Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 38

Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 38
38 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 Blódsöfnun Krabbamein Blóðþegum vestra fjölgar um 1% á ári en blóðgjöf- um fækkar jafnmikið. Rólegheitin magna vítahringinn og auka þreytuna. MORGUNBLAÐIÐ A eóa B? Persónugerðin hefur áhrif á það hvaða geð- sjúkdóm fólk fær. Kynferði Meiri líkur á stúlku ef móðir verður fyrir áfalli kringum getnað. Blóðskortur nema blóðgjöfum íjölg’i HORFUR eru á að skortur verði á blóði til blóðgjafa í Bandaríkjunum á næsta ári ef ekki tekst að fá Bandaríkjamenn til að gefa blóð í auknum mæli. Blóðþegum þar vestra fjölgar um 1% á ári hverju en blóðgjöfum fækkar aftur á móti jafnmikið á sama tímabili. Aætlað er að á næsta ári muni safnast tæp- lega 11,7 miiljónir eininga af blóði en að spítalar í landinu muni þurfa um 11,9 milljónir eininga. „Blóðþörf sveiflast m.a. eftir árs- tíðum og getur orðið mjög mikil t.d. yfir ferðahelgi," segir dr. Sveinn Guðmundsson forstöðu- læknir Blóðbankans. „Grundvallar- hlutverk blóðbanka er að eiga blóð þegar þess er þörf. Þessi vandi, blóðskortur og yfirvofandi blóð- skortur þegar til framtíðar er litið, er til staðar um allan heim og víða hefur þurft að grípa til þess ráðs að kaupa blóð frá nágrannaríkjum þegar skorturinn hefur náð há- marki.“ Árstíðabundnar sveiflur Ekki er að með öllu vitað hvers vegna sífellt færri gefa blóð. Ein ástæðan er þó rakin til þess að ungt fólk hefur ekki sama skilning á mikilvægi blóðgjafa og sú kyn- slóð sem óx úr grasi á fyrstu árun- um eftir heimsstyrjöldina síðari. I sumum blóðbönkum vestra hefur verið gripið til þess ráðs að færa nemendum gjafir í þeirri von að þeir komi og gefi blóð þegar þeir ná 17 ára aldri. Þá segja sérfræðingar að sífellt verði erfiðara að fá fólk til að gefa blóð, m.a. vegna tregðu atvinnu- veitenda til að gefa starfsfólki sínu frí svo það komist í blóðbanka. Og ekki batnar ástandið þegar yfirvöld þurfa að grípa til þess ráðs að banna þeim, sem dvalist hafa á Bretlandseyjum, að gefa blóð af ótta við kúariðu. Talið er að vegna bannsins verði blóðbankar í Banda- ríkjunum af rösklega 280 þúsund einingum blóðs á ári. Að sögn Sveins gerir tímabund- inn blóðskortur vart við sig á viss- um árstíðum, svo sem á sumarleyf- istíma, á haustin þegar skólar eru að hefjast og þegar flensa er að ganga. Þar á ofan fjölgar blóðþeg- um eftir því sem þjóðin verður eldri en blóðgjöfum fækkar. Hér á landi mega þeir gefa blóð sem eru frískir og á aldrinum 18-65 ára. Samkennd að hverfa? „Starfsmenn blóðbanka eru frægir að endemum fyrir að hrópa „úlfur,“ sýknt og heilagt og stund- um er erfitt að taka þá alvarlega," hefur Los Angeles Times eftir Arthur Caplan, formanni nefndar sem bandarísk stjórnvöld hafa komið á fót til að fjalla um öryggi blóðs og blóðsöfnun. „En ef maður lítur á þessar tölur sést að þetta er alvarlegt mál.“ Caplan segir enn fremur að blóð- skortur komi til með að valda ýms- um vandræðum svo sem við með- ferð krabbameins, erfitt getur reynst að útvega blóðhluta og blóð- afurðir fyi'ir mjög veikt fólk og skurðaðgerðum sem ekki eru bráð- ar gæti þurft að fresta. „Það skelfir mig og ætti að skelfa alla aðra, að á undanförnum árum hafa komið upp þau tilvik að ekki hefur verið til nóg af blóði í réttum blóðflokki til að fram- kvæma skurðaðgerð, sem er nauð- synleg en má fresta," segir Harvey G. Klein, yfirmaður hjá National Institute of Health clinical center í Bethesda í Bandaríkjunum, í sama blaði. Samkvæmt því sem segir í Los Angeles Times spyrja sérfræðing- ar sig nú hvort drenglyndi og sam- kennd hafi minnkað meðal banda- rísku þjóðarinnar og hvort óttinn við blóðborna sjúkdóma komi í veg fyrir að menn gefi blóð. Sveinn segir að starfsfólk Blóðbankans reyni að sinna fræðslu- og kynningarstarfi en fjárveitingar til þess séu naumar. Ahugi er á að efla þennan þátt starfseminnar og þá jafnvel með sama hætti og aðrir bankar og fjármálastofnanir gera til að afla nýrra viðskiptavina og halda í þá sem fyrir eru. „En slíkt kostar fé,“ segir Sveinn og bætir við: „Hins vegar er það mikilvægara en flest annað í okkar þjóðfélagi að eiga nægilegan fjölda góðra blóðgjafa." Morgunblaðið/Kristinn Tæplega 9 þúsund einstaklingar gefa þær 15 þúsund einingar af blóði sem safnað er í Blóðbankanum í Reykjavík á ári hveiju. Hér er það Hafsteinn Hafsteinsson sem