Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 36

Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 36
Á SLÓÐUM FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS 36 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 Þeir sem unna og bera virðingu fyrir ís- lenskri náttúru geta alltaf fundið í henni fegurð og unað í hvaða formi, sem hún birt- ist. Þetta á ekki síst við um hálendið, en Þj ófadalir og næsta nágrenni það er að ýmsu leyti viðkvæmt og ber því að umgangast með varúð og tillitssemi. Ekki er að efa að allir, sem slík viðhorf hafa, geta notið dvalar í Þjófadölum, skrifar Arnór Karlsson, sem hér fjall- ar um dalinn djúpa í faðmi fjalla. Sæluhús FÍ í Þjófadölum, Rauðkollur í baksýn. Fjallkirkja .^ Oddnýjar- ctf hniúkur; ^ 1 "o ' / ■■ )Jf^ 'i (V ; r ; v.. J\y JRauðkollur. ri.** 1075 h^öskuldur JökulkrÖkur Skáii F.í. ^ 916 \ •pÞjófafell vO \ J Innra- Sandfell>ý A Fremra- « viS Sandfell ?; ý 4 Stélbratt|írs> Eyvindartóft Rjupna- fell Strytur ('ircuishcllir Fagrahlíð KJALHRAUN Kjalfell .•#«¥’ .... s/ Regnbúðajökull, " Hrátfell Kirkjujökuíl Múlar KctV.vc^'11 _ Þvetbrekkna- “ • máli : Hvanhjr A Skáli F.í. v / fuglasöngs, lækjamiðar og margskonar forms og lita í landslagi. Bændum í Bisk- upstungum fínnst gott að vita af kindum sínum í Þjófadölum á sumrin. Því lýsir Jón í Gýgjarhólskoti svona: Klæðist skrúði kinn og ver, kviknar lauf á bölum. Æmar mínar una sér inn í Þjófadölum. í Dölunum var löngum náttstaður fjárleitarmanna, og á tímabili voru Húnvetn- ingar oft samnátta Biskups- tungnamönnum þar. Frá þeim tíma mun vera vísan: Okkar stundum ætti hér oftar saman bera. I Þjófadölum því að er þægilegt að vera. Annar kunnur húsgang- ur, sem ekki er heldur vitað með vissu hver orti, er sagð- ur hafa orðið til þar: Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur. Nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur. Hlíðar Þröskulds og Þjófafells, sem snúa inn í dalinn, eru víða með bröttum skriðum en þó gróðurteyg- ingar til og frá. Norðanvert í miðjum dalnum er lítið og snoturt sæluhús Ferðafélags íslands. Þar eru bæði kojur, svefn- loft og örlítið andyri. Auðvelt er fyr- ir 12 manns að eiga þar náttstað. Skammt frá því er lítið náðhús, en lækurinn, sem rennur rétt við húsið, er ætlaður til annarrar snyrtingar. Þrjár leiðir eru í dalinn. Sú gi-eiðfærasta er í gegnum Þjófa- dalakjaftinn, og er hún á gönguleið- inni frá Hvítárnesi. Þá er farið með kvíslinni, sem í byggð væri kölluð lækur. Þar er jafnlent, víðast þurrt og götur aðallega markaðar af klaufum kinda og hófum hesta, en góðar fyrir fólk til að ganga eftir. Rétt er að gefa því auga hvort ein- hversstaðar sjást silungsseiði, jafn- vel í töuverðum torfum, í lækjarhyl. Þar má stundum sjá slík ungviði, sem verða væntanlega silungar í Hvítárvatni þegar þeim vex fískur um hrygg. Önnur leið í dalinn er yfir Þver- fellið norðanvert. Þar er greinileg gata í allbrattri hlíðnni og liggur hún um dalinn norðvestanverðan. Þessi leið liggur ekki í átt til neinnar byggðar