Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 67

Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 18 SEPTEMBER 1999 67 Fyrir- lestrar um jarðhita GESTAFYRIRLESARI Jarðhita- skóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, Michael Wright, flytur fyrir- lestra á sal Orkustofnunar, Grens- ásvegi 9, dagana 20.-22. september. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 10 og verða tveir fyrirlestrar fluttir hvern dag. Efni fyrirlestranna er: Mánudagur 20. september: Kl. 10 Worldwide geothermal reso- urces og kl. 11 Sustainability of geothermal production. Þriðjudagur 21. september: Kl. 10 Geological models of hydrothermal systems, kl. 11 Ex- ploration and exploration strateg- ies. Miðvikudagur 22. september: Kl. 10 Status of geothermal technology and research needs, kl. 11 Geothermal heat pumps. Michael Wright er prófessor við Orku- og jarðvísindastofnun Utah- háskóla í Bandaríkjunum og forseti Alþjóðajarðhitasambandsins. Hann hefur um árabil verið í forystuhlut- verki í Bandaríkjunum við eflingu jarðhitarannsókna og jarðhitanýt- ingar. Hann hefur m.a. verið einn helsti jarðhitaráðgjafi orkumála- ráðuneytisins í Washington og hef- ur ákaflega góða yfirsýn yfir hvað er að gerast í jarðhitamálum i Bandaríkjunum. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. ---------------- Gönguferð í Kristrún- * arborg og Ott- arsstaðasel FERÐAFÉLAG íslands og Um- hverfis- og útivistarfélag Hafnar- fjarðar efna til síðustu sameigin- legu gönguferðai' sinnar á árinu næstkomandi sunnudag, 19. sept- ember, kl.10.30. Að þessu sinni er gengið um og skoðað svæði suð- vestan Straumsvíkur, en um er að ræða 4 klst. göngu Gangan hefst á móts við Lóna- kot og verður gengið þaðan að Fjárborginni, Kristrúnarborg og út á Alfaraleiðina að Rauðamels- stíg og síðan gengið um svonefnt Mjósund og Rjúpnadyngjuhraun að Óttarsstaðaseli þar sem verður góð áning, minjar selS og náttból skoðað. Fleira markvert verður skoðað í ferðinni, en sem fyrr segir er brott- för kl.10.30 og er farið frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6 og stansað við kirkjugarðinn í Hafnar- firði um 20 mínútum síðar. Um leiðsögn sér Jónatan Garðarsson, formaður Umhverfis- og útivistar- félagsins. Kl.13 á sunnudaginn verður einnig farin fjölskylduferð á Sela- tanga, útróðrarstaðinn forna aust- an Grindavíkur, en þar er að sjá mjög merkar minjar um útræði fyrri tíma. Hver er tilgangur lífsins? Alfa námskeið HALDIN verður á Hótel Reykholti, Borgarfirði, norræn ráðstefna um menningar- og frístundastarf bama og unglinga á jaðarsvæðum Norð- urlanda dagana 19.-20. september. Það eru Norræna æskulýðsnefndin og stjórnarnefnd um Norræna bama- og unglingamenningu sem standa að ráðstefnunni, ásamt Nor- rænu ráðherranefndinni. Þátttak- endur eru ungt fólk frá Grænlandi, íslandi, Færeyjum, norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, Álandi og Borgundarhólmi, ásamt fulltrúum norrænna menningar- og listanefnda og -stofnana. Eitt meginmarkmið ráðstefn- unnar er að koma á og efla tengsl á milli aðila á þessum svæðum sem starfa að menningar- og frístunda- Norræn ráðstefna um barna- og ungl- • • mgamennmgu starfi barna og unglinga, og auka þannig það samstarf sem hefur verið að þróast undanfarin ár. Á ráðstefnunni verða fluttir fyrir- lestrar fræðilegs efnis, ungt fólk kynnir verkefni sem unnin hafa verið á svæðunum, og starfað verður í vinnuhópum að því að koma fram með tillögur að fyrir- komulagi samstarfsins á nýrri öld, og nýjungum á sviði samskipta- miðils fyrir ungt fólk í löndunum. Meðal fyrirlesara er Edna Eriksson, félagsfræðingur frá Sví- þjóð, en hún hefur unnið að rann- sókn á því hvernig unglingamenn- ing hefur breytt viðhorfum fólks tO þjóðemis, kyns og aldurs, og hvemig þessar breytingar hafa breytt viðhorfum fólks tO menn- ingar og sjálfsímyndar. Einnig verða kynntar niðurstöð- ur rannsóknar á framtíðarsýn ungs fólks á Grænlandi, íslandi og Færeyjum, unnin af Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands fyinr Vest- norræna ráðið. Meðal fleiri fyrir- lestra má nefna skýrslu frá ráð- stefnu um samstarf ungmenna á Barentssvæðinu; kynningu á netút- gáfu af unglingatímaritinu OZON og heimasíðu Valhalla, upplýsinga- og samskiptasíðu æskulýðsstarfs Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefnisstjórn ráðstefnunnar skipa Þorgeir Ólafsson, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneyt- inu, og formaður stjórnarnefndar um Norræna barna- og unglinga- menningu, Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður Norrænu æskulýðs- nefndarinnar og Þorvaldur Böðvarsson, verkefnisstjóri. 10TÚLÍPANAR 5 PÁSKALILJUR 10 PERLULILJUR kn 1«9,. kr. 169,- kr. 129,- Helgartilboð loforð um litríkt vor! stórir laukar - stœrri blór MAGNTILBOÐ: 50 TÚLÍPANAR kr. 990,- POTTARÓS kr. 399,- 50 KRÓKUSAR kr# 990,- 2 kg PÁSKALILJUR kr# 099,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.