Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Teikning af lyrirhugaðri hótelbyggingu á Tálknafirði. Fyrir miðju er aðalinngangurinn og til beggja hliða eru salir. Svefnálmur koma síðan fyrir aftan og til beggja hliða og er gert ráð fyrir tveimur „svítum", í hvorum enda. Kynning’arfu ndur um byggingu nýs hótels á Tálknafirði Ný íslensk kvikmynd forsýnd í Ólafsvík Táiknafirði - Nýverið var haldinn kynningarfundur á Hópinu á Tálknafirði, þar sem Gunnar Egils- son veitingamaður kynnti hugmynd- ir sínar um hótelbyggingu á Tálkna- firði. Hann bauð jafnframt fyrir- tækjum og einstaklingum að gerast hluthafar í félagi sem áætlað er að stofna um byggingu og rekstur hót- els. Gunnar hefur látið teikna hótel- byggingu og vinna viðskiptaáætlun vegna væntanlegs hótelreksturs. Fundarmenn sýndu málinu mik- inn áhuga og spurðu margs. Það kom fram í máli Gunnars, að hluta- fjársöfnun væri hafin og stefnt er að stofnun hlutafélags í lok september. Þegar hafa borist hlutafjárloforð frá fyrirtækjum og einstaklingum. Gangi áætlanir eftir er þess vænst að nýtt hótel opni í byrjun júní á næsta ári. Byggingar- og stofnkostnaður er áætlaður u.þ.b. 160 milljónir, en fyr- irliggjandi teikning gerir ráð fyrir 40 herberjum með fullkominni hreinlætisaðstöðu. Nú þegar liggur fyrir samningur milli Tálknafjarð- arhrepps og Gunnars, um að Tálknafjarðarhreppur láti væntan- legu hóteli í té heitt vatn, og að fast- eignagjöldum, gatnagerðargjöldum og lóðarleigu verði breytt í hlutafé fyrstu 8 árin. Ólafsvík - Forsýning verður á nýrri íslenskri kvikmynd í félagsheimilinu á Klifi í Ólafsvík á morgun. Kvik- myndin heitir „Ungfrúin góða og húsið“ og er byggð á sögu Halldórs Laxness. Samkvæmt upplýsingum leik- stjórans, Guðnýjar Halldórsdóttur, dóttur skáldsins, þá eru ástæður þessarar staðsetningar á forsýning- unni þær að upptökur á myndinni fóru fram síðastliðið haust í Flatey á Breiðafirði, en þar var gerð úti- leikmynd af þorpinu „Eyvík“. Flöskuskeyti réð sýningarstað Þegar myndatökum lauk var sent út flöskuskeyti þar sem fram kom að myndin yrði sýnd þar sem það kæmi að landi. Það gerðist fyrir síð- ustu jól og var það Kjartan Jósefs- son í Nýju-búð í Grundarfirði sem það fann. Þar sem ekkert kvik- myndahús er í Grundarfirði var ákveðið að forsýningin skyldi fara fram í Ólafsvík, en félagsheimilið á Klifi í Ólafsvík mun væntanlega vera eina kvikmyndahúsið við Breiðafjörð. Mikill áhugi er á þessu máli í Ólafsvík, en að sögn leikstjórans kemur myndin til landsins á laugar- dag, og því fleiri en Ólsarar sem bíða þessarar sýningar. Mikið ein- valalið leikara, innlendra og er- lendra, fer með helstu hlutverk í myndinni. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur eldri systurina, en Ragnhild- ur Gísladóttir fer með hlutverk þeirrar yngri. Þá má nefna Rúrik Haraldsson, Egil Ólafsson, Helga Bjömsson og Helgu Brögu Jóns- dóttur. Af erlendum leikurum með stór hlutverk má nefna Reine Brynolfsson, Agnetu Ekmanner, Bjöm Floberg og Ghitu Nörby. Fmmsýning verður í Reykjavík innan skamms. Fyrir nokkrum áratugum var rík bíóhefð í Ólafsvík. Sú hefð var end- urvakin sl. vor er Lionsklúbbur Ólafsvíkur gaf sýningarvélar í fé- lagsheimilið á Klifi. Sérfræðingur klúbbsins í kvikmyndum, Ari Bjamason tannlæknir, hefur annast myndaval, en allar sýningarnar fram til þessa hafa verið ágætlega sóttar. Forsýning myndarinnar „Ung- frúin góða og húsið“ hefst kl. 20. Síðasti sláttur aldar- innar í Eyjum Heyi rúllað og pakkað í fyrsta sinn Vestmannaeyjum - Magnús Krist- insson, útvegsbóndi í Eyjum, raddi nýja slóð í heyskaparháttum Eyja- bænda fyrir skömmu er hann fékk verktaka af fastalandinu til að koma til Eyja og rúllubinda og pakka heyjum sínum. Magnús sem rekur hrossabú að Lyngfelli í Eyjum sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög erfitt hafi verið fyrir Eyjabændur að ná að binda hey sitt í bagga í sumar, eins og þeir væra vanir, þar sem fáir þurrkdagar hefðu komið. Hann hafi því ekki séð önnur ráð en að fá ein- hvem til Eyja til að rúllubinda