gefur blóð. Er sumum hættara en öðrum? GYLFI ÁSMUNPSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er fólki með sérstak- ar persónugerðir hættara en öðr- um við að fá geðræn einkenni, svo sem streitu, kvíða og þunglyndi? Hvaða persónugerðum er hættast við geðsjúkdómum? Svar: Það fer ekki svo mikið eftir persónugerð hvort fólk fær geð- sjúkdóm eða ekki. Hins vegar hef- ur persónugerðin mikil áhrif á það hvaða geðsjúkdóm fólk fær eða hvaða mynd geðræn vandamál taka á sig. Frá fornu fari hafa menn reynt að flokka fólk eftir persónugerð þess. Þekkt er flokkun gríska læknisins Galens, sem kenndi mismunandi persónugerðir við vessa líkamans, blóð, slím, gult gall og svart gall. Heimspeking- urinn Immanúel Kant byggði á þessum hugmyndum Fom- Grikkja í bók sinni, Antropologie, árið 1798 og skipti fólki í fjórar persónugerðir, hinn léttlynda, hinn þunglynda, hinn bráðlynda og hinn dauflynda. Hver einstak- lingur gæti aðeins fallið í einn þessara flokka. í upphafi þessar- ar aldar setti sálfræðingurinn Wilhelm Wundt fram þá skoðun að fólk gæti haft misjafnlega mikið af þessum eiginleikum og skipta mætti þeim eftir styrk og hraða tilfinningalegra viðbragða. Þetta mætti mæla og finna stöðu einstaklingsins á þessum tveimur víddum. Breski sálfræðingurinn Hans Eysenck hefur sett fram kenningar, sem byggjast á rann- sóknum hans á innhverfu-út- hverfu, tilfinninganæmi og harð- lyndi. Um þetta má lesa nánar í kafla eftir Júlíus K. Björnsson, sálfræðing, í Sálfræðibókinni (Rv. 1993), bls. 479-485, m.a. um mun- inn á útverfri og innhverfri per- sónugerð. Orka hins innhverfa beinist inn á við. Hann hugsar og skipulegg- ur og gruflar í sjálfum sér. Hann hefur meiri tilhneigingu en hinn úthverfi til að líða af hugsýki, t.d. kvíða og þunglyndi, einkum ef til- finninganæmi hans er hátt. Hinn úthverfi er maður aðgerða og Persónugerðir orka hans beinist út á við. Hon- um hættir til að gera hlutina án þess að hugsa, þ.e. að rasa um ráð fram, og hann hefur oft laka stjórn á tilfinningum sínum. Hann tekur hlutina lítt inn á sig og er því síður hætt við kvíða og þunglyndi en hinum innhverfa. Þess í stað koma vandamál hans oft niður á öðrum, þar eð hann fær útrás gagnvart umhverfinu. Honum er hættara við skapgerð- artruflunum en hinum innhverfa, einkum ef tilfinninganæmi og harðlyndi mælist hátt. Hinar víddirnar tvær í kenningu Eysencks, tiifinninganæmi og harðlyndi, segja því nánar til um á hvem hátt hegðun þeirra og líð- an er líkleg til að vera. Rannsóknir hafa verið gerðar á viðbrögðum manna við streitu og hafa þær leitt í ljós tvær mann- gerðir, A-manngerð og B-mann- gerð. Lífsmáti A-gerðar einkenn- ist af öfgafullri samkeppni, metn- aði, árásargirni, hraða, óþolin- mæði, ókyrrð, málæði, vöðva- spennu í andlitsvöðvum og þeirri tUfinningu að vera stöðugt undir tíma- og ábyrgðarálagi. A-menn reyna að gera of marga hluti á stuttum tíma, og einnig láta þeir smáatriði fara í taugarnar á sér. Fræðimenn telja að A-manngerð- in sé mjög útsett fyrir hjarta- sjúkdóma. Rannsóknir sýna að A- menn bregðast mjög ólíkt við streituáreitum en rólegra fólk sem flokkað hefur verið undir B- manngerð. Gerð var rannsókn á hópi nem- enda, sem látnir voru leysa talna- dæmi. Þeir nemendur sem töld- ust til A-gerðar framleiddu 40 sinnum meira coretisol og fjórum sinnum meira adrenalín heldur en bekkjarfélagar þeirra, sem flokkuðust í B-hóp. Blóðflæði til vöðva A-nemenda var þrisvar sinnum meira, þó svo að það væri enginn munur á getu þeirra. A- menn bregðast því alltaf við eins og um aðsteðjandi hættu væri að ræða. Tíminn líður hraðar hjá A-fólki en B-fólki. Tveimur hópum, annar A-fólk og hinn B-fólk, var sagt að lesa upphátt í eina mínútu. A-fólk- ið hætti að lesa eftir 53 sekúndur að meðaltali, en B-fólkið eftir 75 sekúndur. A-fólkinu fannst tíminn líða hraðar og flýtti sér meira. Hér hefur aðeins verið greint frá rannsóknum og kenningum um alþekktar persónugerðir og hvernig þær kunna að bii’tast í sjúkdómum eða geðrænum vand- kvæðum. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á persónuleika fólks og eins og vænta má eru tilbrigði persónugerðar fjölmörg og sam- spilið á milli þeirra flókin og blæ- brigðarík. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þcim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ( síma 569 1100 og brófum eða símbréfum mcrkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.