Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 52

Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 52
o2 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaöur minn, RAGNAR ÞORSTEINSSON kennari í Reykjaskóla, er látinn. Sigurlaug Stefánsdóttir og fjölskylda. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR SIGURJÓNSSON, Lýtingsstöðum, lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. septem- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Haraldsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t ;; Ástkær móðir okkar, FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 16. september. Útförin verður auglýst síðar. Örn Ágúst Guðmundsson, Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson. t Hjartkær móðir okkar, SVEINBJÖRG ÁRNADÓTTIR, lést fimmtudaginn 16. september á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Helga Einarsdóttir, Halla Einardóttir, Hilmar Einarsson, Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Einarsson. t Inniiegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐFINNS S. ÁRNASONAR, Aðalstræti 13, Akureyri. María Magnúsdóttir, Jónína Friðfinnsdóttir, Hallgrímur Þorsteinsson, S. Dröfn Friðfinnsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Jóhanna Friðfinnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRÖNNU STEFÁNSDÓTTUR sjúkraliða, Klapparstíg 1, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 15. júlí. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsliði á deild A-7 og gjörgæsludeild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi. Rúnar Ármann Arthúrsson, Brynja Arthúrsdóttir, Rut Arthúrsdóttir, Pétur Friðrik Arthúrsson, Stefán Júlíus Arthúrsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. JÓN VIGFÚSSON + Jón Vigfússon fæddist í Vest- mannaeyjum 22. júlí 1907. Hann lést á dvalarheimili aldr- aðra í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 9. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson, formaður og útgerðarmaður í Holti í Vestmanna- eyjum, f. 14. júní 1872, d. 26. apríl 1943. Móðir hans var Guðleif Guð- mundsdóttir, f. 10. október 1880, d. 19. ágúst 1922. Systkini hans voru: Guðrún, f. 1901, d. 1957; Sigríður Dagný, f. 1903, d. 1995; Guðmundur, f. 1906, d. 1997; Þórdís, f. 1912; Guðlaug- ur, f. 1916, d. 1989, og Axel, f. 1918. Hálfsystkini hans sam- feðra vorui Guðleif, f. 1924, og Þorvaldur Örn, f. 1929. Jón kvæntist 19. maí 1934 Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Garðhúsum, Stokkseyri, f. 8. nóvember 1913, d. 13. ágúst 1978. Börn þeirra eru 1) Vigfús, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 8. júlí 1934, maki Hrönn Bald- ursdóttir. Börn hans og fyrri konu, Birgittu Viggósdóttur: a) Jón, húsasmiður, f. 17.8. 1958, hann á fjögur börn og eitt barnabarn. b) Nína Guðbjörg, verslunarmaður, f. 10.1. 1965, hún á tvær dætur. c) Karl Viggó, bakari, f. 1.2. 1972. 2) Sigurður, sveitar- stjóri í Garði, f. 10. júlí 1945, maki Ásta Arnmundsdóttir, kennari. Börn þeirra: a) Arnmund- ur, netagerðarmað- ur, f. 11.3. 1970, hann á einn son. b) Guðbjörg, leik- skólakennari, f. 3.10. 1974. c) Sig- urður Óskar, verka- maður, f. 3.11. 