Morgunblaðið - 18.09.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.09.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 39 ^ Reuters Afall á meðgöngu eyk- ur líkur á stúlkubarni Mcdical Tribune News Service KONUR sem verða fyrir sál- rænu áfalli um það leyti sem þær verða barnshafandi eru líklegri til að eignast stúlku- barn en dreng, samkvæmt niðurstöðum danskrar rann- sóknar. Af öllum konum, sem eignuðust börn í Danmörku á árunum 1980-1992, eignuðust þær, sem urðu fyrir alvarlegu áfalli um það Ieyti sem þær urðu barnshafandi, færri drengi en aðrar konur, eða 49%, samanborið við 51,2 af hundraði. Dr. Dorthe Hansen, barna- læknir við John F. Kennedy- stofnunina í Glostrup, stýrði rannsókninni og greint var frá niðurstöðum hennar í British Medical Journal. Þar sem allir sem fæðst hafa í Danmörku síðan í lok áttunda áratugar- ins hafa kennitölu gátu vís- indamennirnir tengt fæðing- arskár við sjúkraskrár fjöl- skyldumeðlima barnsins. f rannsókninni voru fæðingar- skrár bornar saman við skrár yfir dauðsfoll og sjúkra- hússkomur maka og barna kvennanna. Ef maki eða barn konu hafði látist, eða veikst alvar- Iega á því ári sem hún varð barnshafandi skiigreindu vís- indamennirnir það sem alvar- legt áfall. Hansen sagði að við aðrar rannsóknir hefði komið í Ijós, að andlát náins ættingja karlmanns gæti dregið úr eig- inleikum sæðisfrumna þeirra til skamms t.ima. Tengsl álags og getnaðar séu þó enn óljós, og kenningar um hvað ráði kyni barns séu að litlu leyti byggðar á rannsóknarniður- stöðum. Líkamsrækt góð fyrir krabbameinssj uklinga Presslink Líkamsrækt á þátt í bættri líkamsstarfsemi og líðan krabbameinssjúk- linga, auk þess að hún eykur líkamsstyrk þeirra og úthald, jafnvel þótt þeir væru í meðferð. Mcdical Tribune News Service FLESTIR krabbameinssjúklingar gætu notið góðs af líkamsrækt, jafnvel á meðan lyfja- eða geisla- meðferð stendur, samkvæmt könn- un á birtum niðurstöðum 24 rann- sókna. „Það fyrsta sem fólk segir er að það sé fráleitt að stinga upp á þessu,“ sagði Kerry S. Courneya, höfundur könnunarinnar og pró- fessor í líkamsræktarfræðum við Háskólann í Alberta í Kanada. „Fólkinu er sagt að það sé í lyfja- og geislameðferð við krabbameini og það eigi að slaka á, ekki gera neitt.“ I könnuninni, sem greint var frá í tímaritinu Annals of Behavioral Medicine, kom hvað eftir annað í ljós, að líkamsrækt átti þátt í bættri líkamsstarfsemi og líðan krabba- meinssjúklinga, auk þess að auka líkamsstyrk þeirra og úthald, jafn- vel þótt þeir væru í meðferð. „Lík- amsrækt á þátt í að minnka þreytu og draga úr þunglyndi," sagði Cour- neya. Hvfld eykur þreytuna Courneya sagði enn fremur að flestir krabbameinslæknar mæltu með því að sjúklingar taki því ró- lega og hvílist á meðan meðferð stendur. „Þetta ýtir undir víta- hringinn og eykur þreytuna sem lyfjameðferðin veldur,“ sagði hann. „Tilmæli krabbameinslæknanna gera því í rauninni illt verra.“ Courtneya líkti þessari uppgötv- un á þætti líkamsræktar í krabba- meinsmeðferð við uppgötvun tengsla Iíkamsræktar og hjarta- sjúkdómalækninga fyrir 30-40 ár- um. „Þá voru sjúklingar rúmfastir og sagt að taka því rólega. Núna er líkamsrækt það fyrsta sem reynt er að fá fólk til að gera.“ Courtneya sagði að í flestum rannsóknunum, sem kannaðar voru, hefði úrtak verið lítið og margar hefðu staðið of stutt til að hægt hefði verið að draga ályktanir af þeim, en hann kvaðst engu síður telja að könnunin væri nægilega umfangsmikil til að sýna fram á að frekari athugana væri þörf. Mazda 323 F Fjölskyldan velur Mazda! Öryggi • ABS hemlalæsivöm • TCS spólvörn • Öryggisbeltastrekkjarar • Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti • Loftpúðar fyrir ökumann og farþega • Hæöarstillanleg öryggisbelti • Krumpusvæði að framan og aftan • Sérstyrkt farþegarými • Þriðja bremsuljósið hásett • Barnalæsingar í afturhurðum • Ræsitengd þjófavörn • Mótstöðunemar á rúðuvindum • Þrír hnakkapúðar á aftursæti • Þægindi • Glasahaldari • Framsætisbak sem breyta má í hentugt borð • Vetrar- og sumardekk • Hæðarstilling á aöalljósum • Fullvaxiö varadekk • Dagljósabúnaður • Samlæsingar m/tvöfaldri læsingu • Útihitamælir • Vökva- og veltistýri • Upphitaðir og rafttýröir hliðarspeglar • Allt að 421 lítra farangursrými • Aftursæti á sleða • Tvískipt aftursæti • Afturrúöuþurrka með tímarofa • Rafmagnsrúöuvindur framan og aftan • Útvarp, segulband og fjórir hátalarar • Geymsluhólf milli framsæta • Hæðarstillanlegt HF Aðeins kr. 1.490.000 beinskiptur Opið laugardag kl. 12-16 Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is ísafjörður: Bítatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaöir: Bflasalan Fell Selfoss: Betri bílasalan Vestmannaeyjar: BifreiOaverkstæOi Muggs Akranes: Bllás Keflavík: Bílasala Keflavíkur # Otrúlega vel búinn bíll á einstöku verði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.