Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 12

Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 12
12 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála staðfestir byggingarleyfí barnaspítala á Landspítalalóð Framkvæmdir við nýjan barnaspítala hófust í nóvember í fyrra. Töluverðar tafir hafa síðan orðið á framkvæmdum vegna mótmæla íbúa, en gert er ráð fyrir að spítalinn verði tekinn í notkun 2001. Kæruefnum ná- granna öllum hafnað ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og bygging- armála hefur hafnað kröfum nágranna um að byggingarleyfi vegna bamaspítala á lóð Land- spítalans verði ógilt. Nefndin telur að heimilt hafí verið að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu að undan- genginni grenndarkynningu óháð því hvort fyrir lá staðfestur deiliskipulagsuppdráttur af lóðinni eða ekki. Þetta var í annað skipti sem úrskurðarnefnd- in fjallar um málefni bamaspítalans. I febrúar sl. felldi nefndin byggingarleyfið úr gildi þar sem grenndarkynningu þeirri, sem fram hafði farið vegna fyrirhugaðrar byggingar barnaspít- alans, hefði verið svo áfátt að ekki hefði verið unnt að leggja niðurstöður hennar til grundvall- ar ákvörðun byggingarnefndar um að veita leyfi fyrir byggingunni. Að lokinni nýrri grenndarkynningu þar sem íbúar níu húsa í nágrenninu gerðu athugasemd- ir við byggingaráformin var byggingarleyfi gef- ið út að nýju. Kærendur skutu samþykkt bygg- ingarnefndar tO úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála að nýju. Nefndin hafnaði kröfu kærendanna um stöðvun framkvæmda en setti framkvæmdunum ýmis skiiyrði, m.a. um að steypuvinna hæfist ekki meðan málið var til meðferðar og um framkvæmd sprenginga í granni lóðarinnar. Form og efni í seinni kæra sinni gerðu þeir ýmsar ítarleg- ar athugasemdir við efni málsins og töldu undir- búning byggingarinnar á lóð Landspítalans ófullnægjandi að efni og formi, m.a. gerðu þeir athugasemdir við ýmis atriði varðandi nýju grenndarkynninguna og það að samningsbund- inni endurskoðun deiliskipulags á Landspítala- lóðinni væri ekki lokið. Þá var hljóðvist og mengun við nýja spítalann talin yfir viðmiðunar- mörkum og öll málsmeðferð borgaryfírvalda að- fínnsluverð og andstæð stjómsýslulögum. I niðurstöðum kæranefndarinnar kemur m.a. fram að seinni grenndarkynningin hafi verið reist á lögmætum grandvelii. „Telur úrskurðar- nefndin og að kynningin hafi verið í samræmi við ábendingar þær, sem fram komu í fyrri úr- skurði nefndarinnar. Þannig var í kynningunni sýnt það skipulag, sem samþykkt var fyrir Landspítalalóð í ársbyrjun 1976, svo og þær breytingar á því sem verið var að leggja til vegna byggingar bamaspítalans, en jafnframt voru kynntar byggingamefndarteikningar fyr- irhugaðrar nýbyggingar," segir í úrskurðinum. Ef litið sé til kynningargagna, lengdar kynning- artíma og þeirra fyrirspurna, sem kærendur gerðu og svarað var, verður að telja að fullnægt hafi verið ákvæðum laga um að grenndarkynn- ing skuli vera ítarleg. Nefndin fellst heldur ekki á með kærendum að ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir málum varðandi bflastæði á Landspítalalóðinni við kynninguna. Um að samningsbundinni gerð nýs deiliskipu- lags á lóðinni sé ekki lokið segir að skipulags- vinnan varði ekki einungis byggingu