1975. Jón rak útgerð ásamt bræðrum sín- um, Guðlaugi og Guðmundi, og gerðu þeir út Vonina frá Vestmannaeyjum. Jón var jafnframt vélstjóri á bátnum. Eftir að hann kom í land um 1960 stundaði hann vélgæslu hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Eftir eldgosið 1973 bjó hann í Hafnarfirði í nokkur ár og vann hjá Rafha. Árið 1981 flutti hann aftur til Vestmannaeyja og dvaldi í íbúð- um aldraðra og síðustu árin á Hraunbúðum. Árið 1996 á sjó- mannadegi var hann heiðraður sérstaklega með vígslu minnis- varðar um einstakt björgunara- frek sem hann vann árið 1928 er hann kleif Ofanleitishamar og bjargaði þannig skipsfélög- um sínum. Jón var einnig heiðr- aður á sínum tíma fyrir afrekið af Carnegie-sjóðnum. títför Jóns fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Látinn er í Vestmannaeyjum tengdafaðir minn Jón Vigfússon eftir langa og viðburðaríka ævi. Jón var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann varð þjóðhetja er hann kleif Ofanleitishamarinn í Vest- mannaeyjum til að bjarga félögum sínum er bátur þeirra brotnaði í spón undir bjarginu. Hann kleif upp á bjargbrún og gekk til byggða eftir hjálp. Hamraveggurinn hefur ekki verið klifinn hvorki fyiT né síðar og er þetta einstakt afrek. Þar að auki var vetrarveður, snjór og rok. Afrek þetta vakti mikla at- hygli bæði innanlands og utan og voru honum veitt verðlaun úr af- reksmannasjóði Carnegies í Dan- mörku og viðurkenningar frá inn- lendum aðilum. Jón sjálfur talaði aldrei um þetta afrek sitt en eitt sinn er ég spurði hann út í þetta sagði hann: Eg var ekki einn að verki þarna. Þetta lýsir honum vel. Alltaf hógvær og rólegur. Jón var afskaplega traustur maður. Hann vildi gera það sem þurfti að gera og sjá um sitt og sína. Hann vildi standa sína pligt, eins og sagt var. Samviskusamur og nákvæmur og vann öll sín verk vel. Jón var útgerðarmaður lengi, gerði út Vonina ásamt bræðrum símum. Þegar ég kom inn í fjöl- skylduna var hann reyndar kominn í land og var við vélgæslu í Hrað- frystistöðinni. Eg kveið fyrir að hitta þennan merka mann þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Guðbjargar og Jóns, sem tilvon- andi tengdadóttir. En sá kvíði var ástæðulaus. Þau hjón tóku mér eins og þau hefðu alltaf þekkt mig og í raun bar aldrei skugga á það samband. Jón var sérstaklega þægilegur í umgengni. Alltaf róleg- ur og traustur og alltaf tilbúinn að slá á létta strengi. Eftir að Guðbjörg kona hans dó og hann flutti til Vestmannaeyja aftur kom hann daglega á heimili okkar og aldrei féll styggðaryrði af vörum hans. Alltaf rólegur og til- búinn í spjall. Jón var Eyjamaður af lífi og sál. Þar fæddist hann og bjó allt sitt líf utan nokkurra ára í Hafnarfirði í gosinu. Honum þótti vænt um Eyjarnar og á hverjum degi meðan hann hafði heilsu keyrði hann um og auðvitað var alltaf tekinn bryggjurúntur, þar lá jú ævistarfíð. Síðustu bílferðina fór hann með okkur í nýja bílnum okk- ar fyrir tveimur vikum og auðvitað bað hann um bryggjurúnt. Hann hafði mjög gaman af að sjá nýja bílinn því hann var virkilega áhugasamur um öll vélknúin farar- tæki. Sérstaklega þurfti hann að fá að skoða vélina, enda mótoristi af gamla skólanum. Jón var snyrtimenni og vildi að allt væri í lagi og vel við haldið. Hann kom ófáar ferðirnar með borinn sinn og gleraugu þegar eitt- hvað þurfti að dytta að. Hann var mikill fjölskyldumaður, fylgdist vel með hvað hans fólk var að fást við, bæði í leik og starfí. Þegar sonar- synirnir voru að spila fótbolta með yngri flokkunum var hann alltaf mættur að fylgjast með. Þetta varð svo til þess að hann gerðist harður stuðningsmaður IBV í fótboltan- um. Hann studdi sína menn. Mætti á alla heimaleiki og fylgdist með allt til dauðadags. Hann vildi líka fylgjast með hvað bamabörnin væru að starfa og gladdist þegar vel gekk. Jón var ómissandi í fjölskylduboðum. Hann hafði mjög gaman af því að vera á meðal fólks, þar naut hann sín. Það varð honum því mjög erfitt þegar heymin fór að bila á efri árum. Þá missti hann samband við fólk. Hann var mikil félagsvera og starf- aði