Morgunblaðið - 18.09.1999, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 43
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ALGERLEGA
ÓVIÐUNANDI
FRÉTTIR þess efnis að brottfall tvítyngdra unglinga,
sem notið hafa aðstoðar nýbúafræðslu, úr framhalds-
skólum hafi verið milli 90 og 100% seinustu ár eru alvar-
legar. Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu kunna þessi
börn iðulega talmálið ágætlega en öðru máli gegnir um
skólamálið í námsbókum og fyrir vikið ráða þau illa við
bóklegar greinar.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar hefur rúmlega
1.000 tvítyngd börn á skrá sem njóta aðstoðar í grunn-
skólum á landinu öllu og er því um talsverðan hóp að
ræða. Það ber ekki íslensku samfélagi og menntakerfi
gott vitni ef ekki er hægt að standa betur en þetta að að-
lögun þessa hóps barna hér á landi. Það er ótvíræður
réttur þeirra að hljóta allan þann stuðning sem þau
þurfa til þess að geta tekið fullan þátt í íslensku samfé-
lagi en þar skiptir mestu að hafa gott vald á íslenskri
tungu og tækifæri til menntunar.
Sporna þarf við þessari þróun. „Við erum í raun að
fórna þessum börnum eins og staðan er í dag,“ sagði
Ingibjörg Hafstað, námstjóri nýbúafræðslu hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar, í samtali við Morg-
unblaðið í vikunni. Þetta er hryggileg staðreynd og al-
gerlega óviðunandi. Nútímaþjóðfélag verður að vera í
stakk búið til þess að veita öllum þegnum sínum jöfn
tækifæri. Haldi þessi þróun áfram má hins vegar ljóst
vera að hér á landi mun myndast undirmálshópur sem
ekki getur tekið fullan þátt í samfélaginu.
Nýbúar hafa auðgað mjög íslenskt samfélag. Sú þekk-
ing sem þeir færa íslensku samfélagi er dýrmæt, t.d.
hvað varðar menningu, tungumál og þekkingu af öðrum
toga. Þessa fjölbreytni ætti íslenskt samfélag að rækta.
Til þess að svo megi verða þarf augsýnilega að huga
betur að skólamálum nýbúa.
FRIÐARGÆSLULIÐAR
TIL A-TÍMOR
STEFNT er að því að fyrstu sveitir alþjóðlegs friðar-
gæsluliðs haldi til Austur-Tímor á sunnudaginn.
Ástralir bera hitann og þungann af skipulagningu friðar-
gæslunnar en einnig hafa margar aðrar þjóðir til viðbót-
ar fallist á að leggja til herlið.
Það verður ekki fögur sjón sem blasir við friðargæslu-
liðinu. Undanfarna daga hafa borist stöðugar lýsingar af
grimmdarverkum glæpasveita andsnúnum sjálfstæði
landsins. Enginn vafí er talinn leika á því að Indónesíu-
her hefur ekki einungis stutt við bakið á þessum glæpa-
sveitum heldur jafnframt tekið beinan þátt í morðunum
á Austur-Tímor.
Höfuðstaðurinn Dili er rústir einar og í frásögn
dansks blaðamanns, sem undanfarna daga hefur dvalist
á eyjunni, kemur fram að öllu steini léttara hefur verið
stolið úr híbýlum íbúa Austur-Tímor og fyrirtækjum í
Dili. Hundruð þúsunda hafa verið hrakin til Vestur-
Tímor, flúið til Ástralíu eða hafast við í fjöllum til að
forðast drápssveitirnar. Enginn veit hversu margir hafa
verið drepnir, en talið er að þúsundir liggi í valnum.
Eini glæpur þessa fólks var að það hafði kosið sjálf-
stæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem Indónesíustjórn boð-
aði til.