barnaspít- ala heldur felst í henni heildarendurskoðun á byggingarmagni, fyrirkomulagi mannvirkja, umferðaræða og bflastæða á allri lóðinni. „Verð- ur ekki fallist á að nauðsynlegt hafi verið að ljúka gerð þessa nýja heildarskipulags Land- spítalalóðar áður en tekin yrði afstaða til um- sóknar um byggingarleyfi fyrir barnaspítala," segir í úrskurðinum. Hljóðvist og loftmengun innan marka Kærendur gerðu athugasemdir við að hljóð- vist við barnaspítalann stæðist ekki meginreglu um leyfileg mörk hávaðamengunar og að loft- mengun hafi samkvæmt upplýsingum heil- brigðiseftirlits á stundum farið yfir viðmiðunar- mörk við fyrirhugaðan barnaspítala. „Sam- kvæmt fyrirliggjandi umsögn og útreikningum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem úr- skurðarnefndin telur mega leggja til grundvall- ar við úrlausn um álitaefni varðandi hljóðvist, er ekki farið fram úr viðmiðunargildum hljóð- stigs samkvæmt gildandi reglum miðað við spár um umferð og að um nýbyggingu í eldri byggð er að ræða. Þá liggur fyrir staðfesting Holl- ustuvemdar ríkisins þess efnis að niðurstöður mælinga á loftmengun á horni Miklubrautar og Snorrabrautar hafi verið innan viðmiðunar- marka mengunarvarnareglugerðar frá því þær mælingar hófust. Samkvæmt þessu verður ekki talið að brotið hafi verið gegn ákvæðum gild- andi reglugerðar um hljóð- og loftmengun við útgáfu hins umdeilda byggingarleyfis," segir nefndin. Ekki er heldur fallist á að borgaryfirvöld hafi brotið gegn rannsóknarreglu, jafnræðisreglu og hæfisreglum stjórnsýslulaga við meðferð máls- ins eða að vanrækt hafi verið að leita lögskyldra umsagna um málið. Þurfa að sæta uppbyggingu á stofnanasvæði Þá segir nefndin m.a. að lóð Landspítalans sé í eigu ríkisins og merkt stofnanasvæði á gild- andi aðalskipulagi. „Hefur lóðin verið ætluð til sjúkrahúsbygginga allt frá árinu 1926, en það ár var hornsteinn lagður að byggingu Landspítal- ans. Eigendur íbúðarhúsa þeirra, er síðar risu andspænis Landspítalalóðinni, vestan Baróns- stígs, hafa ætíð mátt gera ráð fyrir því að upp- bygging ætti sér stað á lóðinni, svo sem raunin hefur orðið. Era hús fæðingar- og kvensjúk- dómadeildar spítalans þær byggingar á lóðinni sem standa næst Barónsstíg, á móts við hús kærenda, og er íyrirhuguð bygging barnaspít- ala vestan þeirra bygginga og tengd þeim. Úr- skurðarnefndin telur að kærendum hafi mátt vera Ijóst að á lóð Landspítalans gæti komið tfl frekari bygginga sem áhrif hefðu á næsta ná- grenni. Þurfa þeir, sem eigendur fasteigna í námunda við stofnanasvæði, að sæta því að eðli- leg uppbygging eigi sér stað á svæðinu, í sam- ræmi við þarfir þeirrar starfsemi sem um ræðir, m.a. byggingu stórra og umfangsmikflla mann- virkja. Úrskurðarnefndin telur að bygging bamaspítala á fyrirhuguðum stað á lóðinni sé hvorki stærri né meiri framkvæmd en búast hefði mátt við og verður að ætla að í deOiskipu- lagi hefði verið gert ráð fyrir möguleika á við- bygginu við fæðingar- og kvensjúkdómadefld- ina, með líkum hætti og gert er á óstaðfestum sérappdrætti af lóðinni frá 1976,“ segir í úr- skurðinum. „Með hliðsjón af þvi sem að framan er rakið verður fyrirhuguð bygging barnaspítala ekki talin umfangsmikil miðað við skilgreinda land- notkun lóðarinnar og eðli þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Er