mikið með félagi eldri borgara. Naut þess að ferðast með þeim inn- anlands og utan. Samband tengda- foreldra minna og foreldra var mjög sérstakt. Fyrir tilviljum lentu þau hlið við hlið í íbúðum í Hafnar- firði eftir eldgosið 1973. Þar tókst með þeim vinskapur sem aldrei bar skugga á. Þær eru nú báðar látnar, en þeir héldu áfram að rækta sinn vinskap. Þeir sátu daglega saman og pabbi sagði Jóni hvað væri að gerast í þjóðlífinu og á íþróttasvið- inu. Þannig tókst honum ótrúlega vel að fylgjast með. Eflaust hefur þessi einstaka lífsreynsla sem Jón varð fyrir ungur er hann kleif ham- arinn sett mark sitt á hann til framtíðar, en það var á jákvæðan hátt. Hann unni lífinu og vildi ekki að því væri sóað. Hann þakkaði Guði fyrir líf sitt og vildi verja því vel, sem hann og gerði, sjálfum sér til sóma og afkomendum til eftir- breytni. Bæjarfélagið lét reisa minnismerki árið 1996 á þeim stað sem hann kleif hamarinn. Jón var viðstaddur þennan atburð og gladdi þessi viðurkennig hann meir en orð fá lýst. Hann var klökkur og þakklátur fyrir þá virðingu sem honum var sýnd. Jón er nú allur 92 ára og mátti muna tímana tvenna. Við minn- umst hans sem merks manns sem alltaf stóð sína pligt en hefur nú lokið löngu ævistarfi sáttur. Blessuð sé minning hans. Eyjarnar hafa kvatt einn af sínum bestu son- um. Ásta Arnmundsdóttir. Það kemur alltaf illa við mann þegar maður fær slæmar fréttir. Frétt af andláti, sérstaklega ein- hvers nákomins, er eitt það allra versta sem maður getur hugsað sér. Eg get ekki neitað því að ég grét þegar pabbi hringdi og sagði að afi hefði fallið frá þennan sama dag. Minningarnar streymdu fram, og ekki leið á löngu þar til ég var farin að brosa í gegnum tárin. Ég kallaði fram í huga mér allar þær minningar sem ég átti um afa; allt frá æsku minni þegar við leiddumst saman niður á höfn- ina í Eyjum. Þegar við ræddum málin og göntuðumst í eldhúsinu á Helgafellsbrautinni og þegar afi og amma horfðu hvort á annað og brostu yfir litla hrakfallabálkinum af Höfðaveginum. Samband mitt við afa hefur, í mínum huga, alltaf verið mjög gott. Eftir að amma dó fyrir u.þ.b. 20 árum, ftuttist ég meira og minna heim til þín og undum við okkur oft við hina ýmsu hluti. Eftir það varð samband okk- ar nánara, og þó að þú hafir flust til Eyja aftur til að vera nær henni ömmu, dró aldrei úr þeirri virð- ingu og væntumþykju sem við sýndum hvort öðru. Að sjálfsögðu urðu heimsóknirnar færri, ég uppi á landi og þú úti í Eyjum. En að blanda saman magni og gæðum er rangt. Þau skipti sem við hittumst urðu í staðinn uppfull af skilningi og gleði. Það gerir því minning- arnar auðveldari og munu þær fylgja mér til æviloka. Ég minnist sérstaklega síðustu heimsóknar minnar til þín. Ég kom til Eyja með Petrínu Rós sem þú aldrei hafðir hitt. Augu þín ljómuðu og minntu mig á þá daga þegar þú knúsaðir tínni Björk á sínum tíma. Þegar við gengum um gang- anna á elliheimilinu var ég ekki al- veg viss hvort þú værir að sýna mér þínar nýjustu vistarverur eða hvort þú værir sjálfur að sýna sambýlisfólki þínu nýjasta sprot- ann af ættinni. Núna þegar þú ert enn einu sinni kominn í nýjar vist- arverur, veit ég að þú ert ham- ingjusamur. Kominn til ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Ég sé fyrir mér ykkur tvö saman leiðast niður að sænum í hinum nýja heimi og fylgjast með hvernig við hin spjörum okkur hér. Ég veit líka að þegar við hin sem eftir sitj- um komum til ykkar aftur verður að vanda vel á móti okkur tekið. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt, elsku afi. Nína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.