B.J. Habibie, forseti Indónesíu, sagði er hann lét loks
undan þrýstingi þess efnis, að Indónesíustjórn sam-
þykkti komu friðargæsluliðs, að ekki væri hægt að bíða
lengur. Nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir frekari
þjáningu fólks. Það á hins vegar eftir að koma í ljós
hvort Indónesíuher reyni að hindra friðargæsluliðana í
að sinna störfum sínum. Leiðtogar andstæðinga sjálf-
stæðis hafa heitið því að halda baráttunni áfram og sagt
að þeir hiki ekki við að drepa erlenda friðargæsluliða.
Mikilvægt er að umheimurinn sýni staðfestu í sam-
skiptum sínum við Indónesíu og leyfi ekki ráðandi öflum
þar, hvort sem þau er að finna í ríkisstjórn landsins eða
herafla, að komast upp með áframhaldandi ofbeldi. Það
verður að tryggja öryggi íbúa Austur-Tímor og lýðræð-
islega ákvörðun þeirra um sjálfstæði.
Gilwell-skálinn við Úlfljótsvatn, þar hafa námskeið verið
haldin frá upphafí Gilwell-þjálfunar á Islandi.
Gilwell-skátar að loknu fyrsta námskeiðinu árið 1959.
Gilwell-skátar sem sátu námskeið í sumar, á fertugasta af-
mælisári Gilwell-þjálfunar á Islandi.
Gilwell-skátaþjálfun á íslandi í 40 ár
Fast að 700 skátar
Skátastarfið
er ævintýri
hafa hlotið þjálfun
/
Skátar halda upp á það við Ulfljótsvatn í dag að Gilwell-
-------------------------7---------7----------
skólinn hefur verið starfræktur á Islandi í 40 ár. I skólanum fer
fram efsta stig foringjaþjálfunar innan skátahreyfingarinnar.
Erla Skúladóttir fræddist um sögu og hugmyndafræði Gilwell-
þjálfunarinnar í samtölum við Björgvin Magnússon, sem hefur
stjórnað flestum námskeiðanna, og Sigurð Júlíus Grétarsson,
núverandi skólastjóra Gilwell-skólans.
SKÁTAHREYFINGIN
byggist á hugmyndum
um hópstarf barna eða
unglinga oftast úti í nátt-
úrunni eða í sterkum
tengslum við hana. Orðið
skáti er þýðing á enska
orðinu scout, sem merkir
njósnari, útsendari eða
eftirlitsmaður. Upphaf-
lega hugmyndin með
skátastarfi gengur því út
á það að börnum sé kennt
að skoða heiminn, njóta
náttúrunnar og vinna
saman í samræmi við
siðagildi sem eru sterkur
þáttur í skátahugsjón-
inni. I Gilwell-þjálfun
lærir fólk það sem þarf til
þess að taka forystu í
þeim félagsskap sem skátahreyfingin
er, að sögn Sigurðar Júlíusar Grétars-
sonar skólastjóra Gilwell-skólans.
Sigurður segir skátahreyfinguna
vera hugsjónahreyfingu um uppeldi
og fullorðnir og börn taki þátt í starfi
hennar eftir ákveðnu kerfi. Skátafor-
ingjar eru þjálfaðir í starfi í skáta-
hreyfingunni, þeir elstu gangast undir
Gilwell-foringjaþjálfun.
Þjálfunin almennari hér
en víða annars staðar
Skipulag Gilwell-þjálfunarinnar
hefur tekið nokkrum breytingum frá
upphafi hennar hér á landi árið 1959.
Þá var þjálfunin með sama hætti alls
staðar í heiminum. Fyrir um 30 árum
varð þjálfunin hins vegar á ábyrgð
hvers lands. Að sögn Sigurðar er
grunnhugmyndin að Gilwell-þjálfun-
inni enn í megindráttum sú sama, að
þjálfa foringja fyrir skátahreyfinguna.
„Ólíkar hefðir hafa þróast við
þjálfunina eftir löndum. Hér höfum
við kerfi sem er tiltölulega líkt því
sem áður var miðað við það sem er
víða annars staðar,“ sagði Sigurður.
