Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 26

Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 26
26 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Ráðherra skipar nefndir Morgunblaðið/Jim Smart Formaðurinn Arnar Sigurmundsson til vinstri og fundarstjórinn Einar Jónatansson til hægri en á millli þeirra eru Finnbogi Jónsson, forstjóri IS, Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF, og Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, sem fluttu erindi um samkeppnishæfni og markaðsstöðu sjávarafurða frá Islandi við upphaf nýrrar aldar. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískiðnaðarins Mikill kraftur í útveginum en víða eru blikur á lofti ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fískiðnaðarins, sagði á aðal- fundi Samtakanna, sem var haldinn í skíðaskálanum í Hveradölum í gær, að þó nýjar mælingar Hafrann- sóknastofnunar staðfestu að seiða- vísitala þorsks hér við land væri sú langhæsta frá því mælingar hófust fyrir tæpum þremur áratugum og gæfu tilefni til bjartsýni á aukinn þorskafla á íslandsmiðum á næstu árum, væri ástæða til að hafa þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Einnig kom fram í skýrslu hans að starfsemi kvótaþings væri spor aftur á bak. Arnar kom víða við í ræðu sinni, rakti gang mála á Iiðnu ári og sagði m.a. að stjórnun efnahagsmála skipti verulegu máli fyrir útflutningsgrein- ar og að innlendar verðlagsbreyting- ar yrðu ekki meiri en í helstu við- skipta- og samkeppnislöndum. „Það hafa skipst á skin og skúrir í rekstri fiskvinnslunnar á síðustu ár- um,“ sagði hann. „Vaxandi þorskafli ásamt háu afurðaverði hefur hjálpað mikið í frystingu og söltun. En það eru víða blikur á lofti. Aflasamdrátt- ur í rækjuveiðum setur afkomu rækjuvinnslunnar í mikinn vanda. Eftir nokkurra ára góðæri og mikla uppbyggingu í mjöl- og lýsisvinnslu hefur slegið í bakseglið vegna verð- þróunar á heimsmarkaði. Veiðar í Smugunni eru ekki lengur sú búbót sem þær voru áður og mikil hækkun á innfluttum rússaþorski að undan- fömu hefur kippt fótunum undan rekstri nokkurra fiskvinnslufyrir- tækja.“ Hann sagði að á innlendum vett- vangi væri ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þróun efnahags- mála. „Greinileg þensla er í nokkrum atvinnugreinum, einkum á höfuð- borgarsvæðinu, og mikill innflutn- ingur orsakar mikinn viðskiptahalla. Nú stefnir í 4-5% verðbólgu á þessu ári, sem er rúmlega tvöfalt meira en í okkar helstu viðskiptalöndum. Auk- in þensla í þjóðfélaginu með tilheyr- andi kostnaðarhækkunum hefur nei- kvæð áhrif á samkeppnisstöðu út- flutningsgreina og þann stöðugleika sem treyst hefur afkomu atvinnu- rekstrar og verið grundvöllur bættra lífskjara hér á landi á síðustu árum.“ Kvótaþing mistök Arnar sagði að þrátt fyrir þessar blikur á lofti og misjafna afkomu fyr- irtækja væri ekki að finna uppgjaf- arhljóð í sjávarútvegi. Mörg fyrir- tæki, jafnt stór og smá, hefðu verið að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og reynt að tryggja hráefnisöflun eftir bestu getu. Hann sagði mikil- vægt að vinnufriður héldist og áframhald yrði á bættum lífskjörum sem byggðist á aukinni framleiðni og bættri afkomu fyrirtækjanna. „Islenskur sjávarútvegur er orðinn mjög markaðsvæddur og hefur fyrir löngu horfið frá miðstýringu fyrri ára. Starfsemi Kvótaþings sem sett var á fót af opinberum aðilum á síðasta ári er spor aftur á bak og hindrar eðlileg viðskipti fyrirtækja og truílar með þeim hætti hráefnisöflun fiskvinnsl- unnar. Sjávarútvegsráðherra hefur í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga ákveðið að endurskoða lögin um Kvótaþingið. Opinbert eftirlit með skiptaverði er