu móður minnar og systkina hennar. Undanfarin ár höfum við verið að koma upp kart- öflugarði, en vegna lausagöngu fjár á jörðinni höfum við girt utan um hann. Einnig höfum við verið að reyna að koma lífi í nokkrar trjá- hríslur innan girðingar, en aðstæð- ur eru ekki þær ákjósanlegustu og því gengur illa að fá þær til að vaxa og mega þær ekki við miklu hnjaski. Fyrmefndan dag nú í júlímánuði var faðir minn sem oft áður að sækja vatn í ána en kemur þá að hliðinu að garðinum opnu, fyrir of- an garðinn sátu tvær manneskjur með hest á milli sín. Faðir minn lokaði að sjálfsögðu hliðinu en ekki yrti fólkið á hann. Hann hélt því bara aftur heim í hús, en ef staðið er á palli hússins sést yfir að kart- öflugarðinum. Nokkru síðar kom- um við hinir meðlimir fjölskyld- unnar úr fjöruferð. Þá sjáum við að kominn er hestaflutningabfll að garðinum okkar og eru tvær ríð- andi konur að reka hross í áttina að honum. Var fyrrnefndur hestur sem var við garðinn notaður til að lokka hrossið til sín. Síðan fer önn- ur konan að eiga við hliðið. Taldi ég víst að hún ætlaði að binda hestinn þar, en nei, ekki aldeilis. Hún opnar hliðið, leiðir inn tvo hesta og ætlar greinilega að fá lausahrossið þangað inn. Mágur minn gekk strax af stað, til að kanna hvað fólkið ætlaði sér eigin- lega. Þau voru ekki að breyta neitt áætlun sinni þó að þau sæju hann koma, heldur koma hrossinu inn. Mágur minn spyr þau hvort það sé almennt gert að nota matjurta- garða fólks sem hestarétt og svara þau því blákalt: Já! Hann lokar því hliðinu og kallar eftir bfl því hann ætli að hringja í lögregluna. Ég var komin að garðinum en systir mín sótti bflinn sem í er farsími. Fólkinu hefur nú tekist að koma beisli á hrossið eftir að það hafði hlaupið yfir kartöflumar og ætlar nú með alla hestana út og upp á flutningabflinn. Mágur minn stendur við hliðið og spyr ein kon- an hvort þau megi komast, hann svarar nei, en hún var ekkert að spyrja hversvegna heldur ræðst á hann og hendir honum afturábak. Honum verður það á að ýta henni aftur inn fyrir hliðið en þá rjúka þau tvö á hann. Að sjálfsögðu bakkaði hann þá bara enda hafði aldrei verið ætlunin að halda fólk- inu þarna föstu. Við spyrjum það þá hvort það hafi nokkurt leyfi til að vera þarna, nei, ekki höfðu þau það og hvæstu tilbaka að það hefð- um við ekki heldur. Ég sagði þá að mamma mín ætti nú jörðina og væri stödd hér úti í sumarhúsinu. Þagnaði þá fólkið snögglega. Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið nöfnin þeirra, en nei, það var ekki um það að ræða. Fólkið er síðan ekkert nema kjafturinn við okkur, mest þó ein konan, sú hin sama og hrint hafði mági mínum. Segir hún okkur að hunskast til Reykjavíkur þar sem við eigum heima, sakar okkur um að vita ekkert um sveitamennsku, þótt öll höfum við búið í sveit mestalla okkar ævi. Systir mín kom nú á staðinn, í bílnum var myndavél og greip mágur minn hana og tók myndir af bflunum og hestunum. Ærðist þá konan gjörsamlega og sagði að við hefðum ekkert leyfi til þessa, en varla hefði hún neitað túristum um að taka þarna nokkrar myndir, eins og ég benti henni á. Annar maðurinn sem þarna var staddur gaf okkur nú upp nafn sitt og sagði okkur að tala bara við lögregluna, hún myndi þá bara stoppa þau og væri meira vit í að ræða við lög- regluna en okkur heimskingjana. Síðan keyrðu þau á brott. Við hringdum síðan í lögregluna sem kom og tók skýrslu. Ekki gerðum við það til að vera kvikind- isleg, heldur vegna þess að við hreinlega getum ekki látið svona yfirgang viðgangast. Ef þau hefðu bara beðist afsökunar, að þau hefðu ekki hugsað út í hvað þau voru að gera. Ef þau hefðu bara spurt um leyfi, þá hefði mamma getað bent þeim á aðra hentugri staði til að fanga hrossið, til dæmis tvær gamlar fjárréttir sem eru ekki langt frá kartöflugarðinum. Okkur hefði bara þótt sjálfsagt að hjálpa þeim á allan hátt, hefðu þau einfaldlega talað við okkur. En fyrst fólkið þurfti að vera með þennan yfirgang og dónaskap kom ekki annað til greina en að hringja í lögregluna eins og við höfðum hótað. Að svo stöddu hyggjumst við þó ekki kæra fólkið fyrir að virða ekki eignir annarra og ráðast inn í vel lokaða matjurtagarða en mér fyndist við hæfi að viðkom- andi bæðust að minnsta kosti af- sökunar. Ég vona svo sannarlega að þetta sé einsdæmi, að hestafólk almennt sýni ekki svona algeran virðingarskort á eignum annarra. P.S. „Sagan“ fékk óvenju skemmtilegan endi að mínu mati. Síðar um daginn keyrði maður sem við þekkjum fram á hest með fullum reiðtygjum. Hélt hann að kannski hefði orðið slys og hringdi því á lögregluna sem kom og eltist við hrossið. Reyndist þetta þá vera hestur frá þessu sama fólki sem fyrr um daginn var að traðka í kartöflugarðinum okkar, hann hafði stungið af. Ég gat ekki annað en hlegið. ÓLÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Veghúsi 31, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.