Hann segir að í Gilwell-skólum víða
um lönd geti menn hlotið þjálfun í
sérhæfðum verkefnum; fjáröflun,
dagskrárstjórn, kynningu á skáta-
hreyfingunni og fleira í þeim dúr en
hér sé þjálfunin almennari. Fólk er
einnig heldur yngra þegar það hefur
Gilwell-þjálfun hér á landi en annars
staðar, að sögn Sigurðar. Hér er al-
gengt að fólk sé um tvítugt þegar það
kemur til þjálfunar.
Sigurður segir mikinn áhuga á
Gilwell-þjálfuninni innan skátahreyf-
ingarinnar. Námskeið eru haldin einu
sinni til tvisvar á ári. I ágúst er kennt
í rúma viku við Úlfljótsvatn. Að því
loknu vinna þátttakendur fyrir skáta-
hreyfinguna og skila skriflegum verk-
efnum. Stundum eru námskeið að auki
haldin að vetrarlagi. Sigurður segir
námskeiðin langoftast
hafa verið haldin við
Ulfljótsvatn og telji sumir
skátar Úlfijótsvatn eina
staðinn á Islandi sem vert
sé að halda þau á.
„Við reynum að hafa
kennsluna á námskeiðinu
þannig að hún sé í sam-
ræmi við kennsluhug-
myndir Baden Powell
(stofnanda skátahreyf-
ingarinna.r),“ sagði Sig-
urður. Á Gilwell-nám-
skeiðum er kennt með
þeim hætti að þátttak-
endur reyna hlutina en
hlusta ekki aðeins á fyr-
irlestra um þá. Þessa
kennsluaðferð segir Sig-
urður dæmi um það sem
nútíminn sé alltaf að finna upp en hafi
fundist í skátastarfi um langa hríð.
Þetta segir hann eiga við um fleiri
þætti skátastarfs.
Við komu þátttakenda á Úlfljóts-
vatn er ætlast til þess að þeir slökkvi á
farsímum sínum. „Fólk einbeitir sér á
staðnum og er ekki á þeytingi út um
allt. Fólk er ekki að ráðstafa hlutum í
fjarskiptum,“ sagði Sigurður.
Frumkvæði er mikilvægt
Á Gilwell-námskeiðunum er kennd
framsögn, framkoma, fundarsköp,
fíkniefnavarnir og skyndihjálp svo fátt
eitt sé nefnt. Þar fer einnig fram mik-
ið tjaldbúðastarf. Sigurður segir mikið
félagslíf stundað á námskeiðunum,
mikið sé um söng og aðra skemmtun.
„Það er mikið sungið í skátum. Það er
eitt sem mér sýnist vera að leggjast af
í nútímasamfélagi, að venjulegt fólk
geti sungið án þess að fara hjá sér.
Þarna syngur hver með sínu nefi og
við reynum að hafa dagskrá þar sem
allir geta lagt eitthvað af mörkum.
Það er mjög mikilvægt í skátastarfi að
fólk taki frumkvæði, að því sé ekki
stýrt og stjórnað endalaust heldur
taki sjálft frumkvæði í því að
skemmta sér, hafa ofan af fyrir sér og
gera gagn. Við reynum að efla þennan
anda,“ sagði Sigurður.
Ríkur þáttur í kennslu á námskeið-
inu er líka að kenna fólki að bera virð-
ingu fyrir sjálfu sér og umhverfi sínu,
að sögn Sigurðar. „Við reynum þannig
að hafa snyrtilegt í kringum okkur án
þess að það fari út í einhverja tauga-
veiklun. Við reynum að kenna stfl og
sjálfsaga, þannig að fólk viti hvaða
umhverfi hæfir hvaða athöfn. Maður
býr til umhverfi sem hentar tilefninu,“
sagði Sigurður.
Þátttakendur greiða námskeiðs-
gjald sem duga á fyrir mat, reipi og
kertum, eins og Sigurður orðar það.
