Morgunblaðið - 18.09.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 18.09.1999, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ r"48 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR + Steindór Guð- mundur Leifs- son fæddist á Bjargi við Selfoss 3. sept- ember 1956. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Laufey Stein- dórsdóttir og Leifur Guðmundsson, Kirkjuvegi 29, Sel- fossi. Systkin hans eru 1) Gunnar Rún- ar Leifsson, sjúkra- þjálfari, f. 23. maí 1958. Maki hans er Birgit Myschi. Þeirra synir eru Daníel og Leifur, f. 11. desember 1985. 2) Sara Leifsdóttir, f. 24. janúar Blækyrrð, bliknað lyng í breiðum, stafað sóL Móða yfir hnjúkum, sem blárri og blárri teygjast - fjær og fjær og hverfa í himindjúp. Gærdagur ei, né morgunn - Miskunn friðar. Lind, sem við grjót oggráanmosakliðar. (Þorsteinn Valdimarsson.) Það var hlý og tær birtan mánu- dagsmorguninn 13. september, þegar við komum frá dánarbeði bróður okkar. Leiðin lá yfir Hellis- heiði stuttu eftir sólarupprás. Þetta var einn af þeim morgnum þar sem tíminn virðist standa kyrr. Leiftur minninga þjóta hjá, minn- ingabrot raðast saman, heillegar myndir koma upp í hugann, minn- ingar úr bernsku á Selfossi. Uti- leikir barnanna við Kirkjuveginn. Hjólreiðaferðir upp að fjalli, hom- sílaveiði, silungsveiði í Ölfusá, björgun villikettlinga úr bröggum, bátaútgerð á sumrin og skautað á tjörnum á vetuma. Rútuferðir í Hvolsvöll til afa og ömmu. Spenn- andi bókahillumar á Hvolsvegin- um. Ævintýri í Hvolsfjalli. Leit að hreiðrum. Ferðirnar á Stokkseyri , til ömmu í Baldursheimi, fjöm- og bryggjuferðir. Tjaldútilegur með pabba og mömmu á grænum Skoda. Sumur í Áshól hjá Grétari og Lám. Það er margs að minnast, góðar minningar, sem geymast vel. Bernskan líður fljótt hjá og ung- lingsárin taka við með væntingum og fyrirheitum um eitthvað annað og meira. Kæri bróðir, þínar vænt- ingar voru líka miklar, en náðu ekki fram að ganga. Nú ertu laus úr fjötmm og ömgglega sáttur í nýjum heimkynnum. Á veg með vindum um víðan geim, . á leið með lindum langtútíheim! Yfir dali og hálsa, yfirvötnogvengi ber fuglinn frjálsa, lengi, lengi, veg með vindum á vængjum tveim, leið með lindum yfir laufgræn engi langt út í heim - ó, hver sem fengi að fylgja þeim! • (Þorsteinn Valdimarsson.) ^ Þín systkini, Gunnar og Sara. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. , (Kahlil Gibran.) Elskulegur systursonur minn er látinn 43 ára að aldri. Æviskeiðinu 1963. Sambýlismað- ur hennar var Orri Wilberg Vilbergs- son. Þau slitu sam- búð. Synir þeirra eru Leifur Wilberg Orrason, f. 11. aprfl 1987 og Andri Wil- berg Orrason, f. 15. október 1988. Steindór var við prentnám er hann slasaðist í umferð- arslysi 1976. Hann dvaldi á sjúkra- stofnunum í nokkur ár en á sambýli við Vallholt á Selfossi eftir það. Útför Steindórs fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.30. er lokið. Dauðinn er stundum líkn- andi en veldur um leið mikilli sorg. Ég staldra við, minningarn- ar streyma fram. Ég man lítinn snáða með fallegt bros og mikið rautt hár. Hann var ekki hár í loft- inu þegar hann var farinn að dilla sér eftir tónlistinni og auðsjáan- legt að þarna var efni í tónlistar- mann, það kom líka berlega í ljós síðar. Hann bæði spilaði á hljóð- færi og samdi lög. Ég man síð- hærðan ungling með gítarinn sinn. Ég sé líka fyrir mér ungan mann á sjúkrastofnun og svo ótalmargt fleira. Það var mikill samgangur milli heimila okkar systra svo ég fylgdist grannt með frænda mín- um í gegnum lífið. Hann var alltaf svo ljúfur og góður drengur og stutt í brosið. En ekld svtfa heilladísirnar alltaf yfír mönnum. Þegar hann var að- eins rétt tæplega tvítugur breyttu örlögin öllu á hörmulegan hátt. Bílslys. Eftir það var hann á