fyllilega tryggt með starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, en starfsemi hennar hófst á svipuðum tíma og Kvótaþingið." Umhverfismál mikilvæg Arnar benti á að umhverfismál skiptu sífellt meira máli í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og við sölu afurðanna. „í umhverfismálum og starfsemi umhverfissamtaka geta jafnt falist tækifæri og ógnanir fyrir íslenskan sjávarútveg,“ sagði hann. ,Aukin samkeppni á fjármálamarkaði og vaxandi starfsemi áhættufjárfesting- arsjóða hafa skapað fjTÍrtækjum nýja möguleika. Rannsóknir og þró- unarvinna skipta gríðarlega miklu máli í sjávarútvégi. Nú þegar þessi vinna flyst að nokkru út í fyrirtækin með breytingum á starfsemi sölufyr- irtækja skiptir miklu að hægt verði að stunda vöruþróun í góðu sam- starfi fyrirtækjanna og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, sem hefur útibú í öllum landshlutum. Það er mikill kraftur í íslenskum sjávarút- vegi. Eitt gleggsta dæmið þar um er samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi og íslenskra iðnfyrirtækja við þróun á framleiðslu tengda sjávarútvegi, sem var að finna á Sjávarútvegssýning- unni í Kópavogi fyrr í þessum mán- uði. Við íslendingar höfum sýnt öðr- um þjóðum fram á að sjávarútvegur getur staðið að miklu leyti undir af- komu heillar þjóðar. Þá höfum við einnig sýnt fram á að skynsamleg nýting fiskistofna og fjölþætt fisk- vinnsla og útgerð hefur verið sá drif- kraftur sem ráðið hefur mestu um framfarir og farsæld íslensku þjóð- arinnar. Við þessar aðstæður er því mjög brýnt að íslenskum sjávarútvegi verði sköpuð sem best almenn rekstrarskilyrði og afskipti hins op- inbera nái ekki að draga úr þeim krafti og útsjónarsemi sem hefur verið aðalsmerki sjávarútvegs hér á landi." ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði m.a. á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær að hann vildi skoða stöðu fisk- vinnslunnar í samvinnu við hags- munaaðila, sjá hvar sóknarfærin liggja á næstu öld og hafa stöðu- mat og stefnumörkun greinarinnar sjálfrar í upphafi næsta árs. Því hefði hann ákveðið að skipa nefnd undir forsæti Einars Kristins Guð- finnssonar, alþingismanns og for- manns sjávarútvegsnefndar Al- þingis, til að skoða samkeppnis- stöðu fiskvinnslunnar, hverra kosta hún á völ og hvert hún stefn- ir. Einnig hvernig megi ná enn meiri virðisauka úr vinnslunni og kortleggja ekki aðeins það sem rík- ið ætti að gera til að marka henni ramma, heldur einnig hvaða mál ættu að vera á forræði samtaka og hvað sé mál fyrirtækjanna sjálfra. Því hefði hann sent beiðni til hags- munasamtaka í sjávarútvegi um að tilnefna menn í nefndina sem á að skila skýrslu fyrir lok janúar árið tvö þúsund. I framhaldi af starfí þessarar nefndar verður skipuð verkefnis- stjórn sem á að hafa það hlutverk að hrinda hugmyndum nefndarinn- ar í framkvæmd. Hann sagðist vilja styrkja þann þátt sem snýr að úr- vinnslu sjávarafla í ráðuneytinu og á nefndarstarfið einnig að stuðla að því. Arni sagði að gott hráefni hlyti alltaf að vera grunnur að góðri vöru. Þar þyrfti að huga að öllu ferlinu, allt frá því að fiskurinn væri veiddur þar til hann væri kominn til vinnslu. Verði mistök á þessu stigi yrði það afdrifaríkt fyrir alla frekari vinnslu og í þessu sambandi þyrfti að skoða sérstak- lega hvernig ætti að tryggja góða meðferð hráefnis þegar eftirspurn væri meiri en framboð eins og nú. Því hefði hann ákveðið að skipa nefnd undir forsæti Brynjólfs Sandholt, fyrrverandi yfirdýra- læknis, og á nefndin að kanna meðferð sjávarafla og ef þurfa þykir koma með tillögur til úr- bóta. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra „Sóknarfærin í landvinnslu“ SÓKNARFÆRI í fiskvinnslu virð- ast um þessar mundir falla vel að landvinnslu, að mati Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þetta kom fram í ávarpi hans á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í gær. Ráðherrann benti meðal annars á að á síðasta ári óx landvinnsla meira en sjóvinnsla í fyrsta skipti frá því að sjófrysting hófst. Sagði ráðherrann Islendinga flytja út hreina náttúruafurð og hafa einbeitt sér að því að þróa hana sem slíka. „Vinnslan hér á landi felst fremur í fjölbreyttum pakkningum og niðurskurði á hreinum fiski án hjálpar og aukaefna, en háu vinnslu- stigi, til dæmis fullbúinna samsettra rétta. Fiskvinnsla hefur þó verið að færast á hærra vinnslustig og ætla má að svo verði enn frekar á næstu árum í frekari þróun vöru sem svar- ar kröfunni um þægindavöru," sagði hann. Ráðherrann vék meðal annars máli sínu að auknum áhuga neyt- enda á innihaldi og uppruna mat- væla. Sagði hann að upplýsinga- og tölvutæknin gerði mögulegt að skrá aflann með þeim hætti að kaupandi gæti fengið upplýsingar um veiði- stað, hitastig sjávar, hlutfall snefil- efna á viðkomandi veiðistað, átuinni- hald og fleira. „Framtíðarspámenn segja að vald neytenda muni aukast og þeir í auknum mæli segja hvernig þeir vilja að framleiðsluferli vörunn- ar sé allt frá grunni, með því hvað þeir kaupa. Hugtakið er hinn póli- tíski neytandi. Hugmyndir um rétt neytenda og neytendavernd sem bundin er í nákvæmar reglugerðir eru neytendum hér á landi ekki sér- staklega tamar. Ástæðan er vafalítið smæð markaðarins og nálægð fram- leiðenda og kaupenda. Fiskvinnslan er líkast til sú grein hér á landi sem einna lengst er komin á þeirri braut að svara slíkum kröfum því hún vinnur í alþjóðlegu umhverfi að þessu leyti. Eitt svar við auknum kröfum neytenda um uppruna, vinnsluferli og heilnæmi vörunnar er að mínu dómi lipurt upplýsingaflæði því við höfum góða sögu að segja um náttúrulega heilnæma vöru. Að þessu er unnið víða, m.a. á vegum ráðuneytisins með gerð upplýsinga- veitu.“ Sífellt fleira erlent starfsfólk Ennfremur sagði Árni að samfara stórfelldum tækniframförum sem orðið hafi í vinnslu sjávarafurða og Morgunblaðið/Jim Smart Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur, Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, og Finnur Geirs- son, formaður Samtaka atvinnuh'fsins, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í gær. öllu sem henni tengist hafi orðið breytingar í vinnslunni, bæði hvað varðar fjölda starfsmanna og starfs- tíma. Erfiðlega hafi gengið að manna landvinnsluna og hafi þurft að ráða fleira erlent starfsfólk til fiskvinnslu- starfa í ár en dæmi eru um til þessa. „Ef þetta er vísbending um að fisk- vinnsla í landi muni framvegis byggjast að æ stæiri hluta á erlendu vinnuafli þurfum við að gera okkur grein fyrir því og bregðast við á mörgum sviðum þjóðlífsins. Ef þetta er vísbending um að vægi sjávarút- vegs muni minnka, eins og varð um landbúnaðinn með aukinni sam- keppni og tæknivæðingu, þurfum við líka að gera okkur grein fyrir þeim möguleika. Markmið sjávanitvegsstefnunnar er að ná hámarksafrakstri út úr fiskistofnunum á íslandsmiðum til lengri tíma. Fiskveiðarnar þurfa því að vera ábyrgar og með fiskveiði- stjórnunarkerfinu hefur tekist að auka hagræðingu í sjávarútvegi þjóðfélaginu til hagsbóta. Hluti af því hefur verið sameining fyrirtækja, sem ekki virðist sjá fyrir endann á. Að mínu mati er það íbrsenda vöru- þróunar að fyrirtæki hafi bolmagn til að ráða til sín menntað fólk sem nýt- ist við vöruþróun og fylgist með þeim breytingum og kröfum sem verða á mörkuðum okkar erlendis,“ sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.