Að lokinni dvölinni á Úlfljótsvatni tek-
ur við sjálfboðavinna í skátahreyfing-
unni um nokkurra mánaða skeið. Fólk
tekur að sér foringjastörf eða einhver
þjónustustörf fyrir skátahreyfinguna.
Það geta til dæmis verið kynningar-
störf og ýmislegt af þeim toga, að
sögn Sigurðar. Þátttakendur skila svo
dagbók um starfið.
Sigurður segir þátttakendur á
Gilwell-námskeiðum mynda mjög öfl-
ugan kjarna sem efli skátahreyfing-
una. Hann segir fólk þó líta Gilwell-
þjálfunina ólíkum augum. Fyrir sum-
um sé hún ákveðinn hápunktur í starf-
inu, öðrum sé hún byrjunarreitur.
Sigurður segir fjölmarga hafa lagt
hönd á plóg við skipulagningu Gilwell-
námskeiðanna á Islandi og skemmti-
leg stemmning hafi skapast við starf-
ið. Sigurður segir Björgvin Magnús-
son bera höfuð og herðar yfir aðra
sem að þjálfuninni hafa komið. Björg-
vin sá um fyrstu námskeiðin sem hér
voru haldin. Hann hélt til útlanda og
öðlaðist þjálfun þar þegar Gilwell-
starfið var staðlað og naut aðstoðar
útlendinga á fyrstu námskeiðunum
hérlendis. Björgvin hefur síðan
stjórnað fjöldamörgum námskeiða
Gilwell-skólans. Sigurður segir áhuga
og innsæi Björgvins í unglinga- og
skátastarf alveg sérstakt.
Auk Björgvins hafa stýrt námskeið-
um Ólafiir Ásgeirsson, Ingólfur Ár-
mannsson, Benjamín Axel Árnason,
Anna Kristjánsdóttir, Víking Eiríks-
son, Tryggvi Þorsteinsson, Helgi Ei-
ríksson og Sigurður Júlíus Grétars-
son, sem varð skólastjóri árið 1996.
Sigurður nefnir sérstaklega þátt
Helga Eiríkssonar í starfi Gilwell-
skólans og er honum afar þakklátur.
Helgi lést langt um aldur fram fyrir
fáum árum. Sigurður segir að Helgi
hafi verið vakinn og sofinn að hugsa
um skátahreyfinguna og hann hafi
látið sig Gilwell miklu skipta.
Skátahreyfingin hefur mótað
unglingastarf nútímans
Skátahreyfingin varð til í byrjun
aldarinnar í kjölfar útgáfu bókar Ba-
den Powell sem bar nafnið Scouting
for Boys. Hreyfingin óx því úr grasi
á fyrri hluta aldarinnar. Hún var
meira áberandi áður þegar dagskrá
fyrir börn var tiltölulega fábreytt en
Sigurður segir margt af því sem
boðið er upp á í almennu unglinga-
starfi í dag hafa á einhvern hátt orð-
ið fyrir áhrifum eða mótast af því
sem skátahreyfingin hefur staðið
fyrir frá upphafi. „Nú eru menn til
dæmis að finna upp drengskap í
íþróttum, það er sérstakt átak um
það og allt gott um það að segja.
Þetta er fléttað inn í skátahugsjón-
ina frá byrjun,“ sagði Sigurður.
Sigurður Grétar
Júlíusson skólastjóri
Gilwell-skólans.
BJÖRGVIN Magnússon
gerðist skáti árið 1938 og
hefur starfað með skáta-
hreyfingunni síðan.