sjúkrastofnunum og dapurlegt líf blasti við honum. Hann háði þessa hörðu lífsbaráttu í 23 ár, eðlilega fremur ósáttur við sitt hlutskipti. Elsku Steini minn, Guð einn veit hvað þú áttir oft erfiða daga. Þitt lán var hvað þú áttir skilningsríka og góða foreldra, systkini og fleiri sem gátu létt þér róðurinn. En nú er þessu erfiða ltfshlaupi þínu lok- ið. Ég efa það ekki að afar þínir, amma og aðrir ástvinir sem á und- an þér eru gengnir fagni þér á nýj- um stað, þar sem við eigum eftir að hittast á ný. Ég vil þakka þér sam- fýlgdina. Hvíl þú í friði, elsku Steini minn, ég mun ætíð geyma minningarnar um þig. Með þessum sálmi vil ég kveðja þig, Steini minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Við Jonni sendum foreldrum og systkinum hans og fjölskyldum þeirra ásamt Guðrúnu ömmu hans innilegar samúðarkveðjur. Megi al- góður Guð vaka yfir ykkur öllum, ekki síst móður hans í erfiðum veikindum og gefa ykkur öllum styrk á erfiðum stundum. Bára Steindórsdóttir. Treystu því að þér á herðar, þyngri byrði ei varpað er en þú hefur afl að bera, orka blundar næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans (Höf. ók.) Vinur okkar og félagi er fallinn frá. Svo veikbyggður, svo Ijúfur, svo þrjóskur, en samt svo sterkur. Steini veiktist að morgni laugar- dagsins 11. september. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hann lést að morgni mánu- dagsins 13. september. Við áttum ekki von á því að Steini færi svona fljótt frá okkur og höfðum ráðgert að skiptast á um að sitja hjá hon- um, meðan á sjúkrahúsdvölinni stæði. Líf Steina okkar var ekki dans á rósum, aðeins 19 ára gamall lenti hann í bflslysi, sem batt hann við hjólastól upp frá því. Þá var hann nemi í prentiðn, mikill tónlist- arunnandi og meðlimur í hljóm- sveit. Ungur maður sem átti fram- tíðina fyrir sér, áfallið var mikið og hann sættist aldrei við ástand sitt. Steini var sterkur persónuleiki. Þrátt fyrir að geta ekki talað eða tjáð sig nema með bendingum annarrar handarinnar gat hann gert okkur skiljanlegt hvers hann þarfnaðist og hvað hann vildi, stundum jafnvel hvað hann hugs- aði. Ósjaldan kom hann okkur skemmtilega á óvart, því hann var stríðinn. Okkur þótti öllum vænt um hann. Vistfólkinu lá aldrei svo mikið á að láta sinna sér að það mætti ekki bíða, ef verið var að sinna Steina. Allir voru boðnir og búnir að hjálpa honum, færa hon- um kaffi, aðstoða hann við að borða eða aka honum til og frá. Steini var einstaklega þolinmóður, þegar verið var að sinna honum, og allur af vilja gerður að hjálpa til eins og hann gat. Helsta ánægja Steina var að hlusta á tón- list, og þá frá sjöunda og áttunda áratugnum. Þær eru ófáar ánægjustundirnar sem starfsfólk- ið átti með honum við að hlusta á plötur og fá sér smók. Þá var setið í vistlegu íbúðinni hans, sem for- eldrar hans höfðu útbúið svo hlý- lega. Foreldrar Steina, Laufey og Leifur, voru tíðir gestir í Vallholt- inu, einnig systkini hans. Gunnar bróðir hans kom oft og sat hjá hon- um og sinnti honum mikið. Stund- um komu foreldrar hans með tertu og þá var slegið upp veislu, en Steini var mikill sælkeri, og oft var bakað í Vallholtinu. Það var líka stundum farið í stuttar ferðir sem venjulega enduðu á einhverju veit- ingahúsinu, með kaffi og vænni tertusneið. Ekki var verra ef við komumst í snertingu við hunda eða hesta í þessum ferðum, því Steina þótti gaman að öllum dýrum. Og að setja lítið barn í fangið á honum var yndisleg tilfinning, þá ljómaði hann. Við, sambýlisfólkið og starfs- menn, eigum eftir að sakna Steina mikið, en von okkar er sú að hann sé aftur alheill og að við eigum eftir að hittast seinna og kætast saman. Þessi fátæklegu orð eru hinsta kveðja okkar til hans og þakkir fyrir samveruna. Við vottum for- eldrum Steina, systkinum og öðru skyldfólki samúð okkar. Vistfólk og starfsmenn í Vallholti 12-14, Selfossi. Kæri Steini. „Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt, ef við aðeins vitum að við eigum vini - jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur.“ (P. Brown.) Kveðja. Vinnufélagar á VISS. Nú er 23ja ára átakanlegri bar- áttu lokið. Steini var í blóma lífsins, 19 ára gamall grannur rauðhærður strák- ur og glettnin skein úr augnaráð- inu. Hann gat verið mjög ákveðinn í skoðunum og verið fastur fyrir, en oftast var stutt í spaugið. Oftast klæddur gallajakka og með gítar í hendinni, semjandi og spilandi lög með Sveinbirni, enda fæddust mörg lög á þessum tíma. Steini var í mörgum hljómsveitum hér á Sel- fossi og þótti snjall gítarleikari enda átti hann ekki langt að sækja tónlistargáfuna. Þetta er það sem kemur upp í hugann þegar ég minnist þín. Þá var skyndilega klippt á þráðinn og hrikalegar breytingar urðu í lífi þínu. Þú lentir í bflslysi og dvaldir langdvölum á sjúkrahúsum. Þú varðst aldrei samur aftur og áttir í erfiðleikum með að tjá þig og varst bundinn við hjólastól. Við heim- sóttum þig eins og kostur var fyrst eftir slysið en alltof sjaldan nú í seinni tíð. Oft var erfitt að horfa í augun þín og við sáum hvað þér leið illa. Okkur félögum þínum og vinum gramdist að geta ekki gert þér eitthvað til hjálpar. Svo við tókum höndum saman og stóðum fyrir stórtónleikum árið 1980 hér á Selfossi þér til styrktar. Þar spil- uðu allar vinsælustu hljómsveitir landsins, enda varst þú kunnur meðal þessara tónlistarmanna. Tónleikarnir tókust í alla staði mjög vel og var uppselt á þá og lýsti það vel hug Selfyssinga í þinn garð. Svo liðu árin og þú varst aldrei sami Steini sem við þekktum áður fyrr. Það er varla á færi nokkurs manns að setja sig í spor þín og heyja þá baráttu sem þú háðir. Að geta ekki tjáð sig að fullu, þó að hugsunin sé skýr. Þá er ekki held- ur hægt að setja sig í spor foreldra þinna og systkina, sem alla tíð hafa stutt við bakið á þér eins og hægt var. Þeirra raun hefur verið mikil að horfa upp á þennan hæfileika- ríka son og bróður lenda í þessi áfalli. Ég kveð þig, Steini, með texta- broti úr einu fallegasta lagi þínu „I gær“. „Ég hrópa í þögn til þín.“ Gunnar Sigurgeirsson. Leiftur minninga um athafnir unglinga og uppátektir þeirra með glæstar vonir um framtíðina, eru tilefni uppgjörs við æðri máttar- völd á stundum sem þessari. Hver veit sína framtíð við upphaf lífsbar- áttunnar og hver getur séð hana í glaum líðandi stundar, þegar allir vegir sýnast færir. Við vorum undrandi og stoltir strákarnir í bílskúrsbandinu á Engjaveginum þegar samningar tókust við reyndan gítarleikara sem var töluvert eldri en við og skólaður eftir að hafa spilað í hljómsveitum um nokkurra ára skeið. Það fór ekki hjá því að við sem fyrir vorum fylltumst lotningu þegar æfingar hófust með Steina og fljótt var skipt yfir í dýpri vit- und tónlistarlegrar sköpunar. Það einkenndi Steina mikið næmi og tilfinning fyrir tónlist, byggðri á uppeldislegri þekkingu hans á möguleikum gítarsins annars veg- ar og mikilli tónlistarhlustun hins vegar. Skapferli hans var á þann veg að oft gat lítil biðlund eftir ár- angri orðið þess valdandi að við reyndum til hins ýtrasta að gera okkar besta til að þóknast kröfum hans. Þessi eiginleiki Steina varð ef til vill þess valdandi að honum gekk illa að takast á við þau örlög sem síðar urðu hlutskipti hans. Gæfa og framtíð ungs fólks er óviss stærð þar sem tilviljanir og athafnir flétta saman óráðinn vef. Ekki er við öðru að búast en eitt- hvað fari úrskeiðis í því flókna ferli og valdi röskun sem enginn óskar sér. Steindór Leifsson varð ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að kom- ast klakklaust yfir þá hindrun og mátti af þeim