Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 78
MORGUNBLAÐIÐ ■-.78 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 HUGVEKJA áiir Leyfið börn- unum að koma til mín s I aðalnámskrá leikskóla er lögð áherzla á að efla kristilegt siðgæði barna. Stefán Friðbjarnarson fjallar um uppeldisskyldur foreldra og skóla. JESÚS sagði: Leyfið bömun- um að koma til mín, vamið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki. (Mark. 10.14.) Níu af hverjum tíu íslending- um (89.4%) heyra til þjóðkirkj- unni. Flest þjóðkirkjufólk, sem og fjölmargt fólk úr öðram kristnum hreyfingum í landinu, ber börn sín til skímar í kirkju í nafni heilagrar þrenningar. I skírninni er bamið tekið inn í söfnuð Krists og því gefið eigið nafn. Með skím bamsins axla og foreldrar þess og aðstandendur þá ljúfu skyldu, að ala það upp í heilagri trú og kristilegum viðhorfum. Þeim ber að hlýða fvrir- mælum Krists: Leyfið bömunum að koma til mín og vamið þeim eigi vegarins. I stjórnarskrá lýðveldisins Is- lands er kveðið á ábyrgir þátttakendur í lýðræðis- þjóðfélagi sem er í örri og sí- felldri þróun.“ Síðar í námskránni, í kafla með yfirskriftinni „Leiðir að mark- miðum“, þar sem fjallað er um siðgæðisþroska og siðgæðisvit- und, er enn og aftur lögð áherzla á það að „fræða barn um kristi- legt siðgæði“. Samhliða er sagt: „kenna bami að bera virðingu fyrir öðra fólki óháð trúar- og lífsviðhorfum, kynþætti, upp- BÖRN að leik f íslenzkum leikskóla. um það að hin evangalíska lúth- erska kirkja skuli verða þjóð- kirkja. Samkvæmt þessu stjórn- arskrárákvæði ber ríkisvaldinu að styrkja kirkjuna og vemda. Að mati höfundar þessa pistils ber stjómsýslustigunum tveim- ur, ríki og sveitarfélögum, að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um kristin viðhorf, kristið sið- gæði, á þroskaferli bams og ung- lings, í leikskóla og grunnskóla, samhliða þeirri fræðslu og þjón- ustu, er kirkjan veitir. Ef leyfa á ungviðinu að koma tii Krists, eins og hann býður, þarf að halda opnum þeim þekkingarleiðum, sem til hans liggja. Nútíma fjarskipti og samgöng- ur hafa fært þjóðir heims í ná- býli. Fólk úr öðra menningaram- hverfi en okkar og með önnur trúarviðhorf en við hefur sezt að í landi okkar. Það er kristin skylda okkar að virða skoðana- og trúfrelsi þessa fólks og sýna því tillitsemi og náungakærleika í hvívetna. Sama gildir að sjálf- sögðu um böm þess, sem deila leikskólum og grunnskólum með bömum okkar. Þessi böm eiga að geta sótt fræðslu um kristin viðhorf, kristið siðgæði, sem er gagnlegt og uppbyggilegt. Þá fræðslu þarf á hinn bóginn að setja fram með fullri virðingu íyrir trúarlegum viðhorfum þeirra og fjölskyldna þeirra. Ný Aðalnámskrá leikskóla, sem menntamálaráðuneytið gef- ur út, öðlaðist gildi 1. júlí síðast- liðinn. Á blaðsíðum 7 til 10 í námskránni era rakin helztu meginmarkmið með uppeldi í leiksóla. Þar segir m.a. að mark- mið sé „að kappkosta í samvinnu við heimilin að efla alhliða þroska barna í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins og leitast við að hlúa að þeim andlega og líkamlega svo þau fái notið bernsku sinnar". Markmiðin verða að öðra leyti ekki rakin hér, utan eitt, sem er svohljóð- andi: „Að efla kristilegt siðgæði bama og leggja grandvöll að því að börnin verði sjálfstæðir ein- staklingar, hugsandi, virkir og rana, menningu og atgervi." Hér sýnist vegvísirinn vera réttur og sanngjam. Það fer vel á því að í Aðal- námskrá fyrir leikskóla sé lögð áherzla á mikilvægi þess að efla kristilegt siðgæði bama og að búa þau undir að verða ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfé- lagi, samhliða því að bera virð- ingu fyrir náunganum, óháð trú- ar- og lífsviðhorfum, kynþætti og menningu. Áherzlur era hyggi- legar og rökréttar. Ungur nemur gamail temur. Og