Hann dvaldi í Gilwell
Park í Englandi í tvígang
árin 1948 og 1949 og
gekkst undir Gilwell-for-
ingjaþjálfun þar. Þá var
þjálfuninni miðstýrt frá
Englandi. Björgvin er
þriðji íslenski Gilwell-
skátinn. Sigurður
Ágústsson og Frank
Mikkelsen höfðu áður
tekið Gflwell-próf í Dan-
mörku. „Eg hef verið
talsmaður Gilwell-skát-
anna eins og heimaríkur
hundur,“ sagði Björgvin í
samtali við Morgunblaðið. Hann hefur
verið viðloðandi starf Gilwell-skólans á
Islandi frá stofnun hans og leiðbeinir
enn á námskeiðum í skólanum.
Árið 1959 stjórnaði Björgvin fyrsta
Gilwell-námskeiðinu á Úlfljótsvatni.
Það var fyrsta námskeiðið hér á landi
sem uppfyllti kröfur um þjálfun
Gilwell-skáta. Áður hafði verið reynt
að fara af stað með Gilwell-námskeið í
Þrastarlundi árið 1936 en það var ekki
fullkomið námskeið, að sögn Björg-
vins. Frá árinu 1959 hefur Björgvin
stjórnað 22 námskeiðum í Gilwell-
skólanum og verið leiðbeinandi á fjöl-
mörgum að auki. Honum telst svo til
að á sjöunda hundrað skáta hafi sótt
námskeið í Gilwell-skólanum á Islandi
og obbinn af þeim hefur verið á nám-
skeiðum sem hann stjórnaði sjálfur.
Björgvin stýrði öllum Gilwell-nám-
skeiðunum sem haldin voru á Úlfljóts-
vatni á árunum 1959 til 1973 og aftur
frá 1989 til 1995.
Flest Gilwell-námskeiðanna hér á
landi hafa verið haldin í sama skálan-
um og hýsti fyrsta námskeiðið.
Gilwell-skátar hafa nú umráð yfir hon-
um samkvæmt samningi við Úlfljóts-
vatnsráð. Svæðið umhverfis skálann
hefur nokkuð breyst frá því Gilwell-
skólinn tók til starfa í honum, bygg-
ingar hafa bæst við og aðstaðan
þannig batnað.
Hélt í titilinn
Björgvin sagði frá því að ritari
norsku skátahreyfingarinnar, Odd
Hopp, var sendur hingað til að fylgjast
með að allt færi rétt fram á fyrsta
námskeiðinu við Úlfljótsvatn. „Ég segi
nú stundum að hann hafði svo gaman
af þessu fyrsta námskeiði að hann kom
líka árið á eftir án þess að vera sendur
af Gilwell Park,“ sagði Björgvin.
Þegar miðstýring námskeiðanna frá
Englandi var enn við lýði bar yfirmað-
urinn í Gilwell Park titilinn Camp
Chief, skammstafað CC. Þeir sem
stjórnuðu Gilwell-námskeiðum í ein-
stökum löndum höfðu hins vegar titil-
inn Deputy Camp Chief, DCC. Þann
titil bar Björgvin. Eftir að umsjón og
skipulagning Gilwell-þjálfunarinnar
var fengin skátahreyfingum í hverju
landi um sig hélt Björgvin titlinum.
„Kannski í hálfkæringi og gríni,“ sagði
hann. Björgvin er enn kallaður DCC
af mörgum og þykir vænt um titilinn.
Þjálfunin hefur lítið breyst
Björgvin segir Gilwell-þjálfunina
ekki hafa breyst mikið á þeim 40 árum
sem liðin eru frá upphafi hennar hér á
landi. „Þessir siðir og venjur sem við
komum á 1959 hafa eiginlega ekkert
breyst,“ sagði Björgvin. Hann segir að
þó fari ekki hjá því að það sem tekið
er fyrir í kennslu á námskeiðunum
hafi breyst. „Við höfum
haldið í gamla siði og
venjur en verið opin fyrir
nýjungum og tekið þær
upp í kennslunni," sagði
hann.