fyrir sig það sem hann átti eftir að ná í hús af heyjum. Guðbjöm Ingvars- son, verktaki á Hellu, hafi tekið verkið að sér og flutti hann tæki sín og tól til Eyja og rúllaði og pakkaði inn heyinu sem síðan var flutt að hesthúsi Magnúsar. Magnús sagði að þetta væri í fyrsta sinn í sögunni sem hey væri rúllubundið og pakkað í Eyjum og væri þetta því sannkölluð bylting í búskaparháttum í aldarlok. Sagði Magnús að sláttur sinn nú hefði verið síðasti sláttur ársins hjá Eyja- bændum og því síðasti sláttur aldar- innar í Eyjum og hefði farið vel á því að nýjasta tækni héldi innreið sína í Eyjabúskapinn áður en ný öld gengi í garð. „Það var ekki hægt annað en að taka síðasta slátt aldar- innar með stæl og rúlla heyinu og pakka í fyrsta sinn á öldinni í Eyj- um,“ sagði Magnús Kristinsson út- vegsbóndi og var afar ánægður með lokasláttinn. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Magnús Kristinsson, útvegs- bóndi í Eyjum, fylgist með nýrri tækni við heyskapinn hjá sér. Í||P? v*» *'» w [ i f , “ ■’l F i m k *• JH ■fe/# * 'MshP • '-fi IjPBk ■ . u JL fi | / ■ i 1 Frá afhendingu tækjanna til Sjúkrahúss Húsavíkur. Morgunblaðið/Silli Endurbætur og gjafir til Sjúkrahúss Húsavíkur Húsavík - Miklar endurbætur hafa verið gerðar í sumar á hús- næði sjúkradeildar og fæðingar- deildar heilbrigðisstofnunarinnar á Húsavík sem hafa verið lokaðar um tíma í sumar vegna endurbót- anna en voru formlega opnaðar á ný í síðustu viku. Á siðasta ári voru samskonar endurbætur gerðar á öldrunardeildinni á 3. hæð. Öll vinnuaðstaða hefúr verið endurnýjuð og bætt, snyrtingum fjölgað, búin til einbýli og vaktherbergi. Baðherbergi fæð- ingardeildarinnar hefur verið endurnýjað og þar komið fyrir baðkari sem sérhannað er fyrir konur sem eru að fæða. Við þetta tækifæri bárust stofnuninni tvær veglegar gjafir en sú hefð hefur skapast að Styrktarfélag Sjúkrahúss Þing- eyinga fylgist með því hvar brýn- asta þörfin fyrir ný tæki er hverju sinni og leiðbeinir gefend- um um kaupin og gerast þeir þá styrktaraðilar gjafarinnar. Svala Hermannsdóttir, formað- ur styrktarfélagsins, afhenti tvær gjafir við þetta tækifæri, þjartarafsjá, mjög dýrt og vand- að tæki sem fjármagnað var að hluta til af deild Rauða kross Húsavíkur og nágrennis og raf- knúið sjúkrarúm, Ijármagnað af Kvenfélagi Aðaldæla. Dagbjört Þyrí Þorvaldsdóttir, hjúkrunarforsljóri, skýrði nota- gildi þessarar gjafa og Friðfinn- ur Hermannsson, framkvæmda- sljóri, þakkaði gjafirnar og sagði að þó stofnunin væri talin vera vel búin tækjum væri alltaf hægt að betrumbæta og mikilsvert væri að finna þann hlýhug til stofnunarinnar sem fælist í þess- um gjöfum. Unnið að endurbót- um á Tryggvaskála Selfossi - Unnið er að endurbótum á Tryggvaskála við Ölfusárbrú á Sel- fossi. Endurbætur á húsinu hófust í fyrra með því að þakið var tekið upp og endurbætt. Nú er unnið við að taka upp vesturgaíl hússins sem veit að Ölfusárbrú en einnig verður á þessu hausti unnið við suðurhlið- ina. Skipt er um timburklæðning- una undir bárajáminu og fúi fjar- lægður úr stoðum. Allt tréverk er læst saman að hætti fyrri tíma. Settir verða nýir gluggar og hurðir í húsið, allt unnið í anda þess sem var. Þegar bárajárnið var rifið af vest- urgaflinum komu í ljós dyr sem þar vora áður. Um þær gengu við- skiptavinir sem áttu erindi við Póst og síma og Landsbankann á fyrstu tímum hússins. I hurðargatið verða settar nýjar dyr og síðan verða veggimir klæddir með bárajámi. Þeir sem vinna við endurbætur á Tryggvaskála eru bræðumir Gísli og Guðmundur Kristjánssynir frá Eyrarbakka. Þeir eru vanir endur- byggingu gamalla húsa, eru ný- komnir frá endurbyggingu á Borg í Grímsnesi og þeir unnu m.a. við endurnýjun Hússins á Eyrarbakka og eru miklir áhugamenn um end- urbyggingu gamalla húsa á Eyrar- bakka sem og annarstaðar. HaöspHHBÍfö [mtKi ísfflnfui ! |J| Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Unnið við endurbætur á vesturgafli Tryggvaskála sem smám saman verður færður í fyrra horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.