sökum lifa við óvið- unandi stöðu síðari hluta ævi sinn- ar. Við hugsum á tímamótum sem þessum af dýpri vitund um þær hættur sem æskan tekst á við og reyndar hver maður allt sitt líf. Við eigum að kunna að meta hlut- skipti okkar betur, hlutskipti heppni, gæfu og þess sem við sjálf getum skapað okkur og komandi kynslóðum. Að kunna að meta hvern einstakling, hvern dag og hverja stund. Efnislegir þættir til- verunnar samanborið við að sleppa við áföll af þeim toga sem Steini og fjölskylda hans varð að takst á við eru lítilsverðir í þeim samanburði. Þótt kynni okkar yrðu ekki til langs tíma er víst að minningar um samveru okkar félaganna eru stór partur af æskumynd okkar, e.t.v. af þeirri ástæðu helst að við mun- um Steina eins og hann var þá, en fylgdumst ekki að við að breytast í eldri einstaklinga sem þróast hver á sinn hátt. Þótt nú sé langt um liðið síðan þessi kynni áttu sér stað er eins og þetta aldursskeið lifi ávallt sterkt. Minningin um góðan félaga og spennandi og skemmti- legar stundir eru bjartastar. Þær verða okkur gott veganesti um ókomna framtíð, við að varðveita gæfu sem flestra sem í kringum okkur lifa. Fjölskyldu Steindórs Leifssonar votta ég innilega samúð mína. Bergsteinn Einarsson. Elsku Steini. Það er sárt að vita að þú ert far- inn frá okkur, þótt við vitum að þú vildir fá þessa hvfld og vonandi ertu nú sestur með gítar í góðum hópi, þar sem engar fatlanir hindra og engir hjólastólar eru til. Okkur langar að kveðja þig með tilvitnun í einræður Starkaðar sem okkur finnst eiga vel við þig. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar, þel getur snúist við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Elsku Steini, hjá okkur hrannast upp minningar um skemmtilegar, erfiðar og ljúfar stundir sem við áttum saman og við munum geyma í dýrmætum minningasjóði. Þakka þér fyrir að vera vinur okkar, ögra okkur til að hugsa og finna til. Þakka þér fyrir allt og Guð geymi þig- Elsku Laufey, Leifur, Gunnar, Sara og aðrir aðstandendur, ykkur sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Halla, Asrún, Ingi og Bettý. Kæri vinur. Þá er kveðjustundin runnin upp. Ég vissi innst inni að hún kynni að verða fyrr en síðar og ég vissi einnig að þú þráðir frelsið sem í henni fælist. En ég hefði samt vilj- að lengri frest. Því sjáðu til, ég hef alltaf beðið eftir kraftaverkinu mikla sem myndi leysa þig úr læð- ingi og færa mér aftur gamla góða Steina. Hugsaðu þér! Þrátt fyrir alla mína efahyggju og blákalt raunsæi, átti ég mér ætíð þessa ör- litlu veiku von. Og þú hélst henni lifandi með því að gefa mér gull- mola af og til. Öriítið kankvíst bros á stundum eða jafnvel hnittið til- svar og ég var á andartaki floginn aftur til baka - aftur fyrir reið- arslagið. Og þá eins og svo oft í draumum mínum endurlifði ég dýrmætu stundirnar sem oftar en ekki snerust um tónlist. Jafnt okk- ar eigin sem annarra. Þá var stundum spilað heilu dagana. Ég meira af vilja en mætti en þú svo leikandi létt. En þögnin var líka góð. Þögnin eftir tónlistina. Þá gát- um við setið lengi hljóðir og hvor hugsað sitt en samt saman. Og síð- ar þegar aðstæðurnar gerðu tjá- skiptin erfiðari var gott að eiga samleið í þögninni. Að rifja upp leiki okkar og störf er að fara 23 ár og lengra aftur í tímann og ýmsar minningar hafa lent í glatkistunni eða sjást illa í gegnum þokumóðu tímans. En eft- ir stendur djúpstæð og sterk til- finning fyrir góðum og hæfileika- ríkum dreng er hnepptur var í fjötra á þröskuldi lífs síns. Og eftir stendur einnig aðdáun og þakklæti til foreldra þinna og systkina sem stóðu ætíð með þér í krafti æðru- leysis og fórnfýsi. Njóttu frelsisins, kæri vinur. Sveinbjörn Oddsson. STEINDOR GUÐMUNDUR LEIFSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.