Á námskeiðunum eru
myndaðir fimm flokkar
sem hafa gengið undir
sömu nöfnum frá upphafi
Gilwell-þjálfunar á ís-
landi. Flokkamir nefnast
Uglur, Gaukar, Dúfur,
Hrafnar og Spætur og
hafa hver sinn lit. Hver
flokkur nýtir sér lausan
tíma sem gefst á nám-
skeiðinu til að koma sér
upp tjaldbúðum. Björg-
vin segir dagskrána á
námskeiðunum stífa. Kennsla í fræði-
legum hluta fer til að mynda fram í
um sex klukkustundir á dag. Björgvin
telur að þrátt fyrir strembna dagskrá
hafi tekist að varðveita ævintýrið sem
hann segir að aldrei megi gleymast í
skátastarfinu. Fólk verði að hafa gam-
an af hlutunum, þess vegna sé til
dæmis margt kennt með leik.
Margt minnisstætt
Björgvin segir margs að minnast af
Gilwell-námskeiðunum sem haldin
hafa verið. Meðal annars gesta sem
heiðrað hafi skátana með nærveru
sinni. „Á fimmtudögum höfum við
alltaf boðið til okkar einhverjum fram-
mámönnum sem hafa predikað í kirkj-
unni á Úlfljótsvatni," sagði Björgvin.
Þetta finnst Björgvin yfirleitt hafa
tekist vel. _ Hann nefnir sérstaklega
forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Vig-
dísi Finnbogadóttur. ,Ásgeir Ásgeirs-
son, sem var menntaður guðfræðing-
ur, hélt alveg stormandi predikun í
kirkjunni og eins Vigdís Finnboga-
dóttir,“ sagði Björgvin. Hann bendir á
að forsetar Islands ern verndarar
skátahreyfingarinnar.
Björgvin sagði sögu af góðum nem-
anda sem sat Gilwell-námskeið. Hann
var með stýrimannspróf og hafði
kennt notkun áttavita. Á Gilwell-nám-
skeiðunum er farið í sólarhringsferð
þar sem reynir meðal annars á rat-
leikni þátttakenda. Þegar hópur stýri-
mannsins fór í sína ferð skall á kaf-
aldsbylur. Einhverra hluta vegna fór
eitthvað úrskeiðis og loksins þegar
hópurinn lét vita af sér kom í ljós að
hann hafði misreiknað sig um 180
gráður. Björgvin segir að mikið grín
hafi verið gert að stýrimanninum sem
hafi annars verið frábær nemandi.
Seinni árin heíúr Björgvin einkum
kennt atriði er varða siði og venjur á
Gilwell-námskeiðunum; fánaathöfn,
bænir og fleira. Björgvin hefur líka
stjórnað kvöldvökum á námskeiðunum
og haft af því mikla ánægju. Hann seg-
ist vera orðinn eins og karlinn í brúnni
á kvöldvökunum, þær séu orðnar æði
margar sem hann hafi stýrt.
Gilwell-skátar koma saman til end-
urfunda á hverju hausti. Þeir hittast
á laugardegi eftir hádegi og rifja upp
gamlar minningar. Á endurfundun-
um er haldin helgistund og kvöld-
vaka. Björgvin telur að þegar flest
hafi verið á endurfundum hafi hist
um 140 manns. í dag verða endur-
fundirnir haldnir í stóru tjaldi þar
sem búist er við miklu fjölmenni í til-
efni 40 ára afmælisins. Samkoman
hefst klukkan fimm með helgistund.
Að henni lokinni verður grillað og
haldin kvöldvaka. Dagskránni lýkur
svo með skátakaffi þegar nálgast
tekur miðnætti.
Björgvin
Magnússon
Norræn ráðstefna um fæðingar- og nýburalækningar
Ný aðferð við leit
á litningagöllum
s
A næsta ári verður
líklega farið að bjóða
öllum barnshafandi
konum hér á laridi upp
á nýja tegund ómskoð-
unar sem getur gefið
ábendingu um litn-
ingagalla í fóstrum. Lík-
ur eru á að með þessari
aðferð gangi betur að
fínna þessa galla en með
núverandi aðferð.
