Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 51
er eitthvað dauft útfrá. Nú þarf
eitthvað að gera. Og þetta varð
stutt en snörp barátta og þótt Arni
drægi ekki af sér var ljóst að hann
gekk ekki heill til skógar. Þetta út-
frá sem þarna er nefnt er félags-
heimili sjálfstæðismanna, Sæborg,
og eiga þeir virnirnir Arni og
Bjarni Haraldsson ótaldar stundir
og fé varðandi rekstur þess og um-
hirðu.
Árni Guðmundsson hafði yndi af
söng. Og söng mikið. Söng á skag-
firskan máta. Gekk allur í sönginn
eins og stundum er sagt hér um
slóðir. Mætti í alla þá grænusali
sem sæluvikur lífsins buðu upp á.
Og skilja þetta Skagfirðingar. Og
það var Árna líkt, að láta það ekki á
sig fá eða aftra þótt öðrum þætti
hann ekki hafa lag. Vera laglaus.
Og vissulega var Árni það í venju-
legri merkingu. I skemmtanalífi
Króksara er sérstakt fyrirbæri sem
heith- Rotarýkórinn og heldur sá
kór konsert að haustinu. Undanfar-
in ár hefur þessi kór verið mat-
reiddur og framborinn af sveiflu-
kónginum og bóksalanum. I þess-
um kór söng Árni Guðmundsson,
og naut þess. Sveiflukóngurinn hef-
ur sagt skrifara frá því að eitt
haustið var viðlag í texta, bomfadd-
erí, fadderallala, og endurtekið
nokkuð oft. Árna gekk ekki alltof
vel að koma þessu fyrir og frá sér.
En það var ekki háttur Árna að
gefast upp. I pásu kom hann til
sveiflukóngsins og sagði: Heyrðu
Geirmundur, er ekki hægt að
fækka eitthvað þessum bomfadd-
eríum?
Árni átti í fórum sínum sérstak-
an húmor og einstaka frásagnar-
gáfu. Það var gaman að heyra hann
segja frá ýmsu því sem á dagana
hafði drifið, einkum á ferðalögum
hans erlendis. I þeim frásögnum
gerði hann svo góðlátlegt grín að
sjálfum sér og dró fram skoplegar
hliðar að lengi verður í minnum
vina hans.
Árni átti góða fjölskyldu. Á hljóð-
um stundum í tveggja manna tali
kom vel fram ást Arna til þeirra
sem næstir honum stóðu. Kynni
mín af fjölskyldunni á Hólmagrund
4 eru orðin löng. Nær fjórir áratug-
ir. Eg sendi Gígju og börnunum,
Kristínu Dröfn, Guðmundi Þór,
Ólöfu Svandísi og Evu Lilju, sam-
úðarkveðjur mínai' á þessum tíma-
mótum. Um leið vil ég þakka ára-
tuga vináttu og einstaka tryggð.
Brottför Árna Guðmundssonar
er ekki gerð af skyndingu. Þetta
hafa verið löng og erfið veikindi
honum og aðstandendum. Þeirra
tíðinda sem nú eru orðin hefur ver-
ið vænst um nokkurn tíma. Nú er
kveðjustund. Söknuður sækir heim
en ríkara er þakklætið fyrir að hafa
átt Árna Guðmundsson að sam-
ferðamanni. Hannes Pétursson
yrkir um lognbláan fjörð og bláa
dali. Yfir minningu Árna Guð-
mundssonar ríkir lognblámi fjarðar
og dala.
Jón Ormar Ormsson.
Árni Guðmundsson gekk ungur
til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og
tók virkan þátt í starfi hans um ára-
tuga skeið. Hann var í stjóm FUS
Víkings og formaður um skeið og
tók virkan þátt í störfum Sambands
ungra sjálfstæðismanna. Hann sat í
mörg ár í stjórn Sjálfstæðisfélags
Sauðárkróks og var formaður þess
félags með nokknim hléum í mörg
ár og mun enginn hafa lengur
gengt formannsstarfi í því félagi.
Arni var í fulltrúaráði Sjálfstæðis-
flokksins á Sauðárkróki og í Skaga-
firði og gegndi þar bæði for-
mennsku og stjórnarstörfum. Hann
sat í kjördæmisráði Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi vestra og í
stjórn þess um tíma og í kjörnefnd.
Árni sat marga landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins og átti lengi sæti í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins.