og er því helst notuð af kindum, sem vilja leita lengra út á Ljósmynd/Arnór Karlsson Jökultungur í austurhlíð Hrútfells. afkima afréttarins, og fólki, sem langar að sjá meira af ósnortnu landi. Þriðja leiðin liggur yfir Þrösk- uld. Hún er á leiðinni frá Hveravöll- um og er braut þaðan, sem er fær vel búnum bifreiðum alla leið á Þröskuld frá miðju sumri og fram undir haust, þegar vel árar, ekki skaflar í giljum og skorningum og úirensli á brautinni hafa verið lag- færð. Leiðin niður í dalinn af Þrösk- uldi er nokkuð brött, og má enn sjá merki þess að fyrir allmörgum árum var þar rudd braut fyrir bíla. Nátt- úran sá fyrir að gera hana ófæra slíkum farartækjum, og hefur hún ekki verið lagfærð enda hætta á að þau skaði viðkvæmt gróðurlendið á dalbotninum. Gata eftir búfé liggur í átt til sæluhússins, en lækir úr aust- ustu giljunum renna yfir hana. Fjöllin í kringum dalinn Þverfellið gengur eins og um tveggja km langur rani suður úr Þjófadalafjöllunum. Það er breiðast syðst og hæsti hnjúkur þess er þar, 806 m y. s. Að ofanverðu einkennist það af grjóti, mosa og skófum, en til og frá eru gróðursælir bollar. Lítil burnirót á mel, blaðmikill maríu- stakkur í hvammi eða litskrúðugur maríuvöndur gleðja þá, er gróðri unna. Sunnanvert er hlíðin víða ávöl og með gróðurtorfum og vesturhlíð- in sömuleiðis, en ekki er um neina norðurhlíð að ræða þar sem við tekur hærra fjall. Þjófadalafjöll er um 8 km langur fjallshryggur í eins til tveggja km fjarlægð frá nyrsta hluta austuijað- ars Langjökuls. Tveir hæstu tindar þeirra, Rauðkollur og Oddnýjarhnjúkur, ná næst- um 1100 m y. s. og nokkrir aðrir hnjúkar eru yfir 1000 m, og þau rísa öll 300 til 400 metra yfir umhverfí sitt. I j austurhlíðum þeirra eru víða gróðurtorfur með ýmis- ! konai' gi'óðri, sem þrífst á hálendinu, þar sem eitthvert skjól og jarðvegur er, og víðast, þar sem ekki eru brattar skriður eða hamrar, er einhvern gróður að finna ef vel er að gáð, svo sem víði, lyng, stinnastör og mosa, og skófir skreyta steina. Svo er einnig næst- um allsstaðar uppi á fjöllun- um og í vesturhlíðum þeirra, ! þar sem ekki eru berar klappir. Aðalefni fjallanna er móberg og er það auð- unnai-a fyrir gróðurinn en gosberg. Víða er nokkuð af líparíti (Ijósgrýti) og er sá kostur þeirrar bergtegund- ar að hún er í ýmsum litum, sem eykm' fjölbreytni feg- s urðarinnar. Uppi á miðjum fjöllunum er áberandi rauður leir, sem mun vera frá kulnuðu jarðhitasvæði. Mai'kalína milli Amessýslu og Aust- ur-Húnavatnssýslu liggm' um austur- hh'ð fjallanna sunnanvert við miðju, norðvestur um þau yfir Oddnýjar- hnjúk og vestur í jökul á vatnaskilum spölkorn norðvestan hans. Lína þessi er ekki sjáanleg í landslaginu, en sauðfjárvamagirðing er nokkru norð- an hennar á fjöllunum austanverðum en liggur yfir hana á þeim miðjum og vestur á hraunsvæði dálítið, sem er við austmjaðar Langjökuls. Þjófafell einkennist af bröttum skriðum í næstum öllum hlíðum þess, gróður því lítill, gi'jótið svart og fjall- ið því dökkt á að líta. Það er eins