STEFNT er að því að bjóða
barnshafandi konum nýja
tegund ómskoðunar sem
getur gefið ábendingar um
litningagalla í fóstrum. Nýja aðferð-
in mun líklega leiða til þess að litn-
ingagallar verði greindir í um
tveimur þriðju þeirra fóstra sem þá
bera en með núverandi aðferðum
eru þeir aðeins greindir í um þriðj-
ungi þeirra.
Frá árinu 1986 hefur öllum verð-
andi mæðrum á Islandi verið boðin
ómskoðun í kringum 18. viku með-
göngu og er ísland þriðja landið
sem tók upp reglubundna ómskoð-
un fyrir allar barnshafandi konur.
Þessi ómskoðun greinir ekki litn-
ingagalla en hún getur þó greint
ýmislega annars konar galla. Litn-
ingagalla í fóstrum hefur hingað til
verið leitað með legvatnsástungu og
litningarannsókn. Slík legvatnsá-
stunga hefur verið í boði fyrir konur
sem eru 35 ára eða eldri og konur í
ákveðnum áhættuhópi, til dæmis
þær sem eiga barn fyrir sem ber
litningagalla eða þær sem koma úr
fjölskyldum þar sem ákveðna erfða-
galla er að finna.
Þetta fyrirkomulag hefur haft
það í för með sér að verðandi mæð-
ur sem eru yngri en 35 ára hafi al-
mennt ekki getað farið í neina rann-
sókn á því hvort fóstur þeirra beri
litningagalla, en með nýrri aðferð
sem kynnt var á norrænni ráðstefnu
fæðingar- og nýburalækna er líklegt
að breyting verði þar á.
Ný tegund ómskoðunar
Reynir Tómas Geirsson, forstöðu-
læknir á kvennadeild Landspítal-
ans, segir að á ráðstefnunni hafi
meðal annars verið ræddar rann-
sóknir á ómskoðun með nýrri tækni
sem gerð er í kringum 12. viku með-
göngu. Þessi aðferð gerir kleift að
fá vísbendingu um litningagalla í
fóstrum fyrr en áður var hægt og
með betri árangri.
„Þessi skoðun byggist á því að
þykktin á mjúkvefjunum á hnakka
fóstursins er mæld og getur hún
gefið vísbendingu um litningagalla,
sérstaklega ef við sjáum eitthvað
annað að fóstrinu," segir Reynir.
„Ef fóstrið ber litningagalla eru
ákveðnir arfberar til staðar sem
hafa áhrif á mjúkvefina í líkaman-
um og valda því að vefirnir á
hnakka fóstursins drekka í sig
vökva og þykkna. Einnig geta þeir
valdið þrengslum í hjartanu þegar
það er að myndast og þetta á líka
sinn þátt í myndun bjúgs á hnakka
fóstursins sem greina má með óm-
skoðun á þessum ákveðna tíma
meðgöngunnar."
Hann segir að auk þess sé upp-
lýsingum um aldur móðurinnar og
Fæðingar- og nýburalæknar af öllum Norðurlöndunum sitja ráðstefnuna.
ýmsa áhættuþætti hjá
henni bætt við þær
upplýsingar sem fáist
úr ómskoðuninni á
fóstrinu og þetta sé svo
tengt saman með
ákveðnu tölvuforriti og
þannig fáist mat á því
hvort líklegt sé að
fóstrið sé með litn-
ingagalla. Því sé nauð-
synlegt að þeir sem
framkvæmi skoðunina
hafi ákveðna þjálfun að
baki. „Þó að tæknin og
tækin séu að sjálfsögðu
mjög mikilvæg er þjálf-
un og kunnátta þeirra
sem starfa við þau það
sem skiptir meginmáli
sem og leikni í því að vinna við þess-
ar rannsóknir."