Árni var í mörg ár í Bæjarstjórn
Sauðárkróks, bæði sem aðalmaður
og varamaður, og starfaði í ýmsum
nefndum á vegum Sauðárkróks-
bæjar og sat meðal annars á vegum
bæjarins í stjórnum ýmissa þeirra
atvinnufyrirtækja sem bærinn átti
aðild að. Öll þessi fjölþættu störf
sem hér hafa verið nefnd vann Árni
af þeirri ósérhlífni, dugnaði og trú-
mennsku sem einkenndi öll hans
störf.
Það segir sig sjálft að til slíkra
trúnaðarstarfa sem hér hafa verið
upptalin er enginn kjörinn nema að
njóta til þess trausts félaga sinna.
Árni Guðmundsson átti óskorðað
traust sjálfstæðismanna til þeirra
starfa sem hann var kjörinn. Oft
kom það í hlut Árna Guðmundsson-
ar, þegar skoðanamunur vai' með
mönnum, að ganga á milli og setja
niður deilur. Árna var treyst. Á sjö-
tugsafmæli sínu, hinn 8. júlí 1997,
var Ami kjörinn heiðursfélagi í
Sjálfstæðisfélagi Sauðárkróks.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Árna áratuga starf fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn á Sauðárkróki. Fjöl-
skyldu Árna sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags
Sauðárkróks,
Páll Kolbeinsson.
Mikill og merkur félagi okkar og
di-engur góður, Árni Guðmundsson,
er horfinn frá okkur, hefur lagt upp
í ferðalag á æðri staði. Hann fer
sannarlega ekki nestislaus, því
hann er lífsreyndur maður, hefur
tekið að sér mörg störf á ýmsum
vettvangi og skilað þeim með af-
brigðum vel. Hann sýndi öllum
hlutum áhuga og var allt í öllu og
alls staðar. Hann þekkti mikinn
fjölda fólks og kunni ógrynni sagna
af því sem á daga hans hafði drifið.
Hann var félagslyndur maður, sem
naut þess að gleðjast með góðum
vinum og samferðamönnum.
Arna frænda mínum kynntist ég
enn betur er ég fór að starfa með
honum í Iðnaðarmannafélagi Sauð-
árkróks, sem hann var formaður
fyrir í 22 ár, auk þess að vera í
stjórn og nefndum félagsins um
áratuga skeið. Hann var ætíð
traustur félagi og vinur, rækti störf
sín af alúð og kostgæfni og var
alltaf reiðubúinn að leysa af hendi
þau verkefni sem vinna þurfti að.
Eitt af því sem hann vann mikið í
var að halda eldsmiðju Ingimundar
Bjamasonar í upprunalegu horfi og
varðveita húsið á Suðurgötu 5, sem
er eign Iðnaðarmannafélags Sauð-
árkróks.
Annað sem mig langar að minn-
ast örlítið á er Spánarhúsið. Ekki
voru allir félagar jafn bjartsýnir, er
Árna datt í hug fyrir u.þ.b. 15 árum
að Iðnaðarmannafélagið keypti or-
lofshús á Spáni, þótti það ekki lík-
legt til nýtingar. En lýsir það vel
áræði hans og framsýni að þetta
varð að veruleika og eru til dásam-
leg minningabrot af frásögnum
Árna og Spánarnefndar af öllum
undirbúningi, einkum þó fyrstu
ferðinni, sem var til að skoða húsið,
sem í ljós kom að var byggingar-
svæði og minna um hús. En úr því
var greitt og hafa fjölskylda Árna
og ótal margar aðrar fjölskyldur átt
yndislega dvöl í Spánarhúsinu og
þökk sé Árna. Stjórn Iðnaðar-
mannafélags Sauðárkróks vill
þakka Árna samfylgdina og vel
unnin störf. Við söknum hans og
skarð hans er vandfyllt.
Sendum Gígju, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum hugheilar
samúðarkveðjur.
F.h. Iðnaðarmannafélags Sauð-
árkróks,
Hallur Sigurðsson, formaður.
Ég velti við steini í Sævai'lands-
vík, skoða sandkorn minninganna
sem birtast í farinu. Leik mér í
huganum að legg og skel endur-
minninganna. Þannig leið mér þeg-
ar ég frétti af andláti Árna frænda.
Hugurinn hvarflaði út í Dal, til Þor-
bjargarstaða, æskustöðva Árna.
Þar ólst hann upp elstur ásamt
bræðrum sínum þremur, Ingólfi
föður mínum, Hauki og Ásgrími.