það því niðurstaða úrskurðar- nefndar að heimilt hafi verið að veita byggingar- leyfi íyrir mannvirkinu að undangenginni grenndarkynningu með stoð í 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, óháð því hvort fyr- ir lá staðfestur deOiskipulagsuppdráttur af lóð- inni eða ekki,“ segir ennfremur. Ólafur ísleifsson segir um úrskurðinn Mikil von- brigði „Eg lýsi miklum vonbrigðum með þennan úrskurð og forsendur hans,“ segir Ólafur ísleifsson, talsmaður kærenda í nágrenni Landspitalans. „Hann kemur þó ekki að öllu leyti á óvart í ljósi þess þunga sem stjórnvöld hafa lagt á mál þetta. Eg á bágt með að skilja af hverju nefndin þurfti þrjá og hálfan mánuð til að kom- ast að þessari niðurstöðu fyrst hún virðist hafa verið gefin fyrir- fram.“ Ólafur sagði að Skipulagsstofn- un og skipulagsstjóri ríkisins hefðu tekið undir með íbúum að málsmeðferð og undirbúningur borgaryfirvalda hafi ekki verið fullnægjandi. „Nefndin leiðir hins vegar hjá sér að taka efnislega á röksemdum íbúa og sumum atrið- um er ekki sinnt eins og til dæmis því að reisa á barnaspítala í að- fiugsleið nýs alþjóðaflugvallar í Reykjavík,“ segir hann. „Ekki verður annað séð en að nefndin hafi einhverra hluta vegna breytt um afstöðu frá fyrri úrskurði þegar hún felldi úr gildi byggingarleyfið," sagði Ólafur. „I fyrri úrskurði sagði nefndin borg- aryfirvöld þurfa að kynna íbúum framtíðarskipulag Landspítalalóð- ar. Nú virðist hún telja duga að kynna óstaðfesta séruppdrætti af lóðinni frá 1976.“ Ekki þörf á deiliskipulagi Hann sagðist vekja sérstaka at- hygli á því, sem segir í hinum nýja úrskurði, að ekki þurfi deiliskipulag til að byggja barna- spftala á þessum stað því ætla megi að í nýju deiliskipulagi sem unnið er að hefði verið gert ráð fyrir byggingunni. „Svona rök- semdir dæma sig náttúrlega sjálf- ar,“ sagði Ólafur. „Ég hvet alla áhugamenn um skipulagsmál og umhverfismál til að kynna sér þessa tvo úrskurði. Vonir sem höfðu vaknað um að úrskurðarnefnd myndi auka réttaröryggi á sviði skipulags- og byggingarmála og að hún yrði einstaklingum vörn gegn yfir- gangi stjórnvalda eru nú brostn- ar. Urskurðurinn sýnir að fólk getur sparað sér þá fyrirhöfn að ónáða þessa nefnd, a.m.k. ef það á í höggi við stjórnvöld," sagði hann. Ólafur sagði að nágrannarnir væru ekki andvígir byggingu barnaspítala í sjálfu sér. „Allir vilja að barnaspítali rísi en það er raunalegt að honum skuli hafa verið valinn staður á þröngri lóð, sem girðir fyrir stækkunarmögu- leika og þar sem umferðar- og bflastæðamál eru sprungin að dómi borgaryfirvalda sjálfra, sem raunar virðast telja sig engar skyldur hafa við borgara í máli sem þessu. Barnaspítala á að reisa í næsta nágrenni við alþjóðaflug- völl þar sem ríkir hávaða- og loft- mengun frá umferð bfla og flug- véla. Staðurinn sem spítalanum er valinn á þröngri lóð þýðir að hann rúmar ekki öll veik börn. Eins og kunnugt er verður geðveikum börnum úthýst úr hinum nýja barnaspítala vegna plássleysis. Veikt barn er veikt barn, og barnaspítali sem gerir upp á milli veikra barna rís kannski naumast undir nafni, enda ekki allra barna spitali eins og yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar komst að orði í Morgunblaðsgrem fyrir nokkru," sagði Ólafur ísleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.