Morgunblaðið - 16.11.1999, Page 7

Morgunblaðið - 16.11.1999, Page 7
gsp./Ljósmynd úr kvikmyndinni Bcnjamin dúfa eftir samnefndri skáldsðgu Friðriks Erlingssonar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 7 Mjólkursamsalan óskar landsmönnum til hamingju með dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Hvar lifa einhyrningar? íslenska er frjósamt tungumál þótt landið okkar kunni að vera harðbýlt. í málinu lifa jurtir og dýr sem aldrei myndu þrífast í landinu. Bæði flóðhestar og nashyrningar eiga sér þar kjörlendi því þeir eiga sér íslensk heiti. Meðan við ræktum orð yfir alla skapaða hluti rúmar íslenska allan heiminn. í málinu lifa einnig kynjaskepnur úr þjóðsögum okkar og goðsögnum annarra menn- ingarheima. Þar rekumst við bæði á nykurinn, hest með hófa sem snúa aftur, og einhyrninginn, sem hefur eitt horn út úr miðju enni. Þessar kynjaskepnur tungunnar kveikja með okkur ævintýri og sögur sem aftur geta af sér margvísleg listaverk. íslenska er okkar mál og hún er ótrúlega frjósöm. Hún veitir okkur orð jafnt til fróðleiks og skáldskapar - tæki til hugsunar og sköpunar. ^aeroAr^ nms- MJÓLKURSAMSALAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.