og dáhtið krumpaður hringur í laginu, 1,5 til 2 km i þvermál við rætur, hæð- ótt að ofan og sú hæsta þeirra á því norðaustanverðu 916 m y. s. Litast um af Rauðkolli í Þjófadölum er ekki mikið útsýni. Því er nauðsynlegt fyrir þá, sem vilja virða fyrir sér umhverfið, að fara upp úr dalnum. Víða eru auð- veldar gönguleiðir upp á fjölhn í kring, en víðast sést af Rauðkoll, og því er hann valinn hér sem útsýnis- staður. Fyrst skal horft til suðurs, og ber þá mest á Hrútfelli. Það er um 1400 m á hæð með jökulskalla, Regnbúðajökli, á kolli og nokkrar snarbrattar jökultungur niður eftir austur- og norðurhlíð þess. Hlíðarn- ar eru annars ýmist þverhníptir hamrar eða snarbrattar skriðm'. RÉTT sunnan við hábungu Kjalar og spölkorn austan Langjökuls er all- djúpur dalur í faðmi fjalla. Hann er nefndur Þjófadalir þó hann sé að- eins einn, en fyrrum kunna fleiri dalir á þessu svæði að hafa borið það. Oljóst er af hverju hann dregur nafn, en stundum er það tengt þjóð- sögum um þjófa, sem lögðust út, og jafnvel 18 skólapilta frá Hólum. Nú er það aðeins notað um kvosina skjólsælu, sem er umgirt allháum fjöllum með tindinn Rauðkoll að norðvestanverðu. Sá er 1075 m yfir sjávarmál og sést víða að af Kili. Hann gnæfir hæst á suðurenda Þjófadalafjalla, sem ná allt norður að Dauðsmannskvísl við Djöflasand. Þessi fjöll veita dalnum skjól fyrir norðanáttinni, en að austanverðu er það Þjófafell og saman eru þau tengd af Þröskuldi. Að suðvestan og sunnan lokast dalurinn af Þverfelli, en milli þess og Þjófafells er Þjófa- dalakjaftur, sem er eina útfallið úr dalnum og annars staðar þarf að fara yfir 100 metra upp til að kom- ast út úr honum. Dalbotninn er eitthvað um tveggja km langur og svo sem einn á breidd. Hann er um og rétt innan við 700 m hæð y. s. og er að verulegu leyti gróinn, aðallega lyngi, ýmsum víðitegundum og stinnastör. Sums staðar eru grýttar eyrar og enn ann- ars staðar mýrlendi, og er það sér- staklega viðkvæmt fyrir skemmdum af umferð hesta og vélknúinna öku- tækja. Austurhlíð Þverfells er af þverhníptum hömrum suður við Dalakjaftinn, en norðar er hún nokkru ávalari og svolítið gróin. Nokkur stór gil eru í suðurhlíð Þjófadalafjalla, hvert með sínu formi. Víða eru í brúnum þeirra háir hamrar. Það vestasta er minnst, þau í miðjunni nokkru stærri og hið austasta stærst og skiptist þegar upp í það er komið. Ur þeim falla litlir lækir, sem sameinast í Þjófa- dalakvíslinni áður en hún fellur út um Dalakjaftinn á leið sinni í Fúlu- kvísl. í giljunum og hliðunum milli þeirra eru grösugar torfur með gróskumiklum gras- og lynggróðri. Brattar og háar hlíðar með þver- hníptum hömrum veita gott skjól og valda því að þar safnast íýrir snjór til hlífðar fyrir vetrarkuldanum og skýla fyrir norðannæðingi á björtum sumardögum,svo þar verður hlýtt og hagstæð vaxtarskilyrði fyrir gróðurinn. Þar geta náttúruunnend- ur notið alls þess besta, sem íslenskt hálendi hefur að bjóða á sólríkum sumardögum; ilmandi gróðurs,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.