Guðmundur afi frá Víkum á Skaga
og Kristín amma frá Ytra-Mallandi
einnig á Skaga keyptu Þorbjargar-
staði og byggðu upp árið 1926. Uti-
húsin úr torfi voru áföst við agnar-
lítið íbúðai'húsið sem afi og amma
byggðu árið áður en Árni fæddist.
Ekkert rafmagn né rennandi vatn.
Upp af hlaðinu trónir Tobbuhóllinn,
með klofinn stein í toppi og kuml
Þorbjargar undir, eða svo sögðu
munnmælin okkur báðum. Búið var
lítið, lifnaðarhættir allir miðuðust
við sjálfþurftarbúskap. Afi var mik-
ið að heiman, en hann var síðasti
hestríðandi póstur á landinu og um
langan veg að fara. Minningin er
samofin mínum, en ég dvaldi sum-
arlangt hjá afa og ömmu á Þor-
bjargarstöðum frá því ég fyrst man
eftir mér og fram til 15 ára aldurs í
heimi, sem veitti nútímanum ekki
aðgang nema biýna nauðsyn bæri
til. Allt var í raun óbreytt frá upp-
vaxtarárum þeirra bræðra. Það var
úr þessu samfélagi sem tveir elstu
bræðurnir, Árni og Ingólfur, héldu
á eftirstríðsárunum suður til náms,
Árni í rennismíði og yngri bróðir-
inn í bifvélavirkjun. Farsæl ár mót-
unar og mennta tóku við, báðir
héldu til baka norður á Sauðárkrók
árið 1952, giftir Gígju og Fjólu.
Bifreiðaverkstæðið AKI var stofn-
að, en nafnið er myndað af upphafs-
stöfum þeirra bræðra. Það árið
reyndist gjöfult, við Kristín Dröfn
erum fædd sama ár. Verkstæðið
ráku þeir bræður saman til fjölda
ára, þar til Árni leitaði á önnur mið
með sína óþrjótandi athafnasemi,
en ÁKI lifir þá bræður báða.
Þegar Árni hafði lokið hinu hefð-
bundna æfistarfi við bílaviðgerðir,
fiskvinnslu og útgerð gerðist hann
löglegt gamalmenni. Af sínum nán-
ast eðlislæga áhuga fyrir nýjung-
um og því sem til framfara horfði í
Skagafirði gerðist hann stoð^ mín
og stytta í uppbyggingu á MÁKA,
mætti í sína vinnu upp á hvern dag
og sá um fjármálahliðina. Aldrei
var talað um greiðslur. Þá var Árni
formaður stjórnar MAKA þar til í
byrjun sumars. Það var fyrst á
þessu tímabili sem ég kynntist
Árna náið. Ég velti því oft fyrir
mér hversu líkir við vorum á marg-
an hátt í hugsun og röksemda-
færslu. Kannski ekki að undra, for-
feður okkar hafa búið á Víkum, úti
við ysta haf, í á fjórða hundrað ár.
Það hefur þurft útsjónarsemi og
þrautseigju, gott ef ekki hreinasta
þráa til að standast hin óblíðu kjör
og færa sér í nyt það sem náttúran
gaf. Enda þykja þetta vera lyndis-
einkunnir ættarinnar. Það var að-
alsmerki Árna alla tíð. Fyrir hönd
starfsmanna og stjórnar MAKA
færi ég fjölskyldunni okkar samúð-
arkveðjur með þökk fyrir það starf
sem Árni innti af hendi í þágu fyr-
irtækisins. Af fjórum bræðrum
sem ólust upp á Þorbjargarstöðum,
drengjunum úr Dalnum, er einung-
is Haukur á lífi. Mér finnst ljóðið
sem Erling Pétursson orti til
pabba sextugs eiga erindi til þeirra
allra:
Hefurðu gengið um víkina í vor,
þar vonin í steini er falin.
Hugsaðu um eldinn og æskunnar þor,
örlítið far eftir lítið spor,
sem áttu um allan dalinn.
Elsku Haukur frændi, Gígja,
kæru frændsyskini og börn. Eg
færi ykkur fyrir hönd fjölskyldu
minnar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi minningin um Áma
styrkja ykkm- um alla framtíð.
Guðmundur Öm Ingólfsson.
INGIBJÖRG
HALLDÓRA
TÓMASDÓTTIR
+ Ingibjörg Halldóra Tómas-
dóttir fæddist á Spáná í
Skagafirði 28. október 1911.