Legvatnsástungum
fækkað
12% verðandi mæðra eru eldri en
35 ára og hjá þeim verður til um
þriðjungur þeirra fóstra sem bera
litningagalla. Um tveir þriðju þess-
ara fóstra verða til hjá mæðrum
yngri en 35 ára en þær fara almennt
ekki í legvatnsástungu. Hingað til
hefur því aðeins um þriðjungur
þeirra fóstra sem bera litningagalla
verið greindur.
En með nýju aðferðinni verður
öllum verðandi mæðrum boðið upp
á skoðun með tilliti til litningagalla.
Nákvæmnin er þó ekki sú sama og í
legvatnsástungunni því ekki nema
um 70% þeirra fóstra sem bera litn-
ingagalla greinast með nýju aðferð-
inni. Ef skoðunin bendir til að litn-
ingagalli sé til staðar er henni svo
fylgt eftir með legvatnsástungu eða
fylgjusýnistöku til að ganga úr
skugga um hvers konar galla um er
að ræða.
Reynir segir að nýja aðferðin hafi
þann kost í för með sér að nú verði
hægt að greina tvo þriðju af þeim
fóstrum sem bera litningagalla í
stað þriðjungs áður. Með þessari
aðferð verði legvatnsástungum
einnig fækkað því konum eldri en 35
ára verði boðið upp á að nota hana í
stað legvatnsástungu. Jákvætt sé að
fækka legvatnsástungum því
ástungan sjálf valdi fósturláti í 1%
tilvika.
Reynt verður að byrja á nýju
ómskoðuninni hér á næsta ári
Notkun þessarar aðferðar er haf-
in í einhverjum mæli á Norðurlönd-
um og í Bretlandi og
segir Reynir að reynt
verði að taka hana upp
hér á landi á næsta ári.
Hann segir að til standi
að bæta aðstöðu og
tækjakost kvennadeild-
ar Landspítalans. Von
sé á nýrri ómsjá sem sé
gjöf ríkisins í tilefni 50
ára afmælis kvenna-
deildarinnar. Einnig
verði mæðraskoðunin
bráðum flutt yfir á
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og þannig
fáist rými fyrir nýja
ómdeild og fullnægjandi
aðstaða fyrir þessar
skoðanir. Hann á einnig
von á því að innan tíðar verði hægt
að framkvæma þessa nýju skoðun á
Akureyri því þar séu fyrir hendi
góð ómskoðunartæki. „Ómskoðun
er einnig framkvæmd á fleiri stöð-
um á landinu og í framtíðinni kem-
ur til greina að beita fjarlækning-
um til að aðstoða lækna víðar um
landið við að beita þessari nýju að-
ferð.“
Ábyrgðin er
foreldranna
„Ef litningagalli finnst er hægt að
bjóða verðandi foreldrum meira og
betra eftirlit, eða, samkvæmt ís-
lenskum lögum, bjóða þeim að láta
framkalla fósturlát,“ segir Reynir.
Hann segir að reynslan á Landspít-
alanum sé sú að flestar konur hér á
Islandi sem gangi með fóstur sem
greinist með alvarlegan litn-
ingagalla velji það að fara í fóstur-
eyðingu og reyni svo á ný að eignast
heilbrigt barn.
Reynir segir að það sé alltaf
erfitt að eiga við þær aðstæður
sem upp koma þegar eitthvað
finnst að fóstrinu. Verðandi for-
eldrum sé gerð grein fyrir því áð-
ur en þeir fari í skoðunina að eitt-
hvað geti fundist að og það sé mik-
ilvægt að þeir viti hvað felist í
skoðuninni áður en hún sé fram-
kvæmd. „Fagfólkið ráðleggur fot
eldrunum og það er okkar hluG'
verk að veita þeim allar þær upp-
lýsingar sem við getum. Ef eitt-
hvað finnst að segjum við væntan-
legum foreldrum hvaða þýðingu
það hafi og hvað sé hægt að gera.
En á endanum liggur ábyrgðin hjá
foreldrunum og það eru þeir sem
taka ákvörðun um hvert framhakt
ið verður.“
Reynir Tómas
Geirsson