lengi býr að fyrstu gerð. Leikskólar og grunnskólar vega þungt í uppeldi og þroska ung- viðis. Sem og sá félagsskapur sem börn velja sér eða samlag- ast. Það má þó aldrei gleymast að á viðkvæmum mótunaraldri bama og unglinga bera heimilin og foreldramir höfuðábyrgð á uppeldi þeirra í kristilegu hugar- fari, háttvísi og löghlýðni. Skyld- umar, sem foreldrar axla, þegar þau bera böm til skírnar í nafni heilagrar þrenningar, fylgja þeim, unz ungviðið er vaxið úr grasi. Það er fyrst og fremst for- eldra og uppalenda að framfylgja fyrirmælum Krists: Leyfið böm- unum að koma til mín og vamið þeim þess eigi. Kirkjan okkar er síðan farsæll vettvangur yngri sem eldri sem kjósa að ganga til góðs, götuna fram eftir veg, eins og segir í fögram ljóðlínum. Henni lýsir biskupinn okkar, herra Karl Sig- urbjömsson, svo: „Þjóðkirkjan er kirkja fólks- ins, kirkja þjóðarinnar, í þágu þjóðarinnar, tilvera hennar er fólksins vegna, þjónusta hennar í þágu fólksins, að vitna um Krist og mátt upprisu hans. Það felst í hugtakinu þjóðkirkja að hún er opin og víðsýn og mætir fólkinu þar sem það er, án strangra skil- yrða. En hún veit á hvem hún trúir og vill laða til fylgdar við hann, kalla og laða til trúar á Krist.“ Höfundur er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Hættumörk FYRIR stuttu var í frétt- um sjónvarps að lítið væri um leikskólakenn- ara á dagheimilum en meira af ófaglærðu fólki. Þá eru miklar áhyggjur af þessu ástandi. Nánast eins og um hættumörk væri að ræða. Mér finnst fáránlegt að fólk skuli þurfa að fara í háskóla til að passa litlu börnin. í gegnum tíðina hefur fólk með litla menntun gætt barna og þegar þessi börn urðu fullorðin urðu þau hið besta fólk og stóðu sig vel í lífinu. Það sagði mér kona sem átti börn sem voru á dag- heimili að þau væru hætt að geta leikið sér sjálf- stætt. Hún yrði sífellt að vera að segja þeim hvað þau ættu að gera. Eg teiknaði tröllaparís fyrir litla stúlku og hún horfði hissa á mig og spurði hvað þetta væri. Eg sé því miður lítið um börn í leikjum úti. Ég man þeg- ar ég var lítil hvað við krakkarnir dunduðum okkur vel og vorum sjálf- um okkur nóg. Og ef það er nær hættumörkum að það vanti leikskólakenn- ara eru það þá ekki hættumörk þegar fár- veikir sjúklingar eru reknir ósjálfbjarga heim af sjúkrahúsum og sagt að leita eftir hjúkrun og umönnun til ættingja og vina? Er ekki bannað að ófaglært fólk stundi hér hjúkrun? Sigrún. Tapað/fundið Lyklaveski í óskilum LYKLAVESKI fannst á bílaplaninu við Háaleitis- braut 68. Upplýsingar hjá Stefaníu í síma 557 4097. Seikó dömuúr týndist SEIKÓ dömuúr úr hvíta- gulli með öryggiskeðju týndist líkast til í verslun- armiðstöðinni í Engihjalla eða í nágrenninu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564 4999. Fundarlaun. Myndavél týndist á Esju MYNDAVÉL með átek- inni filmu týndist efst á Esjunni sl. miðvikudags- kvöld. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 863 2187. Stefanía. SKAK IJmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á norska meistaramótinu í ár. Öystein Hole (2.240) var með hvítt, en Berge Östenstad (2.445) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 31. d3-d4? sem gaf sókn svarts byr undir báða vængi: 31. - Bxg3! 32. hxg3 - De3+ 33. Khl - f4 og hvítur gafst upp. Svarti hrókurinn á f8 sóknina og þá verður fátt um vamir. Östenstad sigraði á mótinu með 7‘/2 vinning af 9 mögu- legum, Leif Erlend Johann- essen varð í öðru sæti með jafnmarga vinninga. Östen- stad lagði hann að velli 2-0 í aukakeppni. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI ÆTLAR þú sem sagt í sumarfrí um leið og þú ert búinn í vinnunni? ÉG fæ alltaf frábæra þjónustu hér, enda á ég staðinn Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur ekki haft lyst á kjúklingum að undanfórnu, og er það miður því honum hefur alltaf þótt kjúklingar góðir. En lífhræðsl- an lætur ekki að sér hæða. Þó hefur Víkverja aldrei orðið misdægurt af kjúklingaátinu, svo vitað sé, og aldrei fengið matareitran, - sjö, níu, þrettán. En Víkverja var vissulega bragðið við lýsingu heilbrigðisyfir- valda á kjúklingabúinu fyrir austan fjall, þar sem segir meðal annars að í ljósi hinnar miklu matvælafram- leiðslu þar komi á óvart hversu fjöl- breytilegir möguleikar séu á alls konar sjúkdómasmiti af völdum skordýra, baktería og veira. í grein- argerðinni segir ennfremur að „um- hverfi búsins sé með ólíkindum með tilliti til matvælaframleiðslu og skapi kjöraðstæður og gróðrarstíur fyrir sjúkdómavaldandi bakteríur." Þetta er ófögur lýsing og minnir um margt á lýsingar erlendra manna hér fyrr á öldum á sóðaskap okkar íslendinga. xxx ANDERSON hét maður, sem uppi var á fyrri hluta 18. aldar, af þýsku bergi brotinn, lærður og mikiis metinn í heimalandi sínu og var meðal annars borgarstjóri Ham- borgar. Hann tók sér fyrir hendur að rita bók um ísland og Grænland, sem út kom árið 1746 og segir meðal annars um íslendinga að þeir séu „latir, huglausir, þráir og þrætu- gjamir, skapvondir, heiftræknir, falskir, hrekkjóttir, svikulir, saurlífir og þjófóttir", (Víkveiji er ekki frá því að þessi lýsing eigi við suma landa vora enn í dag). Anderson segir enn- fremur að íslendingar rífi í sig mat- inn hálfhráan og vilji hann ekki öðra- vísi en úldinn. „Svo óþrifnir era þeir, að enginn danskur kaupmaður getur talað við þá inni, heldur verða þeir að semja úti við, þannig að íslendingur- inn standi undan vindi. Húsakynnin era svo bágborin og sóðaleg, að venjulegir menn myndu veikjast í þeim eða deyja drottni sínum,“ skrif- ar Anderson í riti sínu, sem þótti merkileg bók og var víða lesin. Allt fram á þessa öld hafa útlend- ir menn undrast sóðaskapinn á ís- landi og meðal þehra amerískur fræðimaður, E. Huntington, sem á fyrri hluta aldarinnar lýsti þeirri skoðun sinni að „íslendingar væra sóðar eins og aðrar þjóðir sem byggja köld lönd, þeir baði sig ekki, hafi ill híbýli og slæma loftræst- ingu.“ Halldór Laxness vitnar til þessa manns í frægri grein sinni „Um þrifnað á íslandi" og segir meðal annars: „Mér virðist ekki als- kostar rétt að dæma um íslenskan óþrifnað á þessum grundvelli. Auð- vitað eru íslendingar sóðar; eingum heilvita manni með fullu viti gæti komið til hugar að bera á móti því. En að ímynda sér, einsog Hunt- ington gefur í skyn, að þeir séu dæmdir til að vera sóðar um alla ei- lífð af því þeir eiga heima í „köldu landi“, nær eingri átt. Ástæður óþrifnaðar era, að frátöldum fá- bjánahætti eða sinnisveiki, yfirleitt fátækt eða þekkingarleysi,“ skrifaði Halldór Laxness árið 1928. xxx ' MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var skrifað og hreinlæti hér á landi fleygt fram síðan þá. En betur má ef duga skal. Víkverja er ekki granlaust um að ís- lendingar eigi enn talsvert í land hvað varðar meðhöndlun og meðferð matvæla. Við getum ekki kennt um fátækt eða þekkingarleysi. Miklu fremur „fábjánahætti" og með- fæddu kæruleysi. Og þegar svona mál koma upp, eins og þetta með kjúklingabúið fyrir austan fjall, eiga viðkomandi matvælaframleiðendur að líta í eigin barm og sýna í verki að þeim sé full alvara með að gera hér bragarbót á og hið sama gildir um aðra framleiðendur í þessari grein. Það er ekki nóg að taka örlítið til hjá sér og hafa kjúklingabúin til sýnis fyrir gesti og gangandi. Það verður ekki fyrr en fólk hættir að smitast af kampýlóbakter og öðram bakteríum, og opinbert vottorð heil- brigðisyfirvalda liggur fyrir, að Vík- verji lætur sér til hugar koma að leggja sér kjúklingakjöt til munns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.