Hún lést 9. september síðastlið-
inn. Foreldrar hennar vom
Tómas Björnsson, bóndi á
Spáná, og kona hans Ingileif
Jónsdóttir. Systkini Ingibjargar
em: Sigríður, Helga, Guðrún,
en þær eru látnar. Hjörtína bú-
sett á Bjarnastöðum í Blöndu-
hlíð, ekkja Mámsar Bjarnason-
ar. Margrét búsett í Reykjavík,
ekkja Guðmundar Tómassonar
húsasmiðs. Ástvaldur búsettur
á Sauðárkróki, kona hans er
Svanfríður Steinsdóttir frá
Hrauni á Skaga.
Elsku amma mín.
Það togast á í huga mínum bæði
sorg og gleði. Sorg yfir því að vera
búin að missa þig, en gleði yfir því
að þú skulir ekki þurfa að líða kval-
ir lengur.
Minningin um þig, amma mín, er
minning um afskaplega duglega,
ósérhlífna og yndislega konu.
Konu með sterkar en vinnulúnar
hendur. Svo lengi sem þú mögu-
lega gast hjálpaðir þú við þau verk
sem þurfti að vinna. Það kom að
því eins og gengur og gerist að þú
gast ekki verið í sveitinni þinni
lengur. Eftir það dvaldir þú á
hjúkrunarheimili sjúkrahúss Sauð-
árkróks. Afskaplega gladdi það
mig hvað þar var hugsað einstak-
Eiginmaður Ingibjargar var
Helgi Jóhannesson, f. 12. nóv-
ember 1905, d. 9. júlí 1992.
Börn Ingibjargar og Helga em
Þómnn Ósk, f. 9. janúar 1934;
Guðrún, f. 2. nóvember 1939, d.
7. júlí 1997; Jóhannes, f. 17.
desember 1942.
Ingibjörg og Helgi bjuggu í
Brekkukoti í Blönduhlið, Hellu- ?.
landi í Hegranesi, Þröm í Lang-
holti, Glaumbæ í Langholti,
Syðstu-Gmnd í Blönduhlíð og
Brenniborg í Lýtingsstaða-
hreppi.
Utför Ingibjargar fer fram
frá Víðimýrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
lega vel um þig í alla staði. Það átti
bara alls ekki við þig, elsku amma
mín, að vera rúmliggjandi svo að
nú vona ég að þér líði vel, því ég
veit að vel hefur verið tekið á móti
þér með afa í broddi fylkingar.
Eða eins og hún Hrafnhildur okk-
ar komst svo fallega að orði í sam-
úðarkveðju til fjölskyldunnar: „L
þeirri góðu trú að núna sé hún
meðal þeirra sem biðu eftir henni,
kveðjum við þessa góðu konu.“
Elsku amma, ég hvíslaði svolitlu
að þér, þú veist, og ég veit að þú
verður við þeirri bón.
Takk fyrir allt, amma mín. Hvíl í
friði.
Þín
Sigurlaug Anna Adólfsdóttir.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vei frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegi'i
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EMY S. BJÖRNSSON,
Hjarðarhaga 62,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti,
föstudaginn 17. september.
Fyrir hönd vandamanna,
Katarína Þorsteinsdóttir, Emma Hildur Helgadóttir,
Áslaug Þorsteinsdóttir, Þór Jens Gunnarsson,
Björn Markús Þórsson, Steinunn Ósk Þorleifsdóttir,
Sonja Þórey Þórsdóttir, Steinunn Þórsdóttir,
Emý Sara Björnsdóttir.
Árni Guðmundsson á Áka er
farinn í ferðina löngu. í hálfa öld
sem kynni okkar Arna stóðu bar
aldrei skugga á vináttu okkar. Árni
var einstakur drengskapar- og
dugnaðarmaður sem hvarvetna
lagði góðum málum lið. Ég sendi
Gígju, börnum þeirra og öllum
aðstandendum mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Og þá er huggun
að vita að minningin um góðan
dreng lifir.
Genið er sterkt sem geymist í okkar blóði
greindm og djörfungin lýsir, þó vinni í hljóði.
I minningu Ama rís máttur úr andans sjóði
meiri og hærri en tjáist í þessu ljóði.
Pálmi Jónsson, Sauðárkróki.
+
Ástkær faðir okkar,
GUÐJÓN RUNÓLFSSON
bókbandsmeistari,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis
í Meðalholti 7,
andaðist fimmtudaginn 16. september.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 28. september kl. 13.30.
Gísli Hauksteinn Guðjónsson,
Margrét Guðjónsdóttir